Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 8
ver skyldi vera óstæða þess að landmælingadeild bandaríska hersins, eða Defence Mapping Agency, ákveður að eyða einni og hálfri milljón bandarikjadala, rúmum 60 milliónum íslenskra króna, til rannsókna á þyngdarsviðinu yfír Islandi? Er það almennur áhugi á landinu, gognum þess og gæðum? Eða aðstoð við íslenska visindamenn hja Orkustofnun sem geta haft gagn af rannsóknum af þessu tagi varðanaíjarðhita? Kannski fróðleiksfýsn Bandaríkjamanna? Eða er nákvæm mæling aðdráttaraflsins yfir íslandi á eínhvern hátt nytsamleg fyrir bandaríska aðila — bandaríska herinn? Bæði DV og Sjónvarpið hafa upp á síðkastið greint frá umsvifamiklum rannsóknum Orkustofnunar á aðdráttaraflinu og jafnframt aetið þess að það séu Bandaríkjamenn sem hafi frumkvæðið og kosti þessar athuganir. Þessir f jölmiðlar hafa tíundao kostnað við þessar athuaanir, oa gagnsemina fyrir íslenska vísindamenn, en lítinn ánuga sýnt stærsta atriði málsins: Hvers vegna er bandarísk stofnun, sem heyrir undir herinn, að greioa stárar fjárfúlaur fyrir rannsóknir af þessu tagi? I' hverju Tigaur mikilvægið? Helgarpósturinn ákvað að kanna þessa hlið málsins og við athugun kom ýmislegt fróðlegt í Ijós. Mælingar Orkustofnunar hóf- ust 15. júní. Hér stendur vinnuhópur vísindamanna Orkustofnunar fyrir framan aðra þyrluna: Sven Spiegel flugvirki, Sighvatur Rétursson, sölufulltrúi International Technology Ltd., Karl Bomblies tækjastjóri, Bill Lawrence tækjastjóri, Steel Clayton flugmaður, Bob Jorgensen flugmaður, Ingvar Þór Magnússon mælinga- maður, Oddur Sigurðsson og Gunnar Johnsen. Vita þeir og aðrir starfsmenn ekki hvers vegna Bandarfkjaher kostar mælingarnar og í hvaða skyni þær eru gerðar? DV-mynd JBH/Akureyri. Guðmundur Pálmason, staðgengill orkumálastjóra, segir engan vafa leika á þvi að rannsóknir þær er Orkustofnun vinnur nú að fyrir Bandaríkjamenn, geti haft verulegt herfræðilegt notagildi fyr- ir þá. — Það eru landmælingar banda- riska hersins sem eru verkbeiðendur að rannsókninni á þyngdarsviðinu yfir is- landi. Yfirvöld áhugasöm um verkefnio Það var í upphafi ætlun Banda- ríkjamanna að framkvæma þyngdarsviðsathuganir á íslandi upp á eigin spýtur. Þetta staðfesti Dan Simpson hjá bandaríska sendiráðinu, embættismaður sendiráðsins og næstur sendiherr- anum í valdastiganum, í samtali við Helgarpóstinn. Hann orðaði það svo, að upphafiega hefði það verið hugmynd Bandaríkjamanna að senda vísindamenn sína hing- að til lands og gera þær athuganir og rannsóknir á aðdráttaraflinu sem nauðsynlegar þykja, en grípa til íslenskrar sérfræðiþekkingar meðfram. Simpson sagði, að þeir hefðu einfaldlega ekki reiknað með að íslendingar hefðu tækja- búnað, til að geta staðið undir jafn viðamiklum og flóknum rann- sóknum og um ræddi. ,,Það kom síðan í ljós," sagði Dan Simpson, ,,að íslendingar gátu ráðið við þetta rannsóknarverkefni, og það var okkur ánægja að geta látið það í þeirra hendur. Auk þess voru yfirvöld á sviði orkumála á íslandi mjög áhugasöm um að íslenskir vísindamenn fengju verkefnið til úrlausnar." Aðrir viðmælendur Helgar- póstsins sögðu ástæðuna fyrir sinnaskiptum Bandaríkjamanna í þessum efnum hafa verið þá, að embættismenn hér heima hefðu bent á, að ólga og óánægja gæti •komið upp hérlendis, ef banda- rískir vísindamenn væru einir sér á flækingi um landið í þyrlum og öðrum farartækjum við vinnslu verkefnis á vegum bandaríska hersins. Slíkt væri dæmt til að kalla á tortryggni og hávaða. Fyrrgreindur Dan Simpson tók undir þetta að nokkru leyti, þegar hann sagði við HP: „Það var ekki fýsilegur kostur í mínum augum að Bandaríkjamenn væru í flokk- um um fjöli og firnindi í rannsókn- arleiðangri af þessu tagi.“ Kom i stað uppsagna En fleira réð því, að það voru starfsmenn Orkustofnunar, sem fengu verkið í hendur. Það er hár- rétt hjá Dan Simpson, þegar hann segir íslensk yfirvöld hafa verið áhugasöm um að framkvæmd rannsóknanna yrði á íslenskum höndum, en ekki bandarískum. Ástæðan fyrir þessum áhuga var ekki síst sú, að hinn kostnaðar- sami rekstur Orkustofnunar hefur vakið upp gagnrýni og deilur með þeim afleiðingum, að ákveðið var að draga saman seglin. Fyrirhug- aður var samdráttur í mannahaldi hjá Orkustofnun, fyrst og fremst hjá Vatnsaflsdeild stofnunarinnar, enda menn kippt að sér höndum í virkjunargreiranum í timbur- mönnum eftir fjárfestingaræðið og hinn hrikalega kostnað sam- fara uppbyggingu vatnsaflsvirkj- ana hér á landi. Gudmundur Pálmason, for- stöðumaður jarðhitadeildar hjá Orkustofnun, sem um þessar mundir er æðsta yfirvald hjá stofn- uninni í fjarveru Jakobs Björns- sonar orkumálastjóra, vildi að- spurður ekki orða það svo, að um himnasendingu hefði verið að ræða fyrir Orkustofnun, þegar hið óvænta verkefni kom frá land- mælingadeild bandaríska hersins. „Hinu er þó ekki að leyna," sagði hann, ,,að verkefnum hefur fækkað hjá vatnsaflsdeildinni og það kallað á ákveðna aölögun." Aðrir benda á litla samsvörun í því að starfsmenn vatnsaflsdeildar njóti góðs af nýju verkefni á sviði þyngdarsviðsmælinga. Þannig er það nú samt. Helgarpósturinn hefur það frá heimildum innan Orkustofnunar, að ekkert annað en uppsögn og at- vinnuieit hafi blasað við talsverð- um fjölda starfsmanna; talan 10 hefur verið nefnd. Starfsmaður Orkustofnunar sagði við HP: „Af þessum sökum ríkir talsvert já- kvæður andi í garð verkefnisins, þannig að menn innan Orkustofn- unar hafa ekkert viljað velta því alltof mikið fyrir sér, til hvaða nota bandaríski herinn hyggst nýta sér þá tækniþekkingu, sem verið er að safna. Þó vita menn nokk, hvaða herfræðilegt gildi þyngd- arsviðsmælingar hafa. En þær spurningar og vangavgltur „liggja í láginni." Ekki spurt um ástæður Bandaríkjamanna Hvort sem það er ástæðan fyrir því, að yfirmenn Orkustofnunar kváðust ekki hafa neinar upplýs- ingar um það frá Bandaríkja- mönnum til hverra nota þessar mælingar væru, þá er altént ljóst að áhugi fyrir þeim þætti málsins hefur af hálfu íslendinga verið af skornum skammti. Það virðist enginn hafa látið svo lítið að spyrja til hvers Bandaríkjamenn ætluðu að eyða 60 milljónum króna í viðamiklar rannsóknir á þyngdarsviðinu fyrir ofan landið. Kannski er ástæðan sú, að ekki var reiknað með svörum af hálfu verkbeiðanda, Defence Mapping Agency. Oddur Sigurdsson, verk- efnisstjóri vatnsorkudeildar, segir í samtali við HP: „Ég hef í sjálfu sér ekki spurt Bandaríkjamenn hvers vegna þeir standi að þessum rann- sóknum og séu tilbúnir að greiða íslenskum aðilum mikið fé fyrir gagnavinnu í því sambandi. Nú enda býst ég ekki við að ég fengi nein svör frá þeim við slíkum spurningum." í verksamningi sem gerður var vegna þessara rannsókna Orku- stofnunar fyrir hina bandarísku aðila, er ekkert komið inn á það, í hvaða tilgangi Bandaríkjamenn- irnir vilja verkið unnið. Bæði iðn- aðarráðuneytið og utanríkisráðu- neytið staðfestu þennan samning fyrir sitt leyti. Yfirleitt er það þó Rannsóknaráð ríkisins, sem hefur með að gera útgáfu leyfa til starfa erlendra rannsóknaraðila á ís- lenskri grund. Það er þó ekki í þessu tilviki, samkvæmt upplýs- ingum frá Vilhjálmi Lúduíkssyni, framkvæmdastjóra Rannsókna- ráðsins. Hann sagði þó að venjan væri sú, að Rannsóknaráð ríkisins gæfi út slíkar heimildir. Þá væri leitað umsagna hjá ýmsum aðilum og málið skoðað ítarlega. Það voru hins vegar hærri og valdameiri embætti sem tóku af skarið varðandi samning þann sem gerður var á milli Defence Mapping Agency og Orkustofnun- ar um nákvæmar rannsóknir á þyngdarsviðinu yfir íslandi. Sér- staklega hefur verið nefnt að iðn- aðarráðherra, Sverrir Hermanns- son, hafi verið ákafur um hraða og jákvæða afgreiðslu málsins. Sennilega hefur tiikoma verkefn- isins létt þeirri kvöð af honum, að þurfa að láta menn taka pokann sinn hjá Orkustofnun vegna verk- efnaleysis. Vitneskju safnað í herfræðilegum tilgangi En þótt hvergi sé neitt um það á blaði, hver sé hinn raunverulegi áhugi Bandaríkjamanna á þyngd- arsviðinu við Island, og einnig hitt, að það umræðuefni sé af ákveðnum ástæðum ekki ofarlega á baugi hjá sérfræðingum Orku- stofnunar og öðrum þeim emb- ættismönnum, sem að gerð samn- ingsins við Bandaríkjamenn stóðu, þá vita menn lengra en nef þeirra nær. Guðmundur Pálmason, stað- gengill orkumálastjóra, sagði í fyrstu um notagildi rannsóknanna fyrir Bandaríkjamenn: „Ég get ekki svarað því hvernig Banda- ríkjamenn munu nýta þá vitneskju sem þeir fá út úr þessum rann- sóknum. En upplýsingum af þessu tagi hafa Bandaríkjamenn reynt að safna út um allan heim, þar sem þeir eiga þess kost.“ Við frekari eftirgrennslan HP 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.