Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 5
^^^^ieðal alþýðubandalags- manna hefur verið óánægja með „frjálsa" ritstjórnarstefnu Ossurar Skarphéðinssonar ritstjóra Þjóð- viljans, einkum þó í verkalýðsang- j anum og borgarmálaanganum. Pótt ekki hafi verið talað mikið á opin- berum vettvangi um þessi mál að undanförnu fer víðs fjarri, að staða ritstjórans sé trygg. Þó mun Svavar Gestsson formaður hafa lagt sig fram um að sætta menn og herma heimildir HP, að formaðurinn sé í sjálfu sér ánægður með blaðið, en á hinn bóginn mótfallinn því, að á síð- um blaðsins fari fram naflaskoðun á Alþýðubandalaginu. Þau mál vill Svavar ræða á sellufundum. En hon- um mun vera ljóst, að verði látið til skarar skríða gegn Össuri gæti svo; farið, að öll ritstjórnin gengi út með ritstjóra sínum. Á slíkt vill Svavar ekki hætta. En spjótin standa á Össuri. Borg- armálaráðið vænir Össur um að hann komi í veg fyrir málflutning ráðsins í blaðinu. Hins vegar höfum við góðar heimildir fyrir því, að Öss- ur stefni að virkri þátttöku í borgar- málastörfum Alþýðubandalagsins. Hann ætlar nefnilega að hasla sér völl í stjórn Strætisvagna Reykjavík- ur og ýta Gudrúnu Agústsdóttur í burtu. Frá SVR heyrum við, að þeim Sigurjóni Fjeldsted og Sveini Björnssyni, formanni stjórnar og forstjóranum, lítist illa á að fá her- skáan ritstjóra Þjóðviljans í stjórn- ina. Öll munu þessi mál skýrast bet- ur í haust. Össur hefur verið á Eng- landi að undanförnu og ekki fengið frið vegna hringinga að heiman, þar sem honum hefur m.a. verið hótað sparki af Þjóðviljanum. .. V ið Háskóla Islands var til skamms tíma sérstakur byggingar- stjóri, sem hafði með höndum allt eftirlit með byggingarframkvæmd- um á háskólalóðinni. í þessu starfi var dr. Maggi Jónsson arkitekt. Það var einmitt sá hinn sami Maggi, sem teiknaði Odda, hið nýja hugvís- indahús Háskólans. Þar sem hann teiknaði það þótti að sjálfsögðu ófært að hann gegndi áfram emb- ætti byggingarstjóra og hefði þann- ig eftirlit með eigin byggingu. Og þess vegna hætti hann sem bygging- arstjóri. Hins vegar hefur enginn verið ráðinn í hans stað. Sjálfur ber nú Maggi titilinn „sérlegur ráðu- nautur rektors í byggingarmálum" og eftir því sem HP kemst næst hef- ur hann enn sömu skrifstofu í gömlu háskólabyggingunni. Þá situr hann jafnframt í ráðgjafarnefnd um bygg- ingarmál á háskólalóðinni. Þar hef- ur að undanförnu verið lagt á ráðin um nýtt líffræðihús og verður ekki annað séð en að það hafi komið sér vel fyrir dr. Magga því nú er hann að hanna nýja líffræðihúsið. Þeir sem til þekkja segja að starfs- svið og titlamál Magga séu maka- laus sýndarmennska, því hann haldi áfram völdum sem byggingarstjóri þótt nafni starfsins hafi verið breytt. Og nú sé hann í raun bæði sjálfstæð- ur arkitekt og byggingarstjóri. . . lEins og fram hefur komið í fréttum hefur Listamiðstöðinni ver- ið lokað og mun ástæðan hafa verið slök fjárhagsstaða fyrirtækisins. HP hefur fregnað, að húseigandinn hafi verið orðinn langeygur eftir húsa- leigunni og gripið til þess ráðs að fá lögfræðing í lið með sér. Sá tvínón- aði ekki við hlutina heldur mun hann hafa látið brjóta upp staðinn og hirða þaðan út flest málverk í húsnæðinu til tryggingar greiðslu. Jóhann G. Jóhannsson hjá Lista- miðstöðinni mun ekki hafa minnstu hugmynd um hvar öll málverkin eru niðurkomin... N ■ tSI ú eru flokkarnir farnir að pæla í kandídötum á framboðslist- ana vegna væntanlegra sveitar- stjórnakosninga næsta vor. Úr her- búðum Alþýðubandalagsins heyr- um við, að kvennadeildin hvggist beita sér fyrir því, að Kristín Olafs- dóttir verði í öruggu sæti fyrir næstu kosningar... LAUSNA SKAKÞRAUT 3. 1. h8+ Kxh8 2. f8D+ og mát. Lítil gletta til að minna mann á að hægt er að vekja upp aðra menn en drottningu. 4. Ætti svartur leik, gæti hann leik- ið riddaranum eða tekið hvorn riddara hvíts sem er með kóngin- um. Hvítur á aðeins kost á að máta í einu þessara tilvika: 1. — Kxh8 2. f7+ og mát. Þetta gefur vísbendingu um lausnina: 1. Ha8 Ra6 (c6 eda d7) f7+ og mát. Nú valdar hrókurinn Rf8. 1. — Kxf8 2. Hxb8+ og mát. 1. — Kxh8 2. f7 + og mát eins og áður. t. : t willllli 14®^^ UED CTPACT V1ER ■ HLUTIR^^B LAUGARDALSHÖLL SÝNING • AAARKAÐUR • SKEMMTUN Sýningin stendur til 8. september - ath. aðeins 11 daga í stað 17 áður - opið virka daga frá kl. 16:00 - 22:00 og frá kl. 13:00 - 22:00 laugardaga og sunnudaga. HELGARPÖSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.