Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 24
Það er eftir því tekið hvað fáir kasta fram stöku þessa dagana. Ekki samt þar með sagt, að til- finningin fyrir rétt kveðinni vísu sé á undanhaldi. Hannes Ffetursson skáld segist til dæmis ætla að þó sýnt sé að ekki sé eins gríðarlega ort og í gamla daga, þá sé bara miklu betur ort í staðinn nú um stundir. Hagyrðingar séu hagorðari. Þetta er í þrengri grúppum en áður var, benda aðrir á, en segjast samt hafa það á tilfinningunni að sjaldan eða aldrei hafi landinn haft eins gaman af þessu formi og núna. Það sé meiri galsi en grimmd í Ijóðum okkar tíma. Svona kemst maður eins og Helgi Sæmundsson ritstjóri að orði. Hann ætlar líka að íslenskum bók- menntum yrði ollum lokið ef stakan legðist af, því hún sé grundvöllurinn að öllum íslenskum skáldskap. Endalok vísunnar komi barasta ekki til greina af þeim sókum, altént ekki næstu árin. Og hvað aldirnar varðar, segir Þórarinn Eldjárn þetta: ,,Stakan verður til fram á þá tuttugustu og fyrstu, það er bara engin spurning, þó ég efist hinsvegar um að hún verði aftur eins almenn og ofarlega í hugum og hér fyrrum." Þórarinn og fleiri greina það í Ijóðum nú- tímaskálda að stakan eigi sterkari ítök í mönnum en svo að hún geti horfið sisona. Þorsteinn frá Hamri er til dæmis gott nútímaskáld sem stendur einstak- lega sterkt í hefðinni ,jog gæti verið landsþekktur hagyrðingur ef hann vildi", eins og sagt hefur verið. „Ég skal ekki segja," segir Þorsteinn sjálfur og telur þetta með að kasta fram stöku mikið þjálfunar- atriði. Eitt sinn hafi hann mikið ort af rímuðu, en hætt því svo um langt skeið, og verið mjög stirt um stef þegar hann ætlaði að prufa aftur. Hannes Ráturs- son segir að erfitt sé aö segja hvort hagmælskan sé meiri íþrótt en list: „Sumar vísur eru afburðasnjallar og listfengar, en þess á milli tekur maður á eld- föstum leir. Hvaö sem því líður þá er ég ekki í nokkrum vafa um að hagmælskan krefst gífurlega mikillar æfingar og ástundunar." En fyrst og síðast telur Hannes þetta allt vera spurningu um tísku: Meöan hann hafi veriö aö alast upp hafi menn talað í vísum, en núna tali menn í myndum. Ferðalög og ferskeytlur var nokkuð sem fylgdist að í gamla daga, en núna hafa myndavélar tekið við hlutverki vís- unnar. Þetta lafi framan á hverjum manni um landið þvert og endilangt. . . Háskalegt kúmorsleysi ef fyrst er við... „Ég býst fastlega við því að þetta með að kasta fram stöku á stundinni sé ættgengt. En jafnframt áunnið. Ég get að minnsta kosti ekki ímynd- að mér að maður sem elst upp við mikinn kveðskap beri þess ekki merki alla sína hundstíð." Segir Starri í Garði. Jafnframt að það megi taka hann sjálfan sem gott dæmi þar að lútandi. Stakan hafi varla stoppað á vörum manna í barnstíð hans. Og ætt hans aftur í aldir sé hreint ekki laus við hagyrð- inga. Þuru í Garði er nóg að nefna. „Eins var það mjög sterk tilhneig- ing hjá fólki í mínu uppeldi að fá krakkana til að læra allar lausavísur utanað og geta farið með hvenær sem vildi. Ailt saman glæddi þetta eyra manns fyrir rímuðu máli. Þetta varð eins og hvað annað sem sjálf- sagt þótti að reyna." Starri segist ekkert eiga í Egil Skalla þegar talið berst að því hvað hann hafi verið ungur þegar fyrsta stakan hraut af hans vörum. Líkast til var það á tíunda ári, heldur hann. „Og ekki eltist þetta af manni, held- ur öfugt." Hinsvegar varð hann aldrei hraðskældinn, „þó ég sé nú miklu meira fyrir þær vísur mínar sem koma fyrirhafnarlaust. Hinar, sem einhverra hluta vegna hafa þurft yfirlegu við, hafa allar skemmst við þá meðferð. Nei, það fer best á því að þetta komi allt í einu. ..“ —.. .kannski óvart, án þess ad maður sjálfur viti af? „Ja, það hefur nú bara komið fyr- ir, skal ég segja þér. Það er þá út frá einhverju smáatviki, eins og því þegar maður réttir úr sér eftir eitt- hvert bogrið og sér eitthvað úti í Starri (Garði náttúrunni sér til undrunar. Þetta er þegar maður er einn og þá er undrunin stuðluð, sem er skrítið, en gaman eftir á.“ — Hafa stökurnar þínar ein- hverntíma komiö þér í bobba? „Nei, nei, enda viðurkenni ég ekki klæmsku í mínum ljóðum, hvað svo sem aðrir lesa út úr þeim. Þetta er samt ekki svo að ég hafi ekki gaman af meiningum, þvert á móti...“ Og það minnir skrifara þessara orða á eina vísu Starra er hann orti nýlega og fjallar um það þegar kona forstjóra Kísilmálmverk- smiðjunnar í heimabyggð hagyrð- ingsins fluttist ásamt karli sínum suður, en honum hafði þá hlotnast efsta staðan í Áburðarverksmiðj- unni. Nú, Starri átti eitthvað vantal- að við frúna og sendi henni þessa: Víst mun sakna sveitin þín er siglir burtu héðan köfnunarefnisfrúin fín fosfórssýru-baugalín. Starri segir að fólk verði bara að kunna að taka því sem um það er ort. Það komi ekkert frá honum nema í góðlátlegu gríni. Og ef menn uni ekki því sem um þá er ort í þeim anda, þjáist hinir sömu af háskalegu húmorsleysi. Hann fer svo með þessa, er hann orti á þeim árum þegar pillan var að koma til sög- unnar: Pillan hefur högum breytt hér er töpuð glíma sýnist nú til einskis eytt orku manns og tíma. Ein innrímuð á ellefu sekúndum „Þetta kemur oftast alveg ófor- varendis, enda eru þetta ekki kall- aðar tækifærisvísur að ástæðu- lausu. Ég var til dæmis að þvo á mér andlitið um daginn inni á baði heima og leit að því búnu í spegil- inn. Þá spratt hún þessi fram: Vafalaust í fimmta flokk færi af mér kétið, þennan gamla gigtarskrokk gæti enginn étið. Daginn eftir, að ég held, var ég svo staddur úti í garði, eitthvað að vafstra í beði konunnar. Ég heyrði mig allt í einu tauta fyrir munni mér: Margt hef ég á feðra fold fengist við að bralla, lengst af hef ég mokað mold og mun í hana falla. Svona kemur þetta allajafna, eins og hvert annað og almennt kjaft- æði. Hitt tekur náttúrlega lengri tíma, að gera alvöruvísur, og þá sest maður náttúrlega niður, helst með spekingssvip," segir Andrés H. Val- berg, sem erfitt er að stoppa þegar hann á annað borð er kominn af stað með þetta yndi sitt, vísuna. Hann er einna fremstur í flokki þeirra sem fylla Kvæðamannafé- lagið Iðunni, af mörgum líka sagður vera ákvæðaskáld. Og víst er að hann gæti ort endalaust. „Þetta er í rauninni skrítinn andskoti. Ég er einna helst á því að á stundum sé það einhver utanaðkomandi máttur sem dragi þetta út úr manni, ellegar hann sé staddur hið innra og hrindi þessu út. Að minnsta kosti er það ekki maður sjálfur sem ákveður allt það sem frá manni kernur." Hann er ekki einasta frægur fyrir að yrkja mikið, heldur líka hratt, alveg hreint lygilega ef því er að skipta. Og til marks um það er vísan hérna á eftir sem hann orti á ellefu sekúndum, staddur í stofu Stephans G. Stephanssonar í Kanada: Lítinn part hér Hta má lífs af skarti þínu. Hér er margt sem aðgang á inn að hjarta mínu. Af öllum bragarháttum segir hann oddhenduna vera þá dásam- legustu, en hringhendu og jafnvel sléttuböndum bregði hann líka fyrir sig þegar mikið liggi við. Það dýr- asta sem hann hafi ort sé reyndar þetta allt: Sléttuböndin ylja önd örvast höndin dáða létta gröndin voða vönd visku löndum ráða. Fyrsta vísan hafi aftur á móti kom- ið um sjö ára aldur. Gamall maður manaði hann og fleiri guma til að Andrés ákvæðaskáld yrkja eitthvað og honum einum stráka hafi tekist það rétt rímað. Oft hugsað síðan hvernig í ósköpunum það var hægt, því skólavistin var þá engin, bragfræðin ókunn. En tilfinn- ingin? „Jú, þetta er í blóðinu, býst ég við.“ 24 HELGARPÓSTURINN ERU ÞEIR DEYJANDI STÉTT? J i Ekki lítið lúinn í puttunum á eftir Sveinbjörn Beinteinsson alls- herjargoði á Draghálsi er sá maður í hópi hagyrðinga sem jafnan er auknefndur kraftaskáld. Menn segja það vera með ólíkindum hvað þessi maður getur látið út úr sér af vel kveðnu efni á örstuttum tíma. Hon- um ku aldrei vera vísna vant! Og yrkir innrímað á einni mínútu, ef menn vilja! „Auðvitað er það mjög misjafnt sem tiltækt er í huganum hverju sinni, en ég dreg hinsvegar enga dul á það, að ég get alltaf ort og allstað- ar og hvort heldur sem það er um ekkert eða eitthvert efni'.1 — Veröur þér allt aö yrkisefni? „Ja, já, ef því er að skipta." — En þetta kemur þó andskota- kornið ekki allt út úr þér meö inn- rími? „Ne, nei. Ég nota það nú bara þeg- ar mikið iiggur við, eins og þegar ég vil undirstrika meiningu mína." Sveinbjörn segist hafa uppgötvað eyrað ellefu ára. Menn verði ekki hagyrðingar öðruvísi en svo að kvæði séu daglega höfð fyrir þeim frá æsku og framúr og svo hafi verið um sig. Strax varð það svoleiðis með stráksa að honum urðu atvik oftar að ljóðum en mannfólk. Og þar af leiðandi kom klám eða klúrar vísur síður til greina. Siðgæðismörk verði að setja. Óþverravísur endast ekkert. Falleg ferskeytla að efni og orðum miklu fremur. Hann segist til dæmis finna það og heyra að fólk hafi unun af því að fara með það sem hann yrkir og ástæðan er sú að hans mati að engan ósóma er þar að finna. En hvort ljótum vísum hafi þá aldrei verið logið upp á hann? Nei, enda væri það erfitt. Sveinbjörn allsherjargoði | —Hvenœr ertu í mestum ham, 5 Sveinbjörn? 4 ..Þegar eitthvað er að gerast í o. kringum mig, gjarnan í fjölmenni. Og birtu. Ég er ekkert náttskáld." Samt minnist hann þess að mestu hamfarir sínar sem skálds hcifi gerst í myrkri, en þá nótt hafi hann ort uppundir fimmtíu vísur í einni striklotu. Þeir hafi verið nokkrir saman að skrafa þegar hann hafi bara allt í einu opnast upp á gátt og aldrei ætlað að geta hætt. Einn úr hópnum hafi strax áttað sig og byrj- að að skrifa niður, en það hafi heldur ekki verið lítið sem eyminginn var orðinn lúinn í puttunum þegar upp var staðið. Allsherjargoðinn er alveg til í að líkja þessu við vímuástand. Hann sé vitaskuld háður kveðskapnum. Og hann geti ekkert að þessu gert, þetta komi bara; til dæmis hafi hann verið staddur norður í Húnavatns- sýslu um daginn og þetta hafi dottið út úr sér er augun steyttu á hríslutítl- um: Sú mun fegurst fórnin gjörð að fækka landsins meinum. Okkar forna fósturjörð fagnar nýjum greinum. „Já, já, þessi vísa kom bara alveg án þess að fyrir henni hafi verið haft. Hún var mesta lagi mínútu að fara út úr mér...“ Brigslað um illgirni og ógeðfelldni Húmorískasti hagyrðingur lands- ins er að margra áliti Egill Jónasson á Húsavík. Kallinn á fimm ár í nírætt og hefur sig núorðið lítt í frammi. Ástæðuna fyrir því segja menn ekki vera þá að hann sé órólfær, heldur hina að fyrir fáum misserum veðjaði hann við félaga sinn um að hann yrði kominn undir græna áður en áttugasta og fjórða aldursárinu næði. Og nú er hann sem sagt á því áttugasta og sjötta og ávallt ávarp- aður „Egill heitinn" þá sjaldan hann leggur leið sína í bæinn við staf! Hann ætti að geta tekið svona meinfyndni auðveldlega, svo marg- sinnis sem hann hefur beitt henni sjálfur í garð náungans. „Þegar ég var að byrja á þessu sem smástrák- ur, man ég að pabbi benti mér á að hafa allar stökur sem ég sendi frá mér sem tvíræðastar. Með því móti gæti ég altént sagt fólki að ég meinti allt annað en það læsi út úr kveð- skapnum." Egill segist annars ætla að kveðskaparáráttan hafi komið af sjálfu sér. Þetta hafi bara verið í eyr- anu á honum sem smástráki og alla- tíð uppfrá því. „Ég átti samt óskaplega erfitt með að koma þessu frá mér í heyranda hljóði. Þetta byrjaði eiginlega allt saman með því að ég fór að hvísla í eyra pabba þar sem hann sat og óf vaðmál í skúr, en kallinn var bilaður fyrir brjósti og gat þessvegna ekki verið í heyinu. Hann hafði það gam- an af þessu, að ég hélt áfram. Og lét fleiri heyra." Síðan hefur Egill ort alveg gríðarlega um ævina; „nokkra hillumetra ef því væri að skipta," eins og einn góðvinur hans komst einu sinni að orði; en það hef- ur ekkert komið á bók eftir hann. „Nei, ég hef hvorki nennt né kært mig um að skrifa þetta niður eftir mig. Ég orti að vísu einu sinni mjög ljótan brag um allar konur Aðaldals og reit hann hjá mér. Párið a tarna komst í annarra manna hendur og í sem skemmstu máli sagt: ég hef ekki skrifað niður vísur eftir mig síð- an.“ Já, hann segist nú vera hræddur um það að hafa oftar en ekki fengið skammir í hattinn fyrir kveðskap sinn, sér hafi oft verið brigslað um illgirni og ógeðfelldni, annarlegar hvatir og hvaðeina. „En ég hef þó aldrei orðið fyrir líkamlegu hnjaski vegna þessa...“ Egill segir þetta ekkert vera orðið sem hann yrkir á dag, eða allt niður í fyrripart. Þær hafi hinsvegar skipt tugum hérna áður fyrr, lagsmaður. Og hrunið af vörum sér viðstöðu- laust og voða góðar, en þó fyrst og Egill á Húsavfk síðast fyndnar. „Ég hef alltaf ort mest um það sem mér hefur sýnst skoplegast við aðra. Mér skilst nú líka að þeim mönnum finnist ég vera lítið skáld, sem hafa orðið einna harðast fyrir mínum ljóðstöf- um.“ Hann kveðst kunna vel við vísu sem hann orti er hann var eitt sinn spurður hvað hann mæti mest í fari konu, en hún væri á þessa leið: Karlmennirnir kvenna biðja kossum hafa fáar neitað en það er víst kölluð þungamiðja þetta sem mest er eftir leitað. HELGARPOSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.