Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 15
LISTAPOSTURINN
Einn frægasti kvikmynda-
leikstjóri Frakka á far-
aldsfæti með „Dauða-
dansinn“ eftir Strindberg:
Claude Chabol
✓
til Islands
með sína fyrstu
svidsuppfærslu?
Mönnum er gjarnt að leiða hug-
ann að framtíðinni á nýhöfnu ári og
þar erum við hérna á HP engin und-
antekning. Þessvegna getum við
upplýst að í ráði er að einn frægasti
og mest metni kvikmyndaleikstjóri
Frakka, Claude Chabol, komi hing-
að til lands i ágústmánuði næsta
haust með sviðsuppfærslu af leik-
verki Strindbergs, „Dauðadansin-
um“, sem hann stýrir nú af mikilli
kúnst í Paris við feikna vinsældir.
Þetta mun vera fyrsta sviðsupp-
færsla Chabols, en karlinn er hvergi
banginn, sem sést best á því að hann
hyggur á leikferð um öll Norður-
löndin í sumarlok með þetta stykki
og ef að líkum lætur verður Island
einn viðkomustaðanna.
Samningar standa nú yfir um að
leikverkið verði sýnt í Iðnó og norð-
an heiða hjá Leikfélagi Akureyrar.
Franska sendiráðið hefur milli-
göngu um þetta mál, en svo vill til
að einn bestu vina Chabols er ein-
mitt starfsmaður þess í Reykjavík.
Ef af komu leikstjórans verður, er
ekki Ioku fyrir það skotið að hann
haldi einnig fyrirlestra hérna, en þá
um kvikmyndir sínar og hafi eins og
tvær þeirra í farteskinu til að krydda
lestrana.
Islendingar eru ekki með öllu
ókunnugir „Dauðadansi" Strindbergs,
Skemmst er að minnast sænskrar
sjónvarpsuppfærslu á verkinu sem
sýnd var í því islenska fyrir á að
giska tveimur árum, en verkinu var
þá skipt niður á tvö kvöld vegna
lengdar. Þá eru rétt tíu ár síðan Leik-
félag Reykjavíkur sýndi leikritið
undir stjórn Helga Skúlasonar með
þeim Gísla Halldórssyni, Þorsteini
Gunnarssyni og Helgu Bachmann í
aðalhlutverkum, en hlutverkin eru
alls fimm í verkinu. HP er enn ekki
kunnugt um hverjir fara með hlut-
verkin í franskri uppfærslu Chabols,
en í stað þeirra upplýsinga er
kannski vert að tæpa aðeins á efni
„Dauðadansins": Þetta er alvarlegt
verk að hætti Strindbergs og fjallar
um hjónauppgjör; þríhyrnings-
dramað er inni í myndinni með ást
og hatri og tilfinningaflæði í allar
áttir. Margir vilja ætla að „Dauða-
dansinn" sé besta verk Strindbergs
og er þá mikið sagt. —SER.
Peter Brötzmonn saxófónleikari verður
meðal tíu gesta Grammsins í Félagsstofn-
un stúdenta 22. og 23. febrúar.
Asmundur Jónsson í Gramminu
heldur ótrauður áfram að flytja
inn áheyrilega djassista ut-
an úr heimi. 22. og 23. febrúar
næstkomandi hyggst hann efna til
mikils festivals í Félagsstofnun
stúdenta þar sem fram mun koma
hátt í tug evrópskra djassleikara af
kunnara taginu. Enn er ekki full-
frágengið hverjir fylla þennan
hóp, en Ásmundur nefnir fimm
nöfn sem þegar er komið á hreint
að verði á gestalistanum, Peter
Brötzmann blásari og nafni hans
Kowald kontrabassisti, Alexander
von Schlippenbach á píanó, Hans
Bennick slagverksmaður og Irene
Sweitzer sem gerði garðinn fræg-
an með Feminist lmprovising
Group ásamt Lindsey Cooper og
fleirum.
„Það er ljóst að hér verða á ferð-
inni einhverjir fremstu djassleik-
arar Evrópu um þessar mundir, og
Nýjasti innflutningur Grammsins:
Djassfestival meö fremstu
spilurum úr Evrópunni
reyndar má fullyrða að hér verði
um að ræða fyrsta festivalið á ís-
landi með improvíseraðri músík
að utan," segir Ási. „Þessir menn
spila frjálsan djass, og vilja reynd-
ar ekki láta kalla sig djassleikara,
enda tradisjón þeirra, bakgrunnur
og umhverfi allt annað en svert-
ingjadjass Ameríku er sprottinn
úr, þó svo að að nokkrum hluta
Carmen er stærsta óperuhlutverk Önnu
Júlíönu fram að þessu, en alls hefur hún
tekið þótt í fimmtón óperuuppfærslum.
Hér sést hún uppi ó borði.
byggi þessir tónlistarmenn á sömu
formum og gerist vestra."
Sem fyrr segir spannar þetta
festival tvö kvöld í febrúarmánuði
og verður boðið upp á þrjú mis-
munandi atriði á hvoru, svo sem
sólóleik, tríó og fimm manna
hljómsveit nokkurra þessara lista-
manna. Impróvíseringarnar verða
í öndvegi eins og kappanna er von
og vísa og nokkuð Ijóst að fiðring-
ur á eftir að fara um marga undir
sveiflu þessara gaura.
Ásmundur kvaðst vilja koma á
framfæri þökkum til þýska bóka-
safnsins á íslandi fyrir liðsinni þess
við undirbúning festivalsins. Það
hafi veitt styrk til þess að þetta
hafi orðið að veruleika.
-SER.
Undirbúningur að stofnun
Tarkowsky-hóps á íslandi:
Kvikmyndahátíð
með öllum verkum
hans í bígerð
Anna Júlíana Sveinsdóttir
klæðist búningi Carmen:
Draumahlutverkiö* ‘
Nokkrar breytingar verða á
hlutverkaskipan í uppfærslu ís-
lensku óperunnar á Carmen sem
sýningar hefjast nú á að nýju eftir
nokkurt hlé. Helsta breytingin er
sú að Sigríður Ella Magnúsdóttir
lætur af hlutverki Carmen en við
tekur Anna Júlíana Sveinsdóttir.
Sú síðarnefnda er að vonum
ánægð, enda segir hún þetta vera
„draumahlutverkið...“
Afhverju?
„Jú sjáðu til, í þessu hiutverki
gefst manni tækifæri til að sýna
nærfellt öll geðbrigði sem ein
manneskja býr yfir. Þetta er líka
afar fjölbreytilegt hlutverk að því
leyti að það er lítið sem Carmen
tekur sér ekki fyrir hendur þann
tíma sem sýningin segir frá
henni...“
Þetta er þá líkast til mikið púl að
flytja framan við ljóskastarana?
„Já, það er víst ábyggilegt, enda
sá ég mér ekki annað fært en að
fara að skokka eftir að ég var búin
að kynna mér rulluna. Ég hef
reynt að þjálfa mig mikið upp
líkamlega, enda þýddi ekki annað.
Maður yrði svo móður á
sýningunum..
Hverskonar ópera er Carmen?
„Hún er í bland mjög dramatískt
verk og ákaflega létt og
skemmtilegt á að horfa. Þetta er
mikil fjölskylduskemmtun, því
það hefur komið í ljós á þeim
sýningum sem verið hafa að börn
hafa jafn gaman af verkinu og
foreldrar þeirra, enda koma börn
nokkuð við sögu í Carmen. Nú,
svo sitja lögin svo lengi í
manni. . .“
Carmen er fimmtánda hlutverk
Önnu Júlíönu Sveinsdóttur á
óperusviði og það fimmta hjá
Islensku óperunni. Hún kom tals-
vert fram á átta námsárum sínum
í Þýskalandi. Sýningar á Carmen
hefjast að nýju á laugardag.
-SER.
Sovéski kvikmyndaleikstjórinn
Tarkowsky hefur töluvert verið í
fréttum hérlendis að undanförnu,
einkanlega vegna fyrirhugaðrar
þátttöku Guörúnar S. Gísladóttur
leikkonu í næstu kvikmynd hans,
sem kemur til með að bera nafnið
„Fórnin“. Nú er í undirbúningi stofn-
un svokallaðs Tarkowsky-hóps á is-
landi og mun hann hafa það tvennt
að markmiði að þrýsta á sovéska
stjórn um að þessi landflótta lista-
maður og kona hans fái leyfi til að fá
börn sín vestur fyrir járntjald og að
hefja kynningu á verkum Tark-
owskys hérlendis en þau hafa hing-
að til verið íslenskum almenningi
næsta óþekkt.
Nefna má nöfn nokkurra þeirra
sem standa að undirbúningi þessa
hóps og ber þar fyrsta að telja Guð-
rúnu S. Gísladóttur, tilvonandi sam-
starfsmann Tarkowskys, Lúrus Ými
Óskarsson leikstjóra, Hrafn Gunn-
laugsson leikstjóra, Agúst Guö-
mundsson leikstjóra, Kristínu Jó-
hannsdóttur leikstjóra og Friöbert
Pálsson rekstrarstjóra Háskólabíós.
Þetta fólk leitar nú ráða til að afla
fjár til að standa undir einskonar
kvikmyndahátíð á verkum Tark-
owskys, en ekki er einasta að til slíks
framtaks þurfi mikla peninga held-
ur líka mikla útsjónarsemi og sam-
bönd, af þeirri ástæðu að mjög erfitt
er að nálgast mörg verka leikstjór-
ans. Ekki er mikill tími til stefnu, því
stefnt er að því að sýna allar myndir
Tarkowskys í lok febrúar. Myndir
hans eru sex að tölu í þessari tíma-
röð: Æska ívans, Andrej Rubliev,
Solaris, Spegillinn, Stalker og Nost-
algía.
Lárus Ýmir er nú staddur í Svíþjóð
í einkaerindum en mun jafnframt
hreyfa þeirri hugmynd við aðstoðar-
leikstjóra „Fórnarinnar" sem þar er
nú staddur, að Tarkowsky sjálfur
komi hingað til lands þegar sýning-
arnar á myndum hans verða hafnar
í Háskólabíói. Tarkowsky býr nú á
Ítalíu ásamt konu sinni. —SER.
HELGARPÖSTURINN 15