Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 11
— Þá spyr ég hvort það verði á vinstri eða
hægri kanti?
„Eg er íhaldssamur í eðli mínu.“
— Ég má til með að hrekkja þig. Ferðu ekki
að flokkast undir það að teljast fjölhæfur mað-
ur?
„Ég veit það ekki. Menn verða að gera það
upp við sjálfa sig hvort þeir telja sig hafa eitthvað
fram að færa eður ei, burtséð frá fjölhæfni. Ef,
og á meðan, ég tel mig geta bætt um betur á ein-
hverjum vígstöðvum, þá tek ég þátt í því. Ef um
pólitík væri að ræða, tæki ég þátt í baráttu þess
flokks sem mínar skoðanir hneigjast að.“
Finnst ég stundum merkilegur
— Er lífsferill þinn háður tilviljunum eða mót-
aður af markvissri stefnu?
„Menn eru að þroskast allt sitt líf. Ég hef líka
verið að þroskast allar götur hingað til. Ég hef
aldrei sett pinnann á einhvern stað á kortinu,
heldur reynt að vinna úr hugðarefnum mínum
eins og ég hef getað best hverju sinni. Það er
markmiðið í dag.“
— Ef þú leggur nú frá þér hempu og útvarps-
tól, hvað skiptir þá mestu máli í þínu lífi?
„Ég held að listin að geta lifað samkvæmt
sjálfum sér og í sátt við umhverfi sitt, sjálfan sig
og náttúruna, hljóti að skipta mestu máli. Þetta
eru margir þræðir sem liggja að einu og því
sama."
— Framtíðardraumar; Hvar er líklegt að fólk
finni þig eftir tuttugu ár?
„Veistu það, ég læt forsjóninni alveg eftir hvar
í ósköpunum ég verð eftir tuttugu ár. Ég tel mig
ekki vera í slíkum tengslum við almætti mitt, að
ég stjórni því yfirleitt hvort ég verð á fótum eða
ekki. Auðvitað reiknum við öll með því að fá að
lifa rjómann af þessu lífi okkar, og ef ég fæ að
halda heilsu, vonast ég til að bera gæfu til að
þjóna náunga minum, hvar og hver sem hann
er.“
— Tekurðu sjálfan þig hátíðlega?
„Já, ég hugsa að ég geri það á stundum að
telja sjálfan mig merkilegan. En ég lít líka „kóm-
ískum“ augum á ýms atriði í lífi mínu og ann-
arra, og mér finnst það góður, göfugur og þrosk-
andi eiginleiki."
— Þá ætla ég að leggja eina samviskuspurn-
ingu fyrir prestinn: Hvað tekur við eftir dauð-
ann?
„Ég veit það ekki. Ég er að störfum hérna
megin og hef mína rótföstu trú. Ég trúi þvi að við
munum lifa að þessu lífi loknu. 1 mínum huga
táknar dauðinn kaflaskil frá lífi til lífs. Samanber
það þegar maður er orðinn þreyttur, þá gengur
maður til hvílu og leggur sig og rís upp endur-
nærður að morgni. Eða að gömul flík er orðin
svo slitin, að hún gagnast manni ekki lengur, þá
fær maður sér nýja. Sama er með þreyttan Iík-
ama; hann hefur þjónað sínum tilgangi og ætli
við fáum ekki annan léttari, þægilegri og betri
að þessu lífi loknu?"