Helgarpósturinn - 13.12.1984, Qupperneq 24
21 ->
Fróðleikur aftan úr
tíð og ævisögur
heiðursmanna
Ahugafólk um þjóðlegan
fróðleik af ýmsu tagi fær
vissulega sitthvað við
hæfi fyrir þessi jól. Snjallir rit-
höfundar á borð við Hannes
Pétursson hafa sýnt þessum
flokki bókmennta mikla rækt,
Hannes kemur nú út með þætti
ættaða norðan úr Skagafirði,
„Misskipt er manna láni",
framhald frá því sem áður hefur
komið. Þá koma og út bækur
eftir Jón heitinn Helgason sem
var mikill meistari í vefnaði
íslenskra örlagaþátta. Gils
Guðmundsson leggur og sinn
skerf á búðarhillur. Ævisögur
birtast — og sumar æði fróðleg-
ar: Þorgeir Þorgeirsson hefur
skrifað skemmtilega bók um
Pétur Karlsson Kidson, Bret-
ann sem yfirgaf leyniþjónustu
lands síns til að gerast íslenskur
ríkisborgari — og þýðandi ís-
lenskra bókmennta. Og út er
komin ævisaga eða endurminn-
ingar Sigurðar Thoroddsen.
Sveinn Einarsson leikstjóri og
rithöfundur sendir frá sér minn-
ingar frá leikhússtjóratíð sinni í
Iðnó og kallar bókina ,,Níu ár í
neðra" — og er engu líkara en
Sveinn líki þeim tíma við dvöl í
vondum stað. Kannski ætlar
hann sér seinna að skrifa bók um
dvöl í „efra" — en hann dvaldi
þar líka — í Þjóðleikhúsinu.
Einar Magg
Ævisögur þekktra sem
óþekktra landa vorra,
eru eitt sérkennið á
íslenskum bókamarkaði.
Sérkenni — vissulega, því að
með stærri þjóðum eru helst ekki
skrifaðar ævisögur annarra en
þeirra sem setja sterkan svip á
tíðina, valda straumhvörfum,
hafa áhrif. Kannski má segja að
hver og einn íslendingur hafi
áhrif, því að á víðáttu
fámennisins verður hver
einstakur svo stór. Einar
Magnússon fyrrum kennari og
rektor við MR er auðvitað ekkert
venjulegt núll — hann hefur án
efa haft áhrif á fleiri
menntamannaspírur en margur
úr kennarastétt og þess vegna
fróðlegt að fletta bók hans. ,,Úr
dagbókum Einars Magg
1914—1922" og var víst þungu
fargi af sumum gömlum
nemendum hans létt, þegar
fréttist að dagbækurnar innihéldu
ekki athugasemdir úr
kennslustundum fyrri ára. Einar
hóf dagbókarritun 14 ára gamall.
Á þeim árum var hann sjálfur
nemandi í Menntaskólanum og
fór svo 1920 í mikið ferðalag
með léttan mal suður um
Evrópu, um Norðurlönd,
Þýskaland, Sviss, Ítalíu,
Konstantínopel (þar heitir núna
Istanbul) og til Aþenu. Ýmislegt
ævintýralegt kom fyrir Einar. Á
Ítalíu réðist á hann fasistískur
óaldarflokkur og fór langt með
að lengja ferð hans yfir í betri
heim. Bókin er heilar 400
blaðsíður og víst er um það, að
margir gamlir nemendur Einars
munu vera forvitnir um kennara
sinn á unga aldri í lífsins ölduróti.
Þórir Bergsson
Hannes skáld Pétursson
og Kristmundur
Bjarnason fræðimaður
hafa annast útgáfu æviminninga
rithöfundarins sem áratugum
saman leyndist á bak við höf-
undarnafnið Þórir Bergsson.
Hann má vel bera sæmdarheitið
„meistari smásagnanna" — hét í
rauninni Þorsteinn Jónsson og
var sonur Jóns Magnússonar
prests á Mælifelli og Ríp í Skaga-
firði og svo á Snæfellsnesi. í
Umsjón með bókablaði:
Gunnar Gunnarsson
endurminningunum segir Þórir
frá mótunarárum sínum á þess-
um slóðum, en hann gerðist svo
opinber starfsmaður í Reykjavík,
sinnti ritstörfum í hjáverkum.
Þórir bregður upp Ijósum mynd-
um af samferðamönnum og lýsir
nýjum hliðum á ýmsum þjóð-
kunnum persónum.
Hiö fjöibreytilega
andlega fóður
að er raunar nokk sama
hvar gripið er niður í
bókakistuna í ár — mað-
ur heldur jafnan á bók sem
geymir fýsilegan fróðleik — eða
skemmtun. En vissulega bera
bækur þess merki, hve
misjafnlega er til þeirra vandað,
bæði hvað snertir
höfundarvinnuna og svo prentun
og band. Hér að framan var talað
um blaðamannabækur — og
hvarr þá ein sem lætur lítið yfir
sér, kilja sem heitir
„Verkfallsátök og
fjölmiðlafár". Tveir blaðamenn
af NT tóku bók þessa saman og
fjallar hún um verkfall BSRB nú í
haust, virðist við fyrstu sýn
gagnleg heimild um gang
verkfallsins, anda þess og
stemmningu. Kverið er skreytt
fjölda mynda ásamt upplýsingum
og kaupdeiluna. Okkur hér á
Helgarpóstinpm finnst hins vegar
að höfundum, Baldri
Kristjánssyni og Jóni Guðna
Kristjánssyni hafi heldur en
ekki skotist þar eð þeir gleyma
að geta þess að í þessu verkfalli,
þegar allir fjölmiðlar stöðvuðust,
var þó eitt blað sem kom út,
nefnilega HP, prentaður erlendis.
Það hefur ekki gerst áður í
íslandssögunni að fréttablað hafi
vtrið prentað í útlöndum og flutt
hingað heim með flugi.
Kornungt tröll fær
sér vöfflur
ráinn Bertelsson ætlar
ekki að gera það enda-
sleppt við kímni-málin á
íslandi. Það er ekki nóg með að
hann hafi dregið svo að segja
hvern mann í bíó að sjá „Dalalíf"
heldur er hann kominn með bók
handa yngstu kynslóðinni, hefur
snúið saman útsmoginn og
spennandi texta, einmitt svona
frásögn sem maður vill lesa fyrir
skemmtileg börn. Sagan greinir
frá trölli sem er hundrað ára í
sögunni og hittir af tilviljun börn,
ákaflega skemmtileg systkini
sem plata það með sér heim —
og við segjum ekki meir, nei nei,
segjum ekki meir — nema að
tröllið lendir í knattspyrnuleik og
fær að borða slatta af vöfflum
og... og .. . Rétt að benda á
myndirnar í bókinni. Þær eru eftir
Brian Pilkington og öldungis
frábærar.
Og svo þeir sem
misstu af. . .
Bókamarkaðurinn er merki-
legur markaður og þótt
sumir bölvi því að illa
gengur að gefa út bækur á öðr-
um árstíma, þá er gaman að
fylgjast með í þessu sannkallaða
flóði í nóvember og desember.
Sumir misstu meira að segja af
flóabát íslenskra bókmennta
þegar hann öslaði út í áætlunar-
ferð sína núna. Við höfum þann-
ig fengið njósnir af því, að Pétur
Gunnarsson hafi orðið seinn fyrir
í ár, og ekki náð bátnum. Hann
bíður þá bara á bakkanum þar til
næsta ferð verður farin...
FORLAGIÐ kynnir
glettilega góðar bækur
Ak á viðráðanlegu verði
Wdjarn
HINSEGIN SOGUR
YDD
Guðbergur Bergsson
Þórarinn Eldjárn
Skáldið skyggnist inn í leyndustu afkima þjóðlífsins og
dregur sitthvað fram í dagsljósið. Þrettán sögur eftir einn
fremsta og frumlegasta rithöfund okkar. Meðal þeirra má
nefna Hanaslag hommanna, Undrið milli læranna, Sætu
ánamaðkastúlkuna og Náttúrulausa karlinn. Seiðandi sögur
- tileinkaðar ástarlífi Islendinga á öllum sviðum.
Þórarinn hvessir stílvopnið og yrkir á opinskáan hátt um
lífsreynslu sína og stöðu sem listamaður. Honum verður
málið, máttleysi þess og möguleikar að yrkisefni og á
skorinorðan hátt yrkir hann um líf þjóðar sinnar í andlegu
stefnuleysi og tilfinningadoða. Áleitin jjóð sem hitta í mark.
Verð kr. 494,00.
Verð kr. 691.60.
EKKERT SLOR
Rúnar Helgi Vignisson
Sögusviðið er Fiskhúsið hf. í iðandi mannlífi sögunnar birtast
ungir þorpsbúar sem fengið hafa slor í hárið og dreymir
drauma um lífið utan frystihússins. Oftar en ekki tengjast
draumar þeirra hinu kyninu sem flögrar fyrir augum þeirra
meðan bónusinn sveiflar sviþunni yfir mannskapnum. Ólg-
andi og ósfyrilát skáldsaga ungs höfundar. Verð kr. 494,00.
GAGA
Ólafur Gunnarsson
Saga Valda í sjoppunni, mannsins sem ákveður að skipta
um plánetu og vaknar morgun einn á Mars. Saga mannsins
sem lesið hefur yfir sig af tískusögum okkar tíma, Ifkt og
henti Don Kíkóta forðum daga. Sagan um átök einfarans
sjúka við sljóan og tilfinningadauðan heim. En er Valdi alveg
gaga? - Meistaraleg skáldsaga eins af ágætusfu rithöfundum
okkar. Verð kr. 494,00.
BRÚÐUBÍLLINN KYNNIR:
AFMÆLISDAGURINN
HANS LILLA Helga Steffensen
Hvaða börn kannast ekki við Brúðubílinn? Nú
situr Gústi frændi við sfyrið og flytur gesti í
afmælið hans Lilla. Allir krakkar eru velkomnir! -
Ein fallegasta barnabók sem út hefur komið á
íslandi. Pfydd Qöruti'u stórum litmyndum.
Verð kr. 389,00
NY MYNDASAGA:
o/g/no/-,^ ,atur- Lindirförull, hrekkjóttur,
morgunsvæfur, matgráðugur.
Samt er Grettir ómótstæðilegur.
Kattahatarar elska hann líka ef hann nær
að læsa í þá klónum. Verð kr. 163,00.
FORLAGIÐ
FRÁKKASn'G 6A, SÍMh 91-25188
24 HELGARPOSTURINN