Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 12
BOKMENNTIR Flínkur flakkari Jón Óskar: SÖLVIHELGASON. Listamaöur á hrakningi. Heimildasaga. Sölvi Helgason var gasprari og ólíkindatól. En það er sko ekkert gaspur af Jóni Óskari að titla þessa ævisögu hans heimildasögu. Hún er reist á mikilli og auðsjáanlega vand- aðri heimildakönnun, heima og erlendis. Heimildirnar eru útlistaðar, frásögnin fylgir þeim náið, án þess að farið sé með skáldleg- ar eyðufyllingar, nema þá sem rökstuddar ágiskanir. Þetta er því miklu nær því að vera fræðilega unnin ævisaga en söguleg skáld- saga, eins og til að mynda Sólon Islandus sem Davíð Stefánsson skrifaði um Sölva. Það er um Sölva eins og aðra sem á annað borð komast í kast við hina svokölluðu rétt- vísi, að frá henni er runninn obbinn af skjal- legum heimildum um ævi hans. Frásögn Jóns Óskars hefst haustið 1843, þegar Sölvi kemst fyrsta sinni undir manna hendur fyrir flakk, 23 ára gamall. Eftir langt málavafstur alla leið upp í Hæstarétt var lögð á hann hýð- ing, aðallega fyrir skjalaföisun, og með það lagðist hann aftur í flakk. Næstu málaferli hefjast 1850 og lauk með hýðingu fyrir fiakk. Nærri jafnskjótt hefst þriðja mála- flækjan og lauk með þriggja ára tugthúsvist í Kaupmannahöfn fyrir flakk ásamt hnupli og óknyttum. Þar á ofan vetrarlangri vist á fátækrahæli í Kaupmannahöfn. Heim kom Sölvi 1858, nærri fertugur, og eru þá uppi 150 síður bókarinnar sem hafa málsskjöl og réttarfarspappíra að uppistöðu, en ívafið margvislegt, til að mynda fróðleg bréf Sölva til Jóns Sigurðssonar frá Hafnarárunum. Enn eru hundrað síður eftir, og enn á Sölvi eftir að þola hýðingardóm fyrir flakk og þjófnað, en annars hélst honum uppi seinni hluta æv- innar, óátalið að mestu, að lifa á óleyfilegum flækingi, fara í vinnu um hásumarið þegar best lét, auk þess sem hann hafði einhverjar tekjur af bókaprangi og af málaralist sinni. Heimildirnar verða hér fjölbreyttari, meira af munnmælum sem stundum er hægt að skýra með samanburði við skjöl, og heilmikil skrif Sölva sjálfs, auk myndanna sem órækastan vottinn bera um lygilega færni hans á sínu þrönga sviði. Jón Öskar kannar allt þetta vendilega og vinnur úr því glögga og gríp- andi lýsingu. Ekki þarf að fjölyrða um það, að Jón Óskar er ritfær, og hann kastar hér hvergi hönd- unum til, svo að jafnvel hinar löngu rakm ingar á málsskjölum verða að læsilegri sögu, og þá ekki síður seinni hluti bókarinnar. Fræðimennska hans virðist líka traust og glögg yfirleitt. Viss ágalli er þó, að hann læt- ur ríka samúð með Sölva sums staðar leiða sig út í hlutdrægni, þannig að bæði túlkun hans á heimildum og dómar hans um and- stæðinga Sölva fara að orka tvímælis. í öll- um málaferlunum gegn Sölva neitar höfund- urinn t.d. að skilja, að flakkið, sem út af fyrir sig var bannað, hafi verið því saknæmara sem flakkarinn kom verr fram og gaf fólki fremur tilefni til ótta. Þess vegna eru sýslu- mennirnir alltaf að afla gagna um fleiri til- tæki Sölva en bein og sannanleg lögbrot. Og alltaf er Jón Óskar jafn-hneykslaður. Þau gögn sem þeir ná í reynir hann í lengstu lög að túlka á betri veg fyrir Sölva......sem sé að hann hafi varla einu sinni litið nærföt hennar augum við þessa athöfn," flýtir höf- undur sér að útskýra, þegar upplýst er að Sölvi hafi veist að unglingsstúlku með klúr- um orðum, komið aftan að henni sitjandi og kippt upp um hana pilsinu. (Hann heldur þó ekki að hún hafi „skorist í setgeirabrækur sem karlmenn"?) „Hitt er ljóst, að það var að minnsta kosti ekki óblandað brennivín, sem upp í barnið fór, úr því að því varð ekki meira meint af, ef það var þá annað en vatn," er ályktun hans þegar Sölvi hafði í drykkjulátum komið upp í ungbarn dreytli úr brennivínsflösku sinni og barninu þó ekki orðið betra af en svo að það kastaði upp. Jón eftir Helga Skúla Kjartansson Óskar kveðst ekki vita „samkvæmt hvaða lagagrein Eggert Briem gat þvingað Sölva til að fara heim í sveit sína og bíða þar úrskurð- ar landsyfirréttar", þegar Eggert var í raun- inni að gefa Sölva reisupassa svo að hann gæti ferðast eins og frjáls maður (ekki send- ur hreppstjóraflutningi eins og seinna við svipað tækifæri) til Skagafjarðar, síns varn- arþings. Að leyfa honum frjálsa ferð eitt- hvert annað kom auðvitað ekki til greina meðan hann sinnti ekki vistarskyldunni sem einmitt var verið að dæma hann fyrir brot á. Svona dæmi eru því óþarfari sem Jón Óskar hefur nóg af alveg réttmætum tilefnum til að hneykslast á harðýðgi sem Sölvi átti að mæta, einkum framan af ævi. Jón Óskar er mjög upptekinn af því að Sölvi hafi verið snillingur og listamaður — sem hann vissulega var — og sér í örlögum hans fyrst og fremst dæmi um meðferð og misskilning á listamanni. Honum finnst það gera hlut eins af dómurum Sölva miklu lak- ari að hann þekkti sannanlega til listiðkunar hans. Að dæma hann hart hafi verið „að hefna sín á andlegum yfirburðum", og að svipta hann myndum sínum og handritum hafi verið „viðbrögð allra tíma valdhafa gagnvart snilligáfunni". Jón Óskar gerir líka glögga grein fyrir því að Sölvi hafi verið geð- bilaður. Ég get ekki að því gert að sjá í örlög- um hans fyrst og fremst dæmi um meðferð vanþróaðs þjóðfélags á geðsjúklingi, og finn- ast hlutur dómaranna velta fremur á því hvaða skilning þeir höfðu á geðveilu hans en snilligáfu. En þessi áhersluágreiningur minn við bókarhöfund telst líklega ekki á því sviði sem menn geta deilt um og haft rétt eða rangt fyrir sér, heldur smekksatriði. 11 SIUNDARÞU VÆOAR/ Með KJÖRBÓKINNI leggur þú rækt við íjárhag þinn Eftirminnilegasti reyfari allra tíma Brotabroti af bókmenntum heimsins skolar upp á (s- landsstrendur þessa dag- ana. Ingibjörg Haraldsdóttir hefur unnið það þrekvirki að þýða „Glæp og refsingu" Dostojevskís úr rússnesku. „Glæpur og refsing" er frægasta skáldsaga meistarans og hefur löngum verið kölluð eftirminnilegasti reyfari allra tíma". Þar segir frá tötrastúdentinum Raskolnikof sem gengur um iðandi mannlíf Pétursborgar um 1860 — og hefur ekkert nema stórmennsku- drauma sína í farteskinu. Thor Vilhjálmsson hefur verið iðinn að þýða upp á síð- kastið. i ár sendir hann frá sér tvær þýðingarmiklar þýðingar: „Nafn rósarinnar" er eftir Umberto Eco, þann ítalska. „Rósin" hefur farið fræga sigur- för um heiminn síðustu árin, hvarvetna verið metsölubók og verðlaunuð í bak og fyrir. Sögu- sviðið er italía á 14. öld og sagan rekst áfram eins og spennandi reyfari, hvert morðið á fætur öðru og í miðpunkti sögunnar eru munkar tveir sem fást við lausn morðgátu — jafnframt því að velta fyrir sér sínum eigin tíðaranda. Þá hefur Thor einnig snarað leikriti Eugene O'Neill, „Dagleiðin langa inn í nótt" — Menningarsjóður gefur út. „Don Kíkóti" er nú endan- lega kominn yfir á íslensku, alls í átta bindum í þýðingu Guð- bergs Bergssonar — og mikill fengur að því að þessi skáld- saga, sem sumir vilja kalla mestu skáldsögu allra tíma, skuli nú vera fyrir hendi á íslensku; ævin- týri Don Kíkóta og furðuleg ferðalög hans og þjónsins Sansjó Pansa eru ekki aðeins hornsteinn í merkum bókmenntum spánska heimsins, heldur undirstaða skáldsagnagerðar á Vesturlönd- um. Þá kemur enn á markað góður fugl úr heimsbókmenntum — sjálfur Svejk, sá góði dáti. Það er fjórða prentun þýðingar Karls (sfeld sem hér er á ferðinni. Hjörtur Pálsson heldur áfram að þýða Nóbelsverðlauna- höfundinn Isaac Bashevis Singer. „Sjosja" nefnist þessi saga Singers og heldur Singer áfram að segja frá smáskrítnum og stórskrítnum gyðingum í Varsjá. I miðju sögunnar er ung- ur rithöfundur, sem um margt minnir á Singer sjálfan. Graham Greene er höf- undur sem oft hefur verið nefndur í sam- bandi við Nóbelsverðlaun — eða réttara sagt: Oft nefndur sem sá sem ekki fær verðlaunin og ekki Ijóst hvað það er sem sænska akademían hefur á móti þessum prýðilega og vinsæla höfundi. „Ógnarráðuneytið" nefnist skáldsagan sem kemur út sem „Ugla" hjá Máli og menningu á viðráðanlegu verði, svo ekki sé meira sagt — svo sannarlega athugandi að rannsaka þessa nýjung Máls og menningar — vonandi verður Uglan staðfugl hér á landi og enginn flækingur, eins og stundum hefur verið raunin með bækur sem ekki eru gefnar út í hörðu bandi. Göran Tunström, sá er hrópar eftir sögum annars staðar í þessu blaði, er einna eftirtektar- verðastur sænskra höfunda um þessar mundir. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína, „Jólaóra- tórían" sem Þórarinn Eldjárn hefur nú þýtt og kemur út hjá Máli og menningu, bæði inn- bundin og sem Ugla. „Jólaóra- tórían" er spennandi saga, full af lífi og fjöri, skítnum körlum og kerlingum, jafnvel þekktum þjóð- lífspersónum — sagan gerist að mestu í Vermlandi í Svíþjóð, en einnig víkur henni til Ástralíu og Nýja Sjálands, enda er höfund- urinn, Tunström, mikill ferða- garpur — ferðast um heiminn og sýgur í sig sögur og sagnir og skáldar svo af mikilli gleði: „Ef ég læri góða sögu, þá verð ég þlátt áfram að segja hana," sagði Tunström í viðtali við HP. 14 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.