Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 12
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Jóhanna Sveinsdóttir, Ómar Friðriks- son ■ Sigmundur Ernir Rúnarsson og Halldór Halídórsson Útlit: Elín Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál: Sigþór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Fyrirgreiðsla flokka og blöðin I Helgarpóstinum í dag er fjallað um þann flokkspólitíska bakhjarl sem sum dagblað- anna njóta. Þar er sjónum beint að hinu ólýðræðislega úthlut- unarkerfi til málgagna gömlu flokkanna ásamt því sem upp- lýst er all-sérstæð lánafyrir- greiðsla sem málgögn þeirra hafa notið úr ríkisbönkum fyrir tilverknað forystumanna þriggja flokka, Framsóknar- flokksins, Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubandalagsins. Þvert ofan í viðteknar venjur um bankastarfsemi munu þessir forystumenn hafa tryggt mál- gögnum sínum lán úr Lands- bankanum sem fengið var með því að Landsbankinn endur- seldi það Seðlabankanum. Fyr- ir þessu hefur Helgarpósturinn áreiðanlegar heimildir. Nú er það svo að útgáfufyrir- tæki allra blaða hafa orðið fyrir þungum skakkaföllum á síðustu mánuðum og þau geta ekki, líkt og fyrirtæki í iðnaði, land- búnaði eða sjávarútvegi, geng- ið að ákveðnum stofnlánasjóð- um sem vísum. „Blaðaútgáfa telst ekki til iðngreinar þó hún ætti að gera það," segir einn viðmælandi Helgarpóstsins í grein blaðsins. Til að tryggja rekstur blaða hefur því margoft þurft að beita pólitískum áhrif- um og angi þess kerfis hefur fest í styrkjaúthlutunum ríkis- ins. Hvort markaðskerfið á alfarið að ráða um blaðaútgáfu hér á landi eða hvort hið opinbera eigi að styrkja hana sem mikil- væga þjónustugrein líkt og aðr- ar atvinnugreinar verður deilu- atriði í framtíðinni en þó er ólík- legt að markaðskerfið tryggi frjálsa og um leið jafna mögu- leika til eðlilegrar skoðana- myndunar í landinu. Ríkisstyrk- ir gera það ekki heldur á meðan það viðgengst að flokkspólitísk samtrygging veiti sumum blöð- um slíka fyrirgreiðslu umfram önnur, og styrki þarmeð póli- tíska áróðursstöðu sína með greiðvikni af þvítagi sem fjallað er um í Helgarpóstinum í dag, meðan önnur mega berjast við bankavaldið árangurslítilli bar- áttu þegar illa árar, aðeins vegna þess að þau eiga ekki „fulltrúa á þingi". Og ekki eiga þau að pólitíska forsjármenn sem geta kippt í rétta spotta í embættiskerfinu. BREF TIL RITSTJORNAR Bragabaunir og samvinnustarfshættir Út af Bragabaunahvellinum lang- ar mig að leggja orð í belg. Ekki um það, hvaða lög hafi verið brotin eða ekki brotin, því að okkur, óbreyttu kaupfélagsfólki, er á þessu stigi ómögulegt að leggja dóm á það. Heldur um efnishliðina, ráðstöfun Sambandsins á margumræddum kaffiafslætti. Þar hefur þess gætt að blaðamenn geri úr því einhvern neytendamálstað að „halda með“ Kaffibrennslu Akureyrar á móti Sambandinu. En setji málið hins vegar ekki í samhengi við uppbygg- ingu samvinnusamtakanna sem neytendahreyfingar. Gamla verðlagshugsjónin var sú, að samvinnufélögin selji vörur á hóflegu gangverdi, heldur neðan en ofan við það verðlag sem aðrir mynda. Það er nú kannski í nútím- anum fremur undantekningin að þetta dugi sem leiðarljós, en kaffi- verslunin undanfarin ár virðist vera með betri dæmunum um að gamla reglan eigi við og henni sé beitt með árangri. Svo vonuðu þeir alltaf, hugsjóna- mennirnir gömlu, að gangverðið skilaði afgangi, og ætti þá að skipta honum milli uppbyggingar í sam- vinnustarfinu og endurgreiðslu til neytenda, en vel að merkja aðeins félagsbundinna neytenda í kaupfé- lögunum. Sambandið átti þá að skila sínum afgangi til kaupfélag- anna eða til neytenda í gegnum þau. Nú var það svo í nokkur ár, að kaffiverslunin skilaði heilmiklum af- gangi vegna endurgreiðslna af hrá- efnisverði. Þá var það kannski sann- girnismál gagnvart Kaupfélagi Ey- firðinga, sem hefur í félagi við Sambandið staðið að uppbyggingu kaffiiðnaðarins, að Kaffibrennsla Akureyrar fengi tækifæri til að efl- ast að eigin fé. En það var ekkert sjálfsagt hvernig þeim reikningsskil- um yrði hagað í smáatriðum. Sú venja hefur nefnilega þótt vel gef- ast, þegar Sambandið flytur inn sem umboðsaðiii fyrir kaupfélög eða samvinnufyrirtæki, að það taki sína þóknun fremur af hinum erlenda seljanda en kaupandanum inn- lenda. Sambandið á þá sjálft nokkuð á hættu um þóknun sína og verður líka að geta notið þess þegar hún verður meiri eitt árið en annað eða meiri af þessari vörunni en hinni. A endanum eiga neytendur að njóta þess sem vel tekst í neyslu- vöruverslun samvinnuhreyfingar- innar, og virðast sumir blaðamenn taka sem gefið að það gerist í þessu dæmi best með fjárgreiðslum til Kaffibrennsiu Akureyrar. Væntan- lega í trausti þess að hún noti svo féð í gjöreyðingarstríði gegn innlendum keppinautum sínum, og verði kaffi í landinu ódýrt rétt á meðan. í venjulegum samvinnuhugsunar- hætti er litið á útkomu neysluvöru- verslunar í heild fremur en ein- stakra vörutegunda. Frá því sjónar- miði væri ekkert athugavert við að baunabæturnar hefðu að meira eða minna leyti komið fram í auknum tekjuafgangsgreiðslum frá Sam- bandinu til kaupfélaganna; og hjá kaupfélögunum til að auka endur- greiðslu, afslátt eða aðra hyglun til félagsmanna þar sem um slíkt er að ræða. Jafnvel til þeirra sem full- komnir bindindismenn eru á Braga- kaffi. Þaðan af síður athugavert þótt eitthvert fé hefði orðið eftir í al- mennri uppbyggingu verslunar- þjónustu, annað hvort hjá Sam- bandinu eða kaupfélögunum, og þannig orðið til að skerpa verslunar- samkeppni, neytendum vonandi til hagsbóta, jafnvel þótt sóknin hefði orðið á lengri víglínu en þeirri sem aumingja Kaaber á að verja. Hins vegar eru þess dæmi að Sambandið eða samstarfsfyrirtæki þess greiði tekjuafgang af einstök- um vöruflokkum. Kannski voru Bragabaunabæturnar svo sérstakur tekjuauki þessi ákveðnu ár, að þær hefðu átt að renna norður og Kaffi- brennsla Akureyrar síðan að hygla kaupfélögunum sérstaklega í hlut- falli við það sem þau hefðu hvert og eitt selt af því ilmríka dufti. Það skal ég ekki leggja dóm á, enda bréfið skrifað til að benda á þær margvís- legu leiðir sem samvinnumönnum standa opnar í þessum efnum, frem- ur en að ég viti hver ein þeirra var allra best í þessu eina tilviki. Hitt þykist ég vita, að blöðin myndu veita samvinnuhreyfingunni enn virkara og hollara aðhald en nú gera þau, ef þau temdu sér meir að skrifa um málefni hennar sem eigin- leg samvinnumál. Helgi Skúli Kjartansson, félagsmadur í KRON. Flugleiöir og stjórnarformaöur Hafskips Hr. ritstjóri. í blaði yðar birtist vikulega nokk- ur fjöldi af smáklausum undir teikn- ingu af eyra sem ber með sér að þar sé um að ræða sögur sem starfs- menn blaðsins hafa heyrt á förnum vegi. Kennir þar margra grasa sem von- legt er og margt græskulaust gam- an. Fréttir þessar af skotspónum virð- ast mismunandi trúverðugar og sjálfsagt í einhverjum tilvikum bein- línis rangar eins og gerist og gengur. Trúlegt er að margir kippi sér ekki upp við slíkt og finnist lítið til koma, nema ef vera skyldi þeir sem fyrir verða. I blaðinu þann 10. janúar sl. og reyndar einnig í grein á síðasta ári er sagt frá tilraunum til að gera und- irritaðan ýmist að forstjóra, aðstoð- arforstjóra eða stjórnarformanni í Flugleiðum hf. Nú er það vissulega svo að engum er skömm að því að vera bendlaður við það ágæta félag sem Flugleiðir hf. er. Helgarpósturinn verður hins veg- ar að virða athugasemd mína og undrun vegna endurtekinna skrifa um framangreint, þar sem nákvœm- lega enginn hefur til mín leitað um nefnd störf, ámálgað slíkt, né hefi ég eftir þeim sóst. Hér er því bersýnilega gengið á næfurþunnum ís. Með þökk fyrir birtinguna, Ragnar Kjartansson. Athugasemd ritstj. / umræddri fréttaklausu HP er fjallað um þrýsting Alberts Guð- mundssonar á Kára Einarsson verkfrœðing og annan stjórnar- mann ríkisstjórnarinnar um að veita Sigurgeiri Jónssyni atkvæði sitt í atkvœðagreiðslunni um arf- taka Sigurðar Helgasonar í for- stjórastarfi Flugleiða. Er leitað skýringa á þrýstingi fjármálaráð- herra og segir orðrétt t klausunni: ,,Þangað (í forstjórastól Flugleiða) vill Albert setja vin sinn Ragnar Kjartansson sem nú er stjórnarfor- maður Hafskips en Albert hefur setið í stjórn Hafskips. Albert barðist mjög hart fyrir því á aðal- fundi Flugleiða í mars í fyrra að Ragnar Kjartansson yrði gerður að aðstoðarforstjóra Flugleiða en því var með öllu synjað." Helgarpóst- urinn hefur mjög áreiðanlegar heimildir fyrir þessum ummœlum og stendur fast á þeim. Hins vegar er hvergi minnst á það í klausunni að leitað hafi verið til Ragnars um nefnd störf, slíkt ámálgaö við hann, né að téður Ragnar hafi eft- ir þeim sóst. Þess vegna getur HP fallist á ummœli Ragnars Kjart- anssonar í bréfi hans hér að fram- an í einu og öllu. Isinn sem gengið er á er því engan veginn næfur- þunnur, heldur botnfrosinn. Ritstj. skip hf. ákveðið að bjóða út hlutafé að andvirði 80 milljónir króna en hlutafé var fyrir um 15 milljónir. Bú- ist er við að margir hluthafanna' muni nota sér forkaupsréttinn og að nýir hluthafar sem við bætist verði væntanlega ur hópi innflytjenda sem vilja styrkja skipafélagið, halda Iífi í samkeppninni við risana Eim- skip og skipadeild SÍS og þar með hafa hemil á farmgjöldum. .. M ■ V Hiegn óánægja nkir hja Ut- varpi og Sjónvarpi vegna máls- meðferðar ríkissaksóknara á kærum vegna ólöglegra útvarps- stöðva og þá enn frekar kærunnar á hendur stjórnum starfsmannafélaga beggja stofnana fyrir að ganga út nokkrum dögum fyrir verkfallið í haust. Útvarps- og sjónvarpsmenn vilja alls ekki una því að kærur þess- ar séu spyrtar saman, eins og sak- sóknarinn gerði í fréttatilkynningu, og telja að með því sé hann að gang- ast inn á það herbragð, sem þeir telja að kæran á starfsmannafélögin hafi verið á sínum tíma; ætlunin með henni hafi verið að hvítþvo útvarps- lagabrotin. Kæra ríkissaksóknara var gefin út á 10 stjórnarmenn starfsmannafélaganna, en nú hafa fjölmargir starfsmenn ríkisfjölmiðl- anna kært sig inn á kæruna. Aðferð- in er hliðstæð þeirri sem Mývetn- ingar notuðu í Laxárstíflumálinu á sínum tíma, og ætlunin er að sýna fram á, að ákvörðunin um að ganga út hafi verið tekin af starfsmannafé- lögunum í heild, en ekki aðeins stjórnum þeirra. Ríkissaksóknari þarf því að fara að huga að fleiri kærum og eins mætti kannski fara að huga að húsnæði til tugthúsa þá tugi ríkisfjölmiðlamanna sem standa frammi fyrir nokkurra ára fangelsi, verði þeir sekir fundnir. .. u 'SQUr rgur er í sumum starfsmönn- um Útvarps vegna þessara mála, og þess sem þeir telja harða vinstripóli- tíska framgöngu formanna starfs- mannafélaganna í hverju málinu á fætur öðru, þejrra Ævars Kjart- anssonar og Ögmundar Jónas- sonar. Óánægju gætir ekki síst meðal fréttamanna. Þeir hafa misst ÖII áhrif í starfsmannafélögunum; eru þar aðeins aukafélagar eftir að þeir stofnuðu Félag fréttamanna, án kjörgengis og atkvæðisréttar... ir ■ T^.vikmyndagerðarmenn eru farnir að hugsa sér til hreifings á nýja árinu. Egill Eðvarðsson mun ætla að framleiða kvikmynd sem nefnist „Kuml“ en hann hlaut styrk úr Kvikmyndasjóði í fyrra til gerðar hennar. Þá munu Þráinn Bertels- son og aðrir kappar í Nýju lífi fara af stað með enn eina myndina um þá félaga. Heitir þriðja myndin „Sálar- líf“ í handriti, hvert sem endanlegt nafn verður... i, starfsliði blaðsins vegna fjárhags- örðugleika. Nú mun sá tími liðinn, meðal annars vegna vænnar lán- veitingar, sem blaðið fékk frá Lands- bankanum. Liður í breytingum á blaðinu var m.a. fólginn í því, að tveir menn, þeir Sverrir Alberts- son og Guðmundur Sverrisson, yrðu gerðir að fréttastjórum. Þessi skipan mála hefur verið höfð nú um hríð á NT og aðeins tímaspursmál hvenær blaðamennirnir verða gerðir formlega að fréttastjórum blaðsins. .. Leidrétting í síðasta blaði var ranghermt að Magnús Bjarnfreðsson fréttaþulur Sjónvarps hefði lesið inn á auglýs- ingamyndir sem sýndar voru í búð- um í verkfallinu. Hið rétta er að Magnús las fréttirnar inn á milli aug- lýsinganna, sem þótti umdeilt á sama tíma og Sjónvarpið var í verk- falli. Þá skoluðust líka til nöfn í klausu í sama blaði um umsækjendur um framkvæmdastjórastöðu Útvarps. Sagt var að fjármálastjóri Útvarps, Hörður Vilhjálmsson, hefði sótt um stöðuna. Það gerði hann reyndar ekki, en starfsmannastjóri stofnun- arinnar, Guðbjörg Jónsdóttir, sótti um og hennar nafn vantaði. Beðist er velvirðingar á þessum missögn- um. LAUSN Á SKÁKÞRAUT A. Andrade Hér dugar hvorki e8D+ né e8H+, vegna þess að það peðið sem eftir situr verður leppur, peðin eru hálfleppuð í upphafi. Lausnin er 1. Dh7! og nú koma fram sjö mísmunandi mát, eftir því þverju svartur svarar. / / 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.