Helgarpósturinn - 07.02.1985, Síða 23

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Síða 23
MATKRÁKAN Yggld og grett á brá eftir Jóhönnu Sveinsdóttur í heiðni blótuðu menn ýmis átrúnaðargoð og vætti í þeim yfirlýsta tilgangi að blíðka þann sem blótaður var, hvort sem það voru persónugerð vetrarvætti eins og Þorri kon- ungur eða frjósemisgoð eins og Freyr og Freyja. En mannskepnan hefur löngum haft þörf fyrir að sitja öls við pel og gamna sér og því var aldrei sumblekla í blótum þessum. Því hefur leynt markmið blótanna verið að gera sér ærlegan dagamun í góðum félags- skap. Ósjaldan voru blótin svallveislur mikl- ar ef marka má fornar heimildir. Eftir að kristni var lögtekin var að sjálfsögðu bannað að blóta slíkar heiðnar vættir, en auðsætt er þó að þorrinn hefur verið blótaður á laun allt fram á okkar daga. Eigi að undra, því það er einmitt á þessari svörtu útmánaðaandvöku sem við höfum hvað mesta þörf fyrir að þíða frosið blóðið með dýrlegum veigum, harma .skarðan hlut okkar í grátkór háseta þjóðar- skútunnar yggld og grett á brá. Því er það að við blótum ekki lengur til að blíðka einhver átrúnaðargoð. Ég óttast að mér myndi svelgjast á ætti ég að blóta ríkis- stjórnina, drekka full þeirra Steingríms og Alberts. Nei, við komum fremur saman til að blóta ríkisstjórninni í sand og ösku, eða þá náunganum sem hefur gefist upp á heiðar- legri launavinnu og stofnað heildsölu eða komið á fót öðrum arðvænlegum rekstri „á eigin vegum“ sem eru órannsakanlegir hér í landi fyrirtækjanna. Lítum svo grunsemdar- augum yfir blótandi kunningjahópinn og hugsum með okkur: Hver verður næstur til að yfirgefa helsið yfir í frelsið með bjórum- boð upp á vasann? Bjórinn, já. Hann er e.t.v. það eina sem tengir íslensk þorrablót að fornum og nýjum sið. (Þorramaturinn, eða samræmdur matur forn, er síðari tíma tilbúningur; orðið sást t.d. ekki á prenti fyrr en 1958) Núorðið flýtur bjórferlíkið hvarvetna um borð og bekki, rétt eins og mungátin og mjöðurinn hjá forfeðr- um vorum á landnámsöld. Kom ég við á þorrablóti fyrir skemmstu og kneifðu menn þar mjöðinn eigi kveifarlegar en Egill Skalla- grímsson og sveitungar hans: Fyrst var drukkinn einmenningur, hvert full í botn til heiðurs þeim er skálað var fyrir; þá drukku menn til hálfs um nokkurt skeið og gerðust nú allkátir; þar næst var drukkin sveitar- drykkja, en er á leið kvöldið var drukkið við sleitur og því næst orðahnippingar og þá stóryrði. Þá hljóp upp einn meintur kokkáll og brá borðhnífi einum og lagði að meintum / / eljara sínum, svo að það varð ærið svöðusár og hann upp á slysavarðstofu en konan féll vitlaus um bekki og hrein. En þar með var líkingunni með Egils sögu síður en svo lokið. Þegar súr þorramaturinn gekk í bland við mjöðinn í maga blótgesta, fór svo að nokkrir þeystu upp úr sér spýju mikla og urðu þannig að undrum inni í drykkjustofunni viðlíka og Egill á bæ Ár- móðar. Og maður nokkur forn í skapi lét sér vel líka að vitna í Egil til afsökunar aðgæslu- leysi sínu: „Ekki er að hallmæla mér um, þótt ég geri sem bóndi gerir, spýr hann af öllu afli, eigi síður en ég.“ Reyndust það orð að sönnu. Hvar er nú máttur máltækisins: Skynsemi má skorta, en gáfur eru gull? Ég bara spyr. Nei, aðgát skal höfð við hvert full, þvi mun- gát og mör geta í maga myndað drull. Þess vegna neita ég alfarið að gerast þorraþræll og birti hér tvær uppskriftir sem síðar verða prentaðar í Safni til sögu hins þarmastælta launþega: í aðalrétt fiskikökur með lauk- sósu, en kókoshjúpaðir bananar í eftirrétt. Fiskikökur med lauksósu Ódýr og afar lúffengur réttur; fitusnauður. Uppskrift handa 4. 225 g soðinn beinlaus fiskur 225 g soðnar, stappaðar kartöflur 25 g smjörlíki, bráðið 2 msk hveitiklíð 2 tsk (fiski)sinnep 1—2 msk söxuð steinselja u.þ.b. 1 msk þurrkað dill salt og pipar 50 g (heilhveiti)raspur Lauksósa: 25 g smjörlíki 2 miðlungsstórir laukar, smótt saxaðir 15 g heilhveiti 1 msk (fiski)sinnep 1 tsk eplaedik 2,25 dl mjólk salt og pipar 1. Stillið ofninn á 190 gr. C og smyrjið bök- unarplötu eða stórt eldfast fat. 2. Hrærið saman fiski, stöppuðum kartöfl- um, bræddu smjörlíki, klíði, sinnepi, steinselju og dilli og bragðbætið með salti og pipar. Látið standa í ísskáp í hálf- tíma. 3. Mótið úr deiginu 8 litlar, flatar kökur, velt- ið þeim upp úr raspinum og leggið á smurða plötuna. Bakið í 10 mín. og snú- ið þeim einu sinni. 4. Á meðan kökurnar bakast er sósan búin til. Bræðið smjörlíkið í potti og léttsteik- ið laukinn við miðlungshita í u.þ.b. 10 mín. Hann má ekki brúnast. Bætið hveitinu saman við og hrærið í á með- an. Þá er sinnepi og ediki hrært saman við og að lokum mjólkinni í smáslurk- um og suðan látin koma upp. Bragðbæt- ið með salti og pipar og látið sósuna malla í u.þ.b. 3 mín., hrærið stöðugt í á meðan. 5. Berið fiskikökurnar fram á upphituðu fati, stráið gjarnan saxaðri steinselju yfir, en berið lauksósuna fram í sérstakri skál. Ágætt er að bera fram blandað, soðið grænmeti sem meðlæti eða hrásalat, þó ekki með of afgerandi sósu, og aldrei spillir gott brauð. Kókoshjúpaðir bananar Einhver einfaldasti eftirréttur sem um get- ur, upplagt að baka hann meðan aðalréttur- inn er snæddur. Uppskrift handa fjórum. 8 litlir bananar 2 msk tært hunang, bráðið 50 g kókosmjöl 2—3 msk ristað kókosmjöl 1 appelsína 1. Stillið ofninn í 180 gr. C og smyrjið eldfast fat. 2. Afhýðið bananana og penslið þá með bræddu hunangi, veltið þeim upp úr kókosmjöli og leggið í fatið. Bakið í 20—25 mín. (snúið þeim einu sinni). Þegar bananarnir eru bakaðir er rist- uðu kókosmjöli stráð yfir og appelsínu- bitum er sömuleiðis stráð yfir réttinn. Berið réttinn fram heitan. ÍÞRÓTTIR Iþróttahreyfing í úlfakreppu „í mínum huga er ekki hægt að aðskilja persónulegar skoðanir á t.d. mannréttinda- og friðarmálum og því sem gerist innan íþróttahreyfingarinnar. Mörg deilumál varða sjálfa undirstöðu lífsins og þar með hlýtur hver íþróttamaður, hvert íþróttafélag eða sérsamband að taka eindregna afstöðu." Þannig komst einn helstu afreksmanna í Noregi að orði í viðtali við þarlent dagblað fyrir nokkru. í íþróttapistli HP í dag er ætlun- in að skoða þessi mál. Lykilorðin í þeirri um- fjöllun eru stjórnmál, íþróttir, samskipti, mannréttindi og viðhorf. Við byrjum á því að líta til Suður-Afríku. Þar í landi er við lýði svokölluð aðskilnaðar- stefna, sem felst í því að minnihluti íbúa landsins, hvítur á hörund, kúgar meirihluta landsmanna á öllum sviðum, einnig hvað varðar íþróttaiðkun. Um þetta þarf ekki að fara mörgum orðum, þessar kúgunaraðgerð- ir eiga sér fáa formælendur. Ein afleiðing að- skilnaðarstefnunnar er að landslið Suður- Afríku í hinum ýmsu íþróttagreinum eru einvörðungu skipuð hvítum mönnum. Ef við lítum á íþróttahreyfinguna þar sem ein- angrað fyrirbæri er óvitlaust að álykta að hvítir íþróttamenn þarlendir séu einfaldlega betri en litaðir íþróttamenn og þess vegna skipi þeir landsliðin. En ef þetta er skoðað í stærra samhengi kemur í ljós að orsökin er fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis 'vegna þess að aðstaða kynþáttanna til íþróttaiðk- unar er gjörólík. íþróttahreyfingin er einung- is hluti af því framkvæmdaapparati sem að- skilnaðarstefnan byggir tilvist sína á og sá hluti verður með engu móti greindur frá heildinni. Vegna afbrota hvíta minnihlutans í Suð- ur-Afríku á sviði mannréttindamála var ákveðið á þingi Sameinuðu þjóðanna að beita Suður-Afríkumenn refsiaðgerðum, einkum á sviði viðskipta og í menningarmál- um. Þar sem íþróttir eru víðast hvar taldar til menningarmála er ljóst að hér voru Samein- uðu þjóðirnar að taka pólitíska afstöðu til íþróttasamskipta við Suður-Afríkumenn. Hitt er síðan annað mál hvernig þessi ein- angrun hefur tekist. Tvískinnungur í við- skiptamálunum er vægast sagt furðulegur og ekki að sjá að einangrunarstefnan beri mikinn árangur á því sviði. Með því að beita fyrir sig íþróttahreyfingunni af hörku fá stjórnvöld mjög góða „fjarvistarsönnun“, sem reyndar mætti einnig kalla syndaaf- lausn. Með þessu er ég ekki að segja að ekki eigi að beita Suður-Afríkumenn refsiaðgerð- um, þvert á móti. En þeir sem hæst láta í þessum málum verða að vera sjálfum sér samkvæmir. Það er lágmarkskrafa. í málum Suður-Afríku hefur íþróttahreyf- ingin verið nánast einhuga, þó að forystu- menn hafi að undanförnu lent í úlfakreppu, sýnu verstri þegar hin fræga Zola Budd fékk breskan ríkisborgararétt á mettíma á síðasta ári. Hún lýsti því yfir eftir Olympíuleikana í Los Angeíes að hún væri flutt aftur til síns heimalands, Suður-Afríku, og myndi ekki keppa meira á alþjóðlegum mótum. Budd birtist síðan í Zúrich í Sviss skömmu fyrir ára- mótin og keppti þar í götuhlaupi og um leið blossuðu upp deilur um keppnisrétt hennar í ljósi samþykktar Sameinuðu þjóðanna sem minnst var á hér að framan. Þessar deilur verða ekki raktar nánar hér. Á síðustu árum hefur þeim málum fjölgað mjög þar sem forkólfar íþróttamála hafa þurft að taka beina pólitíska afstöðu. Lítum á nokkur dæmi. Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum var haldið í Aþenu árið 1969, en þá var al- ræmd herforingjastjórn við völd í Grikk- landi, sem virti að vettugi allar alþjóðlegar samþykktir í mannréttindamálum. Með þátt- töku í þessu móti voru íþróttasambönd hinna ýmsu landa að taka stjórnmálalega afstöðu. Það hefðu þau einnig gert með því að beita sér fyrir því að íþróttamenn viðkomandi landa kepptu ekki á mótinu. I þessu sam- bandi má einnig nefna Olympíuleikana í Berlín árið 1936 og heimsmeistaramótið í knattspyrnu, sem haldið var í Argentínu árið 1978. En þess ber að geta varðandi Evrópu- meistaramótið í Aþenu, að margir íþrótta- menn sem öðlast höfðu keppnisrétt á mótinu sátu heima vegna þess að sannfæring þeirra bauð þeim að gera svo. Meðal þeirra var norskur langhlaupari, Knut Kvalheim. Hann sagði í viðtali að einstakir íþróttamenn ættu að gera meira af því að taka afstöðu, en lagði jafnframt áhersiu á að íþróttasambönd at- huguðu sinn gang vel áður en þau tækju ákvörðun, einfaldlega vegna þess hversu mikið væri í húfi. Á síðustu árum hafa þessi mál verið mjög í sviðsljósinu vegna þátttöku á Olympíuleik- um (Montreal 1976, Moskvu 1980 og Los Angeles 1984). Oftar en ekki hafa það verið ríkisstjórnir sem beint hafa tilmælum til íþróttasambanda varðandi þátttöku. Þannig hafa íþróttasamtökin túlkað slík tilmæli sem valdboð. Þessu er þó víða öðru vísi farið, t.d. í Noregi. Þar vísuðu stjórnvöld ákvörðun varðandi þátttöku í Olympíuleikunum í eftir Ingólf Hannesson Moskvu árið 1980 alfarið til norska íþrótta- sambandsins og á ársþingi þess var ákveðið að senda ekki keppendur á leikana. Þarna tók íþróttasambandið hreina og klára stjórn- málalega afstöðu, sem reyndar kom sér illa þegar umræður hófust um þátttöku í ieikun- um í Los Angeles síðastliðið sumar. En ákvörðunin var aifarið íþróttasambandsins og það sýnir t.d. hve staða íþróttahreyfingar- innar getur verið sterk. Auknu sjálfstæði fylg- ir aukin ábyrgð og það er álitamál hvort íþróttahreyfingin sé í stakk búin til þess að taka vandasamar ákvarðanir sem tengjast stjórnmála- og hagsmunabaráttu. Á síðustu misserum hafa margir íþrótta- menn tekið afdráttarlausa afstöðu í friðar- og afvopnunarmálum og í nágrannalöndum okkar eru til friðarhreyfingar íþróttamanna. Þeir einstaklingar sem að þessum hreyfing- um standa láta einskis ófreistað til þess að koma málstað sínum á framfæri. Rökin eru sú að friðarbaráttan varði undirstöður lífsins og þar með grundvöll íþróttahreyfinga. í þessum hópi er norski afreksmaðurinn, sem vitnað var til í upphafi pistilsins. Knatt- spyrnulið keppa með merki friðarhreyfinga á brjóstinu, fjölritum er dreift á kappleikjum, þekktir íþróttamenn lýsa yfir skoðunum sín- um á þessum málum í viðtölum og eru með friðarmerki í keppni og á æfingum. Nægir hér að nefna danska landsliðsmanninn í handknattleik, Per Skaarup og fyrrum heimsmeistara í skautahlaupi, Rolf Falk Lar- sen frá Noregi. Þá má geta þess að núverandi forseti íþróttasambands Noregs, Hans B. Skaset, tók þátt í stofnfundi friðarhreyfingar íþróttamanna („Idrett mot Atomvápen"). Er hugsanlegt að slíkt geti gerst hér á landi? HELGARPÓSTIJRINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.