Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 3
* ÍSJ3ÍffiS keyptum. ' tyrri beir hofðu hensasi i-> . 7.. pagnar að leaa H.'ga.poj^," „9vi0 s^'H^e*-rSdA-J"s”" , ^,s^rrrhapp*.--- 1 Eimskips.. •* l I > I I t ______t Sovéska sendiherrafrúin, Valentina Kosareva. Hún hefði stolið senunni í Sigtúni. Sendiherra- frúin er heimsfræg söngkona ★ Vel heppnaður samsöngur sendiherra Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í Sigtúni um áramótin er enn í fersku minni. Sendi- herrarnir mættu báðir til fagnaðarins með eiginkonur sínar upp á arminn og önnur þeirra tók reyndar lagið líka, sú banda- ríska. Sovéska sendiherrafrúin var hins vegar ekki mikið í sviðsljósinu þetta kvöld, og sjálfsagt vegna þess að hún hefði þá stolið senunni frá þeim öllum. Hvers vegna? Jú, Valentina Kosareva var fyrir nokkrum árum einhver virtasta óperusöng- kona heims. Hún var sólóisti hjá Bolshoj- leikhúsinu í Moskvu um margra ára skeið, einu besta (sumir segja besta) óperuhúsi í heimi. Hún heimsótti ísland í byrjun sjö- unda áratugarins og margir hér minnast hennar síðan þá. Á meðan Evgenij maður hennar var sendiherra Sovétríkjanna í Lux- emburg, hélt hún enn konserta sem sóló- isti vítt og breitt um Evrópu, en hún lagði sönginn á hilluna fyrir fimm árum. Hvað um það, Valentina Kosareva virtist skemmta sér hið besta í Sigtúni um áramótin.TÍr GREIÐENDUR Á bakhlið launamiðans eru prentaðar leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita launamiðans. Þar kemur m.a. fram að í reit 02 á launamiða skuli telja fram allar tegundir launa eða þóknana sem launþegi fær, ásamt starfstengdum greiðslum svo sem: 1. verkfærapeninga eða verkfæra- gjald, 2. fatapeninga, 3. flutningspeninga og greiðslu far- gjalda milli heimilis og vinnu- staðar. Greidda fæðispeninga skal telja fram í reit 29 ásamt upplýsingum um vinnu- dagafjölda viðkomandi launþega. Frestur til aðskila launantiðum rennur út þann 21. janúar. Það eru tilmæli að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á ntiðana og vandið frágang þeirra. RÍKISSKATTSTJÓRI Hvernig var að komast á fimm- tugsaldurinn, popparinn þinn? Gunni Þórðar „Ég finn nú ekki ennþá fyrir neinni stórri breytingu, þetta gerðist fyrir svo fáum dögum. En hvað skal segja; mér finnst ágætt að hafa þó náð þessum aldri. .." — Áttu við að þetta sé búið að vera mikið líf hjá þér? „Ég veit það nú ekki, og þó, þetta hefur nú verið ansi skraut- legt á stundum, og var það sérstaklega." — Hvað er orðið langt síðan þú stofnaðir þína fyrstu grúppu? „Þaö eru ekki nema tuttugu og tvö ár síðan, ég byrjaði það seint í þessu af alvöru, orðinn fullra átján ára. Hljómar hét hún og allt frá tímum þeirrar grúppu hefur maður svo hljómað að meira og minna leyti, þetta hefur jú verið manns ævistarf, að spila." — Ertu með það á hreinu hvað þú hefur sent frá þér mörg lög á þessu tímabili? „Ég er ekki alveg klár á því hvað þau eru orðin mörg. Ég býst þó við að þau séu farin að nálgast töluna 250, þannig að þetta er orðinn vænn tími í spilun, ef öll lögin væru leikin hvert á eftir öðru." — Það má ætla af þessari tölu að þú sért búinn að vera einn afkastamesti dægurlagahöfundur síðustu tveggja áratuga. Nú er nokkuð sem heitir STEF-gjöld, sem tónsmiðum eru greidd af opinberlega spiluðum lögum þeirra. Færðu væna upphæð úr þeirri áttinni? „Nei, því fer nú fjarri. Þetta eru kannski fáein þúsund á mán- uði sem duga þá svona rétt fyrir helstu nauðþurftum en alls ekki meir." — Fertugur í síðustu viku, Gunni. Á að halda áfram á fullu í bransanum fram eftir fimmtugsaldrinum? „Ég held ótrauður áfram, eigum við ekki að segja, ef heilsan leyfir. Mér finnst ég einhvernveginn ekki geta hætt úr þessu. Maður er kominn með svo mikla þekkingu og reynslu í þessum bransa. En náttúrlega er glansinn farinn af þessu fyrir löngu og þetta er ekki eins spennandi og var í gamla daga." — Að hverju ertu að vinna um þessar mundir? „Það stendur til að gera eina Ríó-plötu á næstunni og þegar ég get gefið mér tíma frá vinnunni samfara henni, hef ég gripið til lagasmíða fyrir sjálfan mig, sem ég býst við að senda frá mér á sólóplötu með haustinu." — Að lokum, hvað finnst þér vera besta lagið sem þú hefur samið um ævina? „Ætli það sé ekki lag sem ég samdi fyrir son minn fyrir fá- einum árum. Það heitir „Fyrsta brosið" og kom út á plötunni „Himinn og jörð". Að minnsta kosti hef ég einna hlýjastar minn- ingar um það lag af öllum þeim tæplega 250 lögum sem ég hef víst samið." islensku poppararnir sem ruddu veginn í dægursmíðum á bítlaárun- um eru nú óðum að skríða yfir fertugt. Þeim virðulega aldri náði Gunnar Þórðarson fyrir fáeinum dögum og því er hann f þessu viðtali hér að ofan. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.