Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 26
TMMMMmmmmmmm. HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 6. september 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 19.25 Nýju fötin keisarans. 19.50 Fróttaógrip á táknmáli. 20.00 Fróttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Kosningar í Noregi. Fréttaþáttur frá Boga Ágústssyni. 21.10 Heldri manna líf. (Aristocrats). Lokaþáttur. Breskur heimildar- myndaflokkur í sex þáttum um aðals- menn í Evrópu. 22.05 Skálkapör. (Les Vilaines Maniéres). Svissnesk-frönsk bíómynd frá 1973. Leikstjóri Simon Edelstein. Aðalhlut- verk: Jean-Luc Bideau og Francine Racette. Söguhetjan stjórnar vinsæl- um útvarpsþætti. Gestir hans eru ein- göngu ungar, ógiftar konur sem hann vefur um fingur sér. En dag nokkurn kynnist hann óvænt konu sem sýnir honum sjálfan sig í nýju Ijósi. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.20 Fróttir í dagskrárlok. Laugardagur 7. september 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felix- son. 17.50 Fréttaágrip á táknmáli. 18.00 Fróttir og veður. 18.25 Auglýsingar og dagskrá. 18.30 Úrslitamót stigakeppni í frjólsum íþróttum. Bein útsending frá Róma- borg. 21.00 Fróttir. 21.15 Cliff Richards og The Shadows. Þeir félagar rifja upp nokkur vinsæl- ustu lög sín frá 25 ára samstarfi. 22.25 Annie Hall. Bandarísk bíómynd frá 1977. Leikstjóri Woody Allen. Aðal- hlutverk Woody Allen og Diane Keat- on. Þekktur gamanleikari í New York kynnist ungri söngkonu utan af landi sem er að reyna að hasla sér völl í skemmtanaheiminum. Á ýmsu geng- ur í samskiptum þeirra sem eru bæði brosleg og stormasöm á köflum. Þýö- andi Kristrún Þórðardóttir. 00.05 Dagskrórlok. Sunnudagur 8. september 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Myako Þórðarson, prestur heyrnleysingja, flytur. 18.10 Blóa sumarið. (Verano Azul). Fimmti þáttur. 19.15 Hló. 19.50 Fróttaágrip ó táknmóli. '0.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskró. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Mozartættin. 1. Faðirinn — Leopold Mozart. 21.20 Njósnaskipið. (Spyship). Nýr flokk- ur — Fyrsti þáttur. Breskur fram- haldsmyndaflokkur í sex þáttum. Leikstjóri Michael Custance. 22.15 Samtímaskóldkonur. 6. Kirsten Thorup. 23.05 Dagskrórlok. Fimmtudagur 5. september 07.00 Fréttir. Morgunútvarp. 7.20 Leikfimi. 07.55 Málræktarþáttur. 08.00 Fréttir. Morgunorð. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: 09.20 Leikfimi. 10.00 Fréttir. 10.45 Mólefni aldraðra. 11.00 ,,Ég man þá tíð". 11.30 Tónleikar. 12.20 Fróttir. 14.00 ,,Nú brosir nóttin", æviminningar Guömundar Einarssonar. 14.30 Miðdegistónleikar: 15.15 Tíðindi af Suöurlandi. 16.00 Fréttir. 16.20 Á frívaktinni. Sigrún Siguröardóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.00 Fréttir ó ensku. 17.05 Barnaútvarpið. 17.50 Tónleikar. 19.00 Kvöldfréttir. Daglegt mál. 19.55 Fjalaköttur. 20.45 Einsöngur í útvarpssal. 21.20 Erlend Ijóð frá liðnum árum. 21.45 Frá hjartanu. .22.15 Fréttir. 22.35 Fimmtudagsumræðan. Dagvist barna. '23.35 Samleikur á flautu og hörpu. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 6. september 07.00 Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 07.55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. Morgunorð. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: 09.20 Leikfimi. 10.00 Fréttir. _ 10.45 ,,Mór eru fornu minnin kær". 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. 12.20 Fréttir. 14.00 ,,Nú brosir nóttin", æviminningar Guðmundar Einarssonar. 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Létt lög. 16.00 Fréttir. 16.20 Á sautjándu stundu. 17.00 Fróttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. 17.35 Frá A til B. 19.00 Kvöldfróttir. Daglegt mál. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Frá tónskáldum. 22.05 Tónleikar. 22.15 Fréttir. 22.35 Úr blöndukútnum. 23.15 Kammertónleikar Sinfóníuhljóm- Val Guörúnar Hásler afgreiðslumanns Það er fastur liður að fylgjast með fréttum og íþróttum bæði í út- varpi og sjónvarpi. Um helgina langar mig annars að sjá Heldri manna líf, þáttinn um Cliff Richards og Shadows og myndina Annie Hall. Af einhverjum ástæðum horfi ég sjaldan á sjónvarp á sunnudög- um, gæti þó gert undantekningu nú til að fylgjast með fyrsta þætti Spyship. Rás 2 fer inn um annað og út um hitt, að öðru leyti en því að ég leyfi næturútvarpi að lulla og oft legg ég eyrun við á fimmtu- dagskvöldum. Á rás 1 hlusta ég á Þetta er þátturinn og ég mæli með Náttfara. Á sunnudögum hlusta ég stundum á Út og suður og messan fær að rúlla. . . sveitar Islands f sal Menntaskól- ans við Hamrahlfö 14. mars f vor. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 7. september. 07.00 Fréttir. Bæn. Tónleikar. 7.20 Leikfimi. 07.55 Daglegt mál. 08.00 Fréttir. Morgunorð. 09.00 Fréttir. 09.30 Óskalög sjúklinga. 11.00 Drög að dagbók vikunnar. 12.20 Fróttir. 14.00 Inn og út um gluggann. 14.20 Listagrip. 15.20,,Fagurt galaði fuglinn sá". 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fróttir á ensku. 17.05 Helgarútvarp barnanna. 17.50 Síðdegis í garöinum 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Þetta er þátturinn. 20.00 Harmoníkuþáttur. 20.30 Útilegumenn. 21.00 Kvöldtónleikar. 21.40 Ljóð, ó Ijóð. 22.15 Náttfari. Gestur Einar Jónasson. 23.35 Eldri dansarnir. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. 00.55 Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 8. september 08.00 Morgunandakt. 08.35 Lótt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.25 Út og suður. Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Messa í Sauðaneskirkju. Há- degistónleikar. 12.20 Fréttir. 13.30 „Samviska þjóðarinnar". 14.30 Miðdegistónleikar. 15.10 Milli fjalls og fjöru. 16.20 Þættir úr sögu íslenskrar mál- hreinsunar. Annar þáttur. 17.00 Fróttir á ensku. 17.05 Síðdegistónleikar. 18.00 Bókaspjall. 19.35 Tylftarþraut. Spurningaþáttur. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins. 21.00 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 21.30 Útvarpssagan: ,,Sultur" 22.00 ,,Gamall heimur hrundi". 22.15 íþróttaþáttur. 22.50 Djassþáttur. Jón Múli Árnason. 23.35 Guðað á glugga (24.00 Fréttir). Um- sjón: Pálmi Matthíasson. RÚVAK. 00.50 Dagskrárlok. Fimmtudagur 5. september 10:00-12:00 Morgunþáttur. 14:00-15:00 Dægurflugur. 15:00-16:00 í gegnum tíðina. 16:00-17:00 Bylgjur. 17:00-18:00 Einu sinni áður var. 20:00-21:00 Vinsældalisti hlustenda rás- ar 2. 21:00-22:00 Gestagangur. 22:00-23:00 Rökkurtónar. 23:00-00:00 Kvöldsýn. Föstudagur 6. september 10:00-12:00 Morgunþáttur. 14:00-16:00 Pósthólfið. 16:00-18:00 Léttir sprettir. 20:00-21:00 Lög og lausnir. 21:00-22:00 Bergmál. 22:00-23:00 Á svörtu nótunum. 23:00-03:00 Næturvakt. Laugardagur 7. september 10:00-12:00 Morgunþáttur. 14:00-15:00 Við rásmarkiö. 16:00-17:00 Listapopp. 17:00-18:00 Hringborðið. Hlé. 20:00-21:00 Línur. 21:00-22:00 Djassspjall. 22:00-23:00 Bárujárn. 23:00-00:00 Svifflugur. 00:00-03:00 Næturvaktin. Sunnudagur 8. september 13:30-15:00 Krydd í tilveruna. 15:00-16:00 Tónlistarkrossgátan. 16:00-18:00 Vinsældalisti hlustenda rás- ar 2. ÚTVARP-^^ eftir Halldór Halldórsson Persónuleiki í loftinu Ég man satt að segja ekki hver það var, sem fyrstur notaði orðið eða hugtakið ,,air personality" um framkomu Svavars Gests í útvarpi. Þetta er hið mesta hrósyrði og enn meira vegna þess að hann er að líkindum eini útvarpsmaðurinn á Islandi, sem hefur í áranna rás skapað sér sérstöðu á öldum ljósvakans. Hann er eins og hann er, maður veit að hverju maður gengur, sama hvaða efni hann býður upp á. í vetur var hann með bráðskemmtilega þætti á gömlu rásinni með efni úr gömlum skemmti- og spurningaþáttum. Hann er ófeiminn að láta brandarana fjúka, þótt þeir séu misjafnir eins og svo margt annað í þessum heimi. Svavar: Hefur skapað sér sérstöðu á öldum Ijósvakans. Nú er hann genginn til liðs við nýju rás- ina, elzti þáttagerðarmaðurinn á meðal allra popparanna þar og sannast sagna þykir mér hann vera áheyrilegasti „popp- arinn“ á rás 2. Að vísu verður að taka fram, að ég hef meira gaman af þeirri tónlist, sem hann flytur okkur í þáttum sínum en ann- arri og nýrri. Þó ekki alltaf. En Svavar er þægilegur í útvarpi á tilgerðarlausan hátt. Og svo má ekki gleyma því, að Svavar hef- ur ekki smitazt af „100 kílómetra hraðá' annarra umsjónarmanna tóniistarþátta á nýju rásinni. Fimmtudagskvöldin á rás tvö hafa nú skapað sér sess sem beztu kvöldin í útvarpi á Islandi. Á þessum kvöldum hefur að minni hyggju sannazt, að ameríski hraðinn í þáttum er misskilningur. Viðtalsþátturinn „Þriðji maðurinn" náði mestum vinsældum í hlustendakönnun, Gestagangur, hálfgerð eftirlíking „Þriðja mannsins“, þótt áherzl- an þar sé meira á huggulegt rabb ein- göngu, er ágætur í höndum Ragnheiðar Davíðsdóttur, þótt hún mætti vera svolítið ágengari í spurningum, og svo Svavar með sín þemu úr popptónlistar- og djasssög- unni. Á þessum kvöldum er boðið upp á úr- valsefni. Eitt er þó undanskilið í þessari upptaln- injgu og það er blessuð tekjulindin: AUG- LYSINGARNAR. Til að byrja með voru þær flestar nokkuð góðar. Nú ber æ meira á þessum hryllilegu fimm-aura-brandara- auglýsingum, sem sumar hverjar eru nán- ast móðgun við sæmilega skynsamt fólk. Um helgina keyrði t.d. fullkomlega um þverbak, þegar sama „brandaranum" var dengt yfir okkur á 20 mínútna fresti í heil- an dag. Þann appelsínudrykk mun ég ekki drekka í bráð. P.S. Því má ekki gleyma, fyrst ég var að tala um „air personality", ljósvakapersónu- leika, að á rás tvö er ungur maður, Jón Ólafsson, sem er skrambi lunkinn og léttur. Hann ætti að geta náð langt í loftinu. SJÖNVARP Taliö við okkur! Ég hef stundum velt því fyrir mér hve ópersónulegur miðill íslenska sjónvarpið er. Að sjálfsögðu er sjónvarp einnar leiðar miðill (one way communication), þ.e. sjón- varpsefni berst frá miðlinum til áhorfand- ans (en ekki öfugt eða í báðar áttir). Áhorf- andinn er því alltaf óvirkur. Um þetta hafa verið skrifaðar margar fræðigreinar og óvirkni og slen áhorfandans marggreint og öll hin vondu áhrif sem þessar staðreyndir hafa í för með sér brotnar til mergjar. Is- lenska sjónvarpið hefur óvenjulega mikla tilhneigingu til að auka á þá óvirkni áhorf- andans sem fyrir er. Það er nefnilega mikið atriði hvernig fólk í sjónvarpi talar til áhorf- enda. Ef talað er í kunnuglegum tóni til áhorfandans, finnst honum að þarna sé eftir Ingólf Margeirsson fyrst og fremst verið að spjalla við sig og áhuginn á efninu eykst mikið. Ef aftur á móti viðkomandi sjónvarpsmaður talar á vélrænan og ópersónuiegan hátt til áhorf- andans, minnkar áhuginn hjá viðtakanda og honum finnst jafnvel að það sé verið að koma skilaboðum til einhvers annars, og honum komi þetta eiginlega ekkert við. Víða erlendis eru menn stórsnillingar í því að koma boðum áleiðis til áhorfenda á þann hátt og þeir fanga alla athygli og gera efni sitt persónulegt og Iifandi. Sjónvarps- menn eru sagnaþulir nútímans, og mikið í húfi að þeir kunni að flytja mál sitt vel. Af innlendum sjónvarpsmönnum er það einna helst Ómar Ragnarsson sem getur talað við áhorfendur. Flestir aðrir eru að lesa eða þylja einhvern texta fyrir áhorf- endur og leggja engan persónuleika í flutn- inginn og verða þar af leiðandi ekki áhuga- verðir. Verstar eru kannski þulurnar sem halda prívat tísku- og förðunarsýningu á hverju kvöldi án þess að megna að koma textanum (sem oftast er fyrir neðan allar hellur) áleiðis á töluðu máli. Erlendis leggja sjónvarpsstöðvar mikinn metnað í þulur sem kunna að tala við áhorfendur. Þannig breyta þulurnar um málróm og talanda ef um t.d. barnaþætti er að ræða. Maður talar jú öðruvísi við börn en fullorðna. Frétta- menn hérlendis eru ábúðarfullir, þeir flytja fréttatexta af festu og þyngd og tala þannig oft fyrir ofan hausinn á áhorfendum. Veð- urfræðingar eru flestir þurrir eins og tíðin sunnanlands í sumar og í þáttum eins og Sjónvarp næstu viku lesa þulirnir í belg og biðu í vélina, en gleyma algjörlega að bak við hverja sjónvarpsvél eru tugþúsundir áhorfenda; lifandi fólk sem vill láta tala við sig. Eitt gott ráð að lokum, kæru sjónvarps- starfsmenn: Þegar þið sitjið fyrir framan vélina, þá megið þið alveg brosa, jafnvel hlæja eða tala talað mál en ekki ritað mál. Við erum manneskjur þrátt fyrir allt, og viljum láta tala við okkur sem slíkar. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.