Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 17.01.1985, Blaðsíða 7
YFIRHEYRSLA nafn: Erlendur Einarsson staða: Forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga fæddur: 30.3.1921 heimili: Selvogsgrunn 31, R. heimilishagir: Eiginkona, Margrét Helgadóttir, 3 börn bIll: Oldsmobile árg. 1982 laun: Sambærileg launum seðlabankastjóra „Tekjuafganginum af kaffinu var deilt út til kaupfélaganna“ eftir Hallgrím Thorsteinsson myndir Jim Smart Stóra fréttin sídustu vikur er án vafa sú uppljóstrun skatt- rannsóknarstjóra, að Samband íslenskra samvinnufélaga hafi á þriggja ára tímabili fengið endurgreiddar í formi afsláttar 223 milljónir íslenskra króna vegna hagstæðra kaffiinnkaupa í Brasilíu. Stærstur hiuti þessara peninga skilaði sér til lands- ins en rann hins vegar í sjóði Sambandsins en ekki til Kaffi- brennslu Akureyrar, sem látin var greiða fullt verð án afsláttar, og naut þannig í engu þessara góöu kjara. Eriendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, er í Yfirheyrslu HP í dag. Það skal tekiö fram að Yfirheyrslan fór fram áður en fréttir bárust af rannsókn á persónulegum skattframtölum yf irmanna SÍS. — Var þér kunnugt um ad þessir pen- ingar höfðu safnast í sjóð hjá SÍS? „Sem svar við þessari fyrstu spurningu vil ég geta þess að forstjóri Sambandsins er ekki með tölur frá degi til dags um rekstur ein- stakra deilda eða undirdeilda, en að sjálf- sögðu fæ ég afkomuyfirlit fyrir innflutnings- deild og iðnaöardeild — sem og aðrar deildir, þegar bráðabirgðarekstraruppgjör eru kynnt af framkvæmdastjórum deildanna. En vegna þess að þú nefnir peninga, þá má ég til með að benda á, að í þessari umræðu hefur verið nefnd talan 220 millj. króna, sem er al- gjör fjarstæða. Hún er fengin með því að leggja saman afslátt eða umboðslaun allra þriggja áranna 1979, 1980 og 1981 í dollur- um og margfalda með núverandi gengi, árið 1985. í fyrsta lagi voru gerð gjaldeyrisskii fyrir öllum þessum greiðslum, þegar þær bárust og þar með voru þær að sjálfsögðu reiknað- ar í íslenskum krónum. í öðru lagi var ákveðið fyrri hluta árs 1981 að endurgreiða Kaffibrennslu Akureyr- ar afslátt þess árs jafnóðum og hann barst. Síðan var ákveðið að endurgreiða afslátt/umboðslaun vegna áranna 1979 og 1980 með fullum vöxtum. Umboðslaunin umrædd ár hafa verið þessi: Árið 1979 2,7 m.króna. Árið 1980 18,7 m.króna. Árið 1981 19,1 m.króna. Af þessum fjárhæðum var 13,1 m. króna greidd Kaffibrennslu Akureyrar vegna ársins 1981 jafnóðum og greiðslur bárust erlendis frá á því ári og 1982, en 18,1 m. króna var greidd síðar með fullum vöxtum, eins og fyrr segir, þannig að umboðslaunatekjur Sam- bandsins af kaffikaupum þessi þrjú ár urðu alls 8,5 m. króna. Sambandið kaupir inn eða pantar margvís- iegar vörur fyrir kaupfélögin og aðra aðila, bæði innan og utan samvinnuhreyfingar- innar en afkoma innflutningsdeildar hefur borið það með sér, að tekjur hafi verið í lág- marki. Hins vegar er það rétt, að umboðs- launin fyrir kaffi þessi þrjú ár námu samtals 8%, en það stafar fyrst og fremst af þeim háa afslætti, sem Brasilíumenn þurftu að gefa vegna framboðs og eftirspurnar, og var ekki séður fyrir, hvorki af Sambandinu né öðrum kaffikaupendum á þeim tíma. Rétt er líka að benda á að frá 1982 hafa umboðslaunin numið 4%, og skal það lagt í dóm lesenda blaðsins hvort slíkt teljist óhófleg þóknun." — Hverjir vissu af þessum peningum, áður en farið var að endurgreiða þá tii KA? „Þeir sem í vöruinnkaupunum standa, ýmist vegna endursöiu af heildsölulager Sambandsins, eða sem umboðsaðilar vegna beinna vörusendinga, eiga að sjálfsögðu að vita hver eftirtekja viðskiptanna er." — Tíðkast slíkir viðskiptahættir í öðr- um innflutningi SÍS, gagnvart öðrum dótturfyrirtækjum þess? „Þetta kaffiafsláttar- og umboðslaunafyrir- komulag Brasilíumanna er alveg einstakt í viðskiptalífinu og alls ekki sambærilegt við annan innflutning á vörum." — Er þetta mál, burtséð frá því hvort hér er um ósaknæmt eða saknæmt at- hæfi að ræða, ekki alvarlegasti álits- hnekkirinn sem SÍS hefur orðið fyrir? „Þegar hvatvísi og þekkingarskortur fara saman í blaðaskrifum getur hver sem er — að ósekju — orðið fyrir álitshnekki, sem erfitt er að bæta fyrir. Við sambandsmenn erum engin undan- tekning frá þessari áhættu, og því heldur sem starfsemin er fjölþætt og ýmsum mönn- um efniviður hieypidóma, en við skulum bíða og sjá hver verður niðurstaða málsins." — Kallar mál þetta ekki á virkara eftir- lit, bæði utan- og innanfrá? „Innra eftirlit allra fyrirtækja þarf að vera traust og gott og ég tel að svo sé um Sam- bandið. En ef með spurningu þinni er ýjað að gjaldeyrisskilum, þá vil ég að það komi skýrt og greinilega fram að gjaldeyris- og reiícn- ingsskil hafa verið gerð af Sambandinu af reglusemi og skilvísi, enda lögð á það sérstök áhersla." — Er ekki í raun verið að viðurkenna mistök þegar ákvörðun er tekin um að endurgreiða KA féð? „Þeir afslættir sem runnið hafa til Kaffi- brennslu Akureyrar ganga þangað af hrein- um viðskiptaástæðum, enda geta ávallt orð- ið áhöld um hvort þóknun skuli nema tveim, fjórum eða átta prósentum meira eða minna." — Hvers vegna voru þessir peningar ekki notaðir til að lækka verð á kaffi? Hefði það ekki verið í meira samræmi við samvinnuhugsjónina en sú leið sem valin var? „Þótt samvinnuhreyfingin hafi það að markmiði að færa félagsmönnum sínum jafnbest verð, þá er sú gamla regla að selja á verði staðar og stundar fullkomlega eðlileg, enda gamla Rochdale-aðferðin. í því tilviki verður um tekjuafgangsgreiðslur að ræða frá Sambandinu til kaupfélaganna, því hitt er óframkvæmanlegt að greiða arð af einstök- um vörutegundum, hvort heldur kaffi, sykri eða þúsundum annarra neysluvara. Á það skal líka bent að kaffiverð þessara ára réðst af hámarksverði skv. beiðnum annarra og því okkar kaffi ávailt samkeppnishæft bæði um verð og gæði." — í hvað átti að nota þetta fé? „Tekjuafgangi af kaffinu, sem og öðrum vörum í meðferð innflutningsdeildar, var deilt út til allra kaupfélaga í landinu, eftir við- skiptaaðild þeirra að deildinni og námu þess- ar greiðslur milljónum króna á umræddum árum. Kaupfélögin hafa að sjálfsögðu notað þessa fjármuni — eins og reyndar alla aðra fjármuni sína — til að veita þjónustu hvert á sínu félagssvæði, m.a. með því að gefa út af- sláttarkort tii sinna félagsmanna." — Hvenær komu þessar bónus- greiðslur fram innan SIS? Verður öllu fénu skilað til KA? „Lokasvar við þessum tveimur liðum er að eftirtekja kaffiviðskiptanna nam samtals 8,5 m. króna og hefir sá tekjuliður skilað sér í rekstri og endurgreiðslum tii allra kaupfé- laganna en ekki bara til eins aðiia, því Sam- bandið starfar fyrir kaupfélögin öll. í lokin vil ég geta þess að Sambandið hefir óskað eftir því við viðkomandi yfirvöld að hraðað verði rannsókn og niðurstöðum þessa máls sem allra mest." — Lætur þú bráðlega af störfum sem forstjóri SÍS? „Um áramótin var ég búinn að vera 30 ár í þessu starfi og reglan er sú hjá SÍS að fram- kvæmdastjórar þess hætti í lok þess árs er þeir verða 65 ára.“ — Þýðir þetta að þú látir af störfum um áramótin 1986—87? „Það er óákveðið enn.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.