Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 15
Jón Baldvin heldur áfram að vera nánast eina rödd Alþýðuflokks- ins.. . ifleiklistaráhugi landsmanna hefur alltaf verið með eindæmum. Ný leikfélög og jafnvel leikhús spretta upp um land allt. Við á HP fengum skemmtilega fréttatilkynn- ingu um daginn. Þar var greint frá nýju leikfélagi sem stofnað hefur verið í Reykjavík. Það ber nafnið Gaman-leikhúsið og er barnaleikfé- lag, eins og það er orðað í tilkynn- ingunni. Aðalhvatamenn að stofnun leikfélagsins eru tveir ungir menn í Vesturbænum, Magnús Geir Þórd- arson og Gottskálk Sigurðsson og eru þeir báðir leikstjórar að fyrsta verkefni leikfélagsins, sem ber nafnið Töfralúðurinn eftir danska höfundinn Henning Nil- sen. Þýðandi verksins er Anna Jeppesen og tónlist eftir 0ster- g&rd. Aðalhlutverk er í höndum ungrar stúlku að nafni Tinna Laufey Ásgeirsdóttir. Efni leikrits- ins er lýst í fréttatilkynningunni: „Leikritið fjallar í stuttu máli um fjóra nágranna sem aldrei eru sam- mála en dag einn kemur stúlka með dreka og þá snúast nágrannarnir á móti henni og drekanum en að lok- um verða allir vinir og þannig endar þetta skemmtilega leikrit." Segið svo að unga fólkið í landinu sé ekki duglegt, drífandi og hugmynda- ríkt. . . ^l^minn er afstæður. Rokkið sem er síungt hefur ennfremur gamla sögu að baki. Ungu rokkar- arnir í den eru nú um sextugt þótt „the beat goes on“. Nú hafa forlögin uppgötvað hinn mikla kaupmátt rokkkynslóðanna. Almenna bóka- félagið stofnaði plötuklúbb í sumar og var fyrsta verkefni hans Saga rokksins á um 60 hljómplötum og snældum. Þar var að finna meira en þúsund lög um 100 mestu rokk- stjarnanna á 25 ára tímabili. Fyrsta sendingin kom til landsins í sumar — tvöfalt plötualbúm með stjörn- unum Bili Haley, Little Richard, Fats Domino og Buddy Holly. Fjölmargir gengu þegar í klúbbinn og plötumagnið seldist upp á skömmum tíma. Nú er því búið að panta nýja sendingu og mun hún væntanleg til landsins um 10. sept- ember. Við ráðleggjum rokkurum allra tíma að vera viðbúnir. Rock, rock, rock everybody... Velux, D-lime, Pareet, Plötur OG KLÆÐUiriGAR hannaðar og sterkar; plötur og klæðningar til notkunar utanhúss sem innan, sólbekki og parket í miklu úrvali. Alltóbreytt Við sýnum og seljum ýmislegt fleira: M.a. Velux þakglugga, sem reynst hafa jfburðavel við íslenskar dðstæður; D-line hurðarhúna og baðherbergisvörur, sem þykja ?instaklega vel A klapparstígmum Prátt fyrir stækkunina í Skeifunni er allt óbreytt á Klapparstígnum. Par seljum við eins og áður mótatimbur og smíðavið, allar gerðir af plötum, parket, límtré, lista, læðningar, glerull, pappa, þakjárn, saum, viðarvörn og fjölmargt fleira. Verið velkomin í Skeifuna 19 og á Klapparstíg 1. TIMBUKVERZLUNIN VÖLUNDUR HF. SKEIFUNNi 19, SÍMI 687999 heimilissýningunni, þeim Jóni Múla, sem reynir að ,,selja“ Ríkisút- varpið, og Jóni Baldvin, sem reynir að „selja" Alþýðuflokkinn. Jón Múli eða „kallinn á kassanum", eins og hann er víst kallaður á sýningunni og kratabásinn eru nánast samhliða og hefur nálægðin orðið til þess að úr hefur orðið eins konar einvígi á milli Jóns Baldvins og Jóns Múla. Sá síðarnefndi hrópar í sífellu „Ríkisút- varpið, þitt útvarp, útvarp allra landsmanna" á meðan Jón Baldvin hrópar á móti „Hver á Island?" Og þannig kallast þeir félagar á daginn út og inn. . . Hinn ein smáfrétt af væntan- legum jólabókamarkaði. Stefanía Þorgrímsdóttir (dóttir Þorgríms Starra og Jakobínu Sigurðardóttur) sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir nokkrum árum sem bar heitið „Sagan um Önnu". Nú hefur Stef- anía lokið við aðra skáldsögu sem mun koma út fyrir jól. Ber skáldsag- an nýja nafnið „Nótt í lífi Klöru Sig“. Útgefandi er Forlagið... SJAIST mcð endurskini Umferðarr^ð BÍLALEIGA REYKJAVÍK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍDIGERDl V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAU DÁRKRÖKUR: SIGLUFJÖRDUR: HÚSAVIK: EGIl.STADIR: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 VOPNAFJÖRDUR: 97-3145/3121 SEYDISFJÖRDUR: 97-2312/2204 FASKRÚDSFJÖRDUR: 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRDI: 97-8303 interRent HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.