Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 3
milli himins og jarðar,
m í ræðu og riti
g ótíma,
rétt fyrir sér:
álitsgjafar
m úr Kópi þeirra
fyrir þjóðinni
afstöðu til bókarinnar. Það hefur
einmitt verið alltof mikið um það
á íslandi að menn hafa komið
heim frá útlöndum eftir að hafa
aflað sér góðrar menntunar og þar
hafa þeir þornað upp, þeir hafa
ekki getað vökvað sig með sam-
ræðu. Það þarf að halda lifandi
samræðunni á íslandi. . .
Haraldur Blöndal:
„Segi það sem aðrir
þora ekki"
Haraldur Blöndal segist vera í
þeim hópi manna, þeirra þriggja
prósenta sem yrðu illa úti ef prent-
frelsi í landinu yrði afnumið. „Ég
hef skrifað og gefið út síðan ég var
þrettán ára. Mér finnst voða gam-
an að setja fram mínar skoðanir."
— En ef enginn minnist á það
sem þú hefur skrifað — ferðu þá
með veggjum?
„Nei, mér er alveg sama um
það. Mér er líka alveg sama um
það hvaða skoðanir aðrir menn
hafa á mínum skoðunum."
— Geturðu þá ekki alveg eins
skrifað fyrir fjölskyldualbúmið?
„Nei. Það er ekki það sama. Og
auðvitað verð ég var við að ég er
lesinn. Ég næ í gegn. T.d. þegar ég
skrifaði gegn bókinni „Félaga
Jesú“ og um daginn gegn þessari
guðlastsmynd Fransmannsins. Þá
töluðu margir við mig. Og voru
sammála mér.“
— Aldrei neinn sem er ósam-
mála?
„Aldrei. Þú verður að athuga
það, að vinstrimennirnir — þeir fá
hroll þegar ég skrifa..
— Skiptirðu aldrei um skoðun?
„Jú, það geri ég. Ég er hinsveg-
ar íhaldsmaður. Eg er kristilegur
íhaldsmaður. En ég greiddi t.d. at-
kvæði gegn því í útvarpsráði að
sýnt yrði frá þessari fegurðarsam-
keppni. Og ég greiði atkvæði gegn
því að hafa „Dallas" í sjónvarpinu.
Það geri ég vegna þess að mér
finnst það asnalegt... Ég veit að
mörgum finnst ég óvenjulega aft-
urhalds- eða íhaldssamur. Eg veit
að ég á það til að segja hluti sem
fólk hugsar, en þorir ekki að
segja."
— Skrifarðu kannski fremur af
kerskni, stríðni, heldur en að þú
sért að leggja út af einhverri póli-
tískri línu?
„Já, það kemur fyrir. Kerskni?
Já, ég á hana víst til. Ég ræddi
mikið við Vilmund heitinn land-
lækni þegar ég var í lagadeild og
að lesa undir próf. Hann sagði mér
að þegar maður væri að íhuga ein-
hverja skoðun, þá ætti maður að
setja fram öfga hennar. Vilmundur
hafði gaman af því að vekja upp
viðbrögð fólks. Ég hef gaman af
því líka.“
Magnús Bjarnfreðsson:
„Rauði þróðurinn
andúð á verðbólgu"
Magnús Bjarnfreðsson hefur
skrifað fimmtudagsgreinar í DV í
þrjú ár. „Það sem gengur eins og
rauður þráður í gegnum mínar
greinar er andúð á verðbólgu. Ég
er vissulega flokksbundinn í Fram-
sóknarflokknum, en ég skrifa ekki
þessar greinar út frá neinum fram-
sóknarflokkssjónarmiðum. En
vegna þess að ég skrifa um þessi
verðbólgumál og vegna þess að
það er verið að tuska hana til og
framsóknarflokksmenn eru með í
því, þá má vera að það gægist
fram við þá stuðningur."
— Heldurðu að þú sért meðvit-
aður um þína eigin fordóma?
„Já, ég held það. Ég hef töluvert
ákveðnar skoðanir á ýmsum mál-
um og læt þær gjarna flakka.
Hvort um fordóma er að ræða eða
skoðanir — ætli það sé ekki hvort
tveggja."
— Skrifarðu hjá þér athuga-
semdir — undirbýrðu greinarnar
þannig?
„Nei.“
— Sestu bara niður og „skrifar
eitthvað"?
„Já. En auðvitað er væntanleg
grein í huganum meira og minna
alla vikuna. Ég skrifa ekkert niður
til minnis — en ég geymi dagblöð
og önnur blöð og fletti stundum
upp í þeim þegar ég er að skrifa."
— Gerðir þú kannski samning
um regluleg greinaskrif í þeim til-
gangi að neyða sjálfan þig til að
lesa og fylgjast með?
„Það var áreiðanlega ekki þann-
ig til að byrja með. En svona reglu-
leg skrif eru annars eðlis heldur en
ef maður skrifar sjaldan. Menn líta
þetta líka öðrum augum — viku-
lega grein frá sama manni. Þeir
sem skrifa sjaldan — kannski einu
sinni og eru þá að vega að ein-
hverjum, taka stórt upp í sig, þá er
það tekið meira óstinnt upp held-
ur en ef maður nartar í menn eða
málefni í föstum dálki. Ég gæti
ekki hugsað mér það að skrifa
aldrei. En vissulega liggur mér
misjafnlega mikið á hjarta. ..“
Jónas Kristjónsson:
„Skoðunin kemur í
Ijós þegar byrjað er
að skrifa"
Jónas Kristjánsson ritstjóri hef-
ur sérstöðu meðal þeirra manna
sem við köllum álitsgjafa í þessari
grein. Hann hefur skrifað leiðara
daglega árum saman. Við spurð-
um hvort það væri ekki erfitt að
vakna hvern morgun vitandi að
nú yrði hann að hafa skoðun?
„Nei, það er bara vinna. Skoð-
unin kemur í ljós um leið og mað-
ur byrjar að skrifa hana. — Auðvit-
að er maður oft meira eða minna
undirbúinn þegar maður byrjar að
skrifa. Og vitanlega hefur sú skoð-
un sem maður setur fram grisjast
inn í mann af lestri."
— Ef þú skrifaðir ekki leiðara —
þyrftir ekki að setja fram skoðanir
— heldurðu að þú létir margt úr
þjóðlífinu fara framhjá þér?
„Án efa. Það væri gríðarlegur
vinnusparnaður — að þurfa ekki
að hafa skoðanir. Leiðarahöfund-
ur þarf að búa sér til ótal skoðanir
sem hann myndi ekki gera, ef at-
vinnan væri ekki þessi. . . En Ieið-
arar í blöðum geta verið með
ýmsu móti. Ef menn lesa erlend
blöð, þá sjá þeir að leiðararnir geta
kannski verið í fréttaformi eða
fréttir að uppistöðu. Leiðarar geta
líka verið þannig að fjallað er um
mál án þess að tekin sé afstaða til
þeirra. Því fer fjarri að leiðari þurfi
endilega að vera álitsgjafi."
— Lestu leiðara í öðrum blöð-
um?
„Nei, yfirleitt ekki. Ég lít á fyrir-
sögnina og veit þannig nákvæm-
lega hvað stendur undir henni.“
— Hvernig á gott dagblað að
vera?
„Það verður að vera sjálfu sér
ósamkvæmt. Það er nauðsynlegt."
I
Sveinbjörn Tryggvason
„Nei, það er langt frá því að við séuiji að fara á hausinn."
— En nú eru þau fyrirtæki í vandræðum, sem verða
að grípa til svona örþrifaráða — ekki satt?
„Jú — við höfum átt í erfiðleikum. Þeir erfiðleikar stafa m.a.
af því að gamlar skuldir hafa verið að koma í skil — þetta eru
auðvitað vanskil og staðan hefur verið afaróþægileg. En ég er
að selja fasteign sem ég á sjálfur og læt renna til fyrirtækisins.
Það myndi ég að sjálfsögðu ekki gera, ef ég vissi ekki að þetta
mun takast og fara að ganga betur innan tíðar."
— En er ekki samkeppnin í bílasölunni of grimm?
„Það held ég ekki — það held ég sé af og frá."
— Nú hafið þið verið að selja söluhæsta bílinn — og
þessi vandræði ykkar hljóta að koma fólki andkanna-
lega fyrir sjónir í kjölfar auglýsingaherferðarinnar?
„Skýringarnar eru náttúrlega margar — og ekki þægilegt að
rekja þær sjcýringar lið fyrir lið á meðan ástandið er svona hjá
okkur. Það gæti einhver stuðast. En eins og menn vita, þá
breyttu bankarnir því í fyrra — menn höfðu áður getað dregið
það að greiða af skuldabréfum í tvo mánuði — við fáum svo
mikið bréf í stað peninga. Við erum á svo miklum hraða í söl-
unni að við urðum illa fyrir barðinu á verkfallinu og gengisbreyt-
ingunni. Þegar bremsað er svona snöggt, þá erum við lengi að
ná upp ferð aftur. Þetta kemur ofan í erfiðleika í fyrirtækinu, að-
allega í sambandi við lausafé. Og varðandi þessa greiðslu-
stöðvun, þá álít ég að það sé miklu betra að stoppa þetta,
klippa á þráðinn og hreinsa borðið á meðan allt er í gangi, því
að auðvitað hefðum við getað haldið áfram í sama farinu í
svona sex, tólf eða átján mánuði enn. En þá hefðu vanskilin
haldið áfram að hrannast upp og erfiðleikarnir vaxið. Og það fer
óskaplega mikið púður í þessar reddingar. En með því að
stokka snöggt upp og selja eignir — ef við seljum fyrstu hæð-
ina hérna vel, þá bjargast þetta. Málið er nú ekki stærra en svo.
En vinnufriðurinn var enginn orðinn."
— En hvað segja viðskiptavinirnir — fælir þetta þá
ekki frá?
„Nei. Og það skrýtna er að við héldum að það yrði allt vit-
laust — eða að minnsta kosti álag á símalínurnar hingað, en
það hefur ekki verið. Og svo hefur fólk verið að spyrjast fyrir um
þessa þfla sem verða seldir á lægra verði. Við munum svo
leggja mikla áherslu á það á næstunni að selja varahlutina. Og
fá þá lækkun í gegn sem við erum að vinna í núna."
— En er ekki orðið nóg af bílum á íslandi — eða fyrir-
tækjum í bílainnflutningi?
„Nei, ég held nú ekki. Það sem hefur verið að gerast síðustu
árin er að gamlir og slitnir bflar hafa verið að hverfa af götunum.
Nú eru bflar manna yngri, menn skipta oftar og sumir eiga tvo
bfla, jafnvel að skólafólk er að kaupa bfla, reyndar oftast þá not-
aða bíla. Þegar við lækkuðum verðið á nýjum bílum í fyrra kom
fólk og lét gömlu bílana fyrir eitthvað lítið. Og það var stefnan
hjá okkur að flytja inn eitthvað af eins til tveggja ára bílum."
— En verður ekki að bæta lánakjörin þannig að fólk
geti fengið lán í bíl til lengri tíma?
„Það væri auðvitað mjög gott, ef hægt yrði að koma því á,
en þá kemur bara til kasta bankanna. Þeir verða að finna leið
til að lána til lengri tíma. Það virðist nú vera, að fólk vilji borga
meira fyrir bfl og fá lengra lán. En hámarks lánstíminn hefur ver-
ið sex mánuðir og bankarnir ekki til viðtals um lengri tíma.
En varðandi þessa uppstokkun okkar, þá held ég að þetta
ættu fleiri að gera. Þetta þarf að gerast á meðan þetta er í raun-
inni ekkert mál. Og ég kvíði ekki framtíðinni."
Sveinbjörn Tryggvason er forstjóri og aðaleigandi Egils Vilhjálmssonar
hf., sem skiptaráðandi hefur veitt greiðslustöðvun í þeim tilgangi að
fyrirtækið (reyndar fyrirtækin, því Davíð Sigurðsson hf. er aðili að
málinu líka) geti komið fjármálum sínum í viðunandi horf.
Er Egill
Vilhjálmsson að
fara á hausinn?
HELGARPÓSTURINN 3