Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 17
KVIKMYNDIR Nýbylgjuspenna REGNBOGINN: Uppgjöriö (The Hit). Bresk, 1984. Handrit: Peter Prince. Kvikmyndataka: Mike Molloy. Tónlist: Eric Clapton og fl. Leikstjórn: Stephen Frears. Aðalhlutverk: John Hurt, Tim Roth, Terence Stamp, Laura Del Sol, Bill Hunter, Fernando Rey og fl. Willie Parker (Terence Stamp) er smá- krimmi. Hann tekur þátt í meiriháttar af- broti, kemur upp um félaga sína fyrir rétti til að sleppa betur út úr dæminu sjálfur og fær greinileg loforð vina sinna að þeir muni finna hann í fjöru fyrir vikið, þótt síðar verði. Tíu ár líða. Parker orðinn lókal, gúddi gæi í smáþorpi á Spáni. Dag einn birtast nokkrir náungar, ræna honum og afhenda atvinnu- morðingja, Braddock að nafni (John Hurt) sem ásamt aðstoðarmanni sínum Myron (Tim Roth) hefur tekið að sér að koma Parker til Parísar þar sem gamlir góðkunningjar hans bíða hans með vopnin klár. Bílferðin norður Spán hefst. Tvímenningarnir harð- skeyttu drepa alla þá sem geta gert þeim lífið leitt nema stúlkukind eina, Maggí að nafni (Laura Del Sol), sem bætist í hópinn sem eins konar gísl. Parker tekur þessu öllu með ró- semi, hefur búist við viðlíka heimsókn árum saman og búið sér til eins konar fílósófíu dauðans sér til sáluhjálpar: Að kveðja lífið er aðeins andartak hreyfingar yfir á nýtt til- verustig þar sem allt heldur áfram sem áður var. Hið einfalda verkefni leigumorðingj- anna breytist því í eins konar existensíalískt ferðalag þar sem margbreyttara og flóknara 'samband myndast milli ferðalanganna en til stóð í upphafi. The Hit hefur talsvert spennandi atburða- rás og gæti eflaust flokkast undir sakamála- myndir ef efnistökin væru ekki nokkuð sér- stæð. Myndin hefur yfir sér nýbylgjuslikju sem mjög er í tísku meðal kvikmyndafram- leiðenda þessa stundina, ekki síst meðal þýskra kvikmyndagerðarmanna. Þannig er The Hit um margt líkt nýrri verðlaunakvik- mynd Wim Wenders, Paris, Texas, sem enn er ókomin hingað til lands, bæði hvað varðar umhverfi (eyðilegar sléttur og annarlegt landslag) og hugsun (ferðin og uppgjörið við fortíðina) • Paris, Texas er þó miklu dýpri og betri mynd. The Hit fer vel af stað, gefur góð- ar vonir, en handritshöfundur og leikstjóri lenda í vandræðum með fléttuna og lausnin verður skjót, vanhugsuð og illa unnin — og kvikmyndin fellur í lokin. -IM. LEIKLIST eftir Hlín Agnarsdóttur Konan og barnið — sálin og Guð Leikfélag Reykjavíkur sýnir Agnes — barn Guðs eftir John Pielmeier. Þýðandi: Úlfur Hjörvar. Tónlistarumsjón: Hjálmar H. Ragnarsson. Lýsing: Daniel Williamsson. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Leikstjórn: Þórhildur Þorleifsdóttir. Aðalhlutverk: Guðrún S. Gísladóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Sigríður Hagalín. Agnes — barn Guðs eftir John Pielmeier, sem nú er sýnt í Iðnó, er á margan hátt at- hyglisvert og spennandi leikrit, sérstaklega fyrir þá sem finnst gaman að pæla í marg- ræðri merkingu hluta og fyrirbæra mannlífs- ins. í blöðum hefur verkinu verið lýst sem sálfræðiþriller og aðaláherslan verið lögð á sögu Agnesar, sem er 21 árs gömul nunna. Leikritið snýst að vísu um sögu hennar, sem okkur er sögð af tveimur konum, annars vegar geðlækninum Mörtu og hinsvegar af abbadísinni móður Miriam. Saga Agnesar er merkileg fyrir þær sakir að hún hefur eign- ast barn í ídaustrinu, sem síðar finnst dáið í ruslakörfu. Agnes er sökuð um að hafa deytt sitt eigið barn. Það er því verk geðlæknisins að kanna sakhæfni hennar, en jafnframt skýringuna á faðerninu. Dr. Marta Living- stone ætlar sér að rannsaka Agnesi á grund- velli geðlæknisfræðinnar og er einhverskon- ar fulltrúi vísindahyggju. Það gerir hún gegn vilja abbadísarinnar .Miriam, sem fyrst og fremst er í mun að verja sanna og hreina guðstrú Agnesar. Þannig birtist okkur í meg- indráttum eitt aðalþema þessa leikrits, nefni- lega togstreitan milli vísinda og trúar eða, ef einhver vill, baráttan milli skynsemi og til- finninga. En verkið hefur fólgnar í sér aðrar og fleiri merkingar innan þess ramma, sem hér hefur verið lýst. í verkinu má finna ýms- ar skírskotanir sem tengjast sálarlífi kvenna, m.a. afstöðu þeirra til eigin líkama, kynlífs og barneigna. í því sambandi má nefna fyrirlitn- ingu þeirra á eigin líkamsstarfsemi, sem get- ur brotist út í sjálfsafneitun, m.a. með því að hætta að borða. Agnes hættir að borða vegna þess að þá verður hún mjó og þjáist eins og Kristur og það er fallegt að þjást fyrir aðra. Nöfn þessara þriggja kvenna, sem leikritið snýst um gefa okkur vissa vísbendingu við nánari athugun. í Biblíunni segir frá systrun- um Mörtu og Maríu, sem Kristur heimsótti í þorp nokkuð. María settist strax við fætur Krists og hlýddi á orð hans, en Marta var önnum kafin við mikla þjónustu. Þegar Marta bað Krist síðan að segja Maríu að hjálpa sér við heimilisstörfin sagði hann: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt. María hefur valið góða hlutann, hann skal ekki verða tek- inn frá henni." (Lúk. 10.) Ef til vill endurspeglast aðalþema verksins 'í þessari frásögn Biblíunnar, því mæðu geð- læknisins Mörtu er teflt fram sem andstæðu við klausturlífið og þann góða hluta, sem móðir Miriam hefur valið, því það kemur fram í leikritinu að hún hefur ekki verið nunna alla sína tíð. í gegnum mál Agnesar Ný markaðsvara — mjúsíköl Hitt leikhúsið sýnir Litlu hryllingsbúðina. Laust mál og bundið: Howard Ashman. Tónlist: Alan Menken. Lýsing: David Hersey. Leikmynd: Guðbjörn Gunnarsson. Brúður: Martin P. Robinson. Búningar: Guðmunda Þórisdóttir. Hljómsveitarstjórn: Pétur Hjaltested. Hljómstjórn/upptaka: Gunnar Smári Helgason. Þýðing: Einar Kárason (laust mál) og Magnús Þór Jónsson (bundið mál). Aðalhlutverk: Leifur Hauksson, Edda Heiðrún Bachmann, Gísli Rúnar Jónsson, Þórhallur Sigurðsson og fl. Líklega er Hitt leikhúsið það fyrsta á Ís- landi, sem framkvæmir áform sín í krafti fjár- magns frá einkaaðilum og einnig vegna góðra sambanda við ýmsa geira vitundar- iðnaðarins s.s. í plötuútgáfu. Tilurð leikhúss- ins er svo sem i anda þeirra tíma sem við lif- um á, frjálshyggjan veður yfir, markaðslög- málin og söluhyggjan eiga að gilda alls stað- ar, einnig í svokallaðri leikhúsmenningu. Á meðan skrimtir sú frjálsa leikstarfsemi sem rekin hefur verið við Jilið ríkisreknu leikhús- anna. Ef til vill má halda því fram, að hún hafi aldrei náð sér almennilega á strik, vegna þess að forsprakkar hennar vildu ekki eða þorðu ekki að fá einkaaðila til að styrkja sig, þegar hvorki var hægt að treysta á opinbera styrki né aðsókn. Hinsvegar má ekki gleyma að innihald og stefna leikhúsa á borð við Al- þýðuleikhús, svo dæmi sé tekið, hefði varla hlotið náð fyrir augum peningamanna, verk- efnaval þess samræmdist ekki þeim sölu- sjónarmiðum, sem nú er aftur á móti lagt af stað með í vegarnesti í Gamla bíói. Hinir metnaðarfullu og framtakssömu yfir- umsjónarmenn Hins leikhússins (Sigurjón Sighvatsson og Páll Baldvin Baldvinsson) vissu vel, þegar þeir freistuðu þess að stofna enn eitt atvinnuleikhúsið í Reykjavík, að þeir yrðu að velja stykki sem gengi í liðið og það er eins víst að „Litla hryllingsbúðin" er eitt- hvað sem „fólkið vill“. í stuttu máli gerist leikurinn í blómabúð Músnikks nokkurs, þar sem reksturinn hefur ekki gengið of vel. Þar vinnur blómarækt- andinn Baldur, sem verður fyrir tilviljun frægur og ríkur á að rækta mannætuplönt- una Auði 11. Leikurinn snýst svo um þau áhrif sem plantan hefur á líf Baldurs, afdrif hans og nokkurra annarra persóna, sem við sögu koma. Yfirumsjónarmenn hafa haft vit á að höfða til ansi breiðs áhorfendahóps með þessu vali og er stykkið ekki hvað síst eitthvað sem gengur í unglinga. Þeir voru líka klókir þeg- ar þeir fengu Einar Kárason rithöfund til að þýða laust mál og Megas til að þýða bundið mál. Með þeim næst til róttæku poppsnobb- aranna og menntamanna á frjálslyndisflippi, sem löngum hafa haft andstyggð á söiu- mennskuliðinu í poppbransanum. Þýðingin hefur tekist vel. Hún er að vísu ameríkanser- uð eins og við erum hér á poppmölinni. Þýð- endur hika ekki við að nota slettur og slang- ur og á það oft vel við. Ég er þó ekki viss um að allir séu jafnvígir á sletturnar og gæti trú- að að fjöldinn allur áttaði sig ekki á fyndn- inni sem fóigin er í að rugla saman orðunum exótískur og erótískur, J)ótt upplýst frumsýn- ingarliðið gerði það. Ymis fyrirbæri í texta hafa verið staðfærð, svo og fyrirtæki, sem fá ágætis auglýsingu út á það. Tónlistin er einhverskonar samblanda af ljúfpoppuðum dægurlögum, sem festast í manni og hressilegum rokknúmerum, sem eru þó aðallega sungin af Auði II, ógnvaldi verksins. (Agnes þýðir hin hreinlífa) endurspeglast svo togstreita þessara kvenna, sem rekja má til mismunandi afstöðu þeirra til almættisins og jarðlífsins; þær eru tákn um hina stöðugu baráttu milli skynsemi_ og tilfinninga og Agnes verður bitbeinið. í síðara nafni Mörtu Livingstone — er einnig vísað til ákveðins læknis sem flæktist í frumskógi, Marta er aft- ur á móti flækt í frumskógi síns eigin sálar- lífs. Það verður því nauðsynlegt fyrir hana að leysa mál Agnesar, því þannig knýr hún einn- ig fram lausn á sínum eigin vanda sem m.a. f jallar um hennar eigið barnleysi og guðleysi. Sjálft faðernismál Agnesar svo og dauði barns hennar skiptir svo minna máli í fram- vindu verksins. Með því að byggja leikritið upp í kringum þessar konur á þennan hátt tekst höfundinum að varpa ljósi á ýmis önn- ur mál, sem einkenna okkar samtíma. Það eru mál sem skipta ekki einungis konur máli, heldur allt mannkyn, amk. hið vestræna. Textinn fær heimspekilegt inntak, þar sem spurt er hvort manneskjan geti lifað af, ef hún lokar sig af. Þar með tvinnast einnig saman tengslin milli sálarfræði og trúar- bragða, þ.e. höfundur dregur upp hliðstæðu milli þeirra huggunar sem finna má í geð- meðferðum nútímans svo og í helgiathöfnum trúarbragðanna, í þessu tilviki klausturlífs- ins. Hinsvegar varð leikræn útfærsla þessa verks ekkert sérstaklega heillandi og brást verkinu á sviðinu í Iðnó. Sýningin sótti aldrei nægilega í sig veðrið og varð aldrei eins kröftug og búast mátti við, hvað sem olli því. Til þess að koma þessu á að giska 3ja-4ra milljón króna gullblóti á fjalirnar þarf auðvit- að frábæra krafta á öllum sviðum, ef ekki á að fara illa. Og eins og að líkum lætur skortir ekki nöfnin, hvorki heimsfræg erlend né inn- lend. Það eru sem sagt engir slorkraftar á ferðinni, enda hefur sífellt verið hamrað á því í fjölmiðlum undanfarna daga. En þrátt fyrir skrautfjaðrir, þá þarf fyrst og fremst góða sveit leikara í helstu hlutverk. Við höf- um ekki beinlínis getað státað okkur af leik- urum, sem geta leikið, sungið og dansað, allt í sömu andránni. Fyrir mér er stjarna sýning- arinnar Edda Heiðrún Backmann í hlutverki Auðar, heimsku ljóskunnar, sem vinnur með Baldri í blómabúðinni. Edda á lof skilið fyrir túlkun sína á brjóstumkennanlegri og mann- legri Auði, sem í allri sinni einfeldni og smá- tildri vakti samúð og hlýju. Eddu tókst einnig afar vel að halda skopstælingu hlutverksins út í gegnum sýninguna og ekki fellur hún heldur á söngprófinu, því hún syngur stólpa- vel. Sérstaklega eftirminnilegt var lagið „Þar sem allt grær". Með skipan Eddu í þetta hlut- verk hefur Hitt leikhúsið staðið við eitt markmið sitt, að veita nýútskrifuðum leikara kærkomið tækifæri, vonaqdi á góðum laun- um. Næstan má telja Þórhall Sigurðsson (Ladda) sem fer með ein 7 hlutverk í sýning- unni. Þrátt fyrir góma og hárkollur og endur- tekin trix og stælá verður það ekki af mann- inum skafið að hann er leikari af guðs náð. Hann er líka einn af þeim leikurum sem virð- ast geta ailt og án allrar tilgerðar. Hann kom mér sérstaklega á óvart í hlutverki fyrsta við- skiptavinarins og tannlæknisins. Gísli Rúnar Jónsson lék Músnikk og sló á þekkta strengi í sinni eigin leikhefð og gerði vel. Atriði hans og Baldurs í Músnikk og sonur hans bar þó af. Leifur Hauksson er ekki beinlínis nýgræð- ingur í bransanum, en þó nýr. Hann kemur Textinn er krefjandi og þungur, sérstaklega texti Mörtu Livingstone. Sigríður Hagalín fór með hlutverk hennar, en því miður tókst henni aldrei að ná tökum á þessum geð- lækni. Þar má aðallega kenna um tilgerðar- legri framsögn og uppskrúfuðum leik. I stað yfirvegaðrar, hugsandi konu, sem smám sam- an fer að efast, sáum við hrokafullan töffcira í pilsi með sígrettu í munnstykki. Sorglegt. En hún var góð í sjálfum kaflanum sem fjall- aði um sígretturnar. Guðrún Ásmundsdóttir var móðir Miriam og náði sér ekki heldur á strik nema í kómíkinni. Einhvern veginn varð samleikur hennar og Sigríðar heldur lit- laus og átakalítill. Það vantaði öll blæbrigði. Guðrún Gísladóttir lék Agnesi og var barn Guðs í þessari sýningu í orðsins fyllstu merk- ingu. Ágnes varð í hennar meðförum bæði barnslega einlæg, ótrúlega veik á köflum, en einnig sönn í sinni guðstrú. Þar kom einnig til hjálpar huggandi söngur Guðbjargar Thoroddsen, sem saminn var af Hjálmari Ragnarssyni. Þessi tónlist var bæði falleg og guðdómleg. Leikmynd og lýsing þeirra Iðnó- manna var einföld og látlaus og hæfði verk- inu ágætlega — en virkaði samt ekki þar sem leikstjóra og leikendum tókst ekki í samein- ingu að ná fram þeim átökum og áhrifum, sem slíkt ætti að gefa tilefni til. Þýðing Úlfs Hjörvars orkaði líka stundum tvímælis og truflaði stundum leikinn. Maður fór að spekúlera svo mikið í sumum setningum, jafnvel málfræðireglum. Þetta hlýtur að hafa truflað og hamlað bæði leikstjóra og leik- endum. vestan af Ströndum og stendur sig prýðilega í hlutverki Baldurs. I meðförum hans varð Baldur ósköp hallærislegur og aumkunar- verður. Hinsvegar var textameðferð hans í söngnúmerum oft ábótavant. Með hlutverk stelpnanna sem í reynd tengja verkið saman og bakka upp sönginn fóru Sigríður Eyþórs- dóttir, Ragnheiður Elfa Arnardóttir og Harpa Helgadóttir (sem er alger nýgræðing- ur). Af þeim bar Sigríður af í söng. Um tón- listarhliðina sáu Pétur Hjaltested og hljóm- sveit hans og tókst þeim yfirleitt að flytja tón- listina áfallalaust og í því sambandi má ekki gleyma Björgvini Halldórssyni, sem talaði og söng fyrir Auði II og gerði feikivel. Á frumsýningu hafði ekki tekist að sam- ræma hljóðfæraleik og söng, þannig að inni- hald sumra texta fór forgörðu í og ekki hef- ur Hinu leikhúsinu heldur t cist að leysa vandamálið með þráðlausui ^óðnemana. Það skrjáfaði allt of mikið í*'J>éim á milli söngatriða. Var ekki hægt að sleppa þeim í talatriðum? Athygli skal vakin á því að eng- inn leikstjóri er titlaður við þéssa sýningu, aðeins yfirumsjónarmenn. Þ#‘5 hvarflar að mér að leikstjórnin hafi verið;flujt inn ásamt söngleiknum. Uppsetning þé. i hefur vafa- laust fyrst og fremst krafist öruggrar verk- stjórnar og skipulagningar, þarj'em sýningin byggir meira á ytri umgerð, s.s; tækni ýmiss konar og umbúðum fremur e*i leiktúlkun. Þar að auki fengu yfirumsjónarmenn marga sérfræðinga sér til aðstoðar. Það er full ástæða til að óska Hinu leikhúsinu til ham- ingju með þessa uppsetningu. Nú er bara eft- ir að sjá hvort markaðurinn tekur við mjúsík- ölum. Mér berast til eyrna raddir sem syngja... there is no business like show- business, svo nú er bara um að gera að selja vöruna og kýla á‘ða!!! i. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.