Helgarpósturinn - 04.07.1985, Side 16

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Side 16
KVIKMYNDIR eftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson Félagi Fálkinn og fannamaöurinn ferlegi Háskólabíó: Fálkinn og Snjómadurinn (The Falcon & The Snowmanjirk-k Bandarísk, árgerd 1984. Handril: Steven Zaillian eftirsögu Robert Lindsey. Tónlist.-Pat Metheny/Lyle Mays. Framleidendur: Gabriel Katzka/John Schlesinger. Leikstjórn: John Schlesinger. Adalhlutverk: Timothy Hutton, Sean Penn, Pat Hingle, Richard Dysart, David Suchet, Boris Leskin og fl. Hinn vandaði breski leikstjóri John Schelsinger er á ferðinni með nýja mynd sem sækir efnivið sinn til raunveruleikans: Tveir ungir bandarískir menn voru teknir fyrir njósnir í þágu Sovétmanna á liðnum áratug. Hvernig getur slíkt gerst? spyr í kynningu myndarinnar. Jú, kaþólsku kór- drengirnir úr amerísku miðstéttinni vaxa úr grasi; annar þeirra, Daulton Lee (frábærlega leikinn af Sean Penn), verður æ kræfari fíkniefnasali. Hinn, Christopher Boyce (Timothy Hutton), hefur einkum áhuga á fálkatamningum, en gerist starfsmaður einkafyrirtækis sem framleiðir flókinn tæknibúnað, sem m.a. er notaður í þágu CIA. Einn daginn er Boyce situr við telexinn, uppgötvar hann að upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna leka oft og iðulega inn á vélar fyrirtækisins. Pað rennur upp ljós fyrir unga manninum; CIA tekur þátt í að steypa erlendum ríkisstjórnum, grefur undan ýmislegri starfsemi sem er óhagstæð Ameríkönum o.s.frv. Þetta sjokkerar Boyce og hann ákveður að lauma upplýsingum áfram til Sovétríkjanna gegnum sendiráð þeirra í Mexíkó, í því skyni að stemma stigu við ólöglegri starfsemi CIA. (Þvílík einfeldni, hugsar maður með sjálfum sér). Til þess arna fær hann vin sinn Lee, sem gerist ríkari og ruglaðri á dópsölu og neyslu með degi hverjum. Lee fer til Mexikó og inn í sendiráðið, þar sem hann hittir hinn þjála KGB-mann Alex (sem David Suchet leikur af stakri prýði). Samvinna hefst og piltarnir Austurbœjarbíó: Raunir saklausra (Ordeal by Innocencejkk Bresk/bandarísk, árgerö 1984. Handrit: Alexander Stuart eftir sögu Agöthu Christie. Tónlist: Dave Brubeck. Framleid- endur: Meneham Golan/Yoram Globus. Leikstjóri: Desmond Davis. Adalhlutverk: Donald Sutherland, Faye Dunaway, Christ- opher Plummer, lan McShane, Sarah Miles, Diana Quick, Anette Crosbie, Michael Elpick o.fl. Eg verð að viðurkenna eitt strax: Ég hef aldrei verið yfir mig hrifinn af Agöthu Christ- ie. Mér hefur alltaf fundist bækur hennar vera ofhlaðnar persónum, atburðum og flóknum vísbendingum sem gjörsamlega er vonlaust að greiða úr, því allar veigamestu upplýsingarnar koma fram á síðustu blaðsíð- um bókanna. En sennilega er ég bara vondur leynilögreglumaður. Engu að síður helltist þessi tilfinning yfir mig aftur þegar ég sá Raunir saklausra. Söguþráðurinn er ekki orðnir að Treholtum án þess að gera sér almennilega grein fyrir því. Lee, sem gengur undir heitinu Snjómaðurinn, lítur á þetta sem hörkudjók, vill fá rússana í dópdíl og fer að verða ferlega óþægilegur fyrir upplýsingaþjónustuna í austri. Boyce, sem gengur undir dulnefninu Fálkinn, fer hins vegar til Mexikó til að stöðva leikinn. En beinlínis einfaldur: Dr Calgary (Sutherland) steingervingafræðingur kemur til Dart- mouth, Devon í Bretlandi eftir tveggja ára fjarveru á Suðurheimskautinu. Hann hyggst skila heimilisfangabók ungs manns sem hann hefði tekið upp í bíl sinn fyrir tveimur árum. Þegar hann kemur á foreldraheimili mannsins, fær hann að heyra að búið sé að hengja manninn fyrir morð á móður sinni (Dunaway). Steingervingafræðingurinn get- ur hins vegar upplýst, að á sama tíma og morðið var framið sat ungi maðurinn í bíl hans, hér sé því um réttarmorð að ræða. Enginn virðist hafa áhuga á að opna málið að nýju, hvorki pabbinn (Plummer), sem er roskinn séntílmaður með byssudeílu,- ritari hans (Quick) — alveg rétt, þau njótast á laun — heimilisfólk annað, né lögregluyfirvöld. Doktorinn gefst ekki upp og hefur eigin rannsókn, og þá fer atburðarásin að verða flóknari og tvö lík bætast við áður en lausn fæst — með miklum og óvæntum upplýsing- um í lokin — eins og Agöthu er von og vísa. sorrý félagi Fálkinn, njet. Maður rífur sig ekki úr faðmi rússneska bjarnarins svona fyrirvaralaust. Altsó vond mál í uppsiglingu. Fálkinn og Snjómaðurinn er bæði spennandi og skemmtileg mynd, og það er ekki síst að þakka afbragðsleik þeirra Penn og Suchet^að ógleymdu vönduðu handverki, sérstaklega klippingu. — IM. Kannski hefði mátt sjóða saman skemmti- legt handrit og jafnvel spennandi kvikmynd upp úr þessari sögu. Desmond Davis leik- stjóra (með minni spámönnum Breta; á þó eina góða mynd, Stúlkan með grænu augun (1964)), tekst þó að klúðra þessu; myndin sýnir aðallega Donald Sutherland þramma um í breskri þoku, klæddan síðum ullar- frakka með uppbrettan kraga, tortrygginn á svip í leit að nýjum sönnunargögnum.að við- bættum síendurteknum ,,flassbökkum“ í svart/hvítu sem klippt eru inn. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu hefur djasstónlist Bru- becks orðið fyrir valinu, sem er stórgóð í sjálfu sér, en passar ansi illa inn í andrúmsloft breskrar morðsögu annó 1956. Enskt og bandarískt stjörnulið prýðir hlutverka- skrána, en allt kemur fyrir ekki, þessi for- múla gengur því miður ekki upp, og myndin verður bæði stemmnings- og spennulaus. En kannski mætti segja að þetta væri saklaus skemmtun. -IM. Saklaus skemmtun Nú er Bond brugðið Bíóhöllin: Víg í sjónmáli (A Wiew to A Killjkk Bresk, árgerd 1985. Leikstjórn: John Glen. Handrit: Richard Mai- baum og Michael G. Wilson. Kvikmyndun: Alan Hume. Tónlist: John Barry og Duran Duran. Aöalhlutverk: Roger Moore, Christ- opher Walken, Grace Jones, Tanya Roberts. Framleiðandi: Albert R. Broccoli og Michael G. Wilson. Það sem heist hefur einkennt Bond-mynd- ir undanfarinna ára er fyndni, spenna, feg- urð og fáránleiki. Þessi blanda hefur yfirleitt tekist afburðavel, svo úr hefur orðið snjöll og vinsæl afþreying, og það sem meira er; fyrir fólk á öllum aldri. Víg í sjónmáli mun vera fjórtánda Bond-myndin og þar af sú sjöunda þar sem Roger Moore fer með hlutverkið. Að vanda eru vondir menn að aðhafast eitthvað Ijótt úti í heimi og þá sjálfsagt kommar, ef ekki þaðanaf verri illmenni. í þetta sinn greinir frá Austur-Þjóðverja sem gerst hefur mikill iðjuhöldur vestan járn- tjalds og býst til að sölsa undir sig örtölvu- markaðinn með öllum tiltækum ráðum. Hann er og geðveikur, sem gerir hann hættulegri. En Bond fer engu að síður af stað, enda maður vanur að leysa verkefni af vonlitla taginu. Þessi mynd nær samt aldrei sama risi og flestar fyrri Bond-myndirnar. Það sem helst Laugarásbíó: Áin (The Riverjkkk Bandarísk, árgerd 1984. Leikstjórn: Mark Rydell. Handrit: Robert Dillon. Kvikmyndun: Vilmos Zsigmond. Tón- list: John WiUiams. Aöalleikarar: Mel Gib- son, Sissy Spacek, Scott Glenn. Fjölskyidudramað virðist á ný eiga vax- andi vinsældum að fagna vestanhafs, og nægir þar að nefna kvikmyndir á borð við Ordinary People, í fylgsnum hjartans og The River. Síðasttalda myndin er hér til umfjöll- unar, þetta nýjasta verk leikstjórans Mark Rydells. Það má Ijóst vera af síðustu myndum hans, hversu heillaður hann er af náttúrunni; veldur því er skortur á spennu, húmor og þessum villtu atriðum sem jafnan hafa nálg- ast fáránleikann á sinn barnalega en bros- lega hátt. A Wiew to A Kill er þó síður en svo alvond afþreying. Það má hafa af henni litbrigðum hennar og afli. The River snýst öðrum þræði um það sem nafnið gefur til kynna, á sem liggur í gegnum landareign ungra hjóna. Þau eiga erfitt uppdráttar á þessum stað, ef ekki sakir sífelldra flóða í ánni, þá vegna þurrka, eða ráðagerða efnamanns úr næsta bæ, sem ólmur vill reisa stíflu á svæðinu og kaffæra þannig jarðir daisins sem áin fer um. Handrit Dillons að þessari mynd er um margt nostursamlega unnið. Það eftirtektar- verðasta er ef til vill þær mörgu tilvísanir í hlutskipti mannsins og baráttu hans við nátt- úrulögmálin, svo og vísanir milli manna og dýralífs. Kvikmyndataka Zsigmonds gerir margt gaman. Og Roger Moore breytist ekki, þótt hann fari að geta orðið afi þessara renni- legu rekkjunauta sem hann fær í rúmið inn á milli eltingaleikja. -SER. þetta enn áhrifameira, enda enginn aukvisi þar á ferð. Rydell tekst að draga upp einkar huggu- lega mynd að lífi þessa fólks við ána, en sýna jafnframt fram á innri átök þeirra á milli. At- burðarásin fylgir takti sjálfrar náttúrunnar, persónurnar eru markaðar af umhverfinu. Gibson er yfirvegaður í hlutverki bóndans, sömuleiðis Spacek, en vel hefði mátt velja einhvern annan en Scott Glenn í rullu efna- mannsins. Hann er sem dráttartóg í saman- burði við þá fínu þræði sem Gibson og Spa- cek leggja til myndarinnar og veldur því eng- anveginn. -SER. Bœndur við bullandi á POPP * Inn úr Isbjarnarkuldanum eftir Ásgeir Tómasson KONA — Bubbi Morthens Útgefandi: Grammið Aðeins rúm fimm ár eru liðin síðan Bubbi Morthens kvaddi sér hljóðs á islenskum plötumarkaði. Þetta er ótrúlega stuttur tími, miðað við hversu mikið liggur eftir piltinn: sex sólóplötur Qjar af reyndar ein með safni bestu laga), fjórar með Utangarðsmönnum, þrjár með Egó og ein með Das Kapital. Víst hefur það hvarflað að manni einstaka sinnum, að Bubbi skeyti „meir um magn en gæði, sem margur flaskar á“. Enda var óneit- anlega farið að gæta talsverðrar þreytu gagnvart honum fyrir svo sem ári. Síðan hef- ur Bubbi breytt nokkuð um stefnu — að minnsta kosti á þessu ári — og stendur býsna sterkur þessa dagana, sýnist mér. Sér í lagi auðvitað eftir útkomu plötunnar Konu. Fyrsta sólóplata Bubba, ísbjarnarblús, kom eins og ísköld og svalandi skvetta á markaðinn. Sú nýja er álger andstæða henn- ar, hlý og notaleg. Aldrei hefur Bubbi ráðið betur við það sem hann er að gera, en ein- mitt nú. Lögin eru undantekningarlaust góð eg grípandi. Að vísu eru auðgreinanleg áhrif frá hinum og þessum og sum býsna sterk. Söngurinn hennar Siggu hefði auðvitað átt að skrifast á J.J. Ca' ■ en ekki Bubba Mort- hens. Það skilst mér hins vegar að séu mistök forlagsins en ekki listamannsins. Ég hef ekki séð ástæðu til að hrósa Bubba fyrir textasmíðar hingað til. Nú bregður hins vegar svo við, að hann virðist vera farinn að vanda sig. A Konu eru textarnir myndrænir, haganlega ortir og auðskiljanlegir. Formið er frjálst að mestu og ekkert upp á það að klaga. Það albesta við textana að þessu sinni er þó það, að málfræðivillur eru færri en nokkru sinni áöur. Ekki eru textarnir þó al- veg gallalausir, en óþarfi að fara að tína til smáatriði. Allur hljóðfæraleikur á plötunni er látlaus, en pottþéttur, og útsetningarnar skemmti- legar. Selló og sax gefa spilinu skemmtilegan lit. — Það er best að nota tækifærið hér og hrósa poppurum fyrir sellónotkunina, sem er farið að bera svolítið á nú í seinni tíð. — Söngur Bubba er góður, en því miður er nokkuð um rangar áherslur hjá honum. Þetta stafar áreiðanlega af því, hversu Bubbi er pólitískur. Hann hefur sennilega orðið fyr- ir áhrifum frá þingmönnum vorum, sem allt- of margir virðast hafa gleymt því, að í ís- lenskri tungu skal aðaláhersla vera á fyrsta atkvæði hvers orðs og aukaáhersla á þriðja atkvæði. Ég get ekki almennilega gert upp við mig, hvort ég kann betur við Bubba Morthens sem ísbjarnarblúsara og nýbylgjurokkara a la Utangarðsmenn eða þægilegan ballöðu- söngvara, syngjandi saknaðarljóð um ástina. Bæði hlutverkin hæfa honum vel. Eitt er víst, að Bubbi hefur vaxið sem tónlistarmað- ur og textahöfundur með sinni nýjustu sóló- 'plötu. (DURAN DURAN) Útgefandi: Forlagið Að því hlaut að koma fyrr eða síðar að út kæmi bók á íslensku um Duran Duran. Hljómsveit þessi er nokkuð merkileg um margt. Til dæmis það að vera hvort tveggja í senn vinsælasta og óvinsælasta erlenda hljómsveitin hér á landi um þessar mundir. Þessi nýútkomna bók um Duran Duran varpar engu nýju ljósi'á fyrirbærið og svarar alls ekki spurningunni um það, hvers vegna hljómsveitin er jafn vinsæl og um leið óvin- sæl og raun er á. Þess svars verður að leita annars staðar. Texti bókarinnar er reyndar stuttur. Aðaláhersla er lögð á myndir. Tæp- lega er þeim ætlað að hafa sögulegt gildi, en reyndin er samt sú, að flestar eru þær frá því er Duran Duran var að slá í gegn fyrir þrem- ur til fjórum árum. Athyglisverðasti kafli bókarinnar er Duran Duran spjaldskráin. Þar lesum við um hæð fimmmenninganna, þyngd, uppáhalds blóm og fleira í þeim dúr. Allt mjög gagnlegt. í þeim kafla er einnig plötuskrá hljómsveitar- innar frá upphafi til vors 1984. Eitthvað er plötuskráin gloppótt. Að minnsta kosti er listinn yfir stórar 45 snúninga plötur ekki réttur. Þýðingin á texta bókarinnar um Duran Duran sýnist mér vera þokklega. — Reyndar hef ég ekki lesið frumtextann. — Einhverra hluta vegna hefur þýðandinn þó ekki viljað láta nafns síns getið. það skiptir heldur engu máli. Gildi bókarinnar er ekki hið skrifaða orð heldur myndirnar. Sem slík stendur hún sjálfsagt fyrir sínu. Útgáfa poppbóka er býsna viðamikil í Bret- landi og Bandaríkjunum. Öðru hverju hef ég rekist á umsagnir um Duran Duran bækur í poppblöðum. Almennt hafa þær umsagnir verið slæmar. Enda tel ég vafasamt að hægt sé að skrifa nokkuð að marki um jafn unga hljómsveit og Duran Duran. Þess geldur líka bók Forlagsins um þessa vinsælustu og óvin- sælustu hljómsveit landsins. 16 HELGARPÓSTUR;' 'i |

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.