Helgarpósturinn - 07.02.1985, Síða 7

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Síða 7
Lögfræðingar og viðskiptafræðingar selja nöfn sin fyrir 15% af sölulaunum Olöglegar fasteignasölur i Reykjavík LYKILMENNIRNIR ERU BORGAÐIR LEPPAR! eftir Halldór Halldórsson mynd Jim Smart Helgarpósturinn hefur fyTir því óyggjandi heimildir, að helmingur- inn af öllum fasteignasölum í Reykjavík sé ólöglegur. Blaðið hefur undir höndum upplýsingar um hvaða fasteignasölur þetta eru og á hvern hátt þær eru ólöglegar. Um er að ræða 27 fasteignasölur eða rösklega helminginn af öllum starfandi fasteignasölum á höfuð- borgarsvæðinu. Þá hefur HP staðfestar heimildir fyrir því, að upp- lýsingum um þetta hafi verið komið með formlegum hætti til bæði lögreglustjóraembættisins í Reykjavík og dómsmálaráðuneytisins. HP hefur sannreynt heimildir sínar á beinan og óbeinan hátt og komið hefur í ljós, að þær ásakanir, sem lagðar hafa verið á borð dómsmálaráðuneytisins og lögreglustjóra, eiga við rök að styðjast. í sem fæstum orðum snýst mál þetta um fasteignasölur sem ekki ættu að fá að starfa samkvæmt lögum um fasteignasölu. Eigendur fyrirtækjanna fara í kringum lögin með því að fá einstaklinga til þess að ljá fyrirtækjunum nöfn sín til þess að þannig líti út að þau séu lögleg. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.