Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 20
Mótorknún
. .Drrroooomm,
eftir Sigmund Erni Rúnarsson teikning Elín Edda
Bíllinn er hjartans mál allra, en samt sem áður skammast sín allir fyrir hann!
Erum við ekki enn búnir að jafna okkur á því sálræna áfalli að skipta frá hesti yfir í bíl?
Mér finnst einum of mikið þegar menn koma hingað á verkstæðið og nefna bílana sína
allskonar gælunöfnum!
Menn taka frekar leigubíl en strætó ef einkabíllinn hefur bilað!
Skrítið að sálfræðingar hafi ekki fyrir löngu fært starfsemi sína inn í bifreiðir í akstri til
að opna lokaða menn!
Að garfa í bílvélinni er ekki ólíkt skák: Þetta er spurning um fléttur og útfærslur, svo og
spennandi niðurstöður!
Það er með ólíkindum hvað menn velta því mikið fyrir sér hvaða lit þeir eigi að láta bílinn
bera!
20 HELGARPÓSTURINN
Já, drrroooomm, nú kann
ég viö þig!
Oskaplegur hiksti er t þér!
Æi, ertu svona kaldur greyiö!
Andskoti reykirdu!
Djöfuls drusla!
Vertu ekki svona lengi ad
taka viö þér!
Ég lem þig ef þú hundskast
ekki af staö!
Hvernig þú getur látiö!
Djöfull drekkuröu, mar!
Par sitjum viö íöí, félagi!
Og svo, uppúr meö þig!
Jœja, þú gast þó þetta!
Þetta eru nokkur þeirra vanalegu
orða sem menn eyða á bílinn sinn
og í sjálfu sér ekkert um þau að
segja nema ef vera skyldi að eitt-
hvað lægi að baki þeim. Sjáum til!
Bílar; þeir hafa kostað óhemjugleði,
óhemjusorg, mikla hræðslu, mikinn
létti, gjaldþrot eða gróða. Fólk hefur