Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 04.07.1985, Blaðsíða 15
u. Dypt og kímni Strindbergs Stúdentaleikhúsið fékk í vor Kára Halldór Þórsson, leikstjóra og leik- listarkennara.til að vinna að sýn- ingu á Draumleik eftir August Strindberg (1849-1912). Leikrit Strindbergs hafa ekki verið leikin sérlega oft á íslensku leiksviði. Og trúlega standa flestir í þeirri trú að þessi skapmikli, litríki Svíi hafi helst skrifað leikrit, drjúpandi af mjög svo alvarlegri speki. En því fer vitanlega fjarri. Kári Halldór sagði í samtali við Listapóstinn að hópurinn í Stúd- entaleikhúsinu hefði einmitt ein- beitt sér að því að draga fram kímn- ina í Draumleiknum. „Strindberg er nefnilega mjög þversagnakenndur í sinni leikritun," sagði Kári. „Og þeir sem hafa fengist við verk hans, hafa oft lokað augunum fyrir margbreyti- leika þeirra. Olof Lagercrantz (sá er hvað mest og best hefur kannað Strindberg) hefur bent á, eða haldið fram, að Svíar hafi verið alltof þröngsýnir hvað þetta snertir. Menn hafi viljað byggja upp hefðir í kring- um túlkun á leikritum Strindbergs — og að þeir hafi hangið fastir í þess- um hefðum. Stundum hef ég upplif- að sænskar Strindbergsuppfærslur á þá lund, að þeir hafi talið að þeir væru að leika „kórréttan Strind- berg“. En þótt Strindberg hafi unnið mikið við leikhús a.m.k. á vissum tímabilum, þá gerði hann sér sjálfur vel grein fyrir því að hann vissi ekki allt um leikhús... Nú er Strindberg ákaflega mót- sagnakenndur höfundur. Hans tengsl við lífið eru mjög svo spenn- andi. Hann er t.d. ákaflega ólíkur Ib- sen. Því fer fjarri að verk hans séu nákvæmlega sniðin eftir formúlu eða eigi að þjóna undir ákveðið markmið. Strindberg er stundum eins og hann ráði ekki við sig — hann skrifar svo margslungið á köfl- um. í Draumleiknum skýtur allt í einu upp kollinum skemmtileg setn- ing: „Hví skyldi eigi guðs eftirlíking skipta um tennur?" — alveg út úr kú og inn í samhengi þar sem verið er að tala um háguðspekilega hluti. Það er nokkuð mikið um svona hluti hjá Strindberg. Kannski lýsir það Strindberg vel sem einn leikaranna okkar sagði um daginn; þegar hann hafði lesið Draumleik í fyrsta skipti, þá fannst honum hann svipaður og málverkin hans. Þessi dimmblái himinn og hvítfyssandi haf. En svo þegar hann hafði kynnst verkinu betur, unnið meira með það, og Draumleikur kannski orðinn hluti af lífi leikar- anna, sáu menn nýjan sjóndeildar- hring handan við þann sem blasti við í fyrstu. Aðra liti, meiri dýpt.“ Kári sagði það spennandi að vinna með ungu fólki sem sjálft hefði valið verk eftir Strindberg vegna þess að það höfðaði til þess. „Hvernig skyldi þetta verk tengjast okkar lífi núna?“ velti Kári vöngum — „það er raunar merkilegur hlutur sem sérlega gaman hefur verið að vinna að og kanna." Þýðingin á Draumleik er eftir Sig- urð Grímsson. Flutt verður tónlist á leiksýningum eftir Árna Harðarson. Söngur og hljóðfærasláttur verður í höndum leikaranna sjálfra. Og frumsýningin verður 11. júní n.k. - GG. Kári Halldór Þórsson — leikstýrir Draumleik Strindbergs hjá Stúdentaleikhúsinu. Tónlistarveisla í Skálholti Þrjúhundruð ár eru á þessu ári lið- in frá fæðingu þriggja tónsnillinga, þeirra Bachs, Hándels og Scarlattis. Til að minnast þessa, verða veglegir tónleikar haldnir í Skálholtskirkju nú um helgina. Tónleikarnir munu standa bæði laugardags- og sunnu- dagseftirmiðdag, en aðaldagskráin verður á laugardaginn. Á laugardaginn mun Glúmur Gylfason hefja dagskrána með því að leika tokkötu eftir Bach og að loknum ávörpum syngur kór M.H. undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótt- ur. Síðan mun Lars Ulrik Mortensen leika sónötur eftir Scarlatti á semb- al. Toke Lund Christiansen og Lars Ulrik Mortensen munu síðan flytja sónötur eftir Hándel og Bach og leika á barokkflautu og sembal. Þær sónötur verða svo fluttar aftur á sunnudeginum. Klukkan 17 á sunnudaginn verður svo messa í Skálholti. Prestur verður sr. Agnes Sigurðardóttir og listamenn munu annast tónlistarflutning. Þótt tónskáldin þrjú hafi verið uppi á sama tíma og starfað í þjón- ustu aðalsmanna, konunga, kirkju og borgaryfirvalda eins og þá var títt um tónskáld, þá voru innbyrðis kynni þeirra ekki náin — en þeir þekktust. Raunar þekktust þeir Bach og Hándel aðeins af afspurn. Hándel var sjálfsöruggur heims- maður, hirðtónskáld Georgs I á Eng- landi. Bach var af mikilli tónlistar- mannaætt, starfaði sem kórdrengur, semballeikari, fiðlari og músik- meistari hertoga og fursta. Þeir Hándel og Scarlatti þekktust og báru mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Þeir hittust í Róm og voru látnir keppa þar í hljóðfæraleik. Þeir voru dæmdir jafnokar á sembal, en Hándel talinn fremri í orgelleik. Þeir voru 23 ára þegar þetta var. Scarlatti hafði síðan ýmsar þýð- ingarmiklar stöður við suður-evr- ópskar hirðir og var um skeið tón- listarstjóri við Péturskirkjuna í Róm. Hann bjó síðar í Portúgal, flutti það- an til Spánar og bjó tuttugu og þrjú ár í Madrid þar sem hann starfaði við hirðina og kompóneraði mikið,. m.a. fyrir harpsikord. Þeir Lars Ulrik Mortensen sembal- leikari og Toke Lund Christiansen' flautuleikari eru báðir útskrifaðir úr Konunglega danska tónlistarskólan- um og hafa síðan það var numið víð- ar, fengið ýmsa viðurkenningu og haldið tónleika í Evrópu og Ame- ríku. Christiansen flutti flautukon- sertinn sem Atli Heimir Sveinsson fékk verðlaun Norðurlandsráðs fyr- ir. Hann hefur verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit danska ríkisút- varpsins síðan 1969. — GG. Meistari HSndel — myndin er sögð likjast honum mjög. Berkovsky með einleiks- plötu Stúdíó Mjöt hefur gefið út hljóm- plötu með píanóleikaranum heims- þekkta, Martin Berkovsky. Berkov- sky leikur verk eftir Franz Liszt og mun allur ágóði af sölu hljómplöt- unnar renna til byggingar tónlistar- húss í Reykjavík. Mjög hefur verið vandað til allrar gerðar hljómplötunnar. Upptökur fóru fram í Þýskalandi, en platan hljóðblönduð í stúdíói Mjöt og hjá Ríkisútvarpinu. Magnús Guðmunds- son hjá Mjöt á veg og vanda að þess- ari útgáfu — sem Mjöt kostar og hef- ur fengið styrk frá ýmsum fyrirtækj- um. Berkovsky er sem kunnugt er al- þjóðlegur einleikari, starfar mest í Evrópulöndum, en hefur um árabil verið búsettur á íslandi. Á framhlið plötuumslagsins er mynd af Berkov- sky — hann er sýndur á vélhjóli sínu, enda er hann kannski einmitt þekktastur fyrir það á íslandi að vera „píanósólistinn á vélfáknum". -GG. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.