Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 5
og upprunaleg hugmynd Isfilm mun hafa verið sú, að setja þar upp kapal- sjónvarpsstöð á rústum Videósón. Ljóst er að milljónir króna kostar að innrétta húsnæðið fyrir sjónvarps- rekstur, en ísfilm ætti ekki að verða skotaskuld úr því, þegar þess er gætt að fyrirtækið munar ekki um að punga út rúmri hálfri milljón króna á síðasta ári fyrir húsnæði sem það notar ekki. . . E i lins og fram hefur komið í fréttum hafa svokallaðir vinstri menn miklar áhyggjur af „óróanum á vinstri vængnum", sem HP hefur gert góð skil. Umræður hafa verið í gangi, en nú hafa allaballar tekið ákveðið frumkvæði í málinu. Þessa dagana eru þeir að senda út bréf til „systurflokka" sinna, samtaka og hagstæðra aðila innan verkalýðs- hreyfingarinnar, þar sem hvatt er til þess að þessir hópar hittist og ræði' möguleika á því að snúa bökum saman gegn hægri öflunum í land- inu, það er sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum. Þeir sem meðal annars fá þetta bréf eru Al- þýðuflokkurinn, Bandalag jafnaðar- manna, Samtök um kvennalista, Kvennaframboðin tvö, þ.e. í Reykja- vík og á Akureyri, o.fl. Hugmynd allaballa er sú að mynda nýtt „land- stjórnarafl", eins og þeir komast að orði og hugsa þeir þá fyrst og fremst um samstarf en ekki sameiningu þessara flokka og samtaka. . . L litla hryllingsbúðin virðist ætla að verða algjört kassastykki. Miðarnir á frumsýninguna seldust upp á þremur tímum og strax á mánudag eftir frumsýningu seldust upp allir miðar í þessari viku en þá verða tvær sýningar haldnar. f næstu viku verður Litla hryllings- búðin hins vegar sýnd fimm sinnum og er þegar nær uppselt á allar þær sýningar. Hryllingurinn heillar. . . IFI011 I jölmiðlarisinn Isfilm reis upp við dogg um áramótin og keypti sér sjónvarpsgræjur af myndbandafyrir- tækinu Isfilm, myndbandalager þess og innréttingar á Laugavegi 26. Kaupverðið er talið hafa verið á bil- inu 18—20 milljónir króna. Með tækjum ísmyndar gæti ísfilm þess vegna farið að sjónvarpa á morgun, en fyrirtækið bíður þó líklega eins og aðrir eftir nýju útvarpslögunum, og þrýstir á um að koma þeim í gegn um þingið hið fyrsta. . . Islendingar eru ekki kunnir fyrir það að vera sérlega fyrirhyggjusam- ir, eins og til dæmis Þjóðverjar eða Englendingar, sem skipuleggja sum- arfríið sitt með margra mánaða eða árs fyrirvara. Þó virðist einhver breyting að verða á þessu, því HP hefur frétt, að eftir að Samvinnu- ferðir auglýstu ferðir í sumarhúsin í Hollandi næsta sumar hafi selst upp í sumar ferðanna á tveimur dög- um. . . I Isfilm virðist ekki vera í neinni fjárþröng. Fyrirtækið hefur haft 690m2 húsnæði á leigu í Kópavogi síðan í vor, og borgað 90.000 krónur fyrir á mánuði. Það hefur hins vegar lítið verið notað, utan þess sem inni- senur í mynd Ágústs Gudmunds- sonar, Gullsandi, voru teknar þar í ágúst. Húsnæðið í Kópavogi liggur miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu Bílbeltin hafa bjargað Uf lUMFERÐAR HP I ASKRIFT TIL NAMSMANNA ERLENDIS Kynningarverð: í dönskum krónum 104,- utan Evrópu í US$ 10,- 3ja mán. áskrift burðargjald 40,- burðargjald 6,- Samtals 144,- Samtals 16,- ASKRIFTARGJALD GREIÐIST í BYRJUN ÁSKRIFTARTÍMABILS EINNIG ER HÆGT AÐ FÁ 6 og 12 MÁNAÐA ÁSKRIFT UPPL. í SÍMA 81511 HELGARPOSIURINN NYTT AISLANDI VISA ISLAND kynnir nýjung í miðasölu / Visa Island gefur þér kost á að kaupa aðgöngumiða á Litlu hryllingsbúðina, gamansöngleik með hrollvekjuívafi með einu símtali. 3. sýning 17. janúar-kl. 21:00 4. sýning 21. janúar-kl. 21:00 5.sýning 22. janúar-kl. 21:00 Þú hringir í síma 11475, gefur upp nafn, nafnnúmer og Visakortnúmerið þitt og aðgöngumiðarnir eru þínir. Þú færð miðana afhenta um leið og þú kemur á sýninguna. Miðasalan er opin kl. 14-19. H/TT Lr ikhúsið HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.