Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 14
Skrifstofuhúsnœði
óskast!
Helst í Múlahverfi
Upplýsingar í síma
687545 - 687979
inum.
Harðviðarval h/f
Krókhálsi 4 sími 671010
PARKET
Nýtt
Einu sinni enn er Tarkett-parket í far-
arbroddi í parket-framleiðslu.
• Á markaðinn er nú komið parket með
nýrri lakkáferð, sem er þrisvar sinnum
endingarbetri en venjulegt lakk.
• Veitir helmingi betri endingu gegn risp-
um en venjulegt lakk.
# Gefur skýrari og fallegri áferð.
# Betra í öllu viðhaldi.
# Komið og kynnið ykkur þessa nýju og
glæsilegu framleiðslu frá Tarkett.
• Alger bylting á íslenska parket-markað-
F R E E
STYLE
FORMSKÍ JM
LOREAL
mís
nx:
*
Já — nýja lagningarskúmið
frá L'ORÉAL
og hárgreiðslan verður
leikur einn.
SYNINGAR
Árbæjarsafn
Sumarsýningin er farandsýning frá þjóð-
minjasafni Grænlendinga og lýsir græn-
lensku bátunum „qajaq" og „umíaq". Hún
er hingað komin á vegum Útnoröursafnsins,
en svo nefnist samstarf nokkurra menning-
arsögulegra safna í Færeyjum, á Grænlandi
og á Islandi. Sýningin er opin á opnunartíma
safnsins frá kl. 13.30 til 18 alla daga nema
mánudaga.
Gallerf Borg
Pósthússtræti 9
Á sumarsýningu gallerísins gefur að líta um
100 myndverk, aðallega grafík, pastelmynd-
ir, vatnslitamyndir og teikningar eftir alla
helstu listamenn þjóðarinnar, einnig list-
muni úr keramiki og gleri. Þessi fjölbreytta
sýning verður opin í júlí og ágúst virka daga
frá kl. 12 til 18, og mun taka einhverjum
breytingum frá degi til dags. Gallerí Borg
verður lokað um helgar (júlí og ágúst, nema
með sérstöku samkomulagi við einstaklinga
eða hópa.
Gallerí Langbrók
Amtmannsstíg 1
ína Salome heldur einkasýningu á textílverk-
um í Gallerí Langbrók til 7. júlí. Þetta er fyrsta
einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt
í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.
Gallerfið er opiö frá kl. 12—18 en 14—18 um
helgar.
fslenskur húsbúnaður
Langholtsvegi 111
Sýning á verkum nemenda við textíldeild
Myndlista og handíðaskóla íslands. Á sýn-
ingunni eru tauþrykkslengjur, veggmyndir,
púðar og mjúkir skúlptúrar. Þær sem sýna
eru Björk Magnúsdóttir, Fjóla Arnadóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir og Kristrún Ág-
ústsdóttir. Sýningin stendur til 12. júlí 1985.
Kjarvalsstaðir
við Miklatún
Elías B. Halldórsson sýnir 80 — 90 olíumál-
verk í vestursal frá kl. 14. til 22 daglega til 7.
júlí.
Listmunahúsið
Lækjargötu 2
Lokað til 17. ágúst.
Listasafn Einars Jónssonar
Hnitbjörgum við Njarðargötu
Safniö er opið alla daga nema mánudaga frá
kl. 13.30—16. Höggmyndagarður safnsins
er opinn daglega frá kl. 11—17.
Listasafn islands
Við Suðurgötu
í tilefni 100 ára afmælis Listasafns íslands
var efnt til sýningar í safninu á verkum fjög-
urra frumherja í íslenskri málaralist; þeirra
Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónsson-
ar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar S.
Kjarvals. Sýningin er opin fyrst um sinn um
helgar frá 1:30 til 22 en virka daga frá kl. 1:30
til 18 og stendur til ágústloka.
Norræna húsið
Anddyri. Sýningu á íslenskum steinum lýk-
ur 5. júlí. 7. júlí hefst sýning á grafíkmyndum
Gottorms Gottormsgaard frá Noregi.
Norræna húsið
Sumarsýning í sýningarsal Norræna húss-
ins. ‘
Sjávarmyndir eftir Gunnlaug Scheving. Sýn-
ingunni lýkur 25. júlí.
Nýlistasafnið
Vatnsstfg 3b
Sýning hollenska listamannsins Douwes
Jans Bakker frá 5. til 21. júlí frá kl. 16 til 20
alla daga. Douwe Jan Bakker er vel kunnur
íslenskum listamönnum og er nú á íslandi í
10. sinn. Verk hans eru oftast á einhvern hátt
tengd tungu og merkingu, eru rannsóknir á
menningu og tungumáli. Hann vinnur með
ýmis efni og eru verk hans skúlptúrar, um-
hverfisverk og Ijósmyndir, einnig mörg
þeirra tengd arkitektúr. Sýningin í Nýlista-
safninu ber heitiö Notes and references, og
af verkum á henni má nefna ófullgerða bók
sem Douwe vann í Flatey 1978.
Safnhúsið Selfossi
Málverkasýning systkinana Jóninu Bjargar
Gfsladóttur og Ölafs Th. Olafssonar er opin
kl. 14—22 um helgar, 16—22 virka daga.
Hún stendur til 7. júll.
BÍÓIN
★ ★ ★ ★
★ ★ ★
★ ★
★
O
framúrskarandi
ágæt
góð
þolanleg
Íéleg
Háskólabíó
Fálkinn og Snjómaðurinn
(The Falcon and the Snowman)
★ ★★
Sýnd kl. 5, 7:30 og 10.
Sjá umsögn í Listapósti.
Nýjabíó
Romancing the Stone
(Ævintýrasteinninn)
★★★
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 3 sunnudag.
Regnboginn
Sverð riddarans
(Sword of the Valiant)
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11:15.
Tortímandinn
★James Cameron notar hér fáar en fjöl-
troðnar leiöir í framsetningu efniviöarins,
sem leiðir til vægast sagt einhæfra átaka
sem aftur byggjast á þessu þrennu: Eltinga-
leik, oltnum bílum og skothríðum. Ekki þar
fyrir aö Schwarzenegger fer það djöfulli vel
að leika vélmenni.
__ SER.
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05
Löggan í Beverly Hills
(Beverly Hills Cop)
★★★
Bandarísk, árgerð 1984.
Aðalhlutverk Eddie Murphy Þrælgóður að
vanda. Leikstjóri Martin Brest.
Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10.
Villigæsirnar II
★
Sir Laurence Olivier bregst ekki, en bjargar
samt ekki neinu í þessari slöku mynd Peters
Hunt.
__ SER
Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15.
Bíóhöllin
Salur 1
Víg í sjónmáli
A View to a Kill
★★
Sjá umsögn í Listapósti.
Sýnd kl. 5, 7.30,10. Um helgina líka kl. 2.30.
Salur 2
Arnarborgin
(Where Eagles Dare)
Aðalhlutverk: Richard Burton, Clint East-
wood.
Sýnd kl. 7.30 og 10.20.
Svarta holan
Ævintýramynd með tæknibrellum.
Aðalhlutverk: Maximillian Schell, Anthony
Perkins, og Ernst Borgnine.
Sýnd kl. 2.30 og 5.
Saiur 3
Gulag
Sýnd kl. 5 og 7.30.
Sagan endalausa
Sýnd kl. 2.30.
Salur 4
Hefnd Busanna
(The Revenge of the Nerds)
Sýnd kl. 2.30, 5 og 7.30.
Næturklúbburinn
(The Cctton Club)
★★★
Leikstjóri: Francis Ford Coppola.
Hrá og mögnuð, hlaðin stemmningu ekki
ósvipað því sem gerist í Ameríkumyndum
Sergio Leone þar sem hann fjallar um þetta
sérkennilega tímaskeið í sögu Bandaríkj-
anna. Og tónlistin svíkur ekki.
Sýnd kl. 10.
Salur 5
Flamingo krakkinn
(The Flamingo Kid)
★
Sýnd kl. 5. 7:30 og 10.
Laugarásbíó
Salur A
Áin
(The River)
★★
Sjá umsögn í Listapósti.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Salur B
Uppreisnin ó Bounty
★★★
Ný amerísk mynd gerö eftir þjóðsögunni
heimsfrægu. Myndin skartar úrvalsliði leik-
ara þ.á.m. Anthony Hopkins, Edward Fox,
Laurence Olivier og síöast en ekki allra síst
Mel Gibson í hlutverki Christians, eöa eins
og einhver sagði „I wouldn't kick him out of
my bed"ll
Besta Bounty myndin til þessa.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Salur C
Rhinestone
Sýnd kl. 5 og 7.30.
Undarleg paradís
Sýnd kl. 10.
Austurbæjarbíó
Salur 1
Raunir saklausra
(Ordeal by Innocence)
★★
Sjá umsögn í Listapósti.
Bönnuö innan 12. ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 2
Lögregluskólinn
(Ralice Academy)
Sprenghlægileg mynd fyrir alla fjölskyld-
una.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 3
Týndir í orrustu
(Missing in Aetion)
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5, 9 og 11.
When The Raven Flies
(Hrafninn flýgur)
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 7.
Tónabíó
Heilamaðurinn
(The Man With Two Brains)
★★
„Ef menn kyngja þessari atburðarás án at-
hugasemda, má vel vera að þeir geti
skemmt sér konunglega, því margar orð-
ræður eru stórfyndnar og uppákomurnar
smellnar."
- IM.
Sýnd kl. 9 og 11.
BMX-gengið
Sýnd kl. 5 og 7.
Stjörnubíó
Salur A
Prúðuieikararnir sló í gegn.
Sýnd kl. 5 (3 og 5 um helgina).
Salur B
Engin venjuleg óst
Sýnd kl. 5.
Runaway
Flótti
★
Sýnd kl. 7 og 9.
Staðgengillinn
(Body Double)
Aldrei þessu vant klikkar Brjánn Pálma.
Máttlausir kaflar of margir til þess að maður
hafi fiðring af.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 11.
Hafnarfjarðarbíó
Hið illa er menn gjöra.
Aðalleikari: Charles Bronson.
Sýnd kl. 9.
Breytist um helgina.
VIÐBURÐIR
Bubbi Morthens
með hljómleika á Flateyri 4. júlí, í Bolungarvík
5., Súðavík 6., í Uppsölum Isafirði 7.,
Víkurröst Dalvík 10. og í Sjallanum á
Akureyri þann 11. júlí.
Naust
íslandskynning á fimmtudags-, föstudags-,.
sunnudags- og mánudagskvöldum fram til
18. ágúst, einkum ætluð erlendum feröa-
mönnum, en að sjálfsögöu eru allir aðrir vel-
komnir. Boðið verður uppá sjávarréttaborð,
skyr, tískusýningu og þjóðlög. Síðastnefnda
atriðið annast þau Bergþóra Árnadóttir og
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og munu
flytja gömul og ný íslensk lög, lítilsháttar
krydduö álfa- og draugasögum. íslands-
kynning þessi er á vegum Álafoss og
Nausts.
Haskólafyrirlestur
í stofu 102 í Lögbergi fimmtudaginn 4.
júlí kl. 17.15. Donald Morris prófessor í
grískri heimspeki við Harvard-háskóla
flytur opinberan fyrirlestur á ensku sem
nefnist On the Essence of Substance.
Fyrirlesturinn er öllum opin.
Strindberg-fyrirlestrar
Dr. Olof Lagercrantz rithöfundur heldur fyrir-
lestur um Strindberg í boði Norræna húss-
ins sunnudaginn 7. júlí kl. 20.30 og í boði
heimspekideildar Háskóla íslands í stofu 101
í Odda, hinu nýja hugvísindahúsi HÍ, 8. júlí
kl. 17.15. Hann er hér ftengslum viö sýningu
Stúdentaleikhússins á Draumleik og fyrir
milligöngu forstjóra Norræna hússins og
Esbjörns Rosenblad hjá sænska
sendiráöinu.
LEIKLIST
Stúdentaleikhúsið
Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut
Sýningar á Draumleik Augusts Strindberg í
þýðingu Sigurðar Grímssonar hefjast 11.
júlí. Kári Halldór er leikstjóri, Árni Haröarson
stjórnandi Háskólakórsins samdi tónlistina,
en söngur og hljóðfærasláttur gegnir veiga-
miklu hlutverki í sýningunni, Ágúst Péturs-
son sér um lýsingu og alls eru leikarar 16.
Leikskrá er mjög vönduð, höfundar m.a.
Thor Vilhjálmsson og séra Gunnar Kristjáns-
son. Draumleikur verður sýndur öll þriðju-
dags-, fimmtudags- og sunnudagskvöld í
júlí og hefst sýning kl. 22 öll kvöldin.
14 HELGARPÖSTURINN