Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 23
Reykjavík er nú rætt um það í fúl- ustu alvöru, að vegna næstu sveitar- stjórnakosninga verði að þessu sinni ekki efnt til prófkjörs, eins og vant er. Þess í stað muni Davíð Oddsson borgarstjóri beita ægi- valdi sínu í flokknum og setja sjálfur saman lista yfir frambjóðendur og láta samþykkja hann, með góðu eða illu. Listinn verði annað hvort lagð- ur fyrir fulltrúaráð flokksins í Reykjavík beint eða Davíð láti kjósa uppstillingarnefnd og verði hann þá sjálfur að sjálfsögðu for- maður nefndarinnar. . . H^Sins og fram kemur í ítarlegri grein HP í dag um innri málefni Al- þýðubandalagsins eru uppi alvar- legar vangaveltur um stöðu flokks- ins og þá um leið stöðu Svavars Gestssonar sem formanns. Og þá styttist strax í vangaveltur manna um hugsanlegan eftirmann Svavars. Ólafur Ragnar Grímsson er tal- inn vænlegur af mörgum, en þó þykir hann á þessari stundu ólíklegt formannsefni, þar sem hann er all- umdeildur í flokknum. Annar hugs- anlegur kandidat er Guðrún Helgadóttir alþingismaður og hef- ur hún oft verið nefnd á fundum sem vænleg málamiðlun í for- mannsstarfið. í Alþýðubandalaginu eru menn ekki á einu máli um stöðu Svavars, sumir segja, að hann sé „búinn", en aðrir telja líklegt, að hann verði endurkosinn sem for- maður á næsta landsfundi hvað svo sem líði öllu brölti innan flokksins þessa dagana. . . If ■ ^Sunningi okkar á HP kom að máli við okkur á dögunum og býsn- aðist yfir því, að svo virtist sem ís- land væri eina landið í heiminum, sem ekki væri hægt að hringja með góðu móti til og frá Grikklandi. Sem dæmi nefndi hann, að sjálfur hefði hann margreynt að ná símasam- bandi við ísland frá hóteli sínu og frá aðalsímstöð, en ekkert gengið. Og hann bætti því við, að hann hefði ekki verið einn á báti, því á þessari símstöð hefði hann hitt íslensk hjón, sem reynt hefðu hið sama og þau sagt sér frá íslenskum stúlkum, sem hefðu reynt tvo daga í röð og beðið í 3 klukkustundir í hvort skipti en án árangurs. í Grikklandi er gefin sú skýring, að ísland auk tveggja lítilla Afríkuríkja séu einu löndin í heim- inum, sem hafi ekki eðlilegt síma- samband við Grikkland! Það væri svo sem nógu gaman að heyra skýr- ingar símayfirvalda hér á landi á þessum málum. . . FRAMURAKSTUR Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf að gefa ótvirætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt aö nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. tfUMFERÐAR RÁÐ Engin ein dýna er rétt fyrir alla. óswr um verö og gerö eru margbreytilegar eftir efnum og ástæöum. En þar komum við inn í málið og hönnum þá einu réttu fyrir hvern og einn - fyrir öll hugsanleg rúm og aðstæður. Og það er mesti misskilningur að slík persónuleg þjónusta sé dýrari. Verðið fer eftir gerðinni og gerðirnar eru margar - já allt niður í ótrúlega ódýrar. 121 REYKJAVÍK Opið laugardag í öllum deildum frá kl. 9 16 Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. fl i) EE | [ EUFtCXIARD j [ GREIÐSLUKORTAPJÓNUSTA jlÍ A A A A A A utnFíim ðmiiiuun i viinT Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.