Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 12
|eftir Eddu Andrésdóttur mynd Jim Smart AÐ HEITA „En ef ég verd nú eins og illi?“ spyr Emilía, og hlær þessum hvella, svo- lítid hása hlátri. Ég lofa ad sýni hún þess minnstu merki, gangi ég út á sömu stundu. Pá hugsar hún sig ögn um. Þad er ekki fyrr en eftir á ad ég veit ad hún telur upp ad tíu. Þad er nefnilega vani Emilíu áður en hún tekur ákvaröanir. Svo slær hún til, og býdur mér heim til sín og Sudda og litla Kristins í Vesturbænum. Vid hringsnúumst svolítið um íbúðina til ad byrja med. Þad gustar af Emilíu, norrænni og hressilegri. Hún reynir ad telja mér trú um ad hún sé nauðaómerkileg: hafi aldrei orðið fyrir áfalli og ekki gert nokkurn hlut sem í frásögur sé færandi. Standi ekki einu sinni á tíma- mótum, að öðru leyti en því að hún veltir stundum fyrir sér, hvort hún eigi að eignast annað barn. Kannski sé hún merkilegust fyrir það eitt, að enn er blýföst barnatönn í munni hennar og haggast hvergi. Og Emilía er orðin þrjátíu og eins árs. Við finnum okkur samastað viö eldhúsborðið, drekk- um kaffi og spjöllum svolítið saman að hætti tveggja kvenna á svipuðum aldri, á sólríkum sunnudegi á haustmánuðum. — Emilía, af hverju telurdu upp að tíu? „Þetta er barnsvani," hlær hún. „Við systkinin lærðum þetta af pabba. Það var ævinlega við- kvæðið hjá honum, þegar við stóðum frammi fyrir ákvarðanatöku. „Teldu upp að tíu!“ Með því móti tókum við síður fljótfærnislegar ákvarðanir. Og — já, ég geri þetta ennþá. Ég vil vera viss um að ég geri rétt. Ég vil hafa allt á tæru. Þess vegna sofna ég ekki út frá óleystu máli.“ — Áttu þó ekki erfitt með að taka ákvarðan- ir? „Að sumu leyti. Ég er a.m.k. rög við að gera það sem ég veit ekki hvaða afleiðingar hefur í för með sér. Þar að auki er ég íhaldssöm og vanaföst; það má ekkert breytast. Ég er eins og mamma, þetta á við um matartilbúning, og allt sem nöfnum tjáir að nefna." — Sœkist eftir öryggi? „Það skiptir mig miklu máli; að vera örugg með sjálfa mig og það sem er í kringum mig. Þetta lýstir sér að sumu leyti í því að ég á fáa en góða vini, sem ég hef haldið tryggð við í gegn- um árin. Ég er ekki flaðrari; safna ekki að mér kunningjum." — Hefur þetta öryggi aldrei brostið? „Nei. Ég hef ekki einu sinni orðið fyrir ástar- sorg. Ég hef aldrei orðið fyrir því að allt hafi hrunið til grunna." Ég ætla að verða Ijósmyndari! — Hvaða vinkonur áttu? „Fínar. Við erum nýbúnar að stofna matar- klúbb," og Emilía klappar á magann. „Við hitt- umst í gærkvöldi, og ég er enn södd. . . “ — Af hverju matarklúbb? „Jú, við hittumst og búum til mat, sem við alla jafna erum ekki með á borðum. Eitthvað sem við höfum ekki prófað áður. . . Ég á fimm eða sex vinkonur sem við getum kallað þær bestu, en sína úr hverri áttinni. Ein hefur verið vinkona mín frá því við vorum fjögurra ára á Reynimeln- um; „viltu vera memm. . .“ aldrinum. Onnur er frænka mín, þriðju kynntist ég í Hagaskóla, fjórðu í Lindargötuskóla og fimmtu í Sigtúni. Éinhver strákur dró hana til mín og sagði: „Víst er þetta systir þín!“ Ég sagði nei, og hún sagði líka nei, og við rifumst um þetta, en urðum síðar vinkonur. Sú sjötta er Herdís Þorgeirsdóttir sem ég kynntist á Mogganum." — Pú Ijósmyndari og hún blaðamaður. Af hverju varðstu Ijósmyndari? „Eg var í vandræðum með sjálfa mig. Ég ætl- aði að gera svo margt. Það endaði með því að ég fór í kvennaskóla í Eastbourne í Englandi að læra ensku. Aðallega til að gera eitthvað. Þetta var eldgamall skóli og vondur matur eins og alls staðar í Englandi. Þarna voru stelpur frá öllum heimshornum, m.a. forsetadóttir frá Zaire, sem skreytti sig gulli einn daginn og hvítagulli hinn. Þetta var æðislega skemmtilegur tími, en ofsa- legur agi í skólanum. Við þurftum leyfi foreldra okkar til að fara út fyrir skólalóðina. Pabbi fór með mér, og gaf leyfi fyrir því að ég fengi að fara það sem ég vildi, enda búin að stunda Klúbbinn hérna heima í tvö ár. En þarna voru stelpur, t.d. frá Spáni og Suður-Ameríku, sem aldrei höfðu svo mikið sem séð diskótek og fríkuðu nú alveg út i ókunnu landi. Nema hvað, norskur herbergisfélagi minn átti góða myndavél, og ég fór að stunda ljósmyndun í frítímum. Ég hafði aldrei átt almennilega myndavél, en fór nú að finnast gaman að þessu. Ég kom heim um sumarið og beit í mig að verða Ijósmyndari. Vinkona mín hefur lýst þessari ákvarðanatöku þannig: Þú sast í stól og sagðir: Ég ætla að verða ljósmyndari!" — Og strax á Moggann? „Nei, nei. Ég ræddi þetta heima og fór svo upp í Iðnskóla. Þar gekk ég inn og sagði: „Góðan daginn, ég ætla að læra Ijósmyndun . . .“ Þeir litu hvumsa á mig; ég þyrfti nú fyrst að komast á samning hjá ljósmyndara sem tæki mig í læri. Það bóklega lærði ég síðan í skólanum. Nú, ég fann ljósmyndara, en varð að bíða í þrjá mánuði eftir að hefja námið, á meðan hann breytti stof- unni sinni. Ég var alveg í standandi vandræðum á meðan. En þá fékk ég vinnu í kompunni á Morgunblaðinu, rifti samningnum við Ijósmynd- arann og ílentist þar.“ Það heyrist til mín á milli hæða — Skemmtilegt? „Ég var svo feimin, að ég sat inni í þessari kompu frá því í september og fram að jólum. Ég fór ekki einu sinni í kaffi. Þegar samstarfsmenn mínir spurðu hvort ég ætlaði ekki með, sagðisti ég ekki drekka kaffi. Það er hægt að fá te og mjólk, bentu þeir mér á. Nei, ég drekk það ekki heldur, svaraði ég öll á innsoginu. Aðrir starfs- menn gengu oft framhjá kompunni og kíktu inn, og ég velti fyrir mér af hverju. Þá voru þeir bara að skoða þessa feimnu stelpu. Ég hafði aldrei komið inn á blað áður, og var marga mánuði að fatta hverjir unnu þarna." — Ertu feimin? „Já.“ Nú kemur hik á Emilíu áður en hún bætir við: „Ég veit að ég ber það ekki með mér, en inni í mér er ég æðislega feimin. Sumir eru feimnir, og það lýsir sér í því að þeir vaða háværir um allt og berja það sem á vegi þeirra verður. . .“ — Þú ert nú hávœr. . . „Já," og aftur hugsar Emilía sig um. „Það sagði einhver við mig að ég væri svo æðisleg frekja. Mér finnst það hins vegar ekki, og spurði hvernig. „Æ, þú ert bara eitthvað svo hávær og svona. . .“ Emilía hlær: „Þeir segja gjarnan við mig í innanhússsímanum á Morgunblaðinu: Emilía, legðu bara á, ég heyri til þín á milli hæða...!“ — Hefurðu nokkurn tíma fengið að heyra að þú vœrir hrokafull? Emilíu bregður ekkert við spurninguna. „Við systkinin heyrðum þetta stundum í gamla daga; að við værum montin. Ég segi að feimnin komi þannig út. Og reyndar uppeldið — það var lögð mikil áhersla á að við krakkarnir gengjum bein í baki. Til dæmis hefur Kristinn bróðir fas afa; hár og teinréttur. En ég samþykki ekki að ég sé hrokafull. Frek — kannski frekar." Ég átti að verða strákur — Nú erum við búnar að tala um pabba þinn, afa þinn og bróður. Uppruni þinn? „Ég er vesturbæingur í húð og hár. Ég átti að verða strákur, fæðast 20. júlí og heita Hallgrím- ur. En ég varð stelpa og fæddist 19. júlí. Ég býst við það það hafi orðið vonbrigði að stelpan kom, þó mér hafi ekki tekist að fá neinn til að viðurkenna það ennþá!“ — Af hverju Hallgrímur? „Afi var Hallgrímur Benediktsson og fæddist 20. júlí. Ég þakka fyrir enn í dag að hafa ekki verið skírð Hailgríma. Einhverjum hefði getað dottið það í hug. En nafnið var tekið úr hinni ættinni, frá móðurömmu minni; Emilía Björg." — Og móðurafi þinn? „Kristinn J. Markússon í Geysi, einn þeirra sem stofnuðu verslunina. Ég var mikið með hon- um þegar ég var lítil. Ég held ég hafi ákveðið það 15 ára, að ef ég eignaðist einhvern tímann strák skyldi hann heita Kristinn." — Nú legg ég saman tvo og tvo og fœ fjóra. Ég þykist vita að Hallgrímur afi þinn hafi stofnað fyrirtœkið H. Ben. sem pabbi þinn veitir for- stöðu. Þetta merkir að utanríkisráðherra er föð- urbróðir þinn? „Já, og þess vegna er ég í fjölskylduboðum með Geir, eins og þú hefðir kannski spurt um í framhaldi!!“ — Já, í staðinn œtla ég að spyrja hvort það megi ekki segja sem svo að þú sért affínum ætt- um? „Sko, þegar ég var lítil lék sér stundum með okkur stelpa sem var frænka forsetans eða eitt- hvað álíka. Okkur krökkunum í götunni fannst þetta ofsalega fínt, og ég hljóp inn til mömmu að spyrja hvort ég væri ekki af svona góðum ætt- um. Mamma svaraði því játandi, og sagði mér að fara út og segja að ég væri komin af sauðaþjóf- um austan undan fjalli. Og ég hljóp út með það sama.. Vantaði einhvern til að nöldra I — Varst þú ekki ríka stelpan? Og nú hlær Emilía aftur. „Nei, alls ekki. Síður en svo. Ferlega spælandi. Ég man eftir ríkum stelpum, sem fengu allt sem þær vildu, hvort sem það voru föt eða annað. Vissulega átti ég heima í góðu húsi og við fengum gott að borða. Við höfðum nóg, en það var lögð rík áhersla á það í uppeldinu að enginn hlutur væri sjálfsagð- ur, ekkert fengist gefins. Og þó við hefðum það gott, skyldum við aldrei ganga út frá því vísu, að þannig yrði það allt lífið. Ég vil ala son minn upp á sama hátt.“ — Þú varst ung og óreynd þegar þú fékkst vinnu hjá Morgunblaðinu. Heldurðu að œttar- tengsl hafi ekkert haft að segja? „Ég get alveg sagt þér hvernig það var. Pabbi hafði samband við þá, sagði að dóttur hans lang- aði að læra Ijósmyndun, og hvort það vantaði aðstoðarstelpu. Þú ræður hvort þú trúir því, en þannig stóð einmitt á. Það vantaði manneskju. Ég get auðvitað ekki sagt hvað réð ráðningunni, en ef ég hefði reynst ómögulegur vinnukraftur, hefði ég áreiðanlega ekki fengið að koma aftur eftir námið í Svíþjóð." — Sem var? „Ég sótti um skóla í Gautaborg eftir tvö ár á Morgunblaðinu; iðnskólann þeirra, skóla sem allir höfðu verið í! Ég átti von á svari í júní, sem kom ekki. Svo ég ýtti þessu til hliðar í bili og ákvað að fara með fullt af stelpum til Costa del Sol í staðinn. Við áttum að fara á föstudegi. Dag- inn áður var hringt í mig, og mér sagt að ég komist í skólann sem gestanemandi, og eigi að mæta á mánudag. Ég fékk sjokk! En breytti sól- arlandamiðanum og hélt til Svíþjóðar." — „Og nú áttu 11 ár að baki sem Ijósmyndari hjá Morgunblaðinu. Er það rétt að þú sért yfir- maöur Ijósmyndadeildar? „Þeir kalla mig verkstjóra á deildinni. Ég lít þannig á að ég sé tengiliður ljósmyndadeildar og ritstjórnar. Eg held helst að þeir hafi þurft ein- hvern til að skamma eða nöldra í.“ — Af hverju valdist þú í það? „Veit ekki. — Eftir að ég kom úr barneignafrí- inu gat ég ekki lengur hugsað mér óreglulegan vinnutíma. Þá bauðst mér þetta og það tóku því allir mjög vel. Breyttri vinnutilhögun fylgdi jafn- framt fastur vinnutími." „Þetta er Suddi á Húsavílc..." — Svo lífið hefur breyst töluvert þegar sonur- inn fœddist? „Ég er miklu gætnari og hugsa öðru vísi. Mig dreymir ekki um að gera hluti, sem ég hefði óhikað gert áður. Áður var ég líkari strák. Mér fannst til dæmis miklu skemmtilegra að sitja hjá körlunum í boðum. Þeir sögðu sögur, hlógu hærra og allt virtist skemmtilegra hjá þeim. Mér leiðist í það minnsta ekki í félagsskap karla! Og nú rekur Emilía upp roku. „Ég færðist yfir á kvennahliðina fyrir tveimur árum þegar Kristinn Björn fæddist. Hann var ógurlega rólegur og góður til að byrja með, en mér var bent á að hann væri bara að safna orku. Og það sannaðist, núna er hann á Ijósakrónu- : aldrinum; sveiflar sér á milli!“ — Þá hefurðu átt hann 29 ára. Var ekkert byrjað að pressa á þig í fjölskyldunni að eignast barn? „Það var náttúrlega ekkert hægt að pressa á mig, þegar enginn var til staðar til að eignast barnið með. Ég gat ekki kallað í þann næsta: „Hæ! Vilt þú eignast barn með mér?!!““ — Hver varð svo fyrir valinu? „Suddi, Sigfús Haraldsson frá Húsavík." — Af hverju er hann kallaður Suddi? „Mömmu hans fannst ómögulegt að kalla hann Fúsa, svo hún kallaði hann Sudda, og það hefur loðað við hann síðan. Við kynntumst á meðan hann var enn í tannlæknanáminu, og giftum okur með pompi og prakt í Dómkirkj- unni sumarið sem hann útskrifaðist. Þetta var systrabrúðkaup og pabbi leiddi okkur tvær inn gólfið, mig og yngri systur mína...“ — 1 hvítum og síðum kjól? „Nei, beige og hálfsíðum. . .!!“ — Hvernig kynntust þið Suddi? „Ég heyrði fyrst í honum í síma. Systir mín var byrjuð að vera með manninum sínum, og þeir tveir voru vinir. Svo eitt sinn hringdi síminn og ég svaraði og karlmannsrödd sagði: „Góða kvöldið, þetta er Suddi á Húsavík. . . Og ég trylltist gjörsamlega af hlátri. — En ætli megi ekki segja að við höfum kynnst í Hollywood. . . það var sagt að ég væri á teikningunni!" Ég er letibykkja — Heppin að ná þér t tannlœkni? „Ekki núna“ hlær Émilía. „Ekki á meðan hann er enn að kaupa stólinn og koma sér fyrir. . .“ — Klassískt umrœðuefni; jafnréttismál. „Ég Iít svo á að jafnréttisbarátta sé barátta hverrar konu fyrir sig á heimili sínu. Ég kvarta ekki yfir ástandinu á mínu heimili. Verkaskipt- ing er að mestu jöfn. Hins vegar er ég nöldrari og fjarstýri eins og Suddi segir. Ég get þó sagt þér að ég þvæ þvott. Eða öilu heldur, vélin gerir það. Suddi þvær ekki lengur. Hann hringdi eitt sinn til mín í vinnuna og spurði: „Heyrðu, þótti þér vænt um einhverja sérstaka skyrtu?" Ég hló og hugsaði sem svo, jæja hann hefur sett á suðu. „Hvað gerðist?" spurði ég svo. „Það kviknaði í vélinni!" svaraði Suddi. Hann býr ekki heldur til mat. Samt fór hann' á matreiðslunámskeið hér einu sinni. Hann montaði sig mikið af því á meðan við vorum í til- hugalífinu. Þegar ég spyr hann núna: „Hvað um gamla, góða matreiðslunámskeiðið?" svarar hann að bragði: „Heyrðu Emilía mín, það var bara til vara — ef ég myndi pipra.““ — Þú ert ein afþeim sem vinna fulla vinnu og eiga heimili og fjölskyldu. Ertu dugleg? rÉg er letibykkja." Emilía er fljót til svars. „Eg er það. Eg er svolítið mikið fyrir að slá hlutunum á frest. Já, ég held ég sé djö. . . leti- bykkja. Þegar ég var lítil og mamma bað mig að gera eitthvað fyrir sig, svaraði ég: Núúúnaaa??? og dró seiminn. í stað þess að segja bara já strax — og gera hlutinn svo seinna." — Geturðu spáð um framtíðina? „Ég hef oft velt henni fyrir mér. Verð ég enn að vinna? Á ég fleiri börn? Mig langar að gera hvoru tveggja. Ég vil hafa nóg að gera. Ég hef alltaf þurft að vinna, og vil halda því áfram. Að vísu er ég ekki lengur ljósmyndari fram í fingur-. góma. Strákurinn minn er númer eitt.“ — Ekki metnaöargjörn? „Kannski er ég ekki nógu metnaðargjörn. Mér finnst þetta í lagi eins og það er. Mér líður vel og ég er hamingjusöm. Ekki síst vegna þess að ég á svo góða að. En ég sæki ekki fram, og ég vil ekki vera í sviðsljósinu. Ég vil vera ein af fjöld- anum. . . “

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.