Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 14
að hriktir í gamla kerfiskalla- liðinu í Alþýðubandalaginu þessa dagana. Hin opinskáa og fríska gagnrýni sem fram hefur komið í flokknum og Þjóðviljanum beinist ekki síst gegn kjörnum fulltrúum flokksins í borgarstjórn og á þingi. Margir flokksmenn telja að fulltrúar flokksins hafi breyst í lata og heima- ríka eiginhagsmunasinna sem orðn- ir eru hluti af kerfisspillingunni allri. Búast má því við hressilegri baráttu í forvali til borgarstjórnar og alþing- iskosninga. Talið er að fyrsta sætið í Reykjavík sé orðið valt undir Sigur- jóni Péturssyni. Sigurjón er nefndakóngur borgarinnar (eins og HP benti á forðum), ekki hefur mik- ið undan honum gengið og hann tal- inn lýsandi dæmi um slappan kerfis- kall. Adda Bára Sigfúsdóttir mun ekki gefa kost á sér aftur og er nú mikið rætt innan Alþýðubandalags- ins hverjir komi þar inn í staðinn. Talað er um Álfheiði Ingadóttur en mörg önnur nöfn eru á lofti... || I lin leynilega skýrsla „mæðranefndar" framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins um innri kreppu flokksins fór mjög hljóðlega um flokkinn eins og gefur að skilja. Þó mun skýrslan hafa lekið eitthvað um Alþýðubandalagið og jafnvel skotið upp kollinum á fund- um flokksins og í nefndum. Þannig heyrum við að á nýlegum kjör- dæmisfundi Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum hafi Finnbogi Her- mannsson staðið upp og lesið úr 14 HELGARPÖSTURINN skýrslu „mæðranefndar" og orsak- að mikla furðu fundarmanna á þess- um opinskáu yfirlýsingum nefndar framkvæmdastjórnar. Forystusveit Alþýðubandalagsins mun hafa hryllt við er fréttirnar af athæfi Finnboga bárust í bæinn, en róaðist þegar enginn fjölmiðill kveikti á op- inberuninni. . . ^^/^iklar skipulagsbreytingar eru nú fyrirhugaðar á skolplögnum Reykjavíkur og þykir víst mörgum íbúum við strandlengjuna timi til kominn vegna megnrar fýlu í viss- um vindáttum. Nema hvað, plögg sem varða allan undirbúning verks- ins hafa lengi legið inni á borði borg- arverkfræðings til almennra pælinga og umræðna. Verkefnið a tarna hef- ur samt ekki fengið neitt opinbert heiti enn sem komið er þó starfs- menn embættisins séu hinsvegar í engum vafa um nafngiftina, að því er HP hefur hlerað. Og hver skyldi hún vera? Jú, „brúna byltingin". . . egar krataforystunni var kynnt hugmyndin um að hafa bás á heimilissýningunni leist mönnum vel á, bæði þingmönnum og öðrum í forystuliðinu. En nú hefur komið í ljós, að hrifningin var bara í nösun- um á þingmönnunum, því þeir eru ófáanlegir til þess að mæta í básinn og hitta almenning í návígi. Þannig hefur það nánast lent á formannin- um Jóni Baldvin einum að sitja fyr- ir svörum í básnum af þingliðinu. Að vís'u mun Kjartan Jóhannsson hafa komið fyrsta daginn en síðan ekki söguna meir. Þá hafa þau Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Sigurður E. Guðmundsson mætt og rætt við fólk. En þingmennirnir sjást ekki og Við höfum staðið í stórræðum í Skeifunni 19 að undanförnu. Þaropnar nú stór og mikil búð og sýningarsalur þar sem aðaláhersla er lögð á að sýna og selja Uno form innréttingar, fjölbreytta framleiðslu Völundar og D-line vörur. IriNRÉTTIMQAR FRÁ (JriO FORM Uno form eru danskar innréttingar sem hlotið hafa einróma lof hönnuða, iðnaðarmanna og síðast en ekki síst notendanna sjálfra. Unoform byggir á einföldum formum eins og nafnið bendir til. Efnið og smíðin eru óvenju vandað, t.d. eru allar skúffur úr gegnheilum viði, útlitið er stílhreint og fágað. í er fjöldi uppsettra eldhús- sem gefa góða hugmynd um möguleikana. En Uno form er ekki eldhúsinnréttingar heldur einnig innréttingar í baðherbergi, forstofur, borðstofur og skrifstofur eins og sjá má í salnum. Arkitektinn okkar veitir áhugafólki um Uno form fullkomna þjónustu að kostnaðarlausu. ÚTI-OG [miHURÐIR, Qluggar og Fög Úti- og innihurðir, gluggar og fög frá Völundi er löngu landsþekkt og viðurkennd framleiðsla. Nýjar gerðir koma sífelltá markaðinn og nú erhægt að virða hurðirnar fyrir sér uppsettar með öllu tilheyrandi. Völundur framleiðir nú m.a. útihurðir úr furu, oregon pine, og tekki og innihurðir í fjölmörgum gerðum. SVONAGERUMV®

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.