Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 10
Önundur Björnsson, prestur og fjölmiðlamaður, í HP-viðtali: eftir Eddu Andrésdóttur mynd Valdís Óskarsdóttir Önundur Björnsson segist standa á tímamótum. Eftir þriggja ára þjónustu íBjarnarnesprestakalli, hefur hann sótt um leyfi frá hempu og prestakraga. Þess ístad œtlar hann aö helga sig morg- unþœtti Ríkisútvarpsins og rekstri nýs fyrirtœkis, sem snýr aö kynningarþjónustu og almenningstengslum. Biskupsemhættiö hefur samþykkt umsókn Önundar um leyfiö, en grœna Ijósiö er ekki enn komiö frá ráöuneytinu. Reyndar á umrœtt leyfi ekki aö hefjast fyrr en 1. september nœstkomandi, og þá hlýtur maöur aö spyrja hvort þaö fari ekki illa saman aö vera daglega í útvarp- inu, og þjóna jafnframt heilu prestakalli austur á landi? „Það fer kannski ekki svo illa saman, einkum með tilliti til þess hver staðan var þegar ég tók að mér morgunþáttinn. Ég var húsnæðislaus á Höfn í Hornafirði, það var komið sumar, en á þeim tíma eru minni annir í kirkju- og safnaðar- starfi. Sem betur fer er líka um stuttan tíma að ræða, þar til annar maður tekur við. Ég hafði fal- ast eftir launalausu ársleyfi frá og með næsta hausti. Auk þess hafði ráðuneytið ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að verða embættinu úti um húsnæði fyrir viðkomandi prest.“ — Mætti kannski túlka þetta þannig að ráðu- neytið vildi losna við þig? „Ja, það læðist að mér sá grunur já, að þeir væru ekkert ósáttir við það. Eg byggi það á því að ég hef sótt fast að ná fram rétti prestakallsins, sem er fólginn í embættisbústað og jörð. Ég hef hvorki fengið tangur né tetur af þessum hlunn- indum sem eiga að fylgja embættinu. Ég hef ver- ið í leiguhúsnæði sem síðan var selt, og þar með var ég húsnæðislaus. Þegar ég áttaði mig á því að ráðuneytið hafði ekkert gert í þá veru að leita eftir húsnæði fyrir mig, og ég stóð frammi fyrir því að fara út á tjaldstæði, sá ég mitt óvænna og flúði í næsta húsaskjól sem ég átti völ á. Það var mitt eigið hús í Reykjavík." — Hvernig gengur þá að sinna embættis- skyldunum? „Gárungarnir þar eystra segja að ég hafi aldrei sinnt embættisskyldum mínum betur en eftir að ég fór. Það er þeirra „húmor". — í hverju liggur það? „Ég held ég hafi reynt að sinna mínu fólki þar eystra eins og mér hefur verið auðið, og leitast við að vera lipur og liðlegur í öllum mínum prestsverkum." — Hvernig hefur þér samið við sóknarbörnin? „Mér hefur samið mjög vel við þau. Ég held að mér lyndi yfirleitt mjög vel við fólk. Mitt sóknar- fólk fyrir austan hefur tekið mér ákaflega vel. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta." — Nú er starf prestsins víðtækt. Fólk ætlast ekki síst til að hann sé sálusorgari. Hvernig get- urðu sinnt því þegar þú ert ekki til taks? „Auðvitað hlýtur það að bitna skelfilega á fólkinu að þarna er ekki prestur. En það er við- tekin venja, að fólki finnist presturinn ekki gera nokkurn skapaðan hlut; það sé nánast baggi á samfélaginu að vera með presta, sérstaklega í smærri byggðarlögum. Aftur á móti er eins og fólk sakni einhvers þegar presturinn er ekki til staðar. Það þarf líka að hygla sálarlífi fólks." Ég vil fá að vera í friði í minu einkalífi — Hvert er hiutverk prestsins að þínu mati? „Það er ákaflega víðtækt. Það snertir allar hliðar mannlífsins. Ekki bara sorgina, heldur líka gleðina. Presturinn á ævinlega erindi. Upp- skrift fólksins getur þó verið öðruvísi en sú sem ég gef hér. Sumir ímynda sér prestinn sem mann sem ætti helst að vera á róli á milli himins og jarðar, en ekki starfandi hér á jörðu. Slík hugsun er mér ákaflega framandi og raunar hef ég ímugust á fólki með þessar ranghugmyndir um presta. Við erum ekkert annað en ósköp venju- legir menn. En ég taldi mig eiga erindi út á þenn- an akur til að liðsinna fólki, bæði í gleði þess og sorg." — En þurftirðu að verða prestur til þess? Gastu ekki sinnt þessu á annan máta? „Jú, það má segja. Ég held að ég hafi látið fjöl- miðlastarf og prestskap haldast í hendur. Á und- anförnum árum hef ég séð um útvarpsþætti sem snerta þær hliðar mannlífsins, sem allflestir hugsa einhvern tíma um en tala ekki um.“ — í framhaldi af því. Þeir þættir hafa snert til- finningalíf fólks. Ertu tilfinningamaður sjálfur? „Ég veit ekki hvað segja skal um það. Auðvit- að er ég tilfinningamaður, en ekki endilega mjög heitur. Þau málefni sem ég hef fjailað um í mínum prestskap, eru þau sem mér eru mjög hugleikin. Ég skynja tilveru okkar hér, en ekki í efra, á meðan við erum hér enn. Og ef erindi mitt nær því að geta hjálpað, sinnt eða þóknast einhverjum, hvort heldur er í nútíð, þátíð eða í framtíð, þá hef ég náð tilgangi mínum." — Er séra Önundur þá ekki annar en Önundur útvarpsmaður? „Ég vil hiklaust aðskilja þetta tvennt. Ég vil vera Ónundur í friði í mínu einkalífi, en aftur á móti séra Önundur þegar ég sinni mínum opin- beru skyldum; samanber lækni sem fær að vera í friði í sínu einkalífi. Ef hann bregður sér á Þing- völl eða á skemmtistað, er ekki litið á hann sem lækninn, heldur manninn með þessa menntun." — Hefurðu ekki fengið að vera í friði sem slík- ur? „Jú, en fólki hættir til að rugla saman starfi og leik. Því finnst að séra Önundur sé mættur upp- pússaður í hempu og kraga á skemmtistað — ef hann fer þangað." — Finnst fólki við hæfi að prestar sæki skemmtistaði? „Ég læt fólki eftir að ákveða eigin hugsanir og reyni ekki að hafa áhrif á þær. En eitt er víst; ég hef sjálfur ekki hugsað mér að gerast þræll smá- borgaraálitsins." — En nú líta margir þannig á að prestur eigi að vera fyrirmynd. Flokkast þú undir það? — Ég tók ekki að mér prestskap til að verða fyrirmynd fólksins, heldur til að sinna mínu fólki þegar það þarf á að halda, og þegar ég held að fólk þurfi þess með." —■ Þú stendur sem sagt fast á þínu, og lætur ekki undan þrýstingi. — Ég get upplýst þig um það, að daginn sem ég gekk út úr dyrum heima hjá mér, áleiðis nið- ur í Dómkirkju til vígslu, hét ég sjálfum mér því að ef ég þyrfti — vegna embættisins — að breyta mér á einn eða annan máta frá því sem ég hef að mínu viti verið allar götur hingað til, þá hætfi ég þann sama dag.“ Mér finnst gaman að fara á skemmtistaði — Ertu gleðimaður? „Mér finnst lífið yndislegt, og það er smekks- atriði hvaða farveg menn velja sér. Einhvers staðar stendur að það væri vondur prestur sem ekki benti á betri veg en hann fer sjálfur. En hvað er gleði? Ég skil hana í mjög víðu sam- hengi. I mínum huga er hún fullnægja þess lífs sem maður kýs að lifa. Við getum tekið dæmi; ég hef gaman af ferðalögum, og ég hef gaman af því sem þú varst að höggva eftir áðan; að fara á skemmtistaði og blanda geði við fólk. Ég dreg enga dul á það.“ — Stundarðu þessa lífsins gleði umfram aðra presta? „Ég hef engan samanburð í þeim efnum.“ — Af því við erum komin út í þessa sálma iangar mig að spyrja hvort þú hafir gaman af fal- legum konum. „Þar sem fegurðarsamkeppni er nýafstaðin, og starfsbróðir minn séra Baldur Kristjánsson gekk fram fyrir skjöldu í sjónvarpinu á dögunum og rakkaði þetta niður, má ég til með að and- mæla honum. Menn hafa frá örófi alda heillast að fegurð, og ég á erfitt með að átta mig á að því skyldi endilega hætt núna. Ég viðurkenni, og finnst mér það fremur til hróss en lasts, að finn- ast fallegt fólk fallegt, hvort heldur það eru kon- ur eða karlar." — Áttu erfitt með að standast freistingar? „Sjáðu, freistingar. . . hvað sagði ekki Oscar Wilde: „I can resist anything but temptation." Þetta var þýtt á hálf kjánalegan máta; að freist- ingar væru til þess að falla fyrir þeim. Ég fellst hvorki á réttmæti þýðingar né skilnings. Vilji manna stjórnar því í öllu falli hvort þeir falla eða standa. Og ég held að mé'r takist að stjórna mér. — Hefurðu góða stjórn á þér? Hefurðu náð þessu „innra jafnvægi" sem margir leita að? „Ég held að menn sem hafa náð innra jafn- vægi hljóti að vera eitthvað athugaverðir. Svo við víkjum að trúuðu fólki, þá eru þeir til sem vakna á morgnana, jafnvel með tárin í augunum yfir trú sinni, eru farnir að efast, — og það hefur svo sannarlega komið oftar en einu sinni fyrir mig. Það skynja ég sem jákvæða trú; leit að sannleikanum — í eigin samvisku og hugarhólf- um. Aftur á móti eru hinir sam hafa höndlað all- an sannleikann, hafa þetta allt í vasanum, vita best og geta allt í Drottins nafni." — Er trúin stór þáttur í þínu daglega lífi? „Já. Að öllu leyti. Minn skilningur er sá, að já- kvæð störf, mín eða þín eða hvers sem verkast vill, hljóti að vera þessi daglega guðsþjónusta kristins manns. Guðsþjónustan þarf ekki nauð- synlega að fara fram í kirkjunni. Hún getur farið fram úti um allt. Ég er þar að tala um öll jákvæð störf; sjómannsins, hjúkrunarkvenna jafnvel blaðamannsins sem reynir að koma einhverju jákvæðu á framfæri." — Hvað um bissness? „Ég held að það hljóti að falla undir þetta sama, svo lengi sem heiðarleiki er hafður í frammi, og er öllum til heilla." — Áttu þér kierk að fyrirmynd? „Nei, það get ég ekki sagt.“ — Áttu þér einhverja fyrirmynd? „Ekki nema Önund.“ — Ánægður með hann? „Já, ég er sáttur við þá báða; séra Önund og Önund. Fólk vill hafa prestinn í kassa úti í horni — Hver er kosturinn við að vera prestur og fjölmiðlamaður? Boðarðu trúna í gegnum út- varpið? „Ég hef gert það. Að vísu ekki í morgunþátt- unum. Þó hef ég þreifað talsvert á amstri stríð- andi stétta í morgunútvarpinu, og það hefur gef- ið mér ákveðið forskot til að kynnast betur og nánar öðrum hliðum mannlífsins en ég hef kynnst sem prestur. Það er oft á tíðum svo að fólk setur upp annan svip og kemur öðru vísi fram við presta en aðra menn. Þrátt fyrir allt vill fólk ekki hafa presta eins og það samt gerir kröfu til. Menn verða að sanna ágæti sitt á hvaða vettvangi sem er. Þann vettvang velja þeir í sam- ræmi við eigin áhuga og getu. Ég hef áhuga á fjölmiðlun, skrifum og prestskap." — Hvað af þessu á sterkust ítök í þér; ef þú yrðir nú að velja á milli? „Ég veit það ekki. Mér finnst mjög gaman að vinna.Ég vil hafamikið að gera og langan vinnu- dag.“ — Þú ert þá ekki latur? „Jú, auðvitað er ég blóðlatur til þeirra verka sem ég hef ekki áhuga á, en verð að gera. En eins og ég sagði þér áðan hef ég gaman af að vinna og uni mér vel við það. Hvort það hangir á sömu spýtunni og leti, samkvæmt þínum skiln- ingi, veit ég ekki. Hitt er annað mál, að í prestskap er enginn vandi að drepast bæði úr leti og leiðindum. Ef menn komast upp með það að gera lítið, hirða fátt um annað en sínar litlu sóknir, þótt þeir geri það af vandvirkni og nákvæmni, held ég að menn verði latir. — Leiddist þér á Hornafirði? „Nei, mér leiddist aðgerðarleysið." — Á stórborgin betur við þig? „Ég er borgarbarn." Gæti vel hugsað mér að fara í pólitík — Var ekki Friðjón Guðröðarson, sýslumaður- inn ykkar, að stríða þér svolítið í morgunþættin- um um daginn? Hann sagði eitthvað á þá leið að síðan þessi þáttur hóf göngu sína, hefði hann heyrt að konur færu ekki fram úr rúmum sínum fyrr en að honum loknum. Hvernig skildir þú þetta? „Nú, ég skildi það bara á einfaldan máta; að konum þætti hlýlegt að heyra í Guðmundi Árna samstarfsmanni mínum." — Tókstu þetta ekki til þín? „Nei, engan vegirm. En ætli Friðjóni þyki ekki gott að lúra líka. Ég veit að hann er ákaflega morgunsvæfur, og reikna fastlega með því að hann hafi ekki haft neina viðleitni í frammi við að fylgjast með því hvort konur halda sig í rúm- um sínum fram yfir níu eður ei. Svona okkar á milli veit ég að Friðjón lýgur eins og alkóhólisti þegar á að vekja hann á morgnana, til þess eins að fá að lúra lengur! — Út í aðra sálma: Ertu metnaðargjarn? „Já, ég er það. Ég held að menn séu gjörsam- lega úr leik ef þeir eru ekki metnaðargjarnir. Hvað verður um slíka menn? — Á hvaða sviði liggur metnaður þinn helst? — Að geta virkilega hlúð á einhvern máta að náunganum, hvort sem er í fjölmiðlum, prest- skap eða öðrum störfum." — Þetta sýnir nú kannski mína treggáfu; en hvernig ferðu að því í morgunútvarpinu? „Með því einfaldlega að gera mönnum lífið léttara í morgunsárið." — Ertu nokkuð pólitískur? „Já, ég gæti vel hugsað mér að fara út í póli- tík.“ — Skiptir hún miklu máli hjá þér? „Hún hefur ekki gert það síðan ég var ung- lingur, en ég hef fylgst vel með og hef eðlilega skoðanir á þeim vettvangi. Ef því væri að skipta hefði ég fullan hug á að skipta mér af pólitík." — Þannig að þú gætir sést á lista einhvern tíma? „Já; þess vegna." — Á hvaða lista? „Við skulum láta það liggja á milli hluta."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.