Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 21
o fyrrverandi starfsmenn Hafskips vandamál félagsins vid óvidkomandi. „Ég sé ekkert athugavert vid ad ræda um stödu fyrirtækisins, þótt hún sé slök, auk þess sem mér finnst rekstrarnidur- stödurnar ekki eins jákvædar og stjórnendur fyrir- tækisins segja ad þær séu,“ segir Björgvin. Hann bætti því vid, ad gagnrýni mætti ekki heyrast innan Hafskips, og undir þetta tók Gunnar Andersen. Hjá þeim bádum kemur fram, ad þad sé einkennandi hjá stjórnendum Hafskips, ad gagnrýni megi ekki heyrast. Eftir ad Björgvin Björgvinsson var rekinn frá Haf- skip USA var skipt um iása á skrifstofum félagsins í Huntington Quadrangle, og í kjölfarid voru starfs- menn skrifstofunnar látnir skrifa undir þagnareid med lofordi um ad ræda ekkert er vardadi málefni fyrirtækisins utan skrifstofunnar. Hvers vegna veit HP ekki. Gunnar Andersen, fv. framkvæmdastjóri Cosmos, dóttur- fyrirtækis Hafskips: „Sögðust ætla að lögsækja mig" Gunnar Andersen rekstrarhag- fræðingur var framkvæmdastjóri Cosmos flutningsmiðlunarfyrir- tækis Hafskips hf., sem félagið keypti formlega í desember 1983. Gunnar sagði upp störfum hjá Haf- skip í febrúar og hætti formlega í maílok. Áður hafði Gunnar Ander- sen unnið fyrir Hafskip sem ráð- gjafi og leitaði upp, kannaði og gerði úttekt á flutningsmiðlurum. t>ví starfi lauk með því að Cosmos í New York var keypt. „Ástæðan fyrir því að ég sagði upp var sú, að samvinna á milli Cosmos og Hafskips var ekki eins og gert var ráð fyrir. Samskiptin við Hafskip USA voru mjög stirð frá upphafi og ástæðan fyrir því var sú, að Baldvin Berndsen, for- stöðumaður Hafskips USA, var þeirrar skoðunar, að skipafélag ætti ekki að vera í nánum tengsl- um við flutningsmiðlara." — Reyndi Baldvin að slíta þessi tengsl? „Hann reyndi ekki beinlínis að slíta tengslin, en öll samskipti þessara systurfélaga einkenndust af þessari kenningu forstöðu- mannsins. Raunar var þessi kenn- ing vel kynnt innan Hafskips og það var fyrst og fremst þessi mað- ur sem breiddi hana út, þótt um- deild sé í skipabransanum." — Var forstjórinn sammála þessari „einangrunarstefnu"? „Já, það hefur komið fram í samskiptum við Hafskip í heild, að stjórn Hafskips hf. sé sammála þessu." — Hvernig hefur það komið fram? „Það hefur verið lögð mikil áherzla á að halda þessu aðskildu. Upphaflega var ætlunin að sam- eina rekstur Hafskips USA og Cosmos að ákveðnu marki, t.d. að hafa bæði fyrirtækin í sama hús- næði í sparnaðarskyni og fleira af því tæi. En þetta breyttist allt með þessari nýju kenningu forstöðu- mannsins í Bandaríkjunum." — Þetta hljómar eins og eig- andi Cosmos hafi viljað koma Cosmos fyrir kattarnef? „Ja, það hljómar kannski þann- ig, en það var aldrei ætlun Haf- skips að drepa Cosmos, þótt mað- ur ímyndi sér, að fyrri eigendur Cosmos hafi það sjálfsagt á tilfinn- ingunni." — Áttu við fyrrverandi eig- endur Cosmos, sem starfa þar enn? „Já, menn sem eru enn starf- andi á skrifstofu Cosmos og eru í raun starfsmenn Hafskips." — Og eru þeir þá ekki undr- andi á því hvernig staðið er að hlutunum? „Jú, þeir hafa látið það í ljós við mig og aðra innan félagsins." — Forstjórann? „Meðal annars, og forstöðu- mann Hafskips USA.“ — Hefurðu dæmi um þessi samskipti? „Sem dæmi má nefna, að Cosmos reyndi að styðja við bakið á Hafskip í „trans-atlantic-ævin- týrinu, en erfið samskipti systurfé- laganna er kannski ein ástæðan fyrir því, að ekki tókst betur til. Til dæmis reyndum við að bjóða við- skiptavinum okkar upp á þjónustu Hafskips, þar sem Hafskip var að bjóða upp á gott verð yfir At- lantshafið. Við byggðum okkar til- boð á tölum, sem Hafskip hafði gefið upp, en í einu tilfelli a.m.k., þegar við vorum búnir að nefna verðið, birtist sölumaður Hafskips inni á skrifstofu hjá viðkomandi viðskiptamanni og bauð upp á miklu lægra verð. Það eina sem hefst upp úr svona er að gera bæði fyrirtækin tortryggileg. Þetta var kannski ekki gert af ásettu ráði, en sýnir skortinn á samspili, sam- starfi." Vegna lítilla flutninga frá Banda- ríkjunum hefur fyrirtækjum í flutningsmiðlun gengið mjög illa á undanförnum árum og farið svo tugum skiptir á hausinn. Þannig má nefna að Behring Internation- al, eitt hið stærsta á þessu sviði, fór á hausinn í apríl. Hjá fyrirtækinu störfuðu um 700 manns. Rekstur Cosmos var erfiður, og fyrirtækið var rekið með tapi. Það skuldar nú um 250 þúsund dollara vegna yfir- dráttar samkvæmt heimild og mun viðkomandi banki hafa farið fram á bankaábyrgð í Útvegsbank- anum vegna yfirdráttarheimildar í framtíðinni. Vegna lakrar stöðu, erfiðs rekstrar og hinnar nýju kenningar um aðskilnað flutningsmiðlunar og skipafélags, fóru menn að velta því fyrir sér að selja Cosmos. Gunnar: „Menn voru farnir að ræða þetta og málið var sérstak- lega „aktúelt", þegar ég sagði upp í febrúarbyrjun. Ég varaði hins vegar sterklega við því, að talað væri um hugsanlega sölu á Cos- mos við aðra flutningsmiðlara, því þá gætu þeir hugsanlega dregið þá ályktun, að það gengi illa hjá Cosmos og gætu túlkað það sem mikla fjárhagserfiðleika og notað það sjálfum sér til framdráttar. En forstöðumaður Hafskips USA tjáði mér hins vegar síðar, að hann hefði tekið að sér að tala um þetta við aðra og hefði þá þegar talað við fjölmarga flutningsmiðlara og aðra aðila í þessum bransa." — Gerdi hann þetta ad þér fornspurðum? „Já. En á sama tíma komst orð- rómur á kreik um að Cosmos væri að fara á hausinn; með mjög alvar- legum afleiðingum. Meðal annars vorum við settir í staðgreiðslukerfi hjá nokkrum skipafélögum." — í Helgarpóstinum hefur okkur orðid tíðrætt um Norð- ur-Atlantshafssiglingarnar, þá flutninga sem Hafskip treystir svo mjög á. Hvert er þitt mat á þeim? „Ég kvaðst strax frá upphafi vera fullur efasemda um þetta. Dollarinn væri sterkur (var reynd- ar á uppleið), útflutningur frá Bandaríkjunum á niðurleið, flutn- ingsgetan að aukast á hafinu, stór skip og önnur skipafélög að koma inn á markaðinn, auk þess sem efnahagskerfin í Evrópu væru veik og ekki útlit fyrir að þau styrktust í bráð, o.s.frv. En það er rétt að fram komi, að ég var aldrei beinlínis beðinn um álit, þótt ég léti það í ljós." — Og hver voru viöbrögðin? „Það má segja, að svörin hafi verið „den tid, den sorg", eða eitt- hvað í þá áttina." — Varaöir þú oft við þessu? „Já. Við ræddum þetta oft á fundum." — Er það þitt mat, aö Norður- Atlantshafssiglingar Hafskips gangi ekki upp? „Dæmið gengur að sjálfsögðu upp, ef skipafélag er með full skip í báðar áttir, en ef það er ekki, þá gengur dæmið ekki upp. Ég efast um að þetta gangi upp hjá Hafskip og það vita það flestir, að nær öll skipafélög eru að tapa peningum á þessum siglingum." — Nú hafa forráðamenn fyr- irtækisins haldið því fram, að félagið sýni hagnað af þess- um siglingum fyrstu fjóra mán- uðina á þessu ári. „Ég leyfi mér að efast um það, ef allir kostnaðarliðir eru teknir með í dæmið. — HP hefur sagt, aö altalað hafi verið fyrir aðalfund Haf- skips, að tapið í fyrra haf i veriö 200 milljónir en ekki þær 95 milljónir, sem kynntar voru á fundinum. Kannast þú við þessar tölur? „Ég hef heyrt þessa tölu nefnda, innan fyrirtækisins og utan. En ég get ekki staðfest það. Ég get ekki staðfest hvort hún er rétt eða röng." — En þú getur staðfest, að það hafi verið bókhaldarinn sjálfur sem sagði þetta? „Já, hann nefndi það við mig oftar en einu sinni. Hins vegar sagði hann, að það færi eftir því hvernig reikningunum yrði stillt upp." — Hvernig er hægt að stilla reikningum upp þannig, að það muni helming — 100 millj- ónum króna? „Ég hef ekki kynnt mér sérstak- lega hvernig það er gert." — f fyrstu HP-greininni um stöðu Hafskips, sem olli miklu fjaðrafoki, var strax bent á þig sem eina heimildamann HP. Hvers vegna var bent á þig, og hvers vegna öll þessi læti? „Þeir hafa sennilega bent á mig vegna þess að þeir vissu, að ég hafði verið þeim ósammála um mörg atriði, sérstaklega rekstur Cosmos og svo þetta „trans-atlan- tic-ævintýri. Ég get vel ímyndað mér, að þeir hafi viljað einangra gagnrýnina í kringum einn mann. Það er auðveldara fyrir Hafskip, þegar í óefni er komið, að ekki fréttist, að það sé almenn óánægja innan félagsins. Það eru fleiri ósammála þeim en ég. Það vita þeir mjög vel.“ — En hvers vegna varð uppi þessi fótur og fit? „Nú, þetta var rétt fyrir aðal- fund, þá átti að skýra frá miklu tapi og menn hafa sjálfsagt verið eitthvað taugaóstyrkir vegna þess." — Er það rétt sem ég heyri, að stjórnendur Hafskips hafi hótað þér málshöfðun? „Þau boð voru látin berast til mín, að það stæði til að lögsækja mig hér í Bandaríkjunum út af ein- hverjum skjalaþjófnaði. Ég veit ekki hvaða skjöl það gætu verið." — Var kannski verið að reyna að þagga niður í þér eða tryggja að þú segðir ekki orð? „Mér sýnist það vera svo, að Hafskip vilji ekki sæta gagnrýni. Ég held, að það sé yfirlýst stefna innan fyrirtækisins, að menn tjái sig sem minnst um vandamál fyr- irtækisins. Ef til vill er ég búinn að vera erlendis of lengi, en ég sé ekkert athugavert við það að segja skoðun sína á rekstri fyrir- tækis á hlutlægan hátt." — Hefurðu orðið var við róg gegn þér eftir að þetta Haf- skipsmál kom upp? „Já, ég hef orðið var við það úr ýmsum áttum. Ég held, að það sé einhver skipulögð herferð, en mér varð það strax ljóst eftir að ég sá greinina í Helgarpóstinum að ég mætti eiga von á slíku." — Telur þú að þessi rógsher- ferð sé ættuð úr aðalskrifstof- unni í Reykjavík? „Það tel ég fullvíst." HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.