Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 17
LISTAPÓSTURINN Hljómsveitin Grafík fyrir utan Jónshús í Kaupmannahöfn á dögunum. — Ljósm. Lauri Dammert. GRAFÍK í Kaupmannahöfn: Islenskur djöflaskapur íslenska rokkhljómsveitin Grafík var eina hljómsveitin, sem slapp heil á húfi í gegnum gagnrýna um- fjöllun danska biaðsins information um norræna rokktónleika, sem haldnir voru 23. og 24. ágúst í Árós- um og Kaupmannahöfn. Erla Sig- urðardóttir í Kaupmannahöfn sagði okkur, að blaðið hefði talað „um ís- lenskan djöflaskap og syntheziser- hljóð, sem myndu fá Gary Numan til að fölna af öfund“. Gary Numan er höfuðpönkari. Á þessum tónleikum léku hljóm- sveitir frá öllum Norðurlöndum og meðal annars hljómsveit frá Græn- landi. i bréfi til HP segir Erla: „Einhvern tímann hefði maður haldið að rokk væri tilvalinn miðill til að tengja ungar norrænar sálir. Svo loksins þegar slíkt gerist, þeas. að norrænir rokkhljómleikar eru haldnir, læðist að manni sá grunur að hver þjóð sitji fyrir sig og islend- ingar og Finnar þegi þar til lækkað hefur í flöskunni og þeir síðar- nefndu fari að syngja. En Helgi Björnsson var nú ekki á því. Samskipti hljómsveitanna hefðu verið með ágætum og þarna hefði gefist tækifæri til að bera sam- an reynslu sína. Ekki væri sagan heldur öll sögð, því þeir í Grafík hefðu rætt við norsku hljómsveitina Lily & The Gigolos um að fara í sam- eiginlega hljómleikaferð um Norð- urlönd næsta sumar og þá jafnvel fá þriðju hljómsveitina með." Tónlistarfélagið: Allt merkilegt sem er í boði — vetrarstarfið að hefjast „Það er óhætt að segja að það sé ailt merkilegt sem boðið er upp á, og erfitt að draga það í dilka,“ sagði Kristín Sveinbjarnardóttir hjá Tón- listarfélaginu í samtali við HP, en í vetur býður félagið upp á átta áskriftartónleika, og auk þéss þrenna kirkjutónleika, sem haldnir eru sérstaklega í tilefni af Ári tón- listarinnar 1985. Kirkjutónleikarnir eru reyndar nýjung í sögu félagsins, — samhliða áskriftartónleikum. Flytjendur verða Gunnar Kvaran sellóleikari, Rut Ingóifsdóttir fiðluleikari og Hörður Áskelsson orgelieikari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari heldur síðustu tónleikana í röðinni áður en árinu lýkur. Flytjendur leika verk eftir afmælisbörnin, Bach og Hándel. Fyrstu kirkjutónleikarnir verða haldnir í Bústaðakirkju 15. sept- ember og þeir næstu 19. nóvember í Kristskirkju. Fyrstu áskriftartón- leikarnir verða laugardaginn 21. september og eru þeir einnig sér- staklega tileinkaðir Ári tónlistar- innar. Þar koma fram Rodney Hardesty counter-tenor og Ted Taylor píanó- og semballeikari. Einnig munu íslenskir tónlistar- menn aðstoða við flutningi 16. nóvember verða kammertón- leikar í samvinnu við Sinfóníu- hljómsveit íslands, þar sem einleik- ari verður Anne Sophie Mutter fiðluleikari, sem verið hefur mikið í sviðsljósinu að undanförnu. í desember kemur American String Quartet, sem er meðal bestu strengjakvartetta í Bandaríkjunum og laugardaginn 11. janúar verður Halldór Haraldsson píanóleikari með tónleika, en um þessar mundir Helga Ingólfsdóttir semballeikari heldur síðustu kirkjutónleika Tónlistarfélagsins, áður en Ári tónlistarinnar lýkur. eru liðin 20 ár síðan hann hélt sína fyrstu opinberu tónleika í Reykja- vík, og þá á vegum Tónlistarfélags- ins. Síðari hluti starfsvetrar hefst með tónleikum Nancy Weems píanóleik- ara í febrúar. I mars verða tónleikar með Janos Starker sellóleikara og Alain Planes píanóleikara. í sama mánuði gefst svo tækifæri tii að hiusta á gríska píanóleikarann Dimitri Scouros, sem er aðeins 16 ára en hefur þó vakið heimsathygli. Síðustu áskriftartónleikarnir verða svo í apríl, þá kemur fram sópransöngkonan Ellen Lang frá Bandaríkjunum við undirleik William Huckaby. -EA KVIKMYNDIR Geöþekkur gimbill í úlfagœru Laugarásbíó: Gríma (Mask). ★★★ Bandarísk, árgerö 1984. Framleidandi: Martin Starger. Leikstjórn: Peter Bogdanovich. Handrit: Anna Hamilton Phelan. Kvikmyndun: Laszlo Kovacs. Förðun og gervi: Michael Westmore og Zoltan. Adalleikarar: Cher, Sam Elliott, Eric Stolz, Estelle Getty, Richard Dysart, Laura Dern, Craig King. Mask togar í sömu taugar og The Elephant Man. Söguhetjan er þó fráleitt eins illa leikin í útliti og Fílamaðurinn forðum, en samt nóg til þess að vegfarendur ætla að það sem er hið raunverulega andlit hennar sé gríma. Leikstjórinn Bogdanovich vildi freista þess með verkinu að draga upp sannferðuga mynd af lífi afburðasnjalls unglings sem það eitt hrjáir að vera afkáralegur í framan. Og þetta hvorttveggja skyldi sjást: lífsgleði hans og leiði. í stuttu máli sagt hefur ætlunarverk- ið tekist. Gríma er afskaplega vönduð kvikmynd og ber þar hæst þrjá höfuðþættina: handrit, leikstjórn og leik. Að ekki sé talað um förð- unina. Hún er kraftaverk. Sagan, sem ku vera sönn, segir af mæðginum, Rusty og óeðlilega mikil og kemur hún fram í stækkun Rocky Dennis, en Rocky er með þeim ósköp- höfuðkúpunnar. Læknar eru úrræðalausir um gerður að kalkmyndun í líkama hans er og bíða raunar þess eins að Rocky deyi „Leikstjóra og helstu leikendum tekst að sýna áhorfendum inn í óþekktan heim þeirra sem hafa ekki útlit að skapi samfélagsins," segir Sigmundur Ernir m^. í umsögn sinni um nýjustu kvikmynd Bogdanovich, Mask. Ljósmyndin sýnir atriði úr henni. eftir Sigmund Erni Rúnarsson vegna þrýstings á mænu og heila af völdum beinmyndunarinnar. Rusty, móðir Rockys, er sjálf veik á ýmsa lund, til dæmis háð eiturlyfjum. Hún lifir fyr- ir líðandi stund, dópar sig fulla hvert kvöld og sængar hjá þeim gæja er til fellur. En fyrst og síðast segir þessi saga af sambandi mæðg- inanna, tilfinningalegum sveiflum milli þeirra, ást og umhyggju og óvirðingu á stundum. Þetta er mynd mikilla svipbrigða og sem slík er hún æði áhrifamikil á köflum, fyndin líka, falleg og frískleg. Hinn trega- blandni þáttur hennar er ekki sterkari en svo að brosið hverfur aldrei að fullu af vörum áhorfenda. Bogdanovich hefur sýnt það áður að hann er metnaðarfullur leikstjóri, Cher að hún er mikilhæf leikkona. Ásamt Eric Stolz í rullu Rockys tekst þeim að sýna áhorfendum inn í óþekktan heim þeirra sem hafa ekki útlit að skapi samfélagsins. Og tekst það svo innilega að ekki er annað hægt en að hrífast. Mask er einstaklega sterk mynd með miklum vísun- um og symbólísk á sína sjarmerandi vísu. Og svo vel skrifuð, að setningar þaðan sitja í manni lengi, lengi. -SER. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.