Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 14
 FREE STYLE FORMSKÍM L'ORÉAL fvas 33JL Já — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAL og hárgreiðslan verður leikur einn. Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar UMFERÐAR RÁO Trélistar VEGG- GOLF- og LOFTLISTAR Eigum fyrirliggjandi yfir 40 gerðir af listum úr furu, eik og ramin. Harðviðarval h.f. Skemmuvegi 40. Sírai 74111. SYNINGAR Árbæjarsafn eropiðskv. samkomulagi líktog undanfarna vetur. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 I Ásgrímssafni stendur yfir vetrarsýning á málverkum, olíu- og vatnslitamyndum Ás- gríms Jónssonar og eru myndirnar valdar með það í huga aö efni þeirra tengist „vetri" með einum eða öðrum hætti. Verkin eru I eigu safnsins. Ásgrímssafn er opið á þriðju- dögum, fimmtudögum og sunnudögum kl. 13:30-16. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Sýning á teikningum að Listasafni Íslands, Hugvísindahúsi Háskólans og Borgarleik- húsi stendur nú yfir í Ásmundarsal. Sýningin er opin virka daga kl. 9—17. Hún stendur til 25. jan. nk. Bogasalur Þjóöminjasafninu I Bogasal eru til sýnis handrit, minnisbók og prentverk, t.a.m. Guðbrandsbiblía frá árinu 1584. Auk þess eru á sýningunni málverk af klerkinum og munir sem voru í hans eigu. Salurinn er opinn á venjulegum opnunar- tíma Þjóöminjasafnsins, þ.e. á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um kl. 13:30-16. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 í dag, fimmtudag 10. jan. kl. 17, opnar Fanný Jónsdóttir sýningu á olíumálverkum og vatnslitamyndum í Gallerí Borg. Sýningin er opin daglega frá 10—18 og um helgar frá 14-18. Gallerf Grjót Skólavörðustíg 4a Samsýningu aðstandenda Gallerís Grjóts er nú að finna á Skólavörðustíg 4a. har eru ým- iskonar verk til sýnis og sölu, s.s. myndlist, gullsmíði, keramik og handprjónaðar peys- ur. Opið er daglega frá 12—18. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún „Vinnan í list Ásmundar Sveinssonar" er yf- irskrift sýningar sem stendur yfir í safninu. Á henni er sýnd hin tæknilega hlið högg- myndalistarinnar, s.s. tæki, efni og aðferðir, og einnig höggmyndir þar sem myndefniö er „vinnan". Safnið er opið daglega frá kl. 10-17. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu Safnhúsið verður lokað í janúarmánuði, Höggmyndagarðurinn er þó opinn um helg- ar frá kl. 11-17. Langbrók Amtmannsstíg 1 Á laugardaginn, 12. jan. kl. 14, verður opnuð sýning í gallerfinu sem að þessu sinni er kynning á vefnaði og textíl eftir nokkrar Langbrækur. Sýningin verður opin virka daga kl. 12—18 og um helgar frá 14—18. Norræna húsið Á sunnudaginn kemur, þann 13. jan. kl. 15, verður opnuð sýning í kjallara hússins og ber heitið „Holbergshefðin" í listum og Ijós- myndum. Sýningin kemur frá Kaupmanna- hafnarháskóla og er sett upp í tilefni af 300 ára afmæli Holbergs. Þetta er skermasýning og sýnir þjóðfélagið í tíð þessa þekkta norska leikritaskálds. Sýningin verður opin daglegafrá kl. 14—19. Hún kemurtil meðað standa til 27. janúar nk. Mokka Skólavörðustfg 3a Um helgina mun Tryggvi Hansen opna sýn- ingu á smámyndum, unnum með blandaðri tækni. Mokkakaffi er opið daglega frá 9:30 — 23:30 en á sunnudögum frá kl. 14-23:30. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning er opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14—16. Þjóðminjasafnið í Þjóðminjasafninu er til sýnis úrval af mynd- um eftir Sölva Helgason (d. 1895) en hana er að finna í stofu við hliðina á Fornaldarsaln- um. Sýningin er opin á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudög- um, kl. 13:30-16. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg o iéleg Austurbæjarbíó Gullsandur ★★ Handrit og leikstjórn: Ágúst Guðmundsson. Kvikmyndataka: Sigurður Sverrir Pálsson. Hljóösetning: Gunnar Smári. Tónlist: Doryl Runswich. Leikmynd: Halldór Þorgeirsson. Leikendur: Pálmi Gestsson, Arnar Jónsson, Jón Sigurbjörnsson, Edda Björgvinsdóttir, Borgar Garðarsson, Gestur Einar Jónasson, Sigurður Sigurjónsson, Hanna María Karlsdóttir, Viðar Eggertsson o.fl. Framkvæmdastjórn: Guöný Halldórsdóttir. Framleiðandi: Mannamyndir og ísfilm hf. „. . .umgjörð Gullsands er list eins og hún verður hvað mest hrífandi. Leikur er góður, en innihald sjálfrar sögunnar er slappt." -SER. Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Valsinn (La Valse) Frönsk. Grínmynd með Ijósblárri slikju. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. 50 ára Elvis Presley í tilefni 50 ára afmælis rokkkóngsins er þessi nýlega kvikmynd tekin aftur til sýningar. í myndinni eru margar orginal-upptökur frá stærstu hljómleikunum sem hann hélt. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhöllin Stjörnukappinn (The Last Starfighter) Bresk, árg. 1984. Leikstjóri Nick Castle. Aðal- hlutverk: Lance Guest, Dan O'Herlihy, Robert Preston, Catharine Mary Stewart. Myndin fjallar um ungan mann með mikla framtíðardrauma. Skyndilega er hann kall- aður á brott eftir að hafa unnið stórsigur í hinu erfiða vídeóspili „Starfighter". Sýnd ísal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Sagan endalausa (The Never Ending Story) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Wolfgang Petersen. Handrit: Herman Weigel, eftir bók Michaels Ende. Framleiðandi: Bernd Eich- inger og Dieter Geissler. Tónlist: Giorgio Moroder (Cat People, Flashdance). Aðal- hlutverk: Barret Oliver, Noah Hathaway, Tami Stronach, Moses Gunn. Sýndísal 2, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Rafdraumar ★ (Electric Dreams) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Steve Barr- on. Aðalhlutverk: Lenny von Dohlen, Virg- inia Madsen, Bud Cort. Tónlist: Giorgio Moroder. Handrit: Rusty Lemorande. Kvik- myndun: Alex Thomson. „Unnendur vinsælla dægurlaga fá þarna nokkuð fyrir sinn snúð með þéttklipptum hundakúnstum tækniliðsins á skonrokks- vísu... .en ef maður vissi ekki betur gæti þetta allt eins verið enn ein gosdrykkjaaug- lýsingin með rétttenntu brosi, örfáum tárum og have-a-coke fílingnum." -SER. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Hetjur Kellys (Kelly's Heroes) Bandarísk. Leikstjóri: Brian G. Hutton. Að- alhlutverk: Clint Eastwood, Telly Savalas, Donald Sutherland, Don Rickles. Sýnd í sal 4, kl. 5 og 9. Yentl ★★★ Sýnd í sal 4, kl. 9. Metropolis ★★★★ Sýndísal 4, kl. 11:15. Háskólabíó Indiana Jones og musteri refsing- arinnar. ★★ Handrit: Georg Lucas. Tónlist: John Willi- ams. Kvikmyndataka: Douglas Slocombe. Framleiðandi: Robert Watts. Leikstjórn: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Harrison Ford og Kate Capshaw. Sýnd kl. 5, 7:15 og 9:30. „.. .Allt er þetta fyrst og fremst skemmtun og reynir ekkert að þykjast annað. Og hvað er sosum hægt að segja um slíka mynd?" -IM. Laugarásbíó Eldstrætin (Streets of Fire) ★★★ Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Walter Hill (48 hrs., Warriors og The Driver). Aðalhlutverk: Michael Paré, Diane Lane, Rick Moranis (Ghostbusters). Rokk-fantasía í B-myndadúr sjötta áratugar- ins, hlaðin hörkugóðri tónlist, sjálfssatíru og spennu. Myndatakan frábær og hljóðið stór- kostlegt. Myndin fellur þó nokkuð í lokin. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Nýja Bíó Monsignor ★ Sýnd kl. 5, 7:15 og 9:30. Regnboginn Uppgjörið (The Hit) ★★ Bresk, árgerð 1984. Leikstjóri. Stephen Frears. Aðalhlutverk: John Hurt, Terence Stamp, Tim Roth. Myndin fjallar um uppgjör tveggja manna við fyrrum glæpafélaga sinn sem kjaftaði frá. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. — Sjá umsögn í Listapósti. Lassiter Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Roger Young. Aðalhlutverk: Tom Selleck, Jane Seymour og Laureen Hutton. Reyfari. Bönnuð. Sýnd í B-sal, kl. 3:05, 5:05, 7:05, 9:05 og 11:05. í blíðu og stríðu (Terms of Endearment) ★★★ Bandarísk. Árg. 1983. Handrit, leikstjórn og framleiðsla: James L. Brooks. Myndataka: Andrzej Bartkowiak. Aðalhlutverk: Shirley McLaine, Debra Winger, Jack Nicholson o.fl. Sýnd í C-sal, kl. 9. Nágrannakonan (La Femme d'a Cöté) ★★★ SýndíE-sal, kl. 3, 5, 7, 9og11. Fundið fó Bandarísk gamanmynd með Rodney Dangerfield og Geraldine Chaplin. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10 og 11.20. í brennidepli (Flash Point) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Williams Tannen. Aðalhlutverk: Kris Kristofferson. „They believed in the law and their country. Because ofthut someone wants them dead.“ (Lesist með dramatískri hrynjandi því hér er alvara á ferð.) Sýnd í A-sal, kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Tónabíó Fenjaveran (Swamp Thing) Bandarísk. Nýleg. Leikstjórn: Wes Craven. Aðalhlutverk: Louis Jourdan, Andrienne Barbeau. Sögupersónur myndarinnar eru sóttar ( teiknimyndaþættina „The Comic Books". Sýnd kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó Draugabanar (Ghostbusters) ★★ Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjórn og fram- leiðsla: Ivan Reitman. Handrit: Don Aykroyd og Harold Ramis. Kvikmyndun: Lazlo Kov- acs. Brellur: Richard Edlund. Tónlist: Elmer Bernstein og Ray Parker jr. Aðalleikarar: Bill Murrey, Dan Aykroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis, Rick Moranis. „Myndin er BÍÓ, full af mikilfenglegu fjöri sem oft kostar bakföll. Stemmningin er þess eðlis að menn taka þátt í henni, ekki ósvipað og þegar setið er framan við beina útsend- ingu. . . ." -SER Sýndísal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Búningameistarinn (The Dresser) ★★★ Sýnd í sal 2, kl. 5, 7:05 og 9:15. LEIKLIST Kjarvalsstaðir við Miklatún Alþýðuleikhúsið sýnir Beisk tár Petru von Kant eftir Fassbinder á laugardag og sunnu- dag kl. 16 og á mánudagskvöld kl. 20:30. Miðapantanir eru ( sfma 26131. Leikfélag Akureyrar „Ég er gull og gersemi", sjónleikurinn eftir Svein Einarsson sem byggður er á Sóloni Is- landusi, skáldsögunni og kvæðum eftir Davíð Stefánsson, verður færður uppá fjalir LA á föstudags- og laugardagskvöld, kl. 20:30 sem og á sunnudaginn kl. 15. Miða- salan hefur símann 24073. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.