Helgarpósturinn - 07.02.1985, Side 12

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Side 12
Niðurstöður skoðanakönnunar Aðalblaðsins á fylgi stjórnmálaflokkanna: Rratar vinna rosalega d — Yrðu einir þingmarvrva á Alþirvgi! Alþýðuflokkur Jóns Baldvins Hannibalssonar myndi ná svo gott sem öllum þingsætum og yrði eig- inlega bara eini flókkurinn á Al- þingi ef kosið yrði í dag, miðað við niðurstöður skoðanakönnunar sem Aðalblaðið gerði rétt í þessu. Aðrir flokkar og listar eru gjör- samlega búnir að vera, og er varla eyðandi frekari orðum á þá. Af öllu úrtakinu fær flokkur Jóns Baldvins nú 98,3%, en hafði 11,7% við síðustu kosningar. Flokkur mannsins kemur næst með 0,2%, en aðrir flokkar og list- ar heldur minna og flestir ekkert. Óákveðnir voru 0,7% en allir vildu hinsvegar svara. Spurt var: „Ef kosið væri í dag, fyndist þér þá ekki langsamlega sniðugast og mest sjarmerandi, eða þú veist. . ., huggó; að kjósa Brynd...! æ, nei, fyrirgefðu, ég meinti náttúrlega, Jón Baldvin Hannibalsson og flokk hennar, nei, ég meina mannsins hennar, og ef ekki, já: Ef ekki, fyndist þér það ekki æðislega pínlegt fyrir Jón að koma illa út úr þessari skoðana- könnun. Og myndirðu þá ekki vorkenna manninum? Til þess að þetta verði sambæri- legt við kosningar er rétt að taka aðeins þá sem tóku afstöðu í þess- ari könnun Aðalblaðsins. Alþýðu- flokkurinn fær þá alla þingmenn löggjafarsamkundunnar, en hefur nú sex á þingi. Aukningin yrði semsagt 54 þingmenn, miðað við núverandi fjölda þingmanna. Spyrlar ( skoðana- könnun Aðalblaðsins voru svo vinalegir að fara í hús til þeirra sem í úrtakinu lentu og dvelja með þeim dag- stund og þiggja kaffi og bakkelsi á meðan hver og einn var að ákveða sig. Þessi skemmtilega nýbreytni ( vinnslu skoðanakannana hefur sjálfsagt haft sín áhrif á hvað fáir reyndust óá- kveðnir í könnuninni, eða aðeins 0,7%. Fréttaritari Aðalblaðsins I Mur- mansk, Evgeni Olapov, náði þessari skemmtilegu mynd I bjórverksmiðjunni f Murmansk af Helga Seljan smakka á fyrstu sendingunni af keisaramiðinum fræga, sem fara á til Islands á vegum umboðs þingmannsins, Stýkis sf. Við hliö Helga situr framleiðslustjóri Gapra- firmans og hvetur austfjarðaþing- manninn til að selj'ann, þe^.s. bjórinn. Sovésku bjórumboðin hans Helga Seljan vekja athygli: Er nú staddur á starfskynningu í Gapra-verksmiðjunum Sfmamynd APN. Síminn á ritstjórnarskrifstofum Aðalblaðsins hefur vægast sagt verið rauðglóandi allt frá því blað- ið kom á göturnar í gærdag með þá frétt að Helgi Seijan þingmað- ur, yfirlýstur andstæðingur bjórs í hvaða mynd sem er, væri búinn að komast yfir öll fáanleg bjórumboð frá Sovétríkjunum, þar á meðal hina göfugu sort Vrodstípratíno- vatzký Gapra, keisaramjöðinn grimmsferka, en talið er fullvíst að drykkurinn hafi fyrst verið brugg- aður í tíð Ivans grimma og þaðan sé nafngiftin komin. Þessa söguskoðun staðfesti Árni Bergmann ritstjóri Þjóðviljans og sovétfræðingur í stuttu viðtali við Aðalblaðið í morgun, en að öðru Ieyti vildi hann ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki hefur enn náðst í Helga Seljan vegna þessa máls, en hann hefur nú um nokkurt skeið verið staddur á starfskynningu í Gapra- verksmiðjunum í Murmansk, þar sem aðalstöðvar keisaramjöðsins eru til húsa. Aðalblaðið hefur hins- vegar komist að því eftir öðrum heimildum, að hafin sé bygging birgðastöðvar í Neskaupstað á nafni móðurbróður Helga, þar sem líklegt þykir að sovéska bjórnum verði landað og komið í hús á næstu mánuðum eða þegar sýnt verði að bjórfrumvarpið komist í gegn á þingi. „Við vissum allan tímann að þetta væri bara í kokinu á Helga," segir ónefndur heimildarmaður Aðalblaðsins á þingi og á þá við bjórandstöðu austfjarðaþing- mannsins. „Hann var bara að þykjast og tefja afgreiðslu málsins þar til þessi umboð voru endan- lega orðin hans.“ Samkvæmt upplýsingum Firma- skrár ríkisins, hefur Helgi Seljan sótt um nafnið Stýki sf. á þetta fyr- irtæki sitt, en Orðabók menning- arsjóðs segir það orð vera dregið af nafnorðinu stúka. HVAÐ SEGJA FORMENNIRNIR GM KÖNNGNINA: Jón Baldvin Hannibalsson: „Ég á ísland“ „Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við þessu, enda er vel spurt og alls ekki leiðandi eins og verið hefur í skoðanakönnunum hinna blaðanna að undanförnu. Það er ljóst af þessu, eins og ég hef reynd- ar haldið fram allt frá því að ég fæddist í Alþýðuhúsinu, að ég á ís- land og enginn annar," sagði Jón. Steingrímur Hermannsson: „Soldið hissa“ „Manni bregður nú bara soldið við þetta," sagði forsætisráðherra þegar niðurstöður skoðanakönn- unarinnar voru bornar undir hann: „Annars hef ég aldrei lagt það í vana minn að taka mikið mark á þessum skoðanakönnun- um ykkar í sjálfu sér. Þetta er í mesta lagi einhver vísbending, en ég er ekkert ægilega hræddur." Þorsteinn Pálsson: „Skrítið. . .“ „Ég átta mig nú bara ekki alveg á þessu, þetta er svo skrítið," hafði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, að segja um út- komu síns flokks í könnun blaðs- ins. Formaðurinn bætti við: „Það er samt ljóst að við verðum að fara að vinna okkur út úr þessum vanda." Svavar Gestsson: „Óraunhæf könnun“ „Að því leyti er okkur alþýðu- bandalagsmenn varðar, þá verð ég að segja að þetta er minna en ég bjóst við. En um þessa könnun sem slíka vil ég segja þetta: Hún er í fyllsta máta mjög óraunhæf, mér finnst spurningin í henni, ja, hvað skal segja, allt að því leiðandi og er ekki laust við að hún sé svolítið hliðholl krötunum." Guðmundur Einarsson: „Frekar fyndið“ „Mér finnast þessar niðurstöður nú bara frekar fyndnar, ha, ég get ekki sagt annað. Hvað útkomu Bandalags jafnaðarmanna snertir, þá sannar þessi könnun eins og allar aðrar sem gerðar hafa verið að undanförnu að við höfum nokkuð örugga undirstöðu til að byggja frekara fylgi okkar á,“ sagði Guðmundur Einarsson þing- flokksformaður. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: „Vil lítið segja“ „Ég vil lítið gefa út á þessa skoð- anakönnun, við stelpurnar eigum eftir að skoða hana í sameiningu og fyrr ætla ég ekki að mynda mér skoðun um niðurstöður hennar," sagði Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir hjá Samtökum um kvenna- lista. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.