Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 12
II m daginn hóf störf sem yfir- maður hjá Cosmos á íslandi, dótt- urfyrirtæki Hafskips, ung kona með meistaragráðu í viðskiptafræðum frá Bandaríkjunum. En viðdvölin varð í stysta lagi, því eftir því sem HP hefur fregnað sagði konan upp störfum sama daginn og hún byrjaði og bar því við, að starfssviðið væri annað en kynnt hefði verið fyrir henni í starfslýsingu... l^Slftir að HP hleypti lífi í umræð- urnar um framtíð Hafskips hefur gætt mikillar taugaveiklunar meðal forráðamannanna og Parkerpennar verið skrúfaðir sundur og saman á fundum. Þá hafa menn verið á þon- um út um lönd og fór forstjórinn Björgólfur í ferð til Evrópu og Ameríku. Til Bandaríkjanna fóru einnig sér á parti tveir menn, Þor- valdur Bergmann Björnsson, hægri hönd Björgólfs, og Þorsteinn Sigurðsson. Sá síðarnefndi var meðal annars í því að líta á heildar- dæmið vegna rekstrarins á Hafskip í Bandaríkjunum og mun hafa geng- ið rösklega fram. Hins vegar tók hann upp á því fyrir nokkrum dög- um að spyrja áleitinna spurninga og var þá víst rætt um að senda hann heim... Wt egar Lárus Jónsson og Ólafur Helgason úr bankastjórn Útvegsbankans voru látnir reyna að svara ásökunum okkar HP-manna um að bankinn hefði iánað Hafskipi langt umfram veðhæfni eigna, var það látið fyigja, að bankinn hefði ekki bara veð í eignum félagsins, heldur einnig persónuleg veð í eig- um hluthafa. Þetta kom mörgum kunnugum manninum á óvart, en þá var það sem einum snjöllum datt í hug, að þeir Útvegsbankamenn hlytu að eiga við ódagsettan trygg- ingarvixil með nafni Magnúsar Magnússonar, fyrrverandi Haf- skipsmanns, sem lenti í fangelsi og hvarf svo af landi brott, og jafnframt nafni Þórarins Gudbergssonar í Garðinum. Þessi tryggingarvíxill hljóðar víst upp á 990 þúsund þýsk mörk. Þá munu liggja aðrar per- sónulegar skuldbindingar á pappír- um í sama banka, en að raunvirði hafa þessir víxlar hrapað í áranna rás niður í nokkurra þúsund króna verðmæti. . . Eins og menn muna eflaust sögðum við frá því hér í HP, að Þórður Björnsson ríkissaksóknari hefði hótað því að segja af sér sem ríkissaksóknari, ef Hæstiréttur dæmdi lögreglumennina þrjá, sem komu við sögu í Skafta-málinu svo- kallaða. Nú hefur Hæstiréttur sýkn- að tvo, en dæmt einn þeirra. Það verður því spennandi að sjá hvort Þórður lætur sér nægja einn dæmd- an lögreglumann eða ekki. Ef hann gerir sig ekki ánægðan, þá fær framsóknarmaðurinn í dómsmála- ráðuneytinu, Jón Helgason, tæki- færi til að skipa eftirmann Þórðar í samræmi við flokkssamþykktir frammara... A ^^^^nnars segja menn um mál- flutning Þórdar, að hann hefði sómt sér vel í amerískri „Perry Mason-mynd, æðislega klár og greindur nagli, sem hefði hrifið kviðdóminn með sér í hringdans, ef hann hefði viljað. Á hinn bóginn er bent á, að Þórður hafi „gleymt" því, að hérlendis er ekki notast vð kvið- dómendur heldur þunga hæstarétt- ardómara, sem láta ekki glepjast af einföldum leikbrögðum. Aðrir halda því fram, að Þórður hafi verið að tala fyrir fulltrúa pressunnar á staðnum. Hvað sem því líður, ku Þórður ræðumaður af fyrstu gráðu enda fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík... blaðsins og núverandi, starfsmanni Menningar- og fræðslusambands Alþýðu, að taka að sér fram- kvæmdastjórastarfið. Þráinn mun hins vegar hafa afþakkað starfann og nú geysast Jónsmenn áfram... V erkalýðsforystan mun vera ólm út í Þjóðviljann, sem eru reynd- ar ekki nýjar fréttir. En einkum eru það fréttir blaðsins af fundum verkalýðstoppanna sem fara í taug- arnar á alþýðuleiðtogunum. Ástæð- an: Þjóðviljinn talar bara við Guö- mund jaka Guömundsson... V, ið heyrum sífellt nýjar sögur úr athafna- og viðskiptalífinu. Gengi íslensku krónunnar og kaupmáttur hefur löngum verið upp og ofan, og þó aðallega ofan. Nú mun það tíðk- ast víða að forráðamenn og stjórn- endur fyrirtækja séu farnir að semja um kaup sitt í dollurum, þannig að launagreiðslur í íslenskum krónum fylgi gengi dollarans. Þannig heyrð- um við um daginn að þekktur fram- kvæmdastjóri hér í borg hefði samið um mánaðarkaup upp á þrjú þús- und dollara. Og reikni nú hver sem vill.. . A i^^Alþýðuflokksmenn, með Jón BaJdvin Hannibalsson í broddi fylkingar, leita nú logandi ljósi að nýjum framkvæmdastjóra, en Ámundi Ámundason hefur gegnt því starfi að hluta til, þótt hann hafi aldrei fengið titilinn. Hef- ur forystan rætt við ýmsa menn, sem allir hafa beðið um að þessi kal- eikur væri tekinn frá þeim. Þannig mun Jón Baldvin og kó hafa lagt mjög hart að Þráni Hallgríms- syni, fyrrum blaðamanni Alþýðu- V iðbúnaður í hugvísindahúsi Háskóla íslands, vegna ráðstefnu norrænu svæfingarlæknanna, fór fyrir brjóstið á mörgum nemendum og kennurum. Öryggisverðir Se- curitas höfðu strangt eftirlit með höndum, og margir nemendur sem hugðust ná í einkunnir sínar síðari hluta dags, urðu frá að snúa, því ekki þótti þorandi að hleypa þeim inn í húsið. Þá þurfti einn kennara að sýna nafnskírteini þegar hann ætlaði á skrifstofu sína til að vinna að kvöldi til. Ástæðan fyrir öryggis- gæsiunni var ekki einungis ráð- stefna læknanna sem slík, heldur tæki upp á tugi milljóna sem voru til sýnis í tilefni af henni Hættu menn ekki á annað en að hafa þarna stöð- uga vörslu. Annars sögðu gárungar að húsakynni hugvísindamanna hefðu nánast verið eins og markað- ur, m.a. var eiginkonum svæfingar- lækna boðið upp á ilmvatnskynn- ingu í einu horni hússins. . . || ■I afnarbúðadeilan heldur áfram. Borgarstjórn er nú farin í sumarfrí og kemur ekki aftur saman fyrr en 19.’sept., þannig að engar stórar ákvarðanir verða teknar á meðan. Hins vegar hefur Davíð Oddsson borgarstjóri herst allur í málinu og vill útkljá það hið fyrsta með því að borgin selji ríkinu Hafn- arbúðir sem síðan afhendi þær Landakotsspítala. Mun hin harðn- andi afstaða Davíðs einkum byggj- ast á því, að hann álítur það öldung- is ótækt að 50 milljónir skuli liggja vaxtalausar í Hafnarbúðum, svo og að borgin keypti Hafnarbúðir ein á sínum tíma og naut ekki aðstoðar ríkisins, en því bar að greiða 85% kaupverðsins þá. Þá mun Davíð túlka þrýsting starfsmanna á að hús- ið verði ekki selt sem samantekin ráð læknamafíunnar á Borgarspítal- anum. Á hinn bóginn segja aðrir að þrýstingurinn af hálfu Landakots á ríkið um sölu Hafnarbúða séu sam- antekin ráð læknamafíunnar á Landakoti, þannig að nú virðist mafíustríð í uppsiglingu... Etains og blaðalesendur hafa ef- laust tekið eftir hafa rútubílstjórar lagt talsvert upp úr aukinni kynn- ingu á starfsemi sinni, sem að sjálf- sögðu miðar að því að hvetja fólk til þess að ferðast um landið sitt á ódýran hátt. Þannig fór Austurleið í dag með hóp blaðamanna og ljós- myndara austur í Þórsmörk, þar sem þeim verður kynnt aðstaðan fyrir ferðamenn í þessari vin. Meðal annars hefur verið stórbætt öll hreinlætisaðstaða og í þokkabót komið gufubað á svæðið. Kynning sem þessi er ekki ástæðulaus, því í hugum margra, ef ekki flestra Reyk- víkinga, er einhver óravegur til Þórsmerkur. Staðreyndin er óvart önnur. Þangað eru í fyrsta lagi ekki nema um 150 kílómetrar og í öðru lagi hefur vegurinn austur verið malbikaður alla leið að Markarfljóti. Þaðan eru ekki nema 25 kílómetrar í Mörkina. Með skikkanlega löglegu aksturslagi tekur því ekki nema röskar tvær klukkustundir að skjót- ast þangað. Með rútu og einu stoppi á Hvolsvelli tekur ferðin aðeins 3 klukkutima... 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.