Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 07.02.1985, Blaðsíða 25
„ALDREI VERIÐ HANDLAGINN" segir Rolf Johansen vélvirki „Upphaflega ætlaði ég mér að verða loftskeytamaður. Ég var meira að segja svo staðráðinn í því að ég þreytti inntökupróf til að geta byrjað nám á þessu sviði...“ En hvað svo? „Blessaður vertu, ég kolféll, og hef svo ekki hugsað um þetta meira." En hversvegna loftskeytamaður fremur en allt annað? „Jú, sjáðu til, kallarnir sem gegna þeim starfa, klæðast svo fallegum fötum en gera ekki neitt. Það er þá helst að þeir rífist við brytann, og svo þegar þeir koma í land fara þeir strax frá borði og láta ekki sjá sig fyrr en rétt í þann mund sem verið er að kasta landfestum. Mér fannst þetta upplagt líferni." Nú ertu mikið á skaki á bátnum þínum í öllum fríum. Hefur þér aldrei komið til hugar að gerast háseti á bát? „Ja, ég er alveg viss um það að ég myndi njóta mín mjög vel í fiskinum úti á sjó, þó ekki á togara, heldur á svona tíu til tuttugu tonna mótorbáti. Snert- ingin við náttúruna er algjör við slíkar kringumstæður." Ertu fiskinn? „Ég veit ekki. Það sem ég sæki nú helst út á hafið er þessi vellíðan sem stafar af bylgju- hreyfingunum. Fiskurinn er ekki beint aðalatriðið." Þannig að þetta yrði sjálfsagt tapútgerð hjá þér ef út í hana væri farið? „Jú, til að byrja með...“ Hvað með vélvirkjunina, kanntu eitthvað fyrir þér í henni? „Nei, því miður, ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég hef aldrei verið handlaginn maður og aldrei getað sett það saman sem ég hef einu sinni tekið í sundur. Geta mín þarna á vélaverkstæð- inu kom mér því engan veginn á óvart. ..“ „MEÐ SMURN- INGU í BLÓÐINU" segir Egill Bjarki Gunnarsson stórkaupmaöur „Ég hugsa nú að það umhverfi sem maður elst upp við í æsku hafi mest mótandi áhrif á það í hverju maður lendir seinna á lífsleiðinni. Hvað mig varðar, þá hef ég svolitla smurningu í blóð- inu. Pabbi minn og eldri bróðir eru báðir vélvirkjar." Þetta segir Egill Bjarki Gunnars- son. Hann útskrifaðist úr Vél- skólanum vorið 1984, en hefur síðan verið á samningi í vél- virkjun á vélaverkstæði Björns og Halldórs við Síðumúlann í Reykjavík. „Annars er ég uppal- inn á Skagaströnd, eða Country- Beach, eins og gárungarnir kalla staðinn núorðið," segir Egill Bjarki. „Ég væri ekki að fást við þetta starf ef ég hefði ekki gaman af því,“ svarar hann, þegar hann er spurður að því hvort vélvirkjun sé einnig áhugamál hans, fyrir utan að vera hans launaða * vinna. „Þetta starf er spennandi á sinn hátt, fjölbreytt og gefur góða tekjumöguleika, auk þess að vera fag sem gefur innsýn á mjög breitt svið.“ Hefurðu aldrei pælt í því að fara út í bísness, nú ertu að minnsta kosti kominn með dagsreynslu á því sviði? „Jújú, mér hefur svo sem komið það til hugar að setja á stofn eigið verkstæði og vera sá sem stjórnar og tekur ákvarð- anirnar. En það er ekki þar með sagt að eitthvað verði úr þeim vangaveltum...“ Vantar þig kannski þorið? „Nei, ég tel mig nú vera ágæt- lega ákveðinn að eðlisfari. Mér skilst að það sé kostur í bísness. Svo á ég þrjóskuna til. Hún ætti að hjálpa." Þannig að þú hefðir vel getað stjórnað Rolf Johansen & Company eitthvað lengur en eina dagstund? „Ég er ekkert frá því. Annars fannst mér hvað verst við þessi vistaskipti sú líkamlega afslöpp- un sem þeim var samfara. Þetta er engin hreyfing sem er á manni í svona starfi, engin átök. Ég býst við að ég ætti vont með að venja mig við þessa kyrrsetu til langframa og svo er maður svo andskoti hreinn allan dag- inn...“ Rolf Johansen vélvirki með ákveðnar hug- myndir um það hvern- ig redda eigi þessum stimpli I loftpressu- mótornum, en ekki er að sjá á vinnufélaga hans að hann sé hon- um sammála. Á inn- felldu myndinni sést Rolf í því umhverfi sem hann á að venjast sem stórkaupmaður. Egill Bjarki Gunnars- son stórkaupmaður á tali við einn aðila úr viöskiptabankanum, en f þetta sinn voru ekki teknar neinar meiriháttar ákvarðanir, fyrirtækinu eflaust fyrir bestu. Á innfelidu myndinni má sjá Egil Bjarka við slna venju- legu vinnu, vélvirkjun, en þarna er hann að HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.