Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 3
„MYNDIN SÝNIR BORG SEM MÓTAST AF MANNLÍFI... ...en ekki öfugt,y/ segir Hrafn Gunnlaugsson um heimildarmynd sína „Reykjavík, Reykjavíky/ sem hann hefur lokið tökum á. Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda- gerðarmaður hefur nýlokið tökum á heimildarmynd sinni um mannlíf Reykjavíkurborgar, en verkið hefur verið í vinnslu síðan fyrir 1982. Það var vinstri-meirihlutinn sem fól Hrafni þetta verkefni á sínum tíma, en það skyldi verða tilbúið til sýn- ingar á 200 ára afmæli Reykjavíkur, 1986. Útlit er fyrir að myndlegri vinnslu verði lokið um næstu ára- mót, en þá verði tekið til við hljóð- setningu og samningu tónlistar. Hún verður frumsamin af Gunnari Þórð- arsyni, en hann og Hrafn hafa ekki unnið saman síðan við gerð „Blóð- rauðs sólarlags". Reykjavík, Reykjavík — en það er nafn myndarinnar — „mun taka sinn tíma í sýningu eins og þokkaleg bíómynd," segir Hrafn við HP, en getur þess jafnframt að inni á klippi- borði hjá sér liggi átján tímar af not- hæfu efni, þannig að nokkra grimmd þurfi í niðurskurði. Myndin er svo til öll sviðsett og tengd saman með beinum heimildarskotum og leiknum atriðum. „Þegar ég var að byrja að skrifa þessa mynd vildi ég reyna að forðast þessi þurru heim- ildarmyndaskot, og ákvað þess- vegna að sviðsetja nokkrar „aksjón- ir“ sem ég hef upplifað sjálfur sem Reykvíkingur í borginni minni. Þannig er til dæmis eitt myndskeið- ið á þá leið að þekktur borgari kaup- ir dagblað af Óla blaðasala í Austur- stræti, en síðan fylgir myndavélin Hrafn: „Ég sviðset nokkrar aksjónir sem ég hef upp- lifað sjálfur sem Reyk- víkingur í borginni minni... hagræði þannig heimildum..." honum áleiðis inn götuna en stopp- ar í nærmynd af einum af þessum ungu landnámsmönnum sem er að selja helgarblað, en ég á þarna við lít- inn Víetnamstrák. Svona myndskeið sýnir okkur svo ljóslifandi hvernig gamli og nýi tíminn mætast. Þetta heitir náttúrlega að hagræða heim- ildum, en er að mínu viti miklu árangursríkari leið til að sýna borg- ina en til að mynda endalaus skot af helstu byggingum, sólarlagi og Sundunum," segir Hrafn og bætir við: „Þessi mynd mín tekur hvort tveggja á mannlífi og borg. Og þá á ég við borg sem mótast af mannlífi en ekki öfugt." Talandi um þessa leið sem hann valdi til gerðar Reykjavíkurmyndar- innar minnist hann þess sem hon- um fannst eftir sitja að séðum gömlu Reykjavíkurkvikmyndunum: „Það voru ekki sólarlögin, heldur sund- bolirnir sem fólkið laugaði sig í inni í Laugardal. í þeim anda er þessi nýja mynd. Hún sýnir neyslu, tísku og lífsanda." Samstarfsmenn Hrafns við gerð Reykjavíkur, Reykjavíkur eru marg- ir þeir sömu og liðsinntu honum við síðustu leiknu mynd hans, „Hrafn- inn flýgur'*. Þar má fyrst nefna Sví- ann Tony Forsberg kvikmyndatöku- mann. Hljóðupptöku annaðist Gunn- ar Smári Helgason, búninga Karl Júlí- usson og helstu hlutverkin eru í höndum þeirra Katrínar Hall, Sig- urðar Sigurjónssonar, Eddu Björg- vinsdóttur og uppáhaldsleikara Hrafns að hans eigin sögn, Gott- skálks Dags Sigurðarsonar, en menn minnast hans fyrir frábæran leik í rullu ljóshærða hnokkans í Hrafninn flýgur. eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Jim Smart „ALLSHERJAR VÍDEÓSJÓV AÐ HÆTTI TÆKNIIDJÓTS... ...sem sýnir dýrð borgarveitnanna,/y segir Baldur Hermannsson um nokkur myndskeið sem hann er að gera fyrir tæknisýningu Reykjavíkur á afmælisárinu. „Megnið af þessu efni er komið á filmu, en ég á þó eftir að mynda snjómokstur og annað sem erfitt er að taka að sumarlagi. Allur frá- gangur, að ég tala nú ekki um allt nostrið, tekur svo væntanlega sinn tíma, þannig að þetta verður varla fullbúið fyrr en í ágúst á afmælisár- inu.“ Þetta segir Baldur Hermannsson eðlisfræðingur með meiru um nokkur myndskeið af veitnakerfi borgarinnar sem hann er að sýsla við ásamt Sigurði Jakobssyni kvik- myndatökumanni og klippara. Þau verða til sýnis á yfirgripsmikilli tæknisýningu í Borgarleikhúsinu á næsta síðsumri, í tilefni af tvö- hundruð árunum. Baldur er umsjár- maður sýning;.rinnar í heild. „Þetta verður, skal ég segja þér, allsherjar vídeósjóv, allt saman gírað inn á þá geira borgarinnar er lúta að veitunum; ég nefni hitaveitu, raf- magnsveitu, vatnsveitu, skolpveitu, mannveitu, en svo má kalla götur og gangstéttir, svo og Landsvirkjun sem borgin á að hluta, eins og menn vita. Ég skipti þessu efni í eina átta þætti. Fyrst er að nefna fimmtán eða tuttugu mínútna sjóv sem við getum eins kallað upp á íslensku myndkabarett. Þar verður sýnt með myndmálinu einu og jafnframt Baldur: „Tuttugu mfnútna myndkabarett ásamt einum sjö upplýsinga- glefsum er snúa að rekstri veitnanna, línurit og þvíumlíkt..." klippingu fram á alla dýrðina bak- við veitur borgarbúa, en hér verður um algjöran óð að ræða ásamt músík sem Þorsteinn Hauksson tölvutónskáld semur í hinum heill- andi anda örtölvutækninnar. Af- gangur þess efnis, sem ég hef verið að taka upp að undanförnu, er svo örstuttar og aðskildar upplýsinga- glefsur sem snúa að rekstri veitn- anna, línurit og svo'eiðis nokkuð. Ég býst við að þetta myndbandsefni verði sýnt víða á sýningunni innan árs, auk þess sem það hefur komið til tals að Sjónvarpið taki einhverja þættina til sýningar um svipað leyti og tæknisýningin stendur yfir, en þar er þó enn bara um hugmynd að ræða,“ segir Baldur. Það er Reykjavíkurborg sem borg- ar þetta myndbandsefni að öllu leyti og kvaðst Baldur ekki geta séð að hér yrði um dýran hlut að ræða. Hann segist hafa unnið þetta verk- efni í áhlaupum allt yfirstandandi ár og orðið margs vísari um innviði borgarinnar, leiðslur hennar, línur og lönguvitleysur. „Umfram allt verður þetta þó alls- herjar vídeósjóv," vildi hann undir- strika að lokum og sagði í leiðinni, „að hætti tækniidjóts á borð við mig.“ Er joð err við? Ólafur Laufdal „Nei, — því ég heiti Ólafur Laufdal." — En beitirðu nokkrum brögðum í viðskiptum eins og hann? „Nei, alls ekki, — síður en svo." — Ertu ekki kominn í samkeppni við sjálfan þig með þessu öllu? „Nei, nei, ég er það ekki. Nú er verið að stefna á nýjan mark- að. Það eru ólíkir hópar sem sækja þessa staði. Hins vegar má sameina þetta á einn hátt; mikið af gestum Broadway og Holly- wood er fólk utan af landi, og nú get ég selt því gistingu líka á Hótel Borg. Síðan er rekstur hér allan daginn, og í rauninni op- ið allan sólarhringinn." — Breytist eitthvað á Borginni við þetta? „Já, ég held það. öll þjónusta verður bætt. Allt hótelið hefur verið tekið í gegn og bætt verður um betur hvað herbergin varðar. Við reynum að lyfta kvöldunum upp; matarsala hefur verið fremur lítil, þó aðsókn að deginum til sé mjög góð. Við stefnum að því að fá fleiri matargesti á kvöldin, og reynum að hafa eitthvað að gerast á hverju kvöldi." — Dæmi? „Það er ekki komið svo langt ennþá, en það er stutt í að hér verði starfsemi á hverju kvöldi." — Dansleikir um helgar? „Dansleikir verða, það er víst." — Og hvað svo með fjórða staðinn? „Ég er að fara að byggja hótel í Ármúla, 70 herbergja hótel og síðan verður þar stór salur sem tekur 1100 manns í sæti, þ.e.a.s. í mat, og jafnframt verður það skemmtistaður." — Er þetta ekki alveg brjálæðisleg bjartsýni? „Ég get nefnt þér sem dæmi að það gerist oft í Broadway að færri komast í sæti en vilja. Þegar góð „sjóv" eru í gangi er pantað fimm, sex helgar fram í tímann. Ríó voru til dæmis 57 sinnum." — Verðurðu ekki ríkasti maður á fslandi með þessu áframhaldi? „Ég veit nú ekkert um það, en eitthvað verður maður að hafa út úr þessu, hvað sem öðru líður." — Hvert stefnirðu næst? „Ég veit það ekki, þetta er nú nokkuð gott í bili." — Ferðu ekki að verða einráður í skemmtanabrans- anum? „Ég er nú búinn að vera það í dansleikjahaldinu nokkuð lengi. Hollywood og Broadway eru, fyrir sitt hvorn hópinn, lang vinsælustu staðirnir í Reykjavík, og mesti fjöldinn sem sækir þá. Og ég ætla að vona að það verði ekki minni traffík á Borginni." — Hvert ferð þú sjálfur að skemmta þér? „Það er nú lítið um það, en ég fer yfirleitt ekki á aðra staði, örsjaldan sem það kemur fyrir." — En ertu nokkurn tíma heima hjá þér á kvöldin? „Jú, jú. Ég er meira heima á kvöldin en ég var. Þetta var of mikið." — En til að halda dampi, þarftu þá ekki sífellt að fá nýjar hugmyndir? ,Jú. Jú, jú." — Hvernig færðu þær? „Ég veit það ekki. Ég hef þó alltaf verið fremur hugmyndarík- ur. Öðru vísi hefði þetta ekki gengið. En annað er, að ég hef mjög góða stjórnendur með mér, sem eru í takt við það sem er að gerast. Það er leit að jafn hæfum stjórnendum." — Hvert er leyndarmálið á bak við svona velgengni? „Það er erfitt að svara því. En ég hef alltaf verið í nánum tengslum við mína gesti, það hefur haft mikið að segja. Auk þess hef ég þekkt vel það fólk sem er í skemmtanaþransanum og skemmtikrafta og átt auðvelt með að fá fólk til að vinna fyrir mig." — Áttirðu ekki fyrstu skrefin á Borginni? ,Jú, jú, ég byrjaði sem piccalo 13 ára og lærði síðan til þjóns." — Ákvaðstu þetta strax þá? „Nei, — og þó. . . maður var duglegur sem strákur að bjarga sér og ég átti fljótt auðvelt með að vinna mér inn pening." Ölafur Laufdal hefur fært út kvíarnar, og tekið Hótel Borg á leigu. Auk þess rekur hann Hollywood og Broadway og stefnir að hótelbyggingu í Ármúla. Valdamikill ( skemmtanabransanum, Ölafur Laufdal. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.