Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 2
FRlTTAPÓSTUR | Sérréttindi bankastjóra endurskoðuð Baldur Möller hefur skilað skýrslu sinni um athugun á I starfskjörum hankastjóra ríkishankanna. í framhaldi af ■ því hefur viðskiptaráðherra Matthías Á. Mathiesen sent I hankaráðum hréf, þar sem þeim er falið að endurskoða regl- I ur um bilamál hankastjóra, og að sömu reglur gildi þar um og tíðkast hjá ráðherrum. Auk þess verði eftirlaunamál ráð- ( herra færð til samræmis við almenna löggjöf í þeim efnum; það er að bankastjórar greiði i lifeyrissjóði til að öðlast lif- I eyrisrétt. Það hafa þeir ekki þurft að gera hingað til eins og • HP upplýsti á sinum tíma. Þá kemur fram i skýrslunni að mánaðarlaun almennra hankastjóra eru um 97 þúsund ( krónur. Að auki fá bankastjórar greidda risnu aö upphæð 36 þúsund krónur, sem ákveðin er árlega. ■ Stækka Kínverjar álverið? • Málmiðnaðarsamsteypa Kinverska alþýðulýðveldisins | hefur lýst yfir áhuga á að taka upp viðræður við íslensk stjórnvöld og forráðamenn Svissneska álfélagsins um hugs- | anlega þátttöku í stækkun álversins í Straumsvík. Takist samningar verður þetta að öllum líkindum fyrsta fjárfesting I Kina erlendis. Kínverjar vilja með þessu tryggja sér örugg að- ' föng, og hafa þeir Geir Hallgrímsson ráðherra, Birgir Isleif- • ur Gunnarsson formaður stóriðjunefndar og Jóhannes I Nordal formaður samninganefndar um stóriðju, allir lýst yfir jákvæðri afstöðu sinni til hugsanlegs samstarfs við Kín- | verjana. | Hvalvertíð lokið ' Síðustu hefðhundnu hvalvertíðinni hér á landi lauk um | helgina. Var mikil veiði siðustu þrjá dagana, og veiddust þá I samtals 27 hvalir. Nú hefur þvi verið fylltur sá kvóti, sem Al- þjóða hvalveiðiráðið úthlutaði íslendingum á síðasta ári | hefðbundinna hvalveiða. I „Bíkið“ í Hagkaupshúsið • Áfengis- og tóbaksverslun rikisins áformar nú að kaupa 1100 fermetra húsnæði undir áfengisútsölu í Hagkaupshús- ( inu, sem er í byggingu i Nýja miðbænum í Reykjavík. Ekki hefur þó verið gengið frá samningum ennþá. Lengi hefur I staðið til að flytja áfengisútsöluna í Laugarási og einnig þá • við Snorrahraut vegna skorts á bílastæðum þar um slóðir. ■ Er gert ráð fyrir að sjálfsafgreiðsla verði tekin upp í nýjum I útsölum ÁTVR þegar, og ef, þær komast í gagnið. I Heisir Eimskip hótel? Eimskipafélag íslands á lóðir við Skúlagötu, og nú hefur I stjórn félagsins rætt um að láta kanna hagkvæmni þess að ' reisa þar hótel. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um bygg- ■ ingu, en hagkvæmnikönnunin miðast við 200 herbergja • hótel. Ef af yrði kæmi til greina að selja aðstöðuna, eða byggja hótel í samvinnu við fleiri aðila. Baráttuhugur fiskvinnslufólks Viðræður um nýjan bónussamning fiskvinnslufólks eru ' nú að fara í gang, en bónussamningar eru víða lausir, og I hafa verkalýðsfélögin hótað að stöðva bónusvinnu frá 9. • september hafi engin breyting orðið. Aðalkrafan er 30 króna I fastur bónus á hverja vinnustund. Þá eru samráðsnefndir I VSÍ og ASÍ sammála um að menntun og reynsla fiskvinnslu- fólks verði metin til launa og eru nú í undirbúningi 2-3 vikna námskeið i því sambandi. Ekki er þó ljóst hversu mikið þessi námskeið gilda í launum. Kvikmyndasjóður úthlutar ■ Kvikmyndasjóður hefur úthlutað samtals 28 milljónum á I þessu ári, þar af 10 milljónum nú í ágúst. Hæstu styrki fengu kvikmyndagerðarmennirnir Hilmar Oddsson og Þráinn Bertelsson, 1,9 milljónir hvor. Af öðrum sem fengu styrki má nefna Ágúst Guðmundsson, 1,2 milljónir, Friðrik I Þór Friðriksson, 1 miUjón, Egil Eðvarðsson og Þorsteinn Jóns- ' son, sem hvor um sig fékk 200 þúsund. I SÍS segir upp I 30 manns hefur verið sagt upp hjá Iðnaðardeild Sam- • bandsins á Akureyri af um 340 manns sem starfa hjá fyrir- • tækinu. Eru uppsagnirnar afleiðing endurskipulagningar á I fyrirtækinu, og koma einkum niður á verkstjórum, starfs- þjálfurum og gæðaeftirlitsmönnum. Fréttapunktar I • Hjartaskurðlækningar hefjast á íslandi í vor, og er gert • ráð fyrir að framkvæmdar verði 100-120 hjartaskurðaðgerð- ir árlega á Landspítalanum. | • Vilhjálmur Egilsson var kjörinn formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna á þingi sambandsins sem lauk á I Akureyri á sunnudag. ' • Málefni aldraðra í Reykjavík eru í ólestri. Yfir þúsund • manns eru á biðlista hjá Félagsmálastofnun, og þar af hátt | á annað hundrað í brýnni þörf fyrir húsnæði og aðra þjón- ustu. | • Mjólk og mjólkurafurðir hækkuðu um 8% frá 1. septem- ber. I • Samtök foreldra barna á dagvistarstof nunum hafa skorað • á alla foreldra að mæta með börn sín í vinnu til að mótmæla • ástandinu á dagvistarstofnunum borgarinnar. I • Eysteinn Helgason hefur verið ráðinn forstjóri Iceland I Seafood, og tekur við starfinu i haust, þegar Guðjón B. Ólafs- I son tekur við starfi forstjóra SÍS. | • Stjórn BSRB samþykkti á fundi sinum að úrsögn Kenn- I arasambandsins væri ótvírætt ólögleg. , • Sihanouk prins frá Kambódíu kemur í heimsókn til ís- | lands 15. til 18. september nk. Eiginkona hans verður með í för. | • Ákveðið hefur verið að sjónvarpa beint hér á landi frá 1 væntanlegum kosningum í Noregi og Svíþjóð. 1 Andlát . Látinn er í Reykjavík Axel Jónsson, fyrrverandi alþingis- | maður, 63ja ára að aldri. 2 HELGARPÓSTURINN „VÍDEÓ ER EKKI BARA BÍÓ OG BANGBANG... ...getur líka verið skapandi/' segir Magnús Bjarnfreðs- son sem er að kvikmynda kennsluefni um Reykjavík fyrir grunnskólana. Kynningarþjónustan, fyrirtæki þeirra Helga H. Jónssonar, Magnús- ar Bjarnfreðssonar og Vilhelms G. Kristinssonar, ásamt Isfilm, er að hefja vinnslu á myndbandsefni um Reykjavík, að tilstuðlan Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur og Náms- gagnastofnunar. Efnið er ætlað sem stuðningur við samfélagskennslu í grunnskólum borgarinnar, en ein af ástæðum þess að lagst er í þetta verkefni einmitt núna, er tveggja alda afmæli Reykjavíkur á næsta ári. Að sögn Magrtúsar Bjarnfredsson- ar mun þetta myndbandsefni verða notað samhliða vinnuheftum um höfuðborgina sem sagnfræðingarn- ir Lýður Björnsson og Ingólfur Jó- hannesson eru að skrifa. „Þetta verða sem sagt nokkurs konar stuðningsmyndir við texta er börnin hafa fyrir framan sig.“ Magnús segir ennfremur: ,,Að tema til verða myndböndin fjögur, hvert þeirra eitthvað á bilinu tíu til fimmtán mín- útur í sýningu. Vinnuheiti þessara þátta eru sem stendur Saga og land- lýsing, Höfnin sem miðstöð atvinnu- lífs, Stjórnkerfið, og að síðustu, Reykjavík sem höfuðborg og mið- stöð landsins. Síðan munum við einnig gera fimmta myndbandið, en það verður sambland úr þessum fjórum fyrrnefndu, en án alls texta, Magnús: „Að tema til verða myndböndin fjögur og fjalla um sögu og land- lýsingu, höfnina..., stjórn- kerfið og höfuðborgina sem slíka..." því það verður hlutverk nemend- anna sjálfra að semja við þá spólu.“ MMSiiiBiiiiiPiiWi Skilatími þessa myndbandsefnis frá ísfilm og Kynningarþjónustunni er ekki enn að fullu ákveðinn, en þó mun ljóst vera, að því er Magnús segir, að fimmta spólan sem hann nefnir hér á undan, verði tilbúin fyr- ir áramót. Þetta er fyrsta verkefni af þessu tagi sem þessir aðilar taka að sér og var Magnús spurður að því í lokin hvort hann teldi námsefni sem þetta vera það sem koma skyldi. „Það held ég hljóti að vera. Ég sé að minnsta kosti mjög marga kosti við þetta, þó ekki væri nema þann er lýtur að gamla máltækinu er seg- ir að sjón sé sögu ríkari. Eins er þess að geta,“ heldur Magnús áfram, „að ef svona efni er sæmilega fram sett ætti það að vekja mun meiri áhuga nemendanna á viðfangsefninu en ,ella, einfaldlega vegna þess hversu það er meira lifandi en flatar bækur fyrir framan mann.“ Hvað þessu efni í sjálfu sér við kemur segist Magnús einkum vera spenntur fyrir viðbrögðum við blandaða myndbandinu, sem er, eins og fyrr segir, án texta. Þar reyni á hugmyndaflug krakkanna. „Ég býst við að sú spóla eigi eftir að sýna mörgum fram á það að vídeó er ekki bara bíómyndir og bangbang. Það getur og á að vera hvetjandi, skap- andi og kannski umfram allt dríf- andi.“ wiííísiííhíbw^ísisl;:#

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.