Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 19
MATKRÁKAN Sýnið brauðinu blíðuhót (og öfugt)! I pistlum mínum hef ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar rómað hollustu heima- bakaðra brauða og ekki síður sjálfa athöfn- ina: Að baka. Það er svo nærandi fyrir taug- arnar og andann að handfjatla deig og svo eykur það manni sjálfstraust að feta nýjar brautir í brauðgerðinni sem stjórnast oftar en ekki einfaldlega af þeim hráefnum sem við höndina eru hverju sinni. Einu sinni próf- aði ég að kasta nokkrum lúkum af nýjum blá- berjum út í hefðbundið heilhveitibrauð- deig. Útkoman var unaðsleg. Ef í mér er lurða styrki ég brauðið ævinlega með hvít- lauk, lauk og kryddjurtum. Og vilji ég gera sérstaklega vel við mig og mína er ég gjörn á að baka sætara brauð (þó ekki sætabrauð) t.d. með bönunum og hnetum. Fyrst er því að taka brauðið, síðan að taka saman uppskriftina, sem er reyndar stund- um erfiðleikum bundið, hafi maður verið of æstur eða verið að nota afganga, sitt lítið af hverju. . . Um að gera að fullnýta allt, á þess- um síðustu og verstu tímum, með réttu hug- arfari, gleyma t.d. ekki að rífa niður brauð- leifar og nota sem rasp eða í súpu. Nýverið rakst ég á hlýja hugvekju þar að lútandi í for- mála bókarinnar The Tassajara Bread- book eftir zen-búddistann Edward E. Brown. Hún ber yfirskriftina A Composite of Kitchen Necessities og hljóðar svo í ögn styttri þýðingu minni: Lífgadu fœduna með ástríkri ncerveru þinni. Hafdu samlíöan, beröu viröingu fyrtr ferskri fœöu, sköröóttum skálum, skítugum diskaþurrkum og suöandi flugum. Hirtu um leifar, ekki segja: Hva, þaö er nóg til, þessu getum viö hent. Því allir hlutir segja: Sýndu mér ást, samlíöan, varfærni. Sýndu mér blíöuhót viö og viö (í raun erum viö eitt, ekki tvennt), en ekki bindast mér (í raun erum viö tvennt, ekki eitt). Skálarnar og hnífarnir, boröiö, teketillinn, leifarnar, þroskað grœnmetiö, safaríkir ávextirnir biöja þig sömu bónar: Nýttu mig til fulls af ást og umhyggju. Bollarnir, glösin, klútarnir, klístrug hunangskrukkan biöja þess öll aö fá aö uppfylla óskir þínar. Elskaöu innilega allan tímann, einbeittu þér ekki aö matnum heldur sjálfum þér: Legöu þig fram viö aö leyfa hlutum aö gegna hlutverkum sínum. A þann hátt geislar allt af hlýju og gleöi, hvetur þig, kennir þér, leiöir þig áfram til fullkomins skilnings. Þess vegna veröa engin mistök. Þá gœtir gert þetta ööruvísi nœst, en það er af því aö þú geröir þaö svona í þetta sinn. Fullkomiö, jafnvel þótt þú þykist hafa sett of mikiö af þessu, of lítiö af hinu. Aö elda er ekki aöeins aö nota tungu og góm. Krafturinn sem þú virkjar býr í öllum líkamanum, hríslast úr maga og brjósti fram í handleggi og hendur. Vonandi verða þessi orð til að ylja ein- hverjum við brauðbaksturinn eða aðra mats- eld. A eftir fylgja svo tvær uppskriftir að meðfærilegum brauðum, annað er mat- brauð, hitt kaffibrauð. Sýnið nú brauðinu blíðuhót (og öfugt)! Kryddad súrmjólkurbrauð Prýðilegt matarmikið brauð, t.d. hreint afbragð með súpu; mjög gott með kryddsíld. 350 g grahamsmjöl (eða heilhveiti) 2 tsk lyftiduft 1 tsk (jurta)salt eflir Jóhönnu Sveinsdóttur 2 tsk sinnepsduft cayennepipar á hnífsoddi 100 g smjörlíki 75 g rifinn ostur 2,75 dl súrmjólk 1 egg 1 tsk steytt fennelfræ (má sleppa) 1. Hitið ofninn í 190 gr. C., og smyrjið brauð- form. 2. Blandið saman mjöli, lyftidufti, salti, sinnepsdufti og cayennepipar, að því búnu smjörlíki, osti, súrmjólk og eggi. 3. Hnoðið þar til deigið hefur samlagast vel, bætið ögn meira mjöli saman við ef deigið virðist of blautt. Mótið brauðið og leggið í formið. 4. Stráið steyttu fennel yfir ef vill og bakið í u.þ.b. 45 mín. Bananabrauð Þetta brauð er ómótstæðilegt heitt, enn betra verður það þó fái það að standa 2—3 daga innpakkað í álpappír. Ekki er nauðsyn- legt að smyrja það, en vel má borða það með kotasælu, eða búa til úr því samlokur með þunnum eplasneiðum eða stöppuðum ban- ana sem viðbit. 150 g hvítt hveiti 75 g heilhveiti 2 tsk lyftiduft salt á hnífsoddi 1 tsk kanell 150 g (hrá)sykur 3 stappaðir bananar 75 g brætt smjörlíki 100 g rúsínur 2 hrærö egg 1. Hitið ofninn í 180 g. C. og smyrjið brauð- form. 2. Blandiðsaman hveiti, heilhveiti, lyftidufti, salti og kanel, hrærið að því búnu út í sykri, bönunum, smjörlíki, rúsínum og eggjum og þeytið í u.þ.b. 3 mín. þar til blandan er vel samlöguð. 3. Heilið í formið og bakið í 50—60 mín. (Prófið að stinga prjóni í mitt brauðið. Það er fullbakað ef deigið klístrast ekki við þegar hann er dreginn út.) IÞROTTIR Eftir nokkru að slœgjast (?) í Helgarpóstinum í dag hefur göngu sína þáttur um íþróttir. Umsjónarmaöur er Ing- ólfur Hannesson, íþróttafréttamaður Sjón- varps. Ingólfur er menntaður íþróttakennari og cand.mag. frá Háskólanum í Osló. Hann gjörþekkir íþróttahreyfinguna sem íþrótta- maður og þjálfari og ekki síöur í gegnum störf sín sem íþróttafréttamaður á Þjóövilj- anum, Tímanum og hjá Sjónvarpinu. í þáttum þessum er œtlunin að fjalla um íþróttir, íþróttahreyfingu og íþróttamenn á nokkuö annan hátt en gert er í dagblööum og ríkisfjölmiölum. Reynt veröur aö skyggn- ast bakviö tjöldin; skoöa þaö sem er aö ger- ast á vellinum frá hliðarlínunni og athuga bakgrunn fréttanna sem birtast í öörum fjöt- miölum. Ritstj. Allar líkur eru á því að þrír leikmenn ís- landsmeistaraliðs ÍA leiki í norsku 1. deild- inni í knattspyrnu á sumri komanda. Þetta eru Bjarni Sigurðsson, sem gengur til liðs við Brann í Bergen, Guðbjörn Tryggvason, sem keppir með Start í Kristiansand og Árni Sveinsson fer til Noregsmeistaranna, Váler- engen í Osló. Reyndar á Árni enn eftir að ganga frá sínum málum við Válerengen-lið: ið, en samningar ættu að takast fljótlega. í framhaldi af þessum fregnum vakna spurn- ingar um það hvað þessir íslensku knatt- spyrnumenn hafa að sækja til Noregs, hvaða laun og bónusgreiðslur þeir muni fá? Helgarpósturinn hafði samband við einn íþróttafréttamann stærsta dagblaðsins í Bergen, Bergens Tidende, og hafði hann eft- irfarandi að segja um þessi mál: „Það er allt annað en auðvelt að grafa upp upplýsingar um laun knattspyrnumanna. Hjá okkur í Brann er líklegt að bónusgreiðslur nemi frá 10 og uppí 30 þúsund krónur (45—135 þús. ísl. krónur — innsk. IH) á ári og fer upphæðin eftir gengi liðsins. Fyrir utan þessar bónus- greiðslur fá flestir leikmenn bíl til umráða eða fasta greiðslu fyrir notkun á eigin bíl, íbúð á góðum kjörum, og ýmsa aðra fyrir- greiðslu frá félaginu. En þessir samningar eru einstaklingsbundnir og allar upphæðir ráðast af því hversu mikilvægan félagið telur viðkomandi leikmann." Á síðasta ári samþykkti Knattspyrnusam- band Noregs lög, sem kveða á um að knatt- spyrnufélög geti tekið upp svokallaða hálf- atvinnumennsku. Lögin fela m.a. í sér að lið- unum er heimilt að greiða leikmönnum föst laun og ákveðnar bónusgreiðslur, sem þó verði aldrei hærri en 50% af heildartekjum viðkomandi leikmanns. Með þessu eru félög- unum settar fastari skorður en áður og um leið reynt að fá á hreint hvað leikmenn fá í tekjur hjá knattspyrnufélögunum. Þó er það svo að enn er mikið um greiðslur undir borð- ið, svokallaða „svarta peninga“. „Það er ekkert launungarmál í Noregi (og reyndar ekki heldur í Svíþjóð og Danmörku) að menn ganga kaupum og sölum eins og hjá atvinnuliðum niðri í Evrópu og eins að enn tíðkast greiðslur undir borðið í ríkum mæli“, segir íslendingur sem búsettur var í Noregi og þekkir þessi mál vel. „Norskir landsliðs- menn eru seldir á þrjú til fimm hundruð þús- und krónur (íslenskar) og góðir fyrstudeild- arleikmenn á u.þ.b. tvö til þrjú hundruð þús- und krónur. Venjulegast fær viðkomandi leikmaður einhvern hluta þessarar upphæð- ar í sinn vasa eða samið er sérstaklega við hann. Þessar tölur eru allar opinberar og mig minnir að Kristinn Björnsson, sem lék með Válerengen fyrir þremur árum, hafi verið metinn á tæpar 200 þúsund krónur. Það var sú upphæð sem lið í annarri deild þurfti að greiða fyrir hann. Þessar tölur þurfa samt ekki að vera bitastæðar fyrir okkur, því ég leyfi mér að efast um að lið hérlendis sem missir leikmenn til Norðurlanda geti gert kröfur á hendur erlenda liðinu. Það eina sem íslenska liðið getur gert er að hóta að skrifa ekki undir samning og ef það gerist fær leik- maðurinn ekki keppnisrétt. Hvað launamál varðar, þá eru bónus- greiðslur töluverðar. Fyrir fáum árum var nánast mannsmorð að minnast á þessa hluti í Noregi, en greiðslurnar voru samt á bilinu tvö til þrjú þúsund krónur fyrir sigur. Nú er hins vegar búið að innleiða hálfatvinnu- mennsku og það þýðir að leikmenn flestra liða í fyrstu deild fá föst mánaðarlaun, sem ég hef heyrt að séu á bilinu 5 til !0 þúsund krónur. Síðan bætast bónusgreiðslurnar við og hjá Válerengen hef ég frétt að greiddar séu um 4.500 krónur fyrir hvert stig. Þetta er þó mismunandi eftir liðum og jafnvel eftir ein- staklingum í liðunum. Ég reikna með því að bæði Brann og Válerengen séu í hærri kant- inum, en Start í lægi hlutanum. Og síðan get- ur hver reiknað fyrir sig.“ Við þessar upplýsingar má bæta, að á und- anförnum árum hafa félagsliðin í norsku knattspyrnunni aðstoðað þá leikmenn sem þau vilja halda í, t.d. með beinum peninga- greiðslum og lánum. Þetta er, að því er ég best veit, ólöglegt athæfi. Síðastliðið sumar lenti Válerengen í málavafstri vegna slíkrar fyrirgreiðslu til þriggja leikmanna, en í þeim hópi var einmitt einn þekktasti knattspyrnu- maður Noregs í dag, Pál Jacobsen. Þremenn- ingarnir fengu allir keppnisbann. En snúum okkur aftur að þremenningun- um frá Akranesi, sem leika í Noregi næsta sumar. Viðmælandi okkar var spurður um samninga þeirra. „Ef Árni Sveinsson fær uppfylltar allar sínar kröfur er ég viss um að hann er með besta samninginn í höndunum. Válerengen-liðið hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku frá síðasta ári, þrír eða fjórir mátt- arstólpar liðsins hurfu á braut og þá bráð- vantar nýja leikmenn. Þetta er moldríkt fé- eftir Ingólf Hannesson lag og forráðamenn þar tóku fljótt við sér þegar Árni hafði samband við þá. Hvað Bjarna Sigurðssoh varðar, tel ég að hann hafi átt þess kost að gera besta samninginn, en hann lagði höfuðáhersluna á að fá vinnu hjá tölvufyrirtæki og næsta vetur ætlar hann að setjast á skólabekk og nema tölvufræði. Það sem kemur e.t.v. mest á óvart var að Guð- björn Tryggvason setti fram nokkuð miklar kröfur, sem forráðamenn Start gengu að. Þetta kemur á óvart vegna þess að Start hef- ur verið álitið í „fátæklingadeildinni" í norsku 1. deildinni. Ég held að það sé greini- legt að þeir gera upp á milli einstakra leik- manna við samningagerð." En hvernig snúa þessi mál að félagi þre- menninganna hér á landi, íþróttabandalagi Akraness? Gunnar Sigurðsson, forystumað- ur í knattspyrnudeild bandalagsins, svarar: „Það er alveg reginmunur að semja við at- vinnumannalið og liðin á Norðurlöndum, sem sýna okkur oft á tíðum lítilsvirðingu. Ef IA fer fram á greiðslu svara Norðurlandafé- lögin því oftast til, að slíkt sé mál viðkomandi leikmanns. Þá freistast leikmennirnir til þess að halda að eftir því sem félagið fær meira fái þeir minna í sinn hlut, sem að sjálfsögðu er vitleysa. Okkur hefur þó á endanum tekist að koma vitinu fyrir forráðamenn erlendu félaganna og samkomulag náðist. Hér er um ákveðnar upphæðir að ræða, sem eru einka- mál leikmanns og viðkomandi félaga." Af framansögðu má vera ljóst, að Árni, Guðbjörn og Bjarni hafa komið ár sinni vel fyrir borð. Þeir æfa og leika knattspyrnu og hafa um leið umtalsverðar tekjur af þeirri iðkun, einkum ef liðum þeirra gengur vel í baráttunni á vellinum. Þá má segja að laun fyrir venjulega vinnu í Noregi séu allt að helmingi hærri en hér á landi, einkum ef miðað er við láglaunahópa hér, eins og starfsmenn ríkis og bæja. Það er því eftir nokkru að slægjast. HELGARPÖSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.