Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 20
Helgarpósturinn ræðir við t\ Eins ogfram kom í sídasta bladi, skrapp bladamadur Helgarpóstsins til New York á dögunum til þess ad kynna sérýmislegt er vardar farmflutning á Nordur- Atlantshafinu, stödu Hafskips á markadnum og sitt- hvadannad, er vardar Hafskip og rekstur fyrirtækis- ins. I þessari ferd var annars vegar rætt vid Gunnar Andersen, fyrrverandi framkvæmdastjóra Cosmos, flutningsmidlunarfyrirtækis Hafskips í Bandaríkjun- um, og hins vegar vid Björgvin Björgvinsson, fyrr- verandi starfsmann („line manager“) hjá Hafskip USA á Long Island. Gunnar sagdi upp hjá fyrirtækinu í febrúar, en Björgvin var rekinn sama dag ogfyrsta grein HP birt- ist um málefni Hafskips. Hann fékk fimm mínútna frest til þess ad hafa sig á brott af skrifstofum Haf- skips USA. Honum var gefid ad sök ad hafa rætt Björgvin Björgvinsson, fv. starfsmaður Hafskips! „Bókhaldið vægast sagt skrýtið. . /# Georgia Export Import — hvað er nú það? HP hitti Björgvin Björgvinsson á heimili hans í gömlu húsi en vel viðhöldnu á Long Island. Hann var furðuhress miðað við aðstæð- ur, því í Bandaríkjunum getur það verið erfiður baggi að bera að hafa verið rekinn — sama við hverskon- ar aðstæður það kann að vera. Björgvin var fyrst spurður hvers vegna hann hefði verið rekinn og hvaða ástæður hefðu verið gefnar upp. „Baldvin Berndsen, forstöðu- maður Hafskips USA, kom til mín og kvaðst hafa fengið leiðbeining- ar um það frá íslandi, að hann ætti að reka mig; bað um lykilinn og annað í eigu fyrirtækisins, og sagði að uppsögnin tæki gildi kl. 12 á hádegi. Klukkuna vantaði þá fimm mínútur í tólf. Ég hef haft mjög ákveðnar skoð- anir á rekstrinum, „trans-atlantic- siglingunum o.fl. Þeir segja að ég hafi brugðizt trausti, en sjálfur tel ég mig ekki hafa brugðizt trausti með því að segja það sem ég veit að er satt. Mín skoðun er reyndar sú, að það sé félaginu fyrir beztu að segja satt. Til dæmis að taka, þá hefur reksturinn hérna megin hafsins, sá hluti sem ég sé, ekki komið vel út kostnaðarlega og töluvert miklu verr en forráða- menn fyrirtækisins hafa haldið fram. Það er kannski rétt að það komi fram, að ég er alis ekki sá eini sem er óánægður með ýmis- legt í rekstrinum og stefnumótun- inni. Það eru margir starfsmenn á sömu skoðun, sem ekki hafa talað út.“ — Telur þú að brottrekstur- inn hafi verið í hefndarskyni, þar sem forráðamenn Haf skips töldu þig vera annan af tveimur heimildamönnum blaðsins, samkvæmt eigin ágizkun? „Já, ég geri það að vissu leyti." — Og ertu þá ekki bitur út í HP? „Nei, ég er ekki bitur út í Helgar- póstinn. Það stóð ekkert í þessari fyrstu umdeildu grein, né öðrum, sem ekki var rétt. Þessar upplýs- ingar voru ekkert jákvæðar fyrir Hafskip, því raunveruleikinn hefur ekki gefið ástæðu til neinnar bjart- sýni.“ — En hvers vegna þessi harkalegu viðbrögð? „Hafskip vill láta hlutina sjást eins góðu ljósi og hægt er, og kannski að láta þá birtast í enn betra ljósi en hægt er.“ — Nú hafa veriö birtar upp- lýsingar um stöðu Hafskips, gífurlegt tap og spá um að framtíðin sé ekki sérlega björt á Atlantshafsleiðinni. En hvað segirðu mér um rekstur Haf- skips USA, dótturfyrirtækisins hér í Bandaríkjunum? „Hafskip USA er til þess að gera tiltölulega nýtt félag, stofnað á ár- inu 1982, og hlutverkskrifstofunn- ar var að afgreiða skip, sem komu á þriggja vikna fresti frá íslandi. Þá var megnið af rekstrinum byggt á herflutningunum, sem voru borg- aðir út í hönd jafnóðum. Á sínum tíma voru þetta um 18—20% af tekjum félagsins og stóð vel undir þessum rekstri hér. Gámaflæði var lítið, 50—60 gámar á þriggja vikna fresti og verðið var það hátt, að það þurfti ekki marga gáma til að ná inn miklum peningum. Eftir að farið var út í „trans-at- lantic'-siglingarnar, lítur dæmið allt öðru vísi út. Gámaflæðið hefur margfaldazt, ferðir eru tíðari, her- flutningur heyrir til undantekn- inga, félagið á ekki neitt sem telj- andi er, að undanskildum örfáum gámum; hafnarkostnaður hefur rokið upp, og raunar allur rekstr- arkostnaður, sem áður var sáralít- ill. Af þessum ástæðum m.a. þarf kostnaðareftirlitið að vera miklu strangara en það var og það hefur kannski ekki verið gert nóg í því að herða þetta eftirlit. Mitt álit á rekstrinum núna er það, að hann sé sennilega á bata- vegi, en byrjunin var ákaflega dýr og frekar lauslega haldið á hlutun- um í sambandi við kostnað, þann- ig að tapið varð kannski meira en það hefði að mörgu leyti þurft að vera.“ — Hvaö áttu nákvæmlega við? Er eitthvad gruggugt við reksturinn? „Það er margt sem bendir til þess að færslur á reikningum séu vægast sagt skrýtnar. Jú, það er margt sem bendir til þess." — Nú hefur þér verid hótað málshöfðun eftir krókaleið- um, skipt var um lása o.s.frv. Eru þessir menn eitthvað hræddir viö þig? „Það hlýtur að vera einhver hræðsla." — Veiztu eitthvað, sem þú átt ekki að vita eða þeir vilja ekki að verði opinbert? „Auðvitað hafði ég aðgang að öllum rekstrarskjölum innan Haf- skips USA og eitthvað af þeirri vit- neskju hlýtur að gera þá órólega." — Viltu nefna dæmi? „Það eru auðvitað ótal dæmi, en ég nefni ekkert sérstakt hér. Þó má nefna að bókari Hafskips hf. var fullur efasemda um bókhaldsmál- in hér til skamms tíma, og hann kom hingað sérstaklega út af því. Ég held að það komi engum á óvart, sem til þekkir, að það er mikil óregla á rekstrinum hérna.Það er vissulega rétt.“ Hér nægir að nefna, að HP vakti athygli á því, að Hafskip bryti bandarísk tollalög og notaði ótryggða gámavagna. Þetta stað- festi Björgvin í viðtalinu. Þá stað- festi hann jafnframt, að fjórir gúmmítékkar hefðu verið gefnir út um mánaðamótin maí/júni, en ekki einn, eins og Hafskip hélt fram. Þar af hljóðaði einn upp á 60—70 þúsund dollara og átti að ganga til New York Shipping Asso- ciation, og annar upp á 6—7 þús- und dollara, sem var greiðsla til Jerry Fenzels lögmanns, sem var ráðgjafi fyrir Hafskip. Skuldin var tveggja ára gömul! Við spurðum Björgvin þvínæst um fyrirtækið „Georgia Export Import." — Hvaða fyrirtæki er þetta? „Þetta fyrirtæki er í eigu Bald- vins Berndsens, forstöðumanns Hafskips USA, sem hefur fengið greitt fyrir umsjón og afgreiðslu á skipum fyrir hönd Hafskips í New York. — En kaupir ekki Hafskip þessa þjónustu frá öðrum? „Hafskip kaupir þessa þjónustu frá öðrum, ýmsum öðrum. Meðal annars var Hafskip með mann í því að sjá um að koma skipum í gegnum toll og sjá um hleðslu, los- un og lestun. En Georgia Export Import skuldfærði samt Hafskip fyrir vissa upphæð á hvert skip fyrir afgreiðslu á þessum skipum.” — Hversu mikið? „Það voru fyrst 900 dollarar og síðan hækkaði þetta í 1000 dollara á hvert skip. Ég tók þetta verk að mér í nokkur skipti eftir að starfs- maður félagsins var hættur, og mér var borgað fyrir þetta verk 300 doliarar í hvert skipti sem ég fór. En það var ekki Hafskip sem greiddi mér, heldur Georgia Ex- port Import. En þetta hef ég nú allt talið fram til skatts." — Hefur þetta fyrirtæki heimilisfang heima hjá for- stöðumanninum? „Já, síðast þegar ég vissi hafði þetta fyrirtæki aðsetur á heimili Baldvins Berndsens." — í grein HP fyrir aðalfund Hafskips hf., þar sem kynnt var tap upp á 95 milljónir króna, var sagt að altalað væri, að tap- ið væri einhvers staðar í nám- unda við 200 milljónir króna. Er það rétt hjá mér, að aðalbók- ari fyrirtækisins hafi sagt þetta? „Já, það er rétt, að Sigurþór Guðmundsson bókari mun hafa sagt þetta við marga. Hann sagði, að tapið myndi verða um 200 milljónir. Það er rétt.“ — Sagði hann það við þig? „Já, já.“ — An nokkurs fyrirvara? „Hann sagði, að þetta væri hans mat. Það hljómaði eins og þetta væri skoðun hans." — Staðreynd? „Já.“ — Hvenær sagði hann þetta síðast? „Hann var hérna í janúar og sagði þetta þá.“ — Var hann búinn að segja það áður.“ „Já, það var búið að tala um það fyrir áramót líka, að tapið myndi verða þessi tala. Hann kom hing- að til þess að skoða reikningana; sannfæra sjálfan sig um að tölurn- ar sem komu héðan væru nokk- urn veginn réttar, og eftir að hann var búinn að fara yfir þetta, var hann sannfærður um að tapið væri í kringum 200 milljónir króna á árinu 1984.“ — Hvað heldur þú að hafi valdið þeirri breytingu, að árs- reikningurinn sýnir ekki nema 95 milljónir? „Nu veit ég ekki. Það er utan minnar þekkingar, hvernig þeir komust að þeirri niðurstöðu, eða hvort maðurinn hefur haft 100% rangt fyrir sér. Það veit ég ekki heldur." HAFSKIP setdiskip — og Útvegsbankinn hirti söluverðið Hafskip USA, dótturfyrirtæki Hafskips hf. í New York, hefur nú flutt skrifstofur sínar frá Long Island á neðri hluta Manhattan- eyju í New York borg. Þessi flutn- ingur hefur staðið lengi fyrir dyrum, en er nú orðinn að veru- leika. Talið er, að með þessu geti fyrirtækið annazt þjónustu sína betur og hraðar en áður var. Tveir nýir starfsmenn hafa ver- ið ráðnir til fyrirtækisins. Annar verður framkvæmdastjóri sölu- sviðs og hinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Flutt var í nýja húsnæðið um síðustu helgi. Þá hefur Hafskip hf. selt eitt skipa sinna, sem metið var á 350—400 þúsund dollara. HP hefur ekki getað fengið það stað- fest, en heimildir blaðsins telja að Utvegsbanki Islands hafi tek- ið til sín hverja einustu krónu sem fékkst fyrir skipið. Söluverð hefur ekki verið gefið upp. Björgólfur Guðmundsson, for- stjóri Hafskips, hefur nú dvalið í New York í u.þ.b. hálfan mánuð og hefur haft í ýmsu að snúast. Þannig hefur hann setið á samn- ingafundum hjá M&T bankanum í New York vegna skulda Haf- skips. Bankinn hefur lánað Haf- skipi á fimmtu milljón dollara, en Utvegsbankinn hefur ábyrgzt þá fjárhæð. Hins vegar hefur bankinn krafizt ábyrgðar Út- vegsbankans vegna 250 þúsund dollara skuldar Cosmos við bankann. Hafskipi hefur ekki tekizt að afla þeirrar ábyrgðar 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.