Helgarpósturinn - 07.02.1985, Page 9
Olöglegar fasteignasölur i Reykjavík
Þegar HP setti
sig í spor
______^vcuAedomgurinn, sem vinnur
hjá ríkinu — líka:
. .Þaö getur verið að hann líti inn hjá
okkur. . .“
Líti inn? Já, áttu við, að hann líti inn hjá
ykkur, já, já. . .? Hvernig næ ég í hann?
,,Ja, nú veit ég ekki, bara heima hjá honum.
Get ég eitthvað hjálpað þér?
Nei. . . ég þarf bara að ná í hann, hann er ekki
í símaskránni. . .
úð er hara það, að hann er ekkert
nerna, hann les bara yfir samninga.“
Já, já, hann er semsagt ekki með aðsetur hjá
ykkur, vinnur bara heima?
,,Ja, hann vinnur hjá ríkinu, sko.“
Næ ég þá í hann einhvers staðar. . .?
,,Já, . . . það er hjá tölvudeildinni hjá
Ríkisspítölunum."
,,Við hvern tala ég með leyfi?“
Guðjón.
,,Guðjón?“
Guðjón Jónsson.
sölunnar Þingholts, en hann er virk-
ur félagi í Félagi fasteignasala. Hann
sagði, að ástandið eins og það væri
núna væri óþolandi. Hins vegar
bæri að gæta þess, að enda þótt
þessar ólöglegu fasteignasölur
væru svona margar, væri alls ekki
þar með sagt að hér væru bara bóf-
ar á ferðinni.
Meðal þess, sem Félag fasteigna-
sala hefur gert, er að greina félaga
sína frá öðrum fasteignasölum í aug-
lýsingadálkum Morgunblaðsins
með því að setja merki félagsins í
auglýsingar félaga sinna. Félagar
eru nú 28 fasteignasalar, en að auki
eru jafnan taldir fjórir aðrir fast-
eignasalar „af gamla skólanum",
sem ekki hirða um að vera með í fé-
laginu. En þessi aðgreining er notuð
til þess að skilja á milli hinna löglegu
í FF og hinna ólöglegu.
Hins vegar getur að líta annað
merki í auglýsingum tveggja eða
þriggja fasteignasala. Það er FFR,
sem mun vera skammstöfun á Fé-
lagi fasteignasala með réttindi.
„Þetta er eins konar mótleikur,
blekking þessara manna. Þeir fengu
einfaldlega ekki inngöngu í sjálft fé-
lagið,“ segir Friðrik Stefánsson í
Þingholti.
í janúar fékk FF í hendur álits-
gerð, sem Þórður Gunnarsson
hæstaréttarlögmaður vann fyrir fé-
lagið. Hún fjallar um „heimild ein-
staklinga og félaga til að kaupa og
selja fasteignir fyrir aðra". Þar kemst
Þórður að þeirri niðurstöðu, að „all-
margar fasteignasölur á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og e.t.v. víðar
(eru) reknar með þeim hætti að fast-
eignasalinn hefur skrifstofu á öðr-
um stað en fasteignasalan og er
þáttur fasteignasalans í mesta lagi
fólginn í yfirlestri samninga áður en
þeir eru endanlega undirritaðir".
„Þjóðfélagslega
óæskilegt“
Þetta telur Þórður Gunnarsson
vera brot á lögum um fasteignasölu
og hugsanlega brot á lögum um
verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viðskiptahætti.
Síðan segir Þórður: „Virðist löngu
orðið tímabært að gegn þessu
ástandi verði spornað, sem teljast
verður þjóðfélagslega óæskilegt og
andstætt eðlilegum hagsmunum
fasteignasala."
Hér er rétt að geta þess, að margir
þeirra sem HP ræddi við um þessi
mál töldu aðgerðaieysi yfirvalda ef
til vill stafa af þeirri einföldu
ástæðu, að hér væri mestan part við
að eiga lögfræðinga og þeir væru
„ósnertanlegir", eins og í svo mörg-
um öðrum tilvikum. Þessu vísaði
m.a. William Möller hjá lögreglu-
stjóra á bug.
HP þótti það svolítið kostulegt,
þegar það kom upp, að „leppur"
Fasteignahallarinnar væri fram-
kvæmdastjóri Lögmannafélags ís-
lands. Til þess að sannreyna þessa
fregn hringdum við í fyrirtækið og
var þá staðfest, að lögfræðingur fyr-
irtækisins væri Hafþór Ingi Jónsson,
framkvæmdastjóri Lögmannafé-
lagsins.
Við slógum á þráðinn til Hafþórs
og þá kom í ljós, að hann hafði hætt
sem „samstarfsaðili" eða „ábyrgð-
araðili" í marz í fyrra.
Siöareglur
lögfræðinga segja
„óheimilt“
Þegar við skýrðum honum frá því
að okkur hefði verið vísað á hann,
sagði Hafþór að ástæðan hlyti að
vera kunnáttuleysi starfsmanns
Fasteignahallarinnar eða sú stað-
reynd, að hann bæri ábyrgð á samn-
ingum sem hann hafði staðið að áð-
ur en hann hætti eftir fimm eða sex
ára samstarf við fasteignasöluna.
(Núna leppar Sigtryggur Helgason,
viðskiptafræðingur hjá Daihatzu-
umboðinu, fyrir fyrirtækið.)
HP spurði Hafþór hvort hann
hefði hætt vegna þess að hann hefði
áttað sig á því að hér væri um ólög-
legt athæfi að ræða. Hann kvað svo
ekki vera, enda sæi hann ekki að
þetta væri ólöglegt. Honum hefði
einfaldlega fundizt vera kominn
tími til að hætta.
Hvað um það. í siðareglum lög-
manna segir í 15. grein:
„Lögmanni, sem ber ábyrgð á
samningsgerð og öðrum skyldum
samkvæmt lögum um fasteigna-
sölu, er rétt og skylt að láta nafns
síns getið á skjölum og í auglýsing-
um þeirrar fasteignasölu sem rekin
er á ábyrgð hans, enda er honum
óheimilt aö reka fasteignasölu utan
þess staðar, þar sem hann hefir
starfsstofu."
Þetta er kjarni málsins.
Það stríðir bæði gegn lögum og
siðareglum lögfræðinga, að hafa
með höndum fasteignasölu en sitja
svo í eigin fyrirtæki eða opinberu
úti í bæ og láta aðra greiða sér þókn-
un fyrir að fá að nota nafnið sitt.
Félag fasteignasala
Agnar Gústafsson hrl., Málflutnings- og fasteignastofa, Eiríksgötu 4, Reykjavík.
Bustaðir, Klapparstíg 26, R., Helgi H. Jónsson, viðsk.fr.
Eignamiðlunin, Þingholtsstræti 3, R., Þórólfur Halldórsson lögfr.
Eignasalan, Ingólfsstræti 8, R., Magnús Einarsson lögg.fasts.
Eignaval, Laugavegi 18, R., Grétar Haraldsson hrl.
Fasteignamarkaourinn, Óðinsgötu 4, R., Magnús Guðlaugsson.
Fasteignaþjónustan, Austurstræti 17, R., Þorsteinn Steingrímsson lögg.fasts.
Gimli, Þórsgötu 26, R., Árni Stefánsson viðsk.fr.
Huginn, Templarasundi 3, R., Óskar Mikaelsson lögg.fasts.
Hús & eignir, Bankastræti 6, R., Lúðvík Gizurarson hrl.
HÚS & eignir, Deildartúni 3, Akranesi, Hallgrímur Hallgrímsson lögg.fasts.
Húsaval, Flókaa ötu 1, R., Helgi Ólafsson lögg.fasts.
Húseignin, Skólavörðustíg 18, R., Pétur Gunnlaugsson lögfr.
Húseignir & skip, Veltusundi 1, R., Daníel Árnason lögg.fasts.
Húsvangur, Laugavegi 24, R., Viðar Böðvarsson viðsk.fr.
Kjöreign sf., Ármúla 21, R., Dan V.S. Wiium lögfr.
Laufás, Síðumúla 17, R., Magnús Axelsson lögg.fasts.
Skúlatún, Skúlatúni 6, R., Kristinn Bernburg viðsk.fr.
Vaan E. Jónsson, fasteignasala, Suðurlandsbraut 18, R.
Atíí Vaansson lögfr.
Þinghoít, Þingholtsstræti 1, R., Friðrik Stefánsson viðsk.fr.
Grund, Ólafur Geirsson viðsk.fr.
Stakfell, Þórhildur Sandholt
Eignamiðlun, Sverrir Kristinsson
Kjóreign, Kristján V. Kristjánsson
Húsakaup, Ragnar Tómasson
Húsafell, Bergur Guðnason
HELGARPÓSTURINN 9