Helgarpósturinn - 17.01.1985, Síða 8

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Síða 8
Fyrir tilstilli og með aðstoð Seðla- bankans tókst að greiða úr veruieg- um fjárhagsvanda dagblaðanna NT og Þjóðviljans um miðjan desember sl. Afskipti Seðlabankans af einstök- um lánum eru fátíð, en í þessu tilviki tóku þeir höndum saman forystu- menn þriggja flokka, þeir Svavar Gestsson, Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra, og Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra • og fyrrv. flokksformaður. Raunar gekk Geir úr skaftinu, þar sem Morgun- blaðið þurfti ekki á pólitískri fyrir- greiðslu úr Seðlabankanum að halda, þótt reksturinn væri erfiður þar eins og hjá öðrum blöðum eftir prentaraverkfallið. En þeir Steingrímur og Svavar mynduðu pólitískt samtryggingar- félag og fengu Jóhannes Nordal bankastjóra Seðlabankans til þess að búa þannig um hnútana, að NT og Þjóðviijinn, málgögn Framsókn- arflokksins og Alþýðubandalagsins, fengju samanlagt lán upp á 12—13 milljónir króna. Þannig slógu forsætisráðherra og formaður Alþýðubandalagsins Seðlabankann um lán, sem síðan var afgreitt í gegnum Landsbank- ann. A mannamáli heitir þetta að fara inn um bakdyrnar með pólitísk- um bolabrögðum. í sjálfu sér er ekkert einkennilegt við það, að dagblöðin þurfi á lánsfé að halda, einkum eftir langt prent- araverkfall. Hitt er öllu kyndugra að fara í Seðlabankann, sem vel að merkja er ekki almenn lánastofnun, og verða sér úti um tryggingu þar til þess að setja síðan pólitíska klemmu á Landsbankann. í þessu tilviki fékk Þjóðviljinn um fjórar milljónir króna að láni og var tekið veð í Þjóðviljahúsinu í Síðu- múla, sem Miðgarður hf. rekur, en NT fékk 8—9 milljónir króna og var það lán allt tryggt með veði í fast- eignum einstaklinga í Framsóknar- flokknum, þar sem NT á engar fast- eignir. Eftir á verður þessi undarlega „seðlabankaleið" fjármuna til dag- blaðanna tveggja skýrð sem venju- leg rekstrarlán til dagblaða enda þótt um sé að ræða samkrull for- manna tveggja stjórnmálaflokka og um leið eins af æðstu embættis- mönnum þjóðarinnar, sem „hafa samband" við Seðlabankann, sem síðan finnur réttu krókaleiðina til þess að þóknast pólitískum þunga- viktarmönnum. í þessu sambandi er rétt að minna á, að fyrir nokkrum árum kom upp ekki ósvipað mál, þar sem Seðla- bankinn varð uppvís að því að bak- tryggja lán til einstaklinga, sem vildi til að voru hátt uppi í pólitíska valda- stiganum. Alþýðubladinu ekki boðid meö Rétt og skylt er að geta þess að HP hefur ekki fengið alla þætti þessa máls staðfesta hjá málsaðilum og því eru ýmsar hliðar málsins óupp- lýstar enda brugðust margir þeirra við með því að gefa óljós og loðin svör. Aðalþráður málsins er þó 8 HELGARPÓSTURINN Lán úr Seólabanka til NT og Þjóðviljans FLOKKSFORMENNIRNIR FÓRU í VITLAUSAN RANKA OG FENGU LÁN! eftir Ómar Friðriksson og Halldór Halldórsson myndir Jim Smart Forystumenn þriggja flokka stóðu fyrir því að málgögn þeirra fengju lán úr Seðla- bankanum í gegnum Lands- bankann. Orsök þessarar lántöku er erfiðleikar blaóanna vegna verkfallsins í haust. Lánveitingin fór framhjá formlegri umfjöllun bankaráóa beggja bankanna og sú af- greiósla var aóeins möguleg meó því aó „pólitískum áhrifaseggjum væri beitt til aó fá nauósynlegan stuón- ing,“ eins og einn fyrrverandi stjórnarmaóur í blaóaút- gáfu komst aó orói um aóferóir sem stundum þurfti aó beita til aó hans blaó fengi nauósynlega lánafyrir- greióslu. Enn er því flokkapólitík ráóandi yfir nokkrum dagblaöanna. Þaó er líka augum ljóst vegna árlegra fjárveitinga ríkisins til blaóanna í formi styrkja. Enn hef- ur milljónum veriö úthlutaö til dagblaða „sem eiga full- trúa á þingi“ eins og þaó er orðað af fjárveitingavaldinu um forsendur fyrir blaöastyrkjunum. Vió skoðum þaö mál einnig lftillega í eftirfarandi grein. skýr enda áreiðanlegir heimildar- menn fyrir upplýsingunum auk þess sem raðað var saman einstökum brotum sem renna enn frekari stoð- um undir þær staðhæfingar að um- rædd fyrirgreiðsla hafi átt sér stað. Öll blöðin lentu í miklum fjárhags- erfiðleikum vegna verkfallanna. Skuldir hlóðust upp og því mun sú hugmynd hafa komið fram að blöð- in tækju á einhvern hátt saman höndum við að leysa vandann. Upp- haflega fór NT af stað. „Það var á einu stigi til umræðu að vinna svona saman,“ segir Húkon Sigurgrímsson stjórnarformaður NT, „en það varð aldrei neitt úr slíkri samvinnu." Hér var um að ræða Blaðaprentsblöðin þrjú, NT, Þjóðviljann og Alþýðu- blaðið. Sigurdur Skagfjörö, þá- verandi framkvæmdastjóri NT, mun hafa ritað hinum blöðunum bréf sem þau skrifuðu uppá. Þar var ætl- unin að taka sameiginlega á vand- anum, höfum við eftir einum stjórn- armanni Blaðaprents. Þetta mál sigldi þó í strand. „Viðskiptabank- arnir voru ekki aflögufærir," segir þessi heimildarmaður okkar. „Eftir það kom þessi seðlabankaleið upp. Það er hápólitískt mál.“ Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun hafa viðrað það við Geir Hall- grímsson, fyrrverandi sjálfstæðis- flokksformann að ganga erinda „sinna blaða" í bankakerfinu. Þá mun Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins hafa bæst í hóp- inn. „Við Steingrímur ræddum fjár- hagsvanda Þjóðviljans og NT einu sinni eða tvisvar," segir Svavar. Hins vegar kveðst Svavar ekki hafa rætt þessi mál við Geir eða seðlabanka- stjóra. En hér er því Morgunblaðið einn- ig komið til sögunnar og Alþýðu- blaðið fallið út. HP spurði Helga Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra Alþýðublaðsins, hvort því hafi ekki boðist að vera með. „Mér vitanlega var Alþýðublaðinu ekki boðið að vera með. Við höfum heldur ekki knúið á um það, svo ég útiloka ekki að við hefðum fengið lán líka ef við hefðum sóst eftir því.“ Svo sem fyrr er greint féll Morg- unblaðið frá því að taka lán með þessum hætti þegar til kom og segir Haraldur Sveinsson framkvæmda- stjóri þess í samtali við HP að þeir hafi ekkert komið nálægt slíkri sam- vinnu við lántöku. Frestadi Morgunbladid? Haukur Ingibergsson, einn stjórn- armanna í NT og framkvæmda- stjóri Framsóknarflokksins, neitar því í samtaii við HP að þessi sam- vinna hafi verið milli blaðanna. NT hafi nýverið fengið bankalán og hann viti að „hinir hafi fengið það Iíka,“ eins og hann orðaði það. Hann lagði áherslu á að fyrirtækin að baki blöðunum skipti við marga við- skiptabanka og hér hafi verið um að ræða einstök mál hvers blaðs við sína viðskiptabanka. „Ýmsu var breytt til lengri tíma,“ segir hann og staðfestir aðrar heimildir um að lánafyrirgreiðslan hafi fyrst og

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.