Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 23
p ___ jóðviljinn, málgagn Alþýðu- bandalagsins, slær upp stórri frétt á forsíðu í dag (fimmtudag) að sjálf- stæðismaðurinn Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson sé nú orðinn nýr nefndakóngur borgarinnar eftir Markús Örn og sitji alls í 9 nefndum og ráðum sem skili honum alls 50 þúsund krónum á mánuði. í reynd- inni er farið rangt með tvær nefndir, Bæjarútgerð Reykjavíkur, launa- nefnd sveitarfélaganna, launamála- nefnd, Borgarráði, Innkaupastofn- un Reykjavíkurborgar, samstarfs- nefnd um ferðamál, stjórn Spari- sjóðs Reykjavíkur og stjórnkerfis- nefnd. Mánaðarávísun Sigurjóns frá borgarskrifstofunum hljóðar upp á tæplega 60 þúsund krónur, enda hann í mun feitari nefndum og ráð- um (eins og Borgarráði) en Vil- hjálmur. Annar borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins sem slagar hátt í þá kappa en verður seint nefnda- drottning meðan kóngarnir slást á toppnum er Adda Bára Sigfús- dóttir sem situr í fimm nefndum og ráðum. En Sigurjón hefur sem sagt vinninginn. Ennþá. .. Y rið höfum áður sagt frá annar- legum aðgerðum Ljósmyndarafé- lags fslands sem sent hefur út fjölda kæra á hendur starfandi ljósmynd- urum sem ekki fylla upptökuskilyrði gamalla laga félagsins frá fyrri hluta aldarinnar. Nýjasta kæra Ljósmynd- arafélagsins er á hendur ljósmynd- aranum Kristjáni Inga Einars- syni fyrir brot á iðnlöggjöfinni og lögum um verðlag. Er kæran send út af Landssambandi iðnaðar-' manna og til Rannsóknarlögreglu þannig að í raun situr Vilhjálmur í 7 nefndum og ráðum en mánaðar- launin sem hann þiggur munu vera rétt hjá Þjóðviljanum. Hins vegar er það rangt hjá Þjóðviljanum að Vil- hjálmur t>. sé nefndakóngur borgar- innar. Hann er nefnilega númer tvö. Nefndakóngurinn heitir Sigurjón Pétursson og er borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins. Sigurjón á sæti í átta eftirtöldum nefndum og ráðum: ríkisins sem beðin er að aðhafast eitthvað í málinu. Hefur Kristján fengist við ljósmyndir árum saman og rekið eigið Ijósmyndafyrirtæki sem nefnist Skíma. Kristján hefur ennfremur gefið út barnabækur prýddar ljósmyndum hans og fékk einmitt alþjóðlega viðurkenningu fyrir þær á sömu dögum og kæran á hendur honum var gefin út á ís- landi. Það skondna í öllu þessu máli er hins vegar að í kærubréfinu eru talin upp þau ólöglegu verkefni sem Kristján hefur tekið að sér. Þar á meðal er ljósmyndaverkefni fyrir Iðnaðarbankann, en Landssam- band iðnaðarmanna sem kærði Kristján er einmitt einn af stærstu eigendum Iðnaðarbankans. í öðru lagi verður dálítið erfitt fyrir rann- sóknarlögregluna að líta þessa kæru hlutlausum augum, því að Ijósmyndarar rannsóknarlögregl- unnar sem taka að sér ýmis verkefni fyrir hana eru nefnilega allir ólærð- ir ljósmyndarar og ekki í Ljósmynd- arafélaginu... || ■ ■ rafn Gunnlaugsson er nú staddur í Indlandi. Ástæðuna fyrir för hans þangað er að rekja til kvik- myndahátíðarinnar í Cannes í fyrra en þar var mynd Hrafns, „Hrafninn flýgur", sýnd. Indverja nokkrum í kvikmyndabransanum leist svo vel á myndina að hann gerði sér lítið fyrir, leitaði Hrafn uppi á hátíðinni og bauð honum að koma með myndina til Nýju Delhi þar sem ind- verskir aðilar myndu freista þess að selja myndina á þarlendum mark- aði.. . G aukur á Stöng tekur upp á nýbreytni í bæjarlífinu um helgina. Mun veitingahúsið standa fyrir al- mennri þjóðmálaumræðu á sunnu- dögum klukkan hálfþrjú og er mein- ingin að hafa hana á tveggja til þriggja vikna fresti. Umræðuefni verða þau sem eru í brennidepli hverju sinni. Næstkomandi sunnu- dag verður farið af stað með yfir- skriftinni „Hvað ber árið 1985 í skauti sér?“ Munu fulltrúar allra flokka verða til staðar á fundinum og halda stutt framsöguerindi en síðan verður orðið gefið frjálst. Eru slíkir umræðufundir vanalegir erlendis enda kannast margir við „Speaker’s Corner” í London eða Café Viktor í Kaupmannahöfn. Nú er bara von- andi að við Reykjavíkurbúar séum jafn málglaðir... VERÐTRYGGÐUR 3JA MANAÐA REIKMNGUR Ársvextir auk verÓtiyggingar Stuttur Unditími GÓÓ ávöxtun Landsbankinn sér um innlausn Spariskírteina RíkissjóÖs. Tveir þættir vikulega HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.