Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 5
Hún er
níunda barn
foreldra
sinna, fædd
þann níunda
dog hins
niunda
mánaðar og
veit vel að
niu var tala
Óðins. Hún
er hollensk
að uppruna
en búsett í
Englandi,
heitir Elly
Niemayer og
er völva
Öðins. HP fór
til móts við
völvuna:
BIRTIST MER I LIKI OÐINS
Segir völvan Elly sem stödd er hérlendis
eftir Magdalenu Schram mynd Sigríður Gunnarsdóttir
— Er hægt ad gerast völva
eða er þetta meðfædd gáfa?
„Meðfædd auðvitað."
— Hvernig vissir þú að þú
varst völva?
„Ég vissi alltaf að ég var með
einhverja gáfu, hæfileika. Ég gat
séð hluti fyrir og náð sambandi
við annan heim. En það var ekki
fyrr en fyrir nokkrum árum, sem
ég gekk í þjónustu Óðins.“
— Hvað hafðirðu gert áður?
„Þroskaði miðilshæfileika mína,
var í göldrum. . .“
— Göldrum?
„Galdur er ekki nauðsynlega
djöfullegur — hann er e.t.v. frum-
stæður en alls ekki alltaf frá djöfl-
inum. Galdrasamkundurnar eru
skemmtun, fullar af lífi og gleði,
dýrkun á gömlum frjósemisguð-
um, guðum náttúrunnar og þar er
mikið dansað og sungið. Én ég
fann aldrei til neinnar andlegrar
fyllingar, fékk enga vitræna útrás
í því — gaidrarnir reyndu ekkert á
hugann, sjáðu til. Og þess vegna
fór ég að afla mér upplýsinga um
gríska og rómverska goðafræði,
táknmál og heimspeki. Og svo fór
mig að langaði til að vita eitthvað
um fræði minna eigin forfeðra og
-mæðra og þá kom ég að ger-
mönsku goðunum, Tý og Freyju,
Óðni — og að þessum ævafornu
trúarbrögðum. Það var stórkost-
legt að kynnast þeim og hug-
myndunum að baki goðsögnun-
um.“
— Þú kveöst vera í sambandi
viö Óðin — hvernig hófst það?
„Ég varð fyrir mjög sárri per-
sónulegri reynslu og leið afar illa
og einn dag hrópaði ég ómeðvitað
á hjálp frá hverjum þeim mætti,
sem til væri. Ég fékk viðbrögðin,
Óðinn kom til mín, ég vissi að það
var hann...
— Hvernig?
„Það er ekki hægt að skýra á vit-
rænan hátt því þetta er ekki vit-
ræn reynsla heldur tilfinningaleg
skynjun... kristin fræði kalla það
vitrun. Ég bara vissi að Óðinn var
hjá mér — ekki þessi eineygði karl
með hrafna sér við hlið heldur sá
máttur, sem nefndur var Óðinn.
Þetta var fyrir 3 árum núna. Síðan
hef ég verið völva, verið í hans
þjónustu.
Kraftbirting
guðdómsins
Sjáðu til, guðir okkar norrænna
manna eru mjög gamlir. Þegar
germanskar þjóðir tvístruðust
suður Evrópu um 3000 f.Kr., tóku
þær með sér guðina. Týr er þeirra
elstur, á germönsku hét hann Tey-
was. Grísk goðafræði er m.a. kom-
in frá germönum; Seifur verður til
af Teywas og er aðlögun Miðjarð-
arhafsbúa á okkar Tý.“
— Ekki öfugt?
„Nei, nei.“
— Hvað um t.d. guðinn Bald-
ur, sem sumir segja að sé í raun
kristinn guð, sá sem deyr og rís
upp aftur?
„Hugmyndin um lífsfórnandi
guð er alls staðar til; í Asíu, Afríku,
Ameríku... hjá Babyloníumönn-
um, í Assyríu og já, með kristnum.
Sjálfsagt er þessi hugmynd tengd
frjósemisdýrkun og hlaupi árstíð-
anna, gróður deyr á hausti en lifir
aftur að vori. Sjáðu til, allir menn
vita að það er til einhver alheims-
máttur, kraftur. Allir þekkja hann
en skilja hann ekki, svo fólk gefur
honum þá eiginleika sem það
þekkir úr eigin raunveruleika,
skýrir það yfirnáttúrulega á eigin
forsendum sem spretta úr um-
hverfinu, landinu, lífinu sem það
lifir. Guð hvers tíma og hvers stað-
ar endurspeglar tímann og stað-
inn og fólkið. Máttur Þórs birtist
t.d. í þrumum og eldingum; nátt-
úruöfl norðursins verða kraftbirt-
ing guðdómsins. í myrkviðum
Afríku, þar sem náttúran hagar
sér öðru vísi, er guðdómurinn
skýrður út á annan hátt. Augljós-
lega. Og vegna þess hve mannver-
unum gengur oft illa að skilja
máttinn sem eina heild, verða þær
að greina eiginleika hans í hluta,
hafa marga guði til að túlka þetta
afl sem býr í veröldinni. Túlkun
mannanna á mættinum verður
aðeins að samsvara umhverfi
þeirra og tilvist, að öðrum kosti
verður túlkunin, trúarbrögðin
framandi. Eins og kristni. Það
voru grískir heimspekingar sem
lögðu ofuráherslu á einn guð, en
sú hugmynd er okkur í raun fram-
andi. Við höfum ekkert að gera
með guð — guð verandi skýring
okkar á almættinu, það nafn sem
við gefum því — sem ekki er
sprottinn úr okkar eigin jarðvegi."
Hvers vegna
Óðinn?
— Þú trúir sem sagt á al-
mætti, sem liggur á bak við til-
veruna og sem þjóðirnar hafa
gefið ýms nöfn í aldanna rás?
..Já, á almætti í tilverunni, ekki
á bak við, kraft sem er í okkur líka
því þetta er engin einstefna, held-
ur gefum við kraftinum tilvist með
því að skynja hann alveg eins og
hann gefur okkur afl með því að
skynja okkur. Við erum hluti af
þessu kosmiska afli.“
— En hvers vegna Óðinn?
Hann er þá bara túlkun
forn-norrænna manna á
aflinu? Hvers vegna þín?
„Birtingarmyndin ein er Óðinn.
Mér hentar að sjá mættið í hans
líki, það er allt og sumt. Þannig
kaus það að birtast mér. Þetta var
ekki vitræn ákvörðun.,
Óðinn er valdamestur goðanna,
hann er guð rúnanna, vörður
hinna helgu tákna. En sjáðu svo
til, jafnvel Óðinn getur ekki komið
í veg fyrir Ragnarök, hann verður
að beygja sig fyrir nornunum, sem
ríkja yfir guðunum. Manstu eftir
því þegar Þór glímdi við Elli —
auðvitað gat hann ekki sigrast á
rás tímans, jafnvel þótt hann væri
guð. Aldur og aldurtili bíða allra.
Norræn goðafræði er svo full með
vísidómi, táknum og vísunum, og
alveg jafn rík og grísku goðsagn-
irnar."
Hér þekkir enginn
rúnirnar!
— Hvað vonastu til að finna á
íslandi?
„Ég kom hingað til að læra.
Imyndaðu þér hvernig mér verður
svo við að uppgötva að það er
enginn á íslandi sem þekkir rúnir,
hér er enginn sem getur kennt
mér neitt! Það er aldeilis furðulegt
að vera að kenna fólki þeirra eigin
arfleifð. Þetta varð mér töluvert
áfall. Hvers vegna sinnið þið ekki
því sem kviknar úr reynsluheimi
ykkar eigin forfeðra og -mæðra?
Mæðra já, Því konur voru mikils
metnar, nutu virðingar, alls staðar
með norrænum þjóðum, áður en
kristni kom til sögunnar. Þær
héldu t.d. eignum sínum þótt þær
giftust. Síðan ruddi kristni sér til
rúms og tók frá konum réttindi og
virðingu. Norrænar konur geta
sótt mikið í fortíðina; uppruna og
stolt, sem getur gefið þeim þrótt til
að lifa á sínum eigin forsendum,
svo þær þurfi ekki að líkja eftir
karlmönnum til að njóta virðing-
ar. Og það sama á við um þjóðir.
Fyrir mér er það stór hluti af þessu
öllu að kynnast sjálfum sér; kynn-
ast því hvaðan við komum, til að
vita hvert við eigum að fara. Og
hugarheimurinn sem elur okkur,
menningararfleifð okkar, hún býr
í fornum trúarbrögðum þjóðanna.
Athugaðu að ég er að tala um
goðafræðina eins og hún var 3000
árum fyrir Krist, ekki um þá túlk-
un sem þið þekkið af sögum sem
voru skrifaðar af kristnum mönn-
um, sem var í mun af afbaka það
jákvæða í þessari heimspeki."
Ég get líka
framið seið
— Hvert er starf þitt sem
völva?
„Ég gef ráð og spái. Já, og ég get
líka framið seið, galdrað, ég hefi
framið tvo galdra á íslandi. Ég
kenni á rúnirnar, kenni töfra- og
spádómsmátt þeirra eins og hann
var þekktur löngu eftir að rúnir
urðu aðeins bókstafir. Ég túlka
norrænar goðsagnir, skýri þær
svo þær henti i nútímanum og
komi að gagni. Ég er í þjónustu
Óðins og flyt speki hans. Ég er
kennimaður og ég veiti ráðgjöf
með því að lesa úr rúnunum. Þú
veist það e.t.v. ekki, en norrænir
menn þekktu vel stjörnumerkin
og höfðu sín eigin nöfn yfir þau. í
Grímnismálum gengur Oðinn dul-
búinn í húsin 12; það eru hús
stjörnumerkjanna. Rúnirnar eru
24 — reglurnar eru þær sömu en
þær byggjast á norrænum for-
sendum, ekki arabískum eða
grískum.“
_ — Finnur þó meira fyrir afli
Óöins hér á íslandi en í Evr-
ópu?
„Nei. Og þú. Snæfellsnes hafði
mikil áhrif á mig, þar fann ég til
máttarins; þar er orka sem hefur í
sér mikið heilnæmi og lækningu
— einhvern mjög uppbyggjandi
kraft."
Þessu samtali lýkur þannig að
völvan tekur sér rúnastaf í hönd
sveipar sig Óðinsblárri skykkju
sinni og les örlög mín af rúnunum;
segir þó ekkert nema það sem ég
verð sjálf að ráða fram úr.
HELGARPÓSTURINN 5