Helgarpósturinn - 07.02.1985, Side 2

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Side 2
FREJTAPpSTUR Tillögur stjórnarinnar í efnahagsmálum I Efnahagstillögur ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar hafa verið til umræðu í vikunni. Talað er um sérstaka j hækkun á áfengi og tóbaki er gefa muni ríkissjóði 150 millj- ónir króna í tekjur, niðurskurð á framkvæmdum Lands- I virkjunar um 350 milljónir. Þá vantar 500 milljónir til þess ' að lækka lánsfjáráætlun um einn milljarð og hefur Stein- ■ grímur reifað þá hugmynd sína að það fé fáist með því að • heimila sölu á sterku öli og skattleggja það ríkulega. Lausn á vanda húsbyggjenda! Albert Guðmundsson fjármálaráðherra hefur komið fram | með þá tillögu til lausnar vanda húsbyggjenda og húskaup- ' enda að lán þeirra verði lengd til muna frá því sem nú er. Þau l verði að auki gerð vísitölufrjáls fyrs.tu þrjú til fimm árin. I Bíkið hættir sjóefnavinnslu Iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, hefur lagt til að hið opinbera hætti þátttöku sinni í starfsemi Sjóefnavinnsl- ) unnar hf. á Reykjanesi, en ríkið hefur þegar lagt um 400 ' milljónir króna úr sjóðum landsmanna í þetta fyrirtæki, - sem Iðntæknistofnun ríkisins sagði um í úttektarskýrslu | sinni fyrir nokkru, að væri svo gott sem glatað fyrirbrigði. BJ neitar samkrulli við aðra flokka ' Ljóst er að engar formlegar viðræður verða af hálfu i Bandalags jafnaðarmanna við þá flokka á vinstri væng I stjórnmálanna sem lýst hafa yfir áhuga á samstarfi við það. , Þetta kom meðal annars fram á landsfundi bandalagsins j sem lauk nú um helgina. Á fundinum var kosin 30 manna landsnefnd. Formaður hennar var kosinn Kristófer Már I Kristinsson en varaformaður Valgerður Bjarnadóttir. * Fjárreiðufals í bílainnflutningi Framkvæmdastjóri bílainnflutningsfirmans Mótorskips var úrskurðaður í gæsluvarðhald á föstudag og hald lagt á allt bókhald fyrirtækisins vegna meintrar fölsunar á reikn- ' ingum þess og tollabrota. Fjárhæðir í þessu dæmi munu i skipta verulegum upphæðum. Þetta mál kemur upp á sama I tíma og Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, leggur til á þingi að gerð verði ítarleg könnun á innflutnings- starfseminni á íslandi. Framhaldsskólahald í lamasessi eftir 3 vikur! 1 Uppsagnir 440 framhaldsskólakennara koma til fram- i kvæmda 1. mars og munu lama starf semi flestra f ramhalds- I skóla í landinu, en þess má til dæmis geta að allir kennarar í öllum framhaldsskólum á suðvesturhorni landsins eru meðal þeirra sem eru að segja upp. Samningar milli mennta- málaráðherra og kennara standa nú yfir en gangur þeirra I þykir ekki gefa tilefni til bjartsýni. Nýtt námaleyfi Kísiliðjunnar I Iðnaðarráðherra hefur undirritað heimild til endurnýjun- ar á námaleyfi til Kísiliðjunnar við Mývatn til næstu fimmt- | án ára, þvert ofan í tillögur Náttúruverndarráðs sem telur þessa heimild fásinnu og lítt byggða á þeim rannsóknum I sem gerðar hafa verið á svæðinu í sambandi við frekara rask. Náttúruverndarráð hyggst láta reyna á lögmæti þess I að ráðhera gefi þessa heimild einhliða. I Átök í verkalýðsarmi Alþýðubandalagsins Bjarnfríður Leósdóttir var kosin í snarpri formanns- kosningu hjá verkalýðsmálaráði Alþýðubandalagsins á | mánudag og felldi þannig Baldur Óskarsson sem sótti einnig um stöðuna og þótti fyrirfram líklegastur til að hreppa I hana. Þröstur Ólafsson, einn alþýðubandalagsmanna, hef- • ur látið hafa eftir sér, að kosningunni kunni að fylgja innri átök í verkalýðsarmi flokksins. Nýtt skipulag á flugvallarsvæðinu í Reykjavík I Helstu nýjungar í skipulagi sem gert hefur verið um flug- ' völlinn í Reykjavík og framtíð hans eru að flugstöð fyrir inn- , anlandsflugið verði reist við Loftleiðahótelið. Þá er lagt til að | ein flugbrautin — austur-vestur-brautin — verði lengd um 300 metra í sjó fram en það yrði til þess að flugumferð yfir miðborginni myndi minnka verulega frá því sem nú er. Fréttapunktar: 1 • Bensín hækkaði í vikunni um 3,1 prósent og kostar lítr- i inn nú krónur 26,70. I • Áfengi og tóbak var hækkað í vikunni um 15 til 30% að , ráði ríkisstjórnarinnar til að leysa efnahagsvandann að | hluta. Flaska af brennivíni kostar nú 680 krónur en algeng amerísk sígarettutegund 76,30 krónur. • Austurrískt fyrirtæki hefur sýnt áhuga á að kanna aðild að Kísilmálmverksmiðjunni á Reyöarfirði. i • Fyrsta þota íslendinga, Gullfaxi, sem hingað kom 1967, I hefur nú verið seld til útlanda. Sniff. , • Á fundi Stéttarsambands bænda í vikunni kom meðal | annars fram að íslendingar ala einhver verstu svín í allri Evrópu. • Þórdís Þorvaldsdóttir bókasafnsfræðingur hefur verið * ráðin borgarbókavörður til eins árs, í stað Elfu-Bjarkar I Gunnarsdóttur sem nýlega tók við starfi framkvæmda- • stjóra útvarps. , • Verkfall undírmanna á farskipum sem hófst síðastliðinn | miðvikudag, stendur enn, og miðar lítt í samkomulagsátt í kjaradeilunni. Hartnær tíu farskip hafa nú þegar stöðvast | vegna verkfallsins. • Heildarfjárþörf Kvikmyndasjóðs er nær 200 milljónir króna samkvæmt nýjum reglum þar að lútandi og fjölda ’ umsókna í ár. Rikisstjórnin hafði ákveðið rúmar 30 milljón- i ir í sjóðinn. • Samvinnuferðir-Landsýn hafa ákveðið að endurgreiða , viðskiptavinum sínum 5 milljón króna gróða sem varð hjá | ferðaskrifstofunni í fyrra. • íslendingar lentu í öðru sæti á franska handboltamótinu I sem lauk um helgina, töpuðu naumt fyrir Tékkum í sínum ' síðasta leik, og þar með unnu Tékkar mótið. i Litla tóbaksbúðin Ingólfur I Tóbakssölunni. Smartmynd. ★ Þegar gengið er niður Lauga- veginn, vinstra megin, og mann vantar allt í einu eldspýtur til að stanga úr tönnunum eftir vel heppnaðan hádegisverð, þá er opin lítil búlla í eldgömlu húsi númer fjórtán. Hálfrar aldar gamalt kókskilti hangir yfir hurðinni og gefur forsmekkinn af innviðum búðarinnar. Ingólfur Hafberg tekur á móti manni við búðarborðið, lítill maður vexti og svipsterkur og spyr eflaust hvað vanti. Að fengnum eldspýtunum segir hann kannski að reyndar heiti þessi búlla hans Tóbakssalan fullu nafni, en nei, hann hafi ekki hingað til séð ástæðu til þess að fá sér neonljósaskilti að utanverðu til að minna á nafngiftina. Það myndi bara skemma framhlið þessa vina- legs húss, sem hann kveðst ætla að hafi verið byggt 1896 og búið hafi verið í fram til 1926, þegar farið var að höndla þar með tóbakið. Sjálfur hafi hann tekið í nefið frá því að hann tók við rekstrin- um, tja, fyrir einum fjörutíu árum, í loks stríðsins, en þetta sé sama tóbakið og þá. í raun- inni hafi fátt eitt breyst.. .☆ HELGARPUSTURINN Efnahagstillögur Steingríms Manni verður um og ó, áhyggjurnar stórar. Inn á milli eru þó ýmsir góðir bjórar. Niðri Heitur heimilismatur í hádeginu Kaffi, smurt brauð og kökur. Hamborgarar og franskar kartöflur. Heitar og kaldar samlokur Nœg bílastæði Opið virka daga fré kl. 7.00—21.00, laugardaga frá kl. 7.30—18.00 Allan mat er hægt að taka með sér út Sundakaffi við Sundahöfn. Sími 36320 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.