Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 18
MYNDLIST Kjarvalsstaöir: í skjóli Seint verður víst um Kjarvalsstaði sagt að þeir séu „vindabæli" og fellibylurinn Gunna gengur þar ekki um sali. Þessa stundina hanga þar myndir Septem- hópsins og Jóns Reykdals. Ef hægt er að tala um heildaranda eða heildarsvip beggja sýn- inganna, þótt ólíkar séu, þá einkennast þær af þeirri löngun eða áráttu kannski nútímans ,,að leita skjóls" á sem flestum sviðum: í lit- unum, formunum, viðfangsefnunum og lífs- stílnum yfir höfuð. Þetta er tíðarandinn þótt ungt fólk sem kemur að utan rjúki um stund með litaglamur fremur en liti úr innra lífi þess að hinni fagurfræðilegu skynjun eða viðhorfum. Listamaðurinn er vissulega á valdi þeirra strauma er ýfast hverju sinni, en innri straum- ur hans sjálfs er sterkasti straumurinn sem sigrar að lokum. Og að eignast og tileinka sér þennan straum og leiða hann út í liti, formskyn og annað sem listina varöar er erf- itt verk og kostar yfirlegu og vísast útskúfun. Með öðru mótast samt ekki listgrein hans. Maður saknar svo slíks í íslenskri iist yfir höfuð. í henni ríkir svo mikill samtíningur sem er tíndur saman af hæfileika handverks- mannsins, mannsins með brjóstvitið, fljót- hugans sem „grípur". Kannski stafar þetta af hinni breytilegu vindátt sem við búum við, hinni endalausu en skammvinnu ertingu: hér er aldrei alltaf rok og aldrei endalausar stillur. Og litir sum- arsins eru jafnir, að mestu án skugga, og svo kemur veturinn sem er næstum eintómur skuggi. Þá er það haustið eitt sem færir skugga dags og nætur, rökkurs og rísandi Ijósgjafans. En ég held að skortur á frum- hugsun stafi miklu heldur af því að við höf- um ekki eignast neinn heimspeking á sviði lista. Hér á ég ekki við gagnrýnendur. Hlut- verk þeirra er afar takmarkað og fremur til þess að ýta við en láta listina festa rætur. Og ég á heldur ekki við listfræðingana sem hér- lendis eru að mestu í berjamó í bókum um einstaka listamenn að tína æviberin saman í litlar ryðgaðar dósir. Kjörorð þeirra eða starfsaðferð er sjaldan: Ég ætla að tína handa þér í rósavettlinginn. Nei, þeir tína í jólabókina. Og svo er einn ríkur þáttur í auðninni hvað við höfum fátæklegt viðhorf til mannsins: hann er annað hvort góður eða slæmur, í hæsta lagi ágætis strákur. Um stelpur gildir það sama. Að ógleymdu hinu sígilda: Þessi eða hinn ætlar aldrei að verða að manni. Og ekki hefur viðhorfið til mannsins auðgast með kvennaáratugnum, Niðurstaða hans er „Á sýningu Jóns Reykdals er landslagið eðlilegt án innskota. Þarna eru engir þrí- hyrningar í náttúrunni, engin konubrjóst á sundi, ekkert flúr," segir Guðbergur Bergsson m.a. í mynd- listarumfjöllun sinni. eftir Guðberg Bergsson að konur eigi að vera hvarvetna 50%, sam- kvæmt mannfjölda heimsins. Því er ekki að undra að maðurinn er hálf- gerð hornreka i íslenskri list, einkum mynd- list. Jón Reykdal lætur fólk helst sitja í skjóli úti í náttúrunni, undir kletti en stundum reyndar uppi á honum eins og á stól. Fólk sit- ur líkt og á stól úti í náttúrunni. En það er ekkert viðhorf til þannig setu eða umgengni íslendingsins við náttúruna í verkum málar- ans. Islendingar eru innanhússfólk og liggja gjarna eins og skolpfata úti í náttúrunni. Dýr- in hjá Jóni eru betri. Þau samlagast náttúr- unni, og þarna er fögur mynd af manni á hesti að ríða út úr málverki og blæbrigðarík- um skuggum. List Jóns Reykdals er dálítið í skjóli gömlu meistaranna: Þórarins, Jóns Stef. og Kjar- vais. En hann hættir sér út úr því oft, með liti sem eru talsvert háborgarlegir, stórir, þótt þeir dofni í anda kvölds og fjarlægðar: þess hugarfars sem notar þá. Hið athyglisverð- asta við sýninguna er að hún leitar að heild- arsýn fremur en að aðgreindum, ljóðrænum atriðum, þótt hið ljóðræna blik litanna sé í heildarsýninni, eftir þörfum þeirra. Þarna eru margar myndir, fremur til að gefa áhorf- andanum innsýn í þessa nýju leit að lands- lagi með aðskotafólki, fremur en þær bæti sýninguna beinlínis. Á henni ríkir fjölbreytni innan hæfilegrar afmörkunar, og landslagið er fremur úr huga listamannsins en af ákveðnum fjallaslóðum; en þetta eru íslensk fjöll í íslenskum litum eða litum sem eru að leita að íslenskunni í sér. Þeir hníga í rétta átt. Það þarf oft að þröngva litunum til að lúta ekki aðeins vilja listamannsins heldur líka eðli umhverfisins, en öðru fremur vitund hans. Þegar það hefur tekist veit maður alltaf að þetta eða hitt málverkið er eftir þennan eða hinn málarann, kannski ekki vegna við- fangsefnisins eða formanna heldur sökum litameðferðarinnar. Á sýningu Jóns Reykdals er landslagið eðlilegt án innskota. Þarna eru engir þrí- hyrningar i náttúrunni, engin konubrjóst á sundi, ekkert flúr; og fjöllin eru næstum því í frumeðli sínu: bara fjöll búin til af einhverj- um og engin leið að sjá átökin við myndun þeirra. JAZZ Hinn eilífi ferdalangur Niels-Henning & Philip Catherine: The Vik- ing (Pablo 894) Niels-Henning 0rsted Pedersen: The Eternal Traveller (Pablo 910). Dreifing: Gramm. Þá eru tvær síðustu breiðskífur Niels- Hennings komnar til landsins og mátti ekki seinna vera, því sjálfur kemur hann þann tí- unda til að fara að æfa íslensk þjóðlög með Ole Kock, Pétri Östlund og íslenskum strengjakvartetti sem Þórhallur Birgisson veitir forstöðu. Þetta eru ólíkar skífur þó báðar séu teknar í hljóðveri. Það er Norman Granz sem hljóð- stýrir The Viking og er þar aðeins eitt verk sem ekki hefur heyrst áður: söngur Niels um dóttur hans, Maríu, sem löngum var þekkt sem Future child — The Puzzle, Nuages, Air Power, Dancing Girls og Little Train léku Niels og Philip í Háskólabíói ásamt Billy Hart 1978 og September start léku Niels og Philip í sama húsi í fyrsta skipti er þeir héldu tón- leika tveir — það var árið 1981. Ballöðurnar My funny Valentine og Stella by Stairlight hef ég ekki heyrt þá leika áður og er sóló Philips í Valentínu góður — þessi blúsuðu innskot einsog hjá Jóni Páli í Lover man spila aðeins þeir er hafa djassinn á hreinu. Skífan endar á stuttum einleik Niels: barrokkbyrjun og svo yndisfögur hending: I fall in love too easily. Þetta er ljúf skífa og þó kraftmikil. Samstarf þeirra félaga hefur alltaf verið með ágætum, þó á stundum þyki manni sem Phil- ip dragi sig fullmikið inni skelina þegar þeir eru tveir — en Niels er líka yfirþyrmandi. The Eternal Traveller er óefað besta breið- skífa Niels til þessa. Sjálfur er hann all- ánægður með hana enda harðstjóri. Niels er danskari en allt sem danskt er og þessi skífa er dönsk — en það er danskur djass og sama hvaða alþýðusöngur er á efnisskránni, hann verður að gullnum djassi með sál og sveiflu. Skífan er römmuð inní Moto perpetu Paganinis og munar Niels ekkert um að pikka það á bassann. Það eru Ole Kock Han- sen og Lennart Gruvsted sem leika í tríói Ni- els, en þegar hann kemur hingað til að djassa á Jazzhátíð verður Pétur Östlund í sæti Lenn- arts. Ole kom með Niels og Aleks Riel til ís- lands 1977 og léku þeir í Norræna húsinu. Tvö lög er þar voru á efnisskránni má finna hér: En elefant kom marcherende og Hist hvor vejen slár en bugt; Jeg gik mig ud en sommerdag er á Dancing on the tables, en önnur lög hef ég ekki heyrt þá félaga leika eftir Vernharð Linnet áður. Það er komið meira fönk í gömlu sömb- una frá 77 Hist hvor vejen slár en bugt og Ole er djarfur í hljómunum. Kannski hefði texta- höfundurinn Hans Kristján Andersen sveifl- að sínum langa háls hefði hann heyrt snill- ina. Gospelbragð er af mörgum verkanna enda ekki óeðlilegt hjá djassgeggjuðum Grundtvigsonum, meiraðsegja Det haver sá nyligt regnet er af þeirri ætt. Það eru tvö frumsamin verk eftir Niels á skífunni: Dawn, er hann samdi fyrir ballett og hið stórkost- lega titilverk. Þessi verk minna í mörgu á verk Niels á dúóskífunni með Kenneth Knud- sen: Pictures, sem var sú skífa er hann var ánægðastur með. Þetta er evrópskur djass án þess að vera í ECM-stílnum. Krafturinn, sem er aðal Niels í bland við Ijóðið, nýtur sín full- komlega í verkunum, og ekki er Ole Kock Hansen útí horni. Meistarapíanisti er vex af hverju verki! Það má segja að þeir félagar minni á komu sína til Islands í lok skífunnar er þeir leika Hin gömlu kynnigleymast ei, því þó lagið sé skoskt er það líka danskt og ís- lenskt og fleiri þjóða í anda. Það verður sögulegt að heyra meistarana túlka Veröld fláa, Sumri hallar, Ég að öllum háska hlœ og Kindur jarma í kofunum sem Garðar Hólm söng fyrir páfann í Róm og Muhamed ben Ali í Kaíró. Að lokum: þessi skífa þarf að vera til á hverju heimili ekki síður en Njála og íslands- klukkan — norrænn gimsteinn í tónbók- menntum heimsins! 18 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.