Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 16
LISTAUPPGJOR 1984 Gagnrýnendur HP telja fram það markverðasta sem gerðist í listum ó liðnu óri JAZZ Árið nýliðna var gjöfult íslenskum djassi. Jafnt og þétt eflist djasslífið hér og ekki mun- ar lítið um að Tómas Einarsson, bassaleikari og Pétur Grétarsson trommari komu heim frá námi og hafa látið til sín heyra — einnig eru Mezzoforte-drengirnir fluttir heim og hafa bæði leikið djassfönk og bíbopp fyrir okkur. Þrjár skifur djassættar komu út á ár- inu: Gammar (Gimsteinn), RisingMezzoforte og Gullár KK-sextettsins (Steinar). Allar seld- ust þær vel og eru það gleðifréttir djass- nautnarmönnum. Islenskir djassleikarar hafa haft mikið að gera á bjórlíkisstöðunum er spretta nú upp á hverju götuhorni. í mars sl. lést Baldur Kristjánsson píanisti, en hann var lengi í hópi fremstu djassleikara landsins. Sigurganga trompetleikarans unga, Wyn- ton Marshalis, hélt áfram á árinu — hann var kosinn trompetleikari ársins víðast hvar svoog djassleikari ársins af lesendum down beat. Þannig blása vindarnir — pottþétt, tæknivædd en á stundum yfirborðskennd tónlist unglingsins skákar nýsköpun meistar- ans, sem með nýjustu hljóðritunum sínum hefur upphafið enn nýtt tímabil í list sinni — það var engin tilviljun að Ellington kallaði Miles Davis Picasso djassins. I desember voru Davis veitt Sonningverðlaunin og komst hann þar í hóp með fyrsta tónskáldinu er hann dáði: Stravinskíj. Margir erlendir djassleikarar heimsóttu ís- land og var Grammið duglegast við innflutn- inginn: Helstir voru tónleikar Toots Thile- mans, Martial Solals, Andrew Cyrilles, An- thony Braxtons en rúsínan í pylsuendanum var að sjálfsögðu heimsókn The Modern Jazz Quartets á Listahátíð. Margir mætir djassmeistarar kvöddu þessa lífstjörnu, m.a. Red Garland, Trummy Young, Shelly Manne og Collin Wallcott að ógleymd- um meistara sveiflunnar, Count Basie. í heiðursfylkingu djassins (Hall of Fame í down beat) bættust á þessu ári tveir píanó- menn: Sun Ra og Oscar Peterson og skal hér staðar numið yfirliti. VL LEIKLIST Þegar mér verður hugsað til síðasta árs og þeirra leiksýninga sem ég sá (og það skal tek- ið fram að ég sá ekki allar), eru það aðallega sýningar litlu leikhúsanna sem koma upp í huga mér eins og t.d. Alþýðuleikhúss og Egg- leikhúss. Það voru ekki beinlínis gerðar margar til- raunir í leiklist á síðasta ári hjá stóru leikhús- unum, ungum leikurum ekki gefin nægilega bitastæð verkefni að kljást við, fremur fá- breytt og óspennandi verkefnaval og lítil ástríða á ferðum. Þó rís ein uppsetning upp úr að mínu viti og þá aðallega sjálft leikritið. Það er verk Ólafs Hauks Símonarsonar „Milli skinns og hörunds'\ sem sýnt var á stóra sviði Þjóðleikhússins. Það minnti okk- ur rækilega á mikilvægi íslenskrar leikrit- unar og sýndi okkur fram á nauðsyn þess að skrifuð séu verk um samtímann, sem hafa eitthvert gildi fyrir framtíðina. í leikriti sínu tókst Ólafi Hauki að lýsa sálarlífi og sam- skiptum íslenskra feðga í hráslagalegu eftir- stríðstímasamfélagi. Textinn er á þróttmiklu nútímamáli og ýmsum brögðum beitt, bæði raunsæi og skáldlegri fantasíu. Sýning Þjóð- leikhússins á verkinu var því til sóma og kær- komin tilbreyting við doðann, þrátt fyrir ýmsa galla í leik og uppsetningu. Af öðrum athyglisverðum sýningum vil ég nefna „Beisk tár Petru uon Kant" eftir Fass- binder, sem Alþýðuleikhúsið sýndi á Kjar- valsstöðum. Sú uppsetning gaf okkur góða hugmynd um hvað ungir leikarar geta gert. Fyrir mér vann María Sigurðardóttir leiksig- ur ársins í hlutverki Petru von Kant. Það er ekki alltaf sem maður verður fyrir sterkri upplifun og mögnuðum áhrifum í leikhúsi; þessvegna var mér það mikil gleði að fylgj- ast með áhrifamiklum og öruggum leik Maríu Sigurðardóttur. Öll uppsetningin á Petru á lof skilið. Þar voru ungir og góðir listamenn samankomnir, sem höfðu eitthvað að segja okkur. Egg-leikhúsið í Nýlistasafninu við Vatns- stíg átti einnig góðan leik með uppfærslu sinni á nýju verki Árna Ibsen „Skjaldbakan kemst þangað líka". Þar lagðist á eitt skemmtileg úrvinnsla á efni um skáldin tvö William C. Williams og Ezra Pound, svo og BÓKMENNTIR 10 bestu skálduerk ársins 1984. Skáldsögur: Þel eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Maður og haf eftir Véstein Lúðvíksson. Ekkert mál eftir Njörð P. Njarðvík og Frey Njarðarson. Með kueðju frá Dublin eftir Árna Bergmann. Smásögur: Hinsegin sögur eftir Guðberg Bergsson. Við gluggann eftir Fríðu Á. Sigurðar- dóttur. Ljóð: Ydd eftir Þórarin Eldjárn. Kuœði '84 eftir Kristján Karlsson. Gott er að lifa eftir Jón úr Vör. Rœflatestamentið eftir Isak Harðarson. Ekki hefur mér unnist tími til að gera neina tölfræðilega rannsókn á bókaútgáfunni á síðasta ári, en í fljótu bragði virðist mér að hlutur frumsaminna íslenskra skáldverka sé heldur og jafnvel töluvert minni en undan- farin ár. Það eru ekki mörg verk sem hafa einhvern skáldlegan metnað sem ekki eru upp talin hér að framan. Alls kyns og mjög misjafnar endurminningabækur tröllríða markaðnum að þessu sinni, ljóðabækur eru sárafáar og barnabækur hurfu næstum al- veg af markaði. (Seinna verður e.t.v. gerð ít- arleg grein fyrir bókaútgáfunni í ár.) Ef hugað er aftur af skáldverkum frá síð- asta ári vekur athygli að þrátt fyrir að þau séu fremur fá eru þau fjölbreytt að efni og að- ferðum. Þau verk sem nefnd eru í upptaln- ingunni eiga varla annað sameiginlegt en að þau eru mjög vandlega unnin og eiga brýnt erindi við lesendur hvert með sínum hætti. Frásagnaraðferðir, stíll og tjáningarháttur þessara verka er með sínu móti fyrir hvert og eitt þeirra og sýnir það töluverða grósku í skáldskapnum í landinu. Það er alls ekki ráð- andi nein stöðnuð tíska. GÁST stórgóður leikur Viðars Eggertssonar í ný- stárlegri útfærslu sviðsmyndar. Það verður að teljast merkilegt að leikhús sem hvergi eiga heima geti þó hagnýtt sér ögrandi aðstæður og skapað leikhús með eins ágætu listrænu innihaldi og þau tvö sem ég hef nefnt. En það getur líka verið áhættusamt, vegna þess að áhorfendur eru helst tii latir við að elta uppi ný heimilisföng leikhúsa. Það er því enn ánægjulegra að vita til þess að áhorfendur hafa látið sjá sig hjá þeim. Fyrir utan þau verk sem þessi leikhús hafa boðið upp á, hlýtur smæð þeirra og nálægð við áhorfend- ur að vera þeim til framdráttar. Ég vil einnig nefna Nemendaleikhús sem sýndi Grœnfjöðrung eftir Carlo Gozzi í leik- gerð Benno Besson. Þar var unnið skemmti- lega út frá commedia dell’arte leikhefðinni og mikil vinna lögð í leik, búninga og lýs- ingu. Eg held að stóru leikhúsin verði að standa sig betur, bæði hvað varðar verkefnaval og almannatengsl, ef þau ætla að standast sam- keppnina við myndbönd og önnur atvinnu- leikhús sem nú rísa í borginni. Það þarf að kynna nýja, erlenda höfunda miklu betur. Þannig þótti mér miður að ekki tókst betur með sýningu leikfélagsins á Brosi úr djúpinu eftir sænska leikskáldið Lars Norén, sem ég er viss um að við eigum eftir að kynnast betur. Það sem einkenndi síðastliðið ár var auð- vitað húsnæðisleysi frjálsrar leikstarfsemi í Reykjavík, sem lætur þó ekki deigan síga. Þá er alveg kominn tími til að leikhúsfólk taki sig saman og gefi út myndarlegt tímarit, þar sem fjallað er um leiklist og leiksýningar af einhverri alvöru og þar sem allt áhugafólk og atvinnumenn í þessari listgrein geta skipst á skoðunum. Áð lokum vil ég benda á grósku í íslenskri leikritun hjá áhugaleikfélögum úti á landi og í menntaskólum, þar sem amk. 5 ný íslensk verk voru frumflutt. Stúdentaleikhúsið á einnig þakkir skilið fyrir að kynna okkur verk tékkneska höfundarins Milan Kundera með sýningu sinni á Jakobi og meistaranum. HA KVIKMYNDIR Síðasta kvikmyndaár var um margt athyglisvert miðað við þau sem á undan komu. Einna athyglisverðast er hvað sýning- um á evrópskum myndum utan hins engilsaxneska svæðis fór fjölgandi og bar þar að bíóhúsum margt merkustu mynda ársins. * íslensk kvikmyndagerð var gjöful á síðasta ári. Ekki færri en fimm íslenskar myndir voru frumsýndar, þrjár þeirra mjög frambærilegar; Atómstöðin, Gullsandur og Hrafninn flýgur, sú síðastnefnda sýnu mest. En þó svo að mikið hafi verið pródúserað í túninu heima, vantar okkur Islendinga ennþá stóru myndina sem stenst í einu og öllu listrænar kröfur í heimi kvikmyndarinnar. 1. Fanny och Alexander, leikstjóri Ingmar Bergman, sænsk, 1983. (Regnboginn) 2. Zappa, leikstjóri Bille August, dönsk, 1983. (Regnboginn) 3. Vertigo, leikstjórn Alfred Hitchcock, bandarísk, 1958. (Laugarásbíó) 4. Educating Rita, leikstjóri Lewis Gilbert, bresk, 1983. (Stjörnubíó) 5. Whose Life is it Anyway? leikstjóri John Badham, bandarísk, 1981. (Nýja bíó) 6. Rear Window, leikstjóri Alfred Hitchcock, bandarísk, 1954. (Laug- arásbíó) 7. Modern Times, leikstjóri Charlie Chaplin, bandarísk, 1936. (Regnboginn) 8. Under Fire, leikstjóri Roger Spottiswoode, bandarísk, 1983. (Háskólabíó) 9. Raging Bull, leikstjóri Martin Scorsese, bandarísk, 1980. (Tónabíó) 10. Frances, leikstjóri Graeme Clifford, bandarísk, 1982. (Regnboginn) IM/SER ROKK Ég hef alltaf gaman af því í kringum ára- mót að fá uppgjör gagnrýnenda frá hinum ýmsu tónlistarblöðum sem gefin eru út og þá sérstaklega frá Bretlandi. Sérstaklega hafa niðurstöður í þessu gæðamati verið athyglis- verðar á síðustu árum og oft á tíðum hefur mér jafnvel brugðið við að sjá þær. New Musical Express hefur sérstaklega komið mér á óvart upp á síðkastið en blaðamenn þar virðast mjög svo hrifnir af svartri amer- ískri tónlist og þeir völdu plötu Bobby Womacs, Poet II, bestu plötu ársins. Þessi plata fékk að vísu góða dóma í blaðinu þegar hún kom út en það sama verður ekki sagt um þá umsögn sem Ocean Rain, plata Echo & the Bunnymen, fékk á sínum tíma í Melody Maker. Samt sem áður varð þessi plata fyrir valinu hjá blaðamönnum í enda árs. Er eitt- hvað að marka þessa gagnrýni? Það má auðvitað ekki gleyma því að það eru margir sem skrifa í hvert blað og það get- ur hist þannig á að eini maðurinn sem ekki sé hrifinn af viðkomandi plötu lendi einmitt í því að fjalla um hana. Þetta verður líka að hafa í huga þegar litið er á val íslenskra poppgagnrýnenda í heild, en listi þeirra hef- ur birst í DV nú síðustu þrjú áramót. Plata Sade, Diamond Life, varð fyrir valinu að þessu sinni, en það gerðist með þeim undar- lega hætti að engum fannst hún þó besta plata ársins og þegar svo er, er þá hægt að segja að hún verðskuldi nafnbótina? Ég tíndi fyrst út á milli tíu og tuttugu plötur, sem ég varð svo að velja tíu platna lista úr og hvort það voru fleiri eða færri plötur en árið áður man ég ekki. Hvort þetta ár var betra eða verra en önnur veit ég ekki heldur, en ég veit þó að mér fannst koma minna út af spennandi plötum með nýjum nöfnum en var t.d. á árunum frá 1977 til 1981. Þó leitt sé til að vita að svo er, þá er þó gott að margir af þeim sem komu fram á sjónarsviðið á fyrr- nefndum árum eru enn að gera góða hluti og sumir jafnvel betri hluti en nokkru sinni fyrr. Það er allt í lagi að til séu hljómsveitir eins og Duran Duran og þeirra líkar og það er allt í lagi að lögð sé áhersla á að selja svo auðselj- anlega vöru. Það má hins vegar ekki gleyma þeim sem kæra sig um eitthvað annað en BARNA BÓKMENNTIR Barna- og unglingabœkur 1984 Ekki hef ég séð óyggjandi tölur um fjölda útgefinna bóka fyrir þessa aldursflokka, en láti að líkum hefur samdrátturinn ekki síst bitnað á þeim. Öðru fremur stafar það af því, að þessar bækur eiga að uera ódýrar og því er minna í þær borið og er harla torskilið sjónarmið. Éru börn og unglingar eitthvað „óvandaðri" lesendahópur en fullorðnir? (Sem betur fer eru til prýðilegar undantekn- ingar frá þessari útgáfureglu.) En fátt er með öllu illt. Verslunarstjóri í bókabúð sagði eitt- hvað á þá lund í viðtali, að fólk keypti betri bækur en áður, og sumar seldust víst í stóru upplagi. Síðast en ekki síst virðist mynda- sögufaraldurinn í rénun og það er ágætt, ekki af því að myndasögur séu með öllu ó- æskilegar, en þær eru fjarska einhæfar og staðlaðar, hver annarri lík. Sem sé; Lesmál í sókn og það er gott. Því fer vitaskuld fjarri, að allar barna- og unglingabækur hafi borið fyrir mín augu, en hér skal getið nokkurra, sem ég tel að verð- skuldi lof og lengra líf en til einna jóla. Vertu ekki með suona blá augu held ég sé ótvírætt besta innlenda unglingabókin 1984, safn smásagna úr verðlaunasamkeppni móður- málskennara 1983. Sögurnar eru allar vel samdar og einkar fjölbreyttar. Af þýddum unglingasögum má nefna Flugið heillar (annar hluti Flambards-setursins) eftir K.M. Peyton og Paradís eftir Bo Carpelan. Báðar þessar sögur eru vel þýddar, lýsa unglingum í leik og starfi. Persónur eru lifandi fólk, ekki staðlaðar ,,týpur“, sem því miður eru alltof algengar í unglingasögum. Fyrir lítil börn var gefið út ýmislegt bitastætt. Ég nefni Af- mœlið hans Lilla eftir Helgu Steffensen, vandaða bók að flestu leyti. Astrid Lindgren og Ilon Wikland áttu prýðilega sögu í jóla- bókaflóðinu: Sjáðu, Madditt, það snjóar. Og ævintýrin eru enn á kreiki: Þráinn Bertels- son og Brian Pilkington gáfu út Hundraö ára afmœlið, bráðskemmtilega tröllasögu. Á heildina litið: Margt gott og færra lélegt en undanfarin ár. SS endilega er að finna í tíu efstu sætum vin- sældalistanna. En það er einmitt það sem hefur verið verst við að vera plötusafnari hér á landi síðastliðið ár. Það hafa hreinlega ekki verið fluttar inn margar góðar plötur sem út hafa komið, vegna þess að sumir innflytjend- ur telja ekki markað fyrir þær. Ákvarðanir sem þessar eru oft teknar án þess að reynt sé að athuga hvort áhugi sé fyrir viðkomandi vöru. Ég vona að íslendingar séu ekki orðnir svo heilaskemmdir af auglýsingaflóði í fjöl- miðlum að þeir haldi að það sé eitthvert gæðamat fólgið í því hve oft viðkomandi plata er auglýst. En hvað er góð plata og hvað er góð tón- list? Um það eru auðvitað skiptar skoðanir. Ég hef auðvitað mínar skoðanir á því hverjar voru bestu plötur ársins 1984 og hér á eftir er listi yfir þær. 1. Brilíiant Trees — David Silvian. 2. The Unforgettable Fire — U2. 3. Knife — Aztec Camera. 4. Goodbye Cruel World — Elvis Costello. 5. Reckoning. REM. 6. Café Bleu — Style Council. 7. Aural Sculpture — Stranglers. 8. Welcome To The Pleasure Dome — Frankie Goes To Hollywood. 9. In The Studio — Special Aka. 10. Big Express — XTC. Það kann ef til vill að vekja furðu ein- hverra að engar íslenskar plötur eru á þess- um lista en að mínu mati á engin slík plata það raunar skilið og það er alveg sama hvað ég reyni mikið að ala á þjóðarstoltinu í mér, ég kem þeim ekki á lista. Það var nánast ekkert gefið út af almenni- legum plötum hér á landi fyrr en síðustu mánuðina fyrir jól. Varð afraksturinn þá að vísu betri en oft áður, en betur má ef duga skal. Ég læt hér að lokum fylgja lista yfir þær fimm íslensku plötur sem að mínu mati eru bestar þeirra sem út komu árið 1984. 1. Get ég tekið céns — Grafík. 2. The Eye — Kukl. 3. Kókóstré og hvítir mávar — Stuðmenn. 4. Lili Marlene — Das Kapítal. 5. Kikk. cs 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.