Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSY eftir Magdalenu Schram • Orkuspáin sem stefnan byggði á, gerði t.d. ráð fyrir 13.000 rafmagnsbílum á íslandi árið 1990! Frá auðlind til örbirgóar? Fyrir „venjulegt fólk“ úti í bæ hefur verið dálítið skrýtið að fylgjast með afmælisveislu Landsvirkjunar þessa vikuna. Hátíðahöldin hófust í sjónvarpinu á sunnudag með ein- hvers konar auglýsingu um ágæti fyrirtækis- ins. Á þriðjudag mátti iesa í þremur dagblöð- um frásögur af blaðamannafundi, sem hald- inn var deginum áður: í tilefni tímamótanna á að veita þjóðinni aðgang að vatnsaflsstöðv- unum, og sérstakir starfsmenn munu verða þar til leiðsagnar. Það hafa verið harðir tím- ar, en þetta stendur til bóta núna. Þjóðviljinn benti að vísu á að erlendar skuldir Lands- virkjunar næmu nú 17 milljörðum, og að vextir og afborganir væru 900 milljónir á ár- inu, en „vonast er til að Landsvirkjun geti greitt 5% erlendu skuldanna á ári hverju, þannig að um aldamótin yrði fyrirtækið skuldlaust." Morgunblaðið sagði ekki eitt einasta orð fyrr en á miðvikudag, en þá sagði það í fyrirsögn að„orkuveitusvæði fyr- irtækisins spannar nú yfir nær allt landið" og „almenningi gefinn kostur á að skoða virkj- anir í surnar." Neðanmáls kom þó fram að nú skuldaði Landsvirkjun 900 milljónir (sic!) en að það stæði til bóta. Þetta er sem sagt allt í lagi, að því er virðist. Ekki annað í fréttum en það, að þjóðin má skoða eignina og Landsvirkjun er að gegna hlutverki sínu; því að rafvæða landið. Nú vill svo til að 17 milljarðar eru dálagleg upphæð. Til samanburðar má geta þess, að verðmæti útfluttra sjávarafurða síðasta árs var 15.8 milljarðar. Einnig, að erlendar skuldir þjóðarinnar voru í árslok 1984 rúmir 53 milljarðar. (Hvort tveggja skv. Hagtölum júnímánaðar, útg. af Seðlabankanum). Skuldir auðlindarinnar eru sem sagt tæpur þriðjungur erlenda skuldabaggans, sem við berum á bakinu. Núverandi ríkisstjórn hefur frá því hún komst að, verið að fullvissa okkur um að eitt helsta baráttumál hennar sé að minnka baggann. Greiðslubyrði hans,miðuð við útflutningstekjur, hefur þó þyngst jafnt og þétt — úr 20.6% árið 1983 í 24.3% á síð- asta ári. Hver er hlutur Landsvirkjunar í þessari aukningu? Og hvernig ætlar Lands- virkjun að standa við þau orð sín, að fyrir- tækið verði skuldlaust um aldamót? I fljótu bragði sýnist sem það taki 20 ár að greiða niður skuld, séu 5% greidd á ári, en núna eru 15 ár til aldamóta. I öðru lagi; á hvaða for- sendum byggjast þessar vonir? Samkvæmt rekstrarreikningum ársins 1984 voru rekstrartekjur um 2.2 milljónir; 1.1 milljón greiddist í vexti, 0.6 í afskriftir og 0.5 milijón- ir fóru í önnur gjöld. Að mati hagvísra viðmælenda HP er á því fræðilegur möguleiki að hægt sé að greiða upp núver- andi skuldir fyrirtækisins á næstu 15-20 ár- um, svo fremi að ekki verði ráðist í neinar fjárfestingar. Þ.e.a.s. ef ekkert verður virkjað. Það er þó alls ekki á áætlun, heldur stendur til að ljúka við Blönduvirkjun, og enn er mið- að við að það gæti orðið 1988. Blöndu verð- ur tæpast frestað lengur en til 1991, vegna gerðra samninga. Trúverðugar skýringar á þeirri fullyrðingu, að Landsvirkjun verði skuldlaus um aldamót, liggja því í raun alls ekki fyrir. Önnur spurning, sem „venjulega fólkið" hlýtur að vera að velta fyrir sér, er hvernig á því standi að Landsvirkjun skuldar þessi reiðinnar býsn yfirhöfuð. Til að leita svara við því, er fróðlegt að skoða ársskýrslur Landsvirkjunar. Þar kemur m.a. fram að umframorkan er um 700 gwst. Síðasta stóra virkjunin, Hrauneyjarfoss, hefur um 900 gwst. framleiðslugetu, en helmingurinn af þeirri getu er enn ónýttur. Þegar Finnbogi Jónsson, varamaður í stjórn Landsvirkjunar, lagði fram skýrslu sína í janúar s.l. um of-fjárfestingu Lands- virkjunar, spunnust um hana miklar umræð- ur — ekki þó um fjárfestingarstefnu Lands- virkjunar, heldur um það hvaða nafni ætti að kalla ónýtta rafmagnið. Jóhannesi Nordal tókst að smeygja sér framhjá því sem núna virðist mergurinn málsins, með því að segja að tölur þær, sem Finnbogi lagði fram, væru fengnar með því að telja sem umframorku þær 250 gwst., sem Landsvirkjun teldi nauð- synlegar af öryggisástæðum. Með því að skilgreina 250 gwst. sem öryggisorku, átti Jóhannes þó eftir að gefa nafn 450-500 gwst. umframorku, en það gerði hann á þessa leið: „Þessi umframorkugeta er að verulegu leyti eðlileg vegna þess að raforkukerfi er alltaf byggt upp í stórum áföngum." (Sjónvarps- viðtal 11.1. 1985). Það má til sanns vegar færa að stefnan í íslenskum raforkumálum hefur verið að byggja upp í stórum áföngum, og að þess vegna hafi það verið „eðlilegt" að um ónýtta orku væri að ræða fyrst í stað. Spurningin núna er hins vegar sú, hvort stefnan hafi verið rétt. Það er raunar líka spurningin, sem lesa má úr skýrslu Finnboga frá í vetur, og það hlýtur að vera spurningin, sem brennur á okkur þegar staðhæfingar um umframfjárfestingu eru nú staðfestar af U.H talsmönnum Landsvirkjunar. Tökum dæmi: Umframorkan, 450-500 gwst. að mati Jó- hannesar Nordal, nægir til þess að knýja ál- verið í Straumsvík í u.þ.b. 4 mánuði. En hér- lendis vantar engan þessa orku. í ofanálag er svo verið að virkja Blöndu, og hvað bætist við? 700 gwst.! Ef við leggjum þetta allt saman, þá er útkoman sú, að umframorka á íslandi myndi að öllu óbreyttu fara langt með að fullnægja raforkunotkun almennings í þessu landi. Eina leiðin til þess að við fáum peninga fyrir þessa auðlind okkar er að selja orkuna. Við höfum því miður enga kaupend- ur, og ólíklegt verður að telja að orkufrekir auðhringar standi í biðröð til að kaupa raf- magn uppi á íslandi fyrir 18 mills, eins og for- maður stóriðjunefndar, Birgir ísleifur Gunn- arsson, telur raunhæft verð. Ætlum við að halda áfram að búa til vöru sem enginn vill kaupa? „Þetta er stærsta og óhugnanlegasta mál- ið, sem upp hefur komið í sögu lýðveldisins," sagði óflokksbundinn rannsakari í samtali við HP um þessi mál. „Þeir fela sig núna á bak við það, að orkuspárnar hafi ekki stað- ist“, benti hann á, enda kemur það fram í við- tölum og yfirlýsingum ráðamanna Lands- virkjunar. Ollum viðmælendum HP kemur saman um að það hafi verið ljóst a.m.k. árið 1983, að spárnar komu ekki heim og saman við orkunotkun. Athuganir á samræmi orku- notkunar og spádóma voru ekki gerðar, fremur en aðrir aðsemisútreikningar. Orku- nýtingarspárnar munu reyndar vera byggðar á sérkennilegum forsendum, m.a. ku þar gert ráð fyrir 13.000 rafmagnsbílum árið 1990! Andmælendur stórvirkjana (og þá stór- iðju, því það hefur einatt farið saman) hafa því óneitanlega nokkur tromp á hendi að lokinni afmælisveislu Landsvirkjunar, og það úr hendi ráðamanna þar, sem í raun hafa staðfest og viðurkennt óráðsíuna í bland við djús og kex. ERLEND YFIRSYN Nýi húsbóndinn í Kreml lætur skammt stórra höggva á milli. Á mánudag losaði Mikhail Gorbatsjoff flokksforingi sig við eina alvarlega keppinautinn um völdin, Grigori Rómanoff, úr stjórnmálanefnd miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Á þriðju- dag lét hann svo Æðsta ráðið kjósa merkis- bera hnígandi öldungaveldis, Andrei Grom- iko, forseta ríkisins. Þar með losnaði embætti utanríkisráðherra fyrir skjólstæðing flokks- foringjans, Eduard Shevardnadse. Sá settist dagínn áður í sætið í stjórnmálanefndinni sem Rómanoff rýmdi. Með þessum tilfærslum í forustu flokks og ríkis hefur Gorbatsjoff sýnt svo rækilega sem verða má, að hann hefur rúmum hundrað dögum eftir útnefningu, fastari tök á emb- ætti aðalritara miðstjórnar kommúnista- flokksins en fyrirrennarar hans um langan aldur. Rómanoff keppinautur hans var fyrr flokksritari í Leníngrad og síðan ritari mið- stjórnar með mál hergagnaiðnaðarins á sinni könnu. Bakhjarl hans í valdakerfinu var því ærinn, enda tókst honum að afstýra því að Gorbatsjoff tæki við embætti aðalrit- ara af Andrópoff fyrir þrem misserum. Þegar Sérnenkó, sem þá var valinn, entist ekki nema árið, segir sagan í Moskvu að Róman- off hafi stungið upp á Viktor Grishin, Flokks- ritara í höfuðborginni. En nú varð Grobatsj- off ekki stöðvaður lengur, og er talið að Gromiko hafi ráðið miklu um úrslitin. Að svo komnu var ekki að sökum að spyrja fyrir Rómanoff, og bætti ekki úr skák ef satt er sem sagt er í Moskvu, að hann hafi lagst í drykkjuskap og kvennafar. Á sínum tíma tók það Bresnéff þrettán ár að bæta tignarstöðu forseta við valdastöðu aðalritara flokksins. Gorbatsjoff sýnir nú, að hann telur sig ekki þurfa á slíkri vegtyllu að halda. í ræðunni á fundi Æðsta ráðsins, þar sem hann stakk upp á Gromiko í forsetaemb- ættið, komst hann svo að orði, að nú þyrfti aðalritarinn að einbeita sér að yfirumsjón með stefnumótun og framkvæmd mark- aðrar stefnu af hálfu flokks og ríkiskerfis. Gorbatsjoff hefur raðað mönnum af sínu sauðahúsi og sinni kynslóð í áhrifastöður rit- ara miðstjórnar frá því á fundi stjórnmála- nefndar 23. apríl, en þá voru gerðar meiri • Fimmta áratug framaferilsins skipar Andrei Gromiko forsetastól Sovétríkjanna. eftir Magnús Torfa Ólafsson Sovéski flokksforinginn vill sýnast vís til stórræda breytingar á þessum helstu valdastofnunum Sovétríkjanna en átt höfðu sér stað í hálfan annan áratug, undanfarinn kyrrstöðutíma. Nikolaj Rískoff hefur yfirumsjón með iðnað- inum, eftir reynslu af stjórn fyrirtækja og áætlanagerð. Viktor Níkonoff sér um land- búnaðarmál. Egor Lígatséff á að drífa áfram flokksstarfið. Loks var kórónan sett á endur- nýjunina á valdatindinum 4. júní, þegar Georgí Rasúmovski var settur yfir deildina sem sér um val manna í ábyrgðarstöður í flokknum. Rasúmovski vann undir stjórn Gorbatsjoffs árin 1982 og 1983. Nú kemur í hans hlut að sjá um val fulltrúa á 27. þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Gert er ráð fyrir að það komi saman 25. febrúar á næsta ári; og þar verður ný miðstjórn kjörin. Ekki er að undra að Andrei Gromiko verði feginn að létta af sér byrði daglegrar umsjón- ar með utanríkismálum. Liðnir eru rúmir fjórir áratugir frá því hann gerðist lykilmað- ur í framkvæmd utanríkisstefnu Stalíns í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Embætti utan- ríkisráðherra hefur hann nú gegnt í 28 ár samfleytt. Þörf hálfáttræðs manns með slíkan feril á hægara starfi fer saman við ósk Gorbatsjoffs, að láta nýja vendi sópa svið utanríkismála samfara viðleitninni til að hrista upp í stöðn- uðu og hriktandi hagkerfi og valdakerfi heima fyrir. Yfir utanríkisráðuneytið er sett- ur maður með enga sérstaka reynslu á því sviði. En Eduard Shevardnadse hefur verið flokksforingi í Grúsíu frá 1972. Þar áður var hann yfir leynilögreglunni í lýðveldinu, handgenginn Andrópoff og síðar Gorbatsj- off. Hlutverk hans á greinilega að vera, að sjá um að utanríkisráðuneytið eigi auðvelt með að láta til sín taka á alþjóðavettvangi. Þar að auki má ætla, að val Shevardnadse sé vísbending um að sovétstjórnin hugsi sér til hreyfings í löndunum fyrir botni Miðjarð- arhafs. Flokksforustan í Grúsíu, eins og öðr- um Kákasuslýðveldum Sovétríkjanna, fylgist náið með framvindu þar um slóðir, og Bandaríkjastjórn er á góðri leið að brjóta af sér hylli þeirra arabaríkja sem máli skipta. Þegar Bresnéff bætti forsetatigninni við aðalritaravaldið, var sú skýring gefin á þeirri ráðabreytni, að hann þyrfti á báðum vegtyll- um að halda til að standa í hvívetna jafnfætis forseta Bandaríkjanna á fundum og í öðrum samskiptum æðstu manna risaveldanna. Mikhail Gorbatsjoff sýnir það, með því að láta forsetaembættið fram hjá sér fara, að hann þykist ekki þurfa á neinni sérstakri silkihúfu að halda til að hafa í fullu tré við Ronald Reagan. Frá því Bandaríkjaforseti gerði þá skyssu að láta ógert að fylgja Sérnenkó til grafar og fá þannig tækifæri til að kynnast eftirmanni hans umsvifalaust, hefur hann verið í varn- arstöðu gagnvart Gorbatsjoff. Þetta hefur sovéski flokksforinginn kunnað að notfæra sér út í æsar í skæklatogi leiðtoga risaveld- nna. Frá því að Reagan sá villu síns vegar, að hann skyldi afrækja útför látins leiðtoga í Kreml í vetur, hefur hann lagt kapp á að hraða sem mest fundi þeirra Gorbatsjoffs. Sovéski flokksforinginn hefur látið Banda- ríkjaforseta ganga á eftir sér í þessu efni. Talsmenn í Hvíta húsinu gerðu því skóna við fréttamenn, að fundum Reagans og Gor- batsjoffs myndi bera saman í San Francisco við afmælishátíðahöld Sameinuðu þjóðanna eða í New York í haust við almennar umræð- ur í Allsherjarþinginu. Seint og um síðir lét Gorbatsjoff uppi, að hann myndi hvoruga at- höfnina sækja. Þá var svo kömið væntingum í Bandaríkj- unum um fund æðstu manna, að Reagan varð að sleppa tilkalli til að vera gestgjafi að þessu sinni og halda fundinn á sinni heima- slóð. Látið var vitnast frá Hvíta húsinu í fyrra- dag, að daginn áður hefðu þeir Shultz utan- ríkisráðherra og Dobrinin sovétsendiherra orðið ásáttir um að Reagan og Gorbatsjoff hittist á hlutlausum velli í Genf dagana 19. til 21. nóvember. Sama dag og þessu var lekið til frétta- manna í Washington var kunngerð í Moskvu forfrömun Gromiko úr utanríkisráðherraem- bætti til forsetatignar. Þar með er kippt út af væntanlegum fundi æðstu manna þeim eina sovétmanni í fremstu röð, sem þeir Reagan og Shultz þekkja meira en af afspurn og hafa átt bein skipti við. Utanríkisráðherraskiptin i Moskvu eru því meðal annars til þess sniðin að slá Bandaríkjaforseta og menn hans út af laginu, einmitt þegar undirbúningur að fundi æðstu manna hefst fyrir alvöru. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.