Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 9
bætti síðan Guðmundur Pálmason við: „Það er alveg ljóst hvaða tól og tæki eiga að stjórnast af þeim krafti sem þarna er verið að mæla. Enginn vafi er á því að þessa vit- neskju má nota í hernaðarlegum tilgangi. Rannsóknirnar skila nið- urstöðum sem hafa mikla hernað- arlega þýðingu." Sverrir Haukur Gunnlaugs- son, sendifulltrúi í varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins, sagði einnig aðspurður: „Svona mæl- ingar hafa þýðingu í leiðsögu- tækni — „inertial system" — og auka mjög nákvæmni varðandi staðsetningu skipa og flugvéla." Nálgast menn þá nokkuð kjarna málsins. Og enda þótt ísienskum embættismönnum hafi ekki þótt viðeigandi að spyrja Bandaríkja- menn og fulltrúa þeirra í samn- ingagerð um margnefnda rann- sókn, þá þótti Helgarpóstinum það ekkert tiltökumál, og hafði því samband við Dan Simpson hjá bandaríska sendiráðinu hérlendis, sem var einn helsti fulltrúi Banda- ríkjamanna við að koma málinu áfram hérna megin hafsins. Spurn- ing Helgarpóstsins var: Hvers vegna eyða Bandaríkjamenn 60 milljónum króna í rannsóknir af þessu tagi fyrir landmælingadeild bandaríska hersins? Aukin marksækni kjarnorkueldflauga Og Dan Simpson svaraði: „Þau not sem við höfum af þessum rannsóknum eru fyrst og síðast á sviði siglingafræðinnar. Þyngdar- aflið vegur þungt í því sambandi og snertir því nákvæma staðsetn- ingu á flugvélum og skipum, og þá vitanlega líka á herflugvélum og herskipum. Aðalatriðið er að þetta mun gera okkur kleift að stunda nákvæmari og öruggari siglinga- fræði.“ — Þessar rannsóknir koma þá að miklu gagni varðandi mark- sækni og stýringu meðaldrægra og langdrægra kjarnorkueld- flauga? „Já, þær lúta lögmálum sigl- ingafræðinnar," sagði Dan Simp- son. Hann sagði einnig að þessi at- hugun hérlendis væri liður í um- fangsmiklum athugunum Banda- ríkjamanna af þessu tagi víðar í heiminum. Kortlagning þyngdar- svæða ætti sér stað á öllu Atlants- hafssvæðinu. Samkvæmt áliti fræðimanna á þessu sviði má skipta hagnýti þessara þyngdarsviðsrannsókna fyrir Bandaríkin í þrjá flokka. Ailir eru þeir á vettvangi siglingafræð- innar. í fyrsta lagi er verið að mæla ná- kvæmlega brautir gervihnatta sem hafa því hlutverki að gegna m.a. að staðsetja skip og flugvélar. Með yfirstandandi þyngdarsviðs- mælingum er fengin fullvissa fyrir legu þeirra brauta er gervihnett- irnir fara um og eykst við það ná- kvæmni að miklum mun, er stað- setja skal flugvélar og skip. En hvers vegna er þessi mikla nauð- syn á nákvæmum staðsetningar- punktum? Jú, úr herskipum og herflugvélum er nú unnt að skjóta eldflaugum hundruð og þúsundir kílómetra, og marksækni eld- flaugasprengjanna, sem sumar hverjar eru með kjarnaoddum, ræðst af fullkominni vitneskju um þann stað sem sprengjunum er skotið frá. Með orðinu marksækni er átt við hittni flauganna; mögu- leika á því að þær hitti skotmark- ið. í öðru lagi ætla menn að lang- drægum og meðaldrægum kjarn- orkueldflaugum á borð við Persh- ing og Cruise séu ætlaðar leiðir yf- ir Norðurhöf, og þannig lofthelgi íslands, á leið sinni til skotmarka í austri, ef til ófriðar kemur. Brautir þeirra um loftin blá yfir landinu er nauðsyniegt að kortleggja ná- kvæmlega fyrirfram með áður- greinda marksækni í huga. Að- dráttarafl jarðar hefur áhrif á ferð flauganna og því þarf að taka tillit til þess þegar leið bombunnar að markinu er kortlögð. Rannsóknir Orkustofnunar fyrir Defence Mapping Agency eru því veiga- miklar í því sambandi. í þriðja lagi eru rannsóknirnar mikilvægar fyrir þá tegund eld- flaugahernaðar, þar sem stýri- flaugar eru notaðar, en þær fljúga mjög iágt, nánast skríða upp og niður fjallshlíðar og því þurfa mjög nákvæmar þyngdarsviðs- rannsóknir að liggja fyrir. Endurtekið efni — eða hvað? Þetta notagildi Bandaríkjahers af athugunum Orkustofnunar dró enginn viðmælenda blaðsins í efa. Ymsir bentu á, að svipaðar þyngd- arsviðsrannsóknir hefðu verið gerðar áður og það sýndi, að hér væri ekkert nýtt á ferðinni sem ógn stafaði af. Bæði Sverrir Hauk- ur Gunnlaugsson hjá varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins og Guðmundur Pálmason hjá Orku- stofnun rifjuðu upp rannsókn af svipuðu tagi, sem Bandaríkja- menn stóðu að á árinu 1967—1971 og sögðu ástæðuna fyrir endur- tekningunni nú vera þá, að núna væri rannsóknin öll fullkomnari. „Það er verið að þétta þetta net,“ sagði Guðmundur Pálmason. Dan Simpson hjá bandaríska sendiráðinu tók í sama streng og sagði siglingafræði hafa tekið stór- stígum framförum frá því sem var fyrir rúmum 15 árum og nú væri unnt að auka til muna nákvæmni með fullkomnari tækjabúnaði við gagnasöfnunina, sem á að ljúka 20. júlí n.k.“ Nokkrir viðmælendur HP bentu hins vegar á, að mikilvægi lang- drægra og meðaldrægra kjarn- orkueldflauga í hernaði hefði auk- ist að miklum mun á síðustu árum, og af þeim sökum væri þörfin á haldbetri upplýsingum um að- dráttaraflið og þyndarsviðið til- komin. Þess vegna væri lögð áhersla á þessar rannsóknir nú. Vilhjálmur Lúðvíksson hjá Rannsóknaráði ríkisins lagði áherslu á, að algengt væri að er- lendir vísindamenn leituðu hing- að til lands í rannsóknaskyni. Sov- étmenn væru t.a.m. mjög áber- andi í þeim efnum, sérstaklega hefði það verið fyrir nokkrum ár- um. „Við leggjum hins vegar það mat eitt á slík rannsóknastörf er- lendra aðila hérlendis, að við ís- lendingar getum sjálfir haft hag af slíkum rannsóknum, enda er yfir- leitt gengið frá því að við fáum gögn og niðurstöður til könnunar. T.d. höfum við lagt í talsverðan kostnað við að þýða úr rússnesku niðurstöður rannsókna sovéskra vísindamanna hér á iandi." Aðrir viðmælendur blaðsins, eins og Guðmundur Pálmason og Oddur Sigurðsson hjá Orkustofn- un, lögðu einnig áherslu á þennan þátt málsins og sögðu algengt að samstarf væri haft við erlenda rannsóknaraðila. Þeir iögðu einn- ig mikið upp úr því, að samkvæmt samningi Defence Mapping Ag- ency og Orkustofnunar færu öll gögn rannsóknarinnar um hendur íslenskra aðila. Aðspurðir sögðu þeir einnig, að gagnasöfnun væri þó aðeins hluti heildardæmisins og að endanlegar niðurstöður bandariskra sérfræðinga, hugsan- lega á hernaðarsviðinu, væru náttúrlega ekki sendar íslenskum aðilum til skoðunar síðar meir. I þessu sambandi sagði Guð- mundur Pálmason einnig: Það er ekki okkar hlutverk að meta það, hvernig Bandaríkjamenn hugsa sér að nýta gagnasöfnun okkar í þessu tilviki. Þið talið um eldflaug- ar í þessu sambandi. En sprengi- efni er notað til margs konar nyt- samlegra hluta. Við nutum einnig aðstoðar erlendra aðila við korta- gerð hérlendis á sínum tíma og landakort eru jú notuð í hernaði, ekki satt? Það þýðir hins vegar ekki að menn hætti að gera kort.“ Og Guðmundur bætti við að Orkustofnun nyti góðs af þessum rannsóknum út frá vísindalegu sjónarmiði. „Við fáum verðmætar upplýsingar hvað varðar berg- grunnið undir landinu og sömu- leiðis varðandi rannsóknir okkar á jarðhitasvæðum." Oddur Sigurðsson, verkefnis- stjóri hjá Orkustofnun, sagðist hafa heyrt einhvers staðar að 90% allra vísindalegra rannsókna í heiminum flokkuðust undir hern- aðarútgjöld. Það segði því ekki ailt um eðli rannsókna hver borgaði brúsann hverju sinni. Ekki virðist svo sem Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli sé með í ráð- um varðandi þessar rannsóknir, a.m.k. sagði Fridþór Eydal, blaða- fulltrúi bandaríska Varnarliðsins, að þessi mál væru á engan hátt á þeirra vegum. „Við vitum hins vegar af málinu,“ sagði hann. Er þetta sjálfgefið? En er engin heildstæði stefnu- mörkun í þessum efnum hjá ís- lenskum stjórnvöldum? Er sama af hvað tagi vísindalegar rann- sóknir erlendra aðila hérlendis eru, bara ef íslendingar geta haft eitt eða annað, beint og óbeint, gagn af? Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs ríkisins, sagði: „Við höfum enga pólitík í hernaðarleyndar- málum. Við búum á viðkvæmu svæði, og þá einkanlega vegna herstöðvarinnar á Keflavíkurflug- velli. En ísland er opið land og við höfum ekkert að fela — engin hernaðarleyndarmál." Spurningin er þó eftir sem áður: „Er það nánast sjálfgefið að ís- lendingar stuðli að og framkvæmi jafnvel rannsóknir í mikilvægu hernaðarlegu tilliti, eins og t.d. þær sem miða að aukinni mark- sækni kjarnorkueldflauga, aðeins vegna þess að Orkustofnun gat vel þegið aukaverkefni og meiri fjár- ráð, auk þess að geta hagnýtt sér aðra þætti rannsóknarinnar í eigin þágu? Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra: „Enginn hefur sagt þetta fyrr í mín eyru ## ,,Huad segirdu; rannsóknir til herfrœdilegra nota fyrir Bandaríkjamenn? Þad hef ég ekki heyrt. Enginn hefur sagt þetta fyrr í mín eyru," sagði Sverrir Her- mannsson iðnadarrádherra í símtali vid Helgar- póstinn. „Orkustofnunarmenn mœltu eindregid meö þessu og töldu sig geta nýtt þessar rannsóknir t eigin þágu. Þad réd minni afstöðu. Nú, annars kom þetta fyrst frá utanríkisráduneytinu. Taladu vid það," sagði Sverrir. NÚSKINSÓUN BJÖRTÁ BENIDORM andi, kitlandi diskótek eða rökkvaða og róman- tíska dansstaði. Allt þetta er í einu orði: BENIDORM'COSTA BLANCA Njótið þess að fara til Benidorm á ströndina hvítu, í ósvikna 3ja vikna sólarlandaferð á eina bestu baðströnd Spánar. Blessuð sólin skín allan daginn og það er bara ekkert notalegra en að láta hana baka sig brúnan og sætan. Gleðjið sál og Kkama og kynnist götulífinu með kaffihúsum og söiubúðum, yndislegri kvöldstemmingunni með fjölbreyttum matsölustöðum og fínum veitinga- húsum. Rannsakið næturlífið: Klúbba, blikk- Beint leiguflug og gisting í íbúðum eða hótelum. Verð: Ibúðagisting frá 23.910 kr. pr. m. Hjón f íbúð með tvö börn frá kr. 17.175 pr. m. Brottfarardagar: 10. júlí (laus sæti), 31. júlí (upp- selt), 21. ágúst (fáein sæti laus), 11. sept. (laus sæti), 2. okt. (laus sæti). FERÐAMIÐSTOÐIN AÐALSTRÆTI9 SÍM128133 HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.