Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 22
jmmmmmmmmmmm. HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 5. júlí 19.25 Bjargiö. Endursýning. Myndin gerist í Grímsey aö vori til og er um nokkur börn sem fá að fara í fyrsta skipti í eggjaferð út á bjargið. Umsjón og stjórn: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 19.40 Sögur og draumar. Finnsk barna- mynd. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.00 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur # Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.15 Drengskaparmenn. Bresk heimilda- mynd um starfsemi mafíunnar á Sikil- ey, Ítalíu og í Bandaríkjunum. 22.00 Konuraunir. (Poor Cow). Bresk bíó- Söguhetjan er gift atvinnu- glæpamanni og stendur uppi ein með ungan son Þeirra Þegar maðurinn er dæmdur til fangelsisvistar. Hún reynir að bjarga sér með ýmsu móti og kynnist mörgu misjöfnu í því basli. 23.40 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 6. júlí 16.00 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felix- é son. 19.25 Kalli og Sælgætisgerðin. Sjötti W Þáttur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20 00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Sambýlingar. Sjötti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sex þáttum. 21.05 Allt í pati í paradís. (There's Some- * thing Wrong in Paradise). Bresk dans- og söngvamynd gerð fyrir sjónvarp. 22.30 La Paloma. Svissnes-frönsk bíó- 0 mynd frá 1974. Leikstjóri Daniel Schmid.Óásjálegur aðalsmaður fellir ást til fagurrar söngkonu sem er tær- ingarveik. Að endingu lætur hún til- leiðast að eiga hann en geymir ást sína öðrum. Þýðandi Sonja Diego. 00.25 Dagskrárlok. Sunnudagur 7. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Guðni Þór Ólafsson flytur. 18.10 Ferðin til tunglsins. Bandarísk teiknimynd gerð eftir sígildri sögu eftir Jules Verne. Þýðandi Eva Hall- varðsdóttir. 19.0Q Hló. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. 20íÖ0 Fréttir og veður. 2ÖI25 Auglýsingar og dagskrá. 20.4Ö Sjónvarp næstu viku. Umsjónar- W maður Magnús Bjarnfreðsson. 2(fi.55 ^aga og samtíð. Hús og heimilis- jfólk I. I þessum þætti verður fjallað um húsakost íslendinga fyrr á tímum og þær aðstæður sem fólk bjó við. 21Í40 Til þjónustu reiðubúinn. Lx)kaþátt- § ur. Breskur framhaldsmyndaflokkur í f þrettán þáttum. 22.30 Blúsinn, það er ég. Bandarískur djassþáttur tileinkaður tónsmiðnum og blússöngvaranum Willie Dixon og verkum hans. 23.35 Dagskrárlok. Fimmtudagur 4. júlí 19.00 Kvöldfróttir. Daglegt mál. 20,00 Leikrit: „Aríetta", einleikur eftir Odd Björnsson. 2ÖÍ30 Samleikur í útvarpssal. 21.00 Misskilningur. 21.30 Jazz í stúdíó eitt: Tónlist eftir Jukka Linkola. 22.00 Bókaspjall. Áslaug Ragnars sér um þáttinn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Slarkari, skáld og kraftamaður. Um ögmund Sívertsen. 23.00 Kvöldstund ídúrog moll. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 5. júlí 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: ,,Litli bróöir og Kalli á þakinu". 09.20 Leikfimi. 10.00 Fréttir. 10.45 ,,Það er svo margt að minnast á". 11.15 Morguntónleikar. 12.20 Fróttir. 14.00 ,,Úti í heimi", endurminningar dr. Jóns Stefánssonar. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Lótt lög. 16.00 Fréttir. 16.20 A sautjándu stundu. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. 17.35 Frá A til B. Létt spjall um umferðar- mál. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Daglegt mál. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Frá tónskáldum. 22.00 Hestar. 22.1j£réttir. 22.35 Úr blöndukútnum. 23.15 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Garðabæ. Laugardagur 6. júlí 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.30 óskalög sjúklinga. 10.00 Fréttir. Óskalög sjúklinga, frh. 11.00 Drög að dagbók vikunnar. 12.20 Fréttir. 14.00 Ligga ligga lá. 14.20 Listagrip. 15.20 ,,Fagurt galaði fuglinn sá" 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. 17.50 Síödegis í garðinum. 19.00 Kvöldfróttir. 19.35 Sumarástir. 20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteinsson. Val Sigrídar Gunnarsdóttur ljósmyndara: Á föstudagskvöld horfi ég sennilega á bresku heimildamyndina; Drengskaparmenn, en kveiki síðan á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar á rás 1. Á laugardeginum horfi ég örugglega á Kalla og sælgætisgerð- ina og fréttir. Ef til vill horfi ég á síðari bíómyndina. Á sunnudegi horfi ég á fréttir, og það sem á eftir kemur til dagskrárloka. Annars horfi.ég meira á sjónvarp vegna þess að ég er bundin heima yfir barni, fremur en af miklum áhuga á efninu. Á rás 2 sé ég ekkert sem höfðar til mín nema þátt Svavars Gests. Á fimmtudagskvöld ætla ég að hlusta á hann, annars dagskrá rásar 1, sérstaklega leikritið. Á föstudag hlusta ég á fréttir auk sinfóníutónleikanna, en á laugardag held ég mig mest við sjónvarp- ið, nema hvað ég fylgist með útvarpsfréttum. Það er enginn sunnudagur án útvarpsmessunnar, en það sem mestan áhuga vekur í útvarpinu þá, eru miðdegistónleikarnir. Ætli það verði svo meira? 20.30 Útilegumenn. Þáttur í umsjá Erlings Sigurðarsonar. RÚVAK. 21.00 Kvöldtónleikar. Þættir úr sígildum tónverkum. 21.40 Einkunnarorð ævi minnar. Ræða eftir Karen Blixen. 22.35 Náttfari — Gestur Einar Jónasson. RÚVAK. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 7. júlí 08.00 Morgunandakt. Séra Ólafur Skúlason dómprófastur flytur ritningarorð og bæn. 08.10 Fréttir. 08.35 Létt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónieikar. 10.00 Jréttir. 10.35 Útog suður. — Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Messa á Grenjaðarstaö. Hádegis- tónleikar. 12.20 JFiréttir. 13.30 List og kristindómur. 14.30 Miðdegistónleikar. léT0 Milli fjalls og fjöru. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Leikrit: ,,Raddir sem drepa" eftir Poul Henrik Trampe. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Frá afmælistónleikum Svjato- siavs Richters í Moskvu. 18.00 Tónleikar. 18.45 Veöurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 'M 19.35 Það var og. Þráinn Bertelsson rabb- ar við hlustendur. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins. 21.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Útvarpssagan: ,,Leigjandinn" eftir Svövu Jakobsdóttur. Höfund- ur les (2). 22.00 Að vera tré. Norska skáldkonan Hall- dis Moren Vesaas les úr Ijóöum sín- um. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 iþróttaþáttur. Umsjón: Ingólfur Hannesson. 22.50 ,,Að kveðja er að deyja agnar- ögn". Þáttur um Ijóðskáldið Rúnar H. Halldórsson í umsjá Sfmonar Jóns Jó- hannssonar. Lesari með honum: Þór- dís Mósesdóttir. 23.10 Djassþáttur — Tómas R. Einarsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 4. júlí 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. 10 vinsælustu lögin leikin. 21.00?32.00 Gestagangur. Gestir koma í stúdíó og velja lög ásamt léttu spjalli. 22.00-23.00 Rökkurtónar. 23.00-24.00 Orðaleikur. Föstudagur 5. júlí 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Pósthólfið. 16.00-18.00 Léttir sprettir. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan: 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. 20.00-21.00 Lög og lausnir. Spurningaþáttur um tónlist. 21.00-22.00 Bergmál. 22.00-23.00 Á svörtu nótunum. 23.00-03.00 Næturvaktin. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá Rásar 1. Laugardagur 6. júlí 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Við rásmarkið. 16.00-17.00 Listapopp. 17.00-18.00 Hringborðið. 20.00-21.00 Innsýn. 21.00-22.00 Stund milli stríða. 23.00-24.00 Bárujárn. 23.00-24.00 Svifflugur. 24.00-03.00 Næturvaktin. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá Rásar 1. Sunnudagur 7. júlí 13.30-15.00 Krydd ítilveruna. Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 15.00-16.00 Dæmalaus veröld. Þáttur um dæmalausa viðburði liðinnar viku. 16.00-18.00 Vinsældalisti hlustenda Rásar 2. 20 vinsælustu lögin leikin. UTVARP Utvarp á krossgötum Hvað gerir Ríkisútvarpið/hljóðvarp nú? spyr maður sjálfan sig eftir að útvarpslögin voru samþykkt á Alþingi. Er útvarpið með stóru U-i reiðubúið að mæta flóðbylgju nýrra rása og hvernig mun því reiða af i vaxandi samkeppni? Það er augljóst mál að ef Út- varpið ætlar að spjara sig (sem þýðir einfald- lega að einhver nenni að hlusta á það), þurfa ráðamenn Rásar 1 og 2 að hrista töluvert upp í öllum deildum sínum. í fyrsta lagi mun fréttastofan lenda í nýrri og óvæntri sam- keppni; hverjir verða nú fyrstir með fréttirn- ar? Og áfram: Hvernig verður fréttamatið og matreiðslan á fréttum? Fréttatimum Út- varpsins verður að fjölga, en jafnframt þarf að stytta fréttirnar og hætta öllum þjónustu- fréttum, sem eru aðeins ókeypis auglýsingar. Dagskrárdeildin fær einnig þarft verkefni að glíma við. Dagskrárgerð Rásar 1 hefur einkennst af handahófskenndu vali og prófíl- leysi; því hafa nánast ekki verið sett nein skil- yrði hverjir geti vaðið inn í stúdíó, né gerðar kröfur til efnis. Þessi stefna hefur fengið að viðgangast vegna þess að hún er ódýr, þ.e.a.s. amatörarnir kosta lítið. Nu verður dagskrárdeildin hins vegar að huga að því að hún er ekki lengur með einokun á öldum ljósvakans, og því kynni svo að fara að eng- inn nennti að hlusta á þá (sem reyndar hefur þegar komið fram í hlustendakönnuninni, varðandi flestalla þáttagerð á Rás 1.) Eins verður tóniistardeildin að fara í naflaskoðun, svo ekki sé meira sagt. Rás 2, sem hefur verið alltof einhæf í þáttagerð, verður einnig að sýna fleiri hliðar á sér, vegna þess einfald- lega að nú verður hún ekki lengur eina rásin með tónlistarlegt léttmeti á bóðstólum. I heild má segja að Ríkisútvarpið verði að gera sér grein fyrir því að með nýju útvarps- lögunum hlusta færri á minna. Það er hin sorglega niðurstaða aukins valfrelsis í út- varpsmálum. Ríkisútvarpið ætti að byggja út svæðaútvarpið, efla stutta og markvissa dag- skrárgerð, koma meira til móts við fólkið í landinu og vera meira meðal almennings. Samtímis má Ríkisútvarpið ekki falla í gryfju alþjóðlegrar útvötnunar og skrílmennsku. Það verður að standa vörð um íslenska menningu (sú varðveisla minnir æ meira á uppgefinn kennara sem reynir að halda tossabekknum við efnið) og gera hana að- gengilega fyrir stressaða og þreytta alþýð- una. Og í lokin: Allt kostar þetta peninga. Ríkis- útvarpið, sem afgreitt hefur auglýsinga- greiðendur sem fiokk tiikynningapúka, missir vænan spón úr aski sínum með tii- komu nýrra auglýsingastöðva. Verður ekki að sameina auglýsingastofur Rásar 1, 2 og Sjónvarpsins í alvöruauglýsingastofu sem tekur upp arðvænleg vinnubrögð? SJÓNVARP eftir Gunnar Gunnarsson Draugar í Þingholtunum Einn er sá staður á Islandi, sem íslenska sjónvarpið ætlar seint að lukkast að ná til með útsendingargeisla sína. Það eru Þing- holtin í Reykjavík. í flestum húsum í því hverfi næst myndin ekki nema illa bjöguð og skæld — draugagangur á skjánum, eins og það er kallað, sem magnast stundum í slæmri vindátt. Ég kann ekki að útskýra hvað það er sem veldur; væntanlega bara landslagið og stefna útsendingargeislans. En svo mikið er víst, að væru það íbúar ein- hvers afdalsins norður við íshaf sem byggju við svo bjagaða sjónvarpsmynd sem Þing- hyltingar, hefði verið bætt úr fyrir löngu. Móttökuskilyrðin í Þingholtunum eru raunar mismunandi eftir því hversu ofar- lega í Holtinu menn búa, hve há húsin eru og hve hátt til lofts loftnetin teygja sig. En langflestir hafa árum saman látið sér lynda afleita mynd. í rándýrum, beinum útsend- ingum af knattspyrnuleikjum heimsins hlaupa fjörtíu og fjórir fótboltakarlar um völlinn í stað tuttugu og tveggja. Og hadd- ur sjónvarpsþuia er oft eins og margföid lagkaka á höfði þeirra, nefin tvö, augun fjögur, fingurnir tuttugu.Þessi ósköp stafa auðvitað af því að Þingholtin í Reykjavík snúa vitlaust í veröldinni — og sennilega skerpist ekki myndin á skjánum fyrr en höfð verða endaskipti á landslaginu. Sumir Þinghyltingar kæra sig kollótta, segjast hvort eð er sjaldan eða ekki horfa á sjón- varp; myndbönd færi þeim heim í stofu þann kúltúr sem þeir vilji hvílast við hverju sinni og útvarpið sé merkari fréttamiðill. En afnotagjöldin eru jafnhá í þessu hverfi Reykjavíkur og annars staðar á landinu og ætti því að vera sjálfsagt réttlætismál að kippa þessu í liðinn. En kannski þurfa Þinghyltingarnir ekki að velta vöngum yfir sjónvarpsmyndinni lengi enn. Sjónvarpið er sagt vera á heljar- þröm,- verður væntanlega að hætta útsend- ingu í haust sökum mannfæðar. Og fátækt þessa fjölmiðils er raunar löngu farin að gera vart við sig. Þessa dagana, þegar starfsmenn stofnunarinnar eru margir í sumarleyfum, er dagskráin fábreytilegri en ella, fréttir ekki sendar út beint, heldur teknar upp nokkru fyrir venjulegan frétta- tíma og hljóðið sett við í öðru hljóðbyrgi — eiginlega minna vinnubrögðin meira á annálsgerð en fréttamiðlun. Og draugarnir í Þingholtunum eru kannski ekki afsprengi tæknilegra örðugleika — heldur raunsönn mynd af deyjandi fyrirtæki? 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.