Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 8
Þ. 29. júlí sl. var haldinn fundur í framkvæmdastjórn Alþýðubanda- lagsins. A fundinum var m.a. rætt um kosningaundirbúning flokksins. Skoðanakannanir á þessu ári höfðu ekki beinlínis gefið tilefni til fagnaðarláta. Formaðurinn Svavar Gestsson hafði sérstakar áhyggjur af hrapandi fylgi Alþýðubandalagsins, ekki síst meðal ungs fólks og á þess- um fundi gerði hann áhugaleysi æskunnar á hugsjónum sósíalism- ans að umræðuefni. Þessar óform- legu vangaveltur enduðu með upp- ástungu formannsins þess efnis, að skipuð yrði nefnd til að fjalla um Al- þýðubandalagió og unga fólkið. Leitað yrði svara við þeim spurn- ingum hvers vegna flokkurinn ætti lítils fylgis að fagna meðal ungs fólks og hvernig flokkurinn gæti náð til þessa hóps. Þrjár konur voru valdar í nefndina: Guðrún Helga- dóttir þingmaður, Kristín Á. Olafs- dóttir og Rannveig Traustadóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Þegar hér var komið sögu, kom athuga- semd frá nokkrum konum sem sátu fundinn að þegar ræða ætti vanda ungmennanna, væru konur iðulega fengnar í þá nefnd, og því væri ráð- legast að kalla nefndina „mæðra- nefnd". í þeirri nafngift fólst að sjálf- sögðu ákveðinn broddur. Það þótti því ráðlegt að bæta karlpeningi við nefndina. Úr varð að Svavar Gestsson bauð sig fram í nefndina og var það sam- þykkt. Ennfremur var reynt að þrýsta á Össur Skarphéðinsson, rit- stjóra Þjóðviljans, að taka þátt í störfum nefndarinnar en hann baðst undan því vegna þess að hann væri á förum til útlanda í sumar- Ieyfi. Síðar meir þótti skynsamlegt að bæta við ungu fólki í nefndina og voru þau Guðný Túlíníus og Hrann- ar Arnarson, formaður Æskulýðs- fylkingar Alþýðubandalagsins í Reykjavík valin í nefndina. Konurnar móta plaggið Svavar Gestsson mætti á fyrsta starfsfundinn. Síðan heltist formað- urinn úr lestinni. Ungmennin Guð- ný og Hrannar komu lítið við sögu nefndarinnar, þó Guðný sýnu meir og sat fleslalla fundi sem ráðgefandi aðili fyrir ungt fólk í Alþýðubanda- laginu. Það kom því í hlut kvennanna þriggja að móta og skjalfesta hugmyndir og ályktanir varðandi vanda Alþýðubandalagsins. Fljót- lega komust konurnar að því að hér væri ekki einangrað vandamál flokksins gagnvart ungu fólki á ferð- inni, heldur væri hér um að ræða vanda flokksins varðandi kjósendur almennt. Flokkurinn yrði því að skoða niðurstöður nefndarinnar sem alhliða vandamál Alþýðu- bandalagsins. Um störf nefndarinnar segir Rannveig Traustadóttir við HP: „Við fengum það verkefni að velta þess- um vandamálum fyrir okkur. Við unnum þetta verk á skömmum tíma. Það er því ekki hægt að tala um neinar ákveðnar niðurstöður, við drógum ályktanir hvernig flokk- urinn og starf hans liti út í augum ungs fólks og kjósenda almennt. Meginmarkmiðið með störfum nefndarinnar var að vekja umræðu innan flokksins um vanda hans.“ Guðrún Helgadót'ir segir við HP: „Flokkurinn hafði dalað í skoðana- könnunum. Það var því um að gera að gera sér grein fyrir hvar skórinn kreppti og vekja umræðu um vand- ann.“ Forystan sett út í horn Og umræða fylgdi störfum nefnd- arinnar. Nefndin skilaði áliti á tiltölulega skömmum tíma; innan tveggja vikna höfðu stöllurnar fest hug- myndir sínar á blað og Rannveig vélritaði plaggið sem fyllti rúmar tvær síður. Á framkvæmdastjórnar- fundi þ. 12. ágúst hafði Rannveig framsögu fyrir nefndinni. Vandi nefndarinnar var margþættur. í fyrsta lagi var nefndin að viðra þær hugmyndir og gagnrýniraddir sem einkum höfðu heyrst í kvennaliði flokksins, meðal unga fólksins og sést á prenti hjá andspyrnuhreyiing- unni á Þjóðviljanum. En það varð að setja þessar hugmyndir fram á þann hátt að þær hleyptu ekki illu blóði í forystusveit Alþýðubandalagsins og umræðan dytti dauð niður í hefð- bundnum ásökunum forystunnar um „svik við málstaðinn" „óraun- hæfa gagnrýni sem væri vatn á myllu afturhaldsaflanná' og þar fram eftir götunum. Nefndin varð að skila máli sínu þannig, að niður- stöðurnar vektu áhyggjur hjá flokksforystunni og ráðamönnum flokksins, þeir tækju mark á gagn- rýninni og væru fúsir að hefja opna umræðu um þann vanda sem Al- þýðubandalagið stæði frammi fyrir. Álit nefndarinnar var ljósritað og því dreift meðal fundarmanna sem voru yfir tuttugu talsins. Með þessu móti gátu stöllurnar neglt hug- myndir sínar betur niður og gefið þeim meiri þyngd. Rannveig var „diplómatísk" í framsögu sinni, hún gætti þess að draga heldur úr gagn- rýni á viðkvæmum stöðum og út- skýra vel og vendilega alla þá þætti ályktunarinnar sem gætu valdið hræðslu og ótta flokksforystunnar. Kannski mætti segja að hún hafi beitt karlpunga kvenlegri slægð. Hvað um það, meðal kvennanna þriggja gætti töluverðs ótta við að forystan hrykki í baklás vegna hins skýra og beinskeytta tóns skýrsl- unnar. En þær fengu óvænta aðstoð á fundinum. Eftir tölu Rannveigar reis úr sæti Ólafur Ólafsson, sem unnið hefur hjá Máli og menningu. Hann hefur vegið þungt í Æskulýðs- fylkingunni og valdamenn Alþýðu- bandalagsins hafa ávallt ljáð honum eyra. I tölu sinni lýsti Olafur því yfir, að fyrir hönd ungs fólks í flokknum vildi hann segja að plagg þetta gæti ekki litið öðruvísi út. Og enn bættist við óvænt himnasending fyrir stöll- urnar. Upp stóð Helgi Guðmunds- son, fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri og núverandi ASÍ-starfsmaður. Helgi lýsti yfir fullum stuðningi við niðurstöður nefndarinnar og þar með var lóð verkalýðshreyfingar- innar komið á vogina. Nú var for- ystan sett út í horn og neydd til op- innar umræðu um vandann á for- sendum ályktana „mæðranefndar- innar". Onefndur fundarmaður seg- ir við HP: „Þetta er í fyrsta skipti sem flokksforystan tekur þátt í um- ræðu og gagnrýni á eigin vinnu- brögð.“ Verkalýðsmálum sleppt Skýrsla nefndarinnar var skorin- orð: Flokkurinn er staðnaður, kerfisbundinn karlaflokkur, leiðinlegur og ólýðræðislegur. í augum flestra hefur hann brugðist því að berjast fyrir bættum kjörum launafólks og eyðir kröftum sínum í að verja það sem er eða það sem var. Flokkurinn setur upp ieiktjöld þar sem ábúðarmiklir karlar standa fremst á sviðinu og tala niður til fjöldans í kansellístíl. Um verkalýðsmál fjölyrða ekki nefndarmenn. Þáð er gert af ráðn- um hug: Karpið um verkalýðspólitík flokksins hafði fest í ófrjóu fari — deilum milli Alþýðubandalags og ASÍ, og til lítils að sökkva sér í það fen. Maður sem gegnir trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið segir við HP: „Verkalýðsumræðan i forystusveit flokksins er að verða óþolandi. Leiksýningar Guðmundar J. Guð- mundssonar eru þess eðlis að mað- ur veit ekki hvort eigi að hlæja eða gráta. Hann situr á fundum, þungur í herðum, hrærir í neftóbaksdós- unum og tuldrar. Síðan á hann til að belgja sig upp við einhverjar gagn- rýniraddir, stökkva upp og skella hurðum.“ „Mæðranefndin" vildi því halda umræðunni um flokkinn fyrir utan allar leiksýningar og uppá- komur. En auðvitað líkaði ekki forystu- sveitinni allt sem stóð í nefndar- ályktuninni. Svavar Gestsson og aðrir fundarmenn flokksins deildu harðlega á margt sem þar stóð, og undirstrikuðu það við fundarmenn að fara varlega með þetta plagg. Kristín Á. Ólafsdóttir: „Umræðan er komin inn í framkvæmdastjórn. Það er stór sigur. Það hefur verið erfitt hingað til að fá framkvæmdastjórn til að taka þátt í gagnrýnni umræðu. Tilhneigingin hefur verið sú, að for- ystusveitin berji sér karlmannlega á brjóst og segi: Við erum stórir og sterkir! Nú er umræðan hins vegar komin á skrið upp í forystunni og þar af leiðandi von um að starfandi sé í flokknum." En ber að líta á niðurstöður nefnd- arinnar sem vantraust á forystu Al- þýðubandalagsins? „Þetta er ekki vantraust á foryst- una,“ segir Guðrún Heigadóttir við HP. „Við viljum einfaldlega ekki vera eins og hinir flokkarnir. Við viljum ekki að einn eða örfáir menn komi fram fyrir hönd flokksins og segi mönnum utan og innan flokks hvaða pólitík Alþýðubandaíagið rek- ur. Við viljum opna umræðuna og flokkinn þar með.“ Um þetta atriði segir Kristín Á. Ólafsdóttir við HP: „Þetta er ekki vantraustsyfirlýsing. Við berum hins vegar traust til félaga okkar í framkvæmdastjórn og að hægt sé að ræða við þá um vanda flokksins." Nefnd með þyngd Eftir miklar og frjóar umræður á þessum fundi framkvæmdastjórnar Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins svarar ásökunum „mæðra- nefndar“ í viðtali við Helgarpóstinn: „Fjarstæða, algjör fjarstæða!“ — ískýrslu svonefndrar mœðra- nefndar segir að ungt fólk viti lítið um stefnu Alþýðubandalagsins, hugmyndafræði, baráttumál, hug- sjónir o.s.frv. Flokkurinn hafi ver- ið of upptekinn af því að verja kerfið og fyrri gerðir sínar í ríkis- stjórnum og borgarstjórn. Ertu sammála þessu? „Kjarni vandans í íslenskri póli- tík er veik staða vinstri hreyfingar. Hægri öflin hafa gert klofning þessarar hreyfingar að hornsteini sóknarinnar. Pólitískir andstæð- ingar vinstri aflanna hafa pundað á gerðir okkar í ríkisstjórnum og borgarstjórn og við þurft að verja þær.“ — Mœðranefnd kemst að þeirri niðurstöðu að Alþýðubandalagið sé eins og gömlu kerfisflokkarnir: Leiðinlegur, ólýðrœðislegur og staðnaður kerfisflokkur sem fyrst og fremst eyðir kröftum sínum í að verja það sem er eða það sem var. „Þetta er „smagsag" — smekks- atriði. En Alþýðubandalagið er lýðræðislegur flokkur. Það er óumdeilanlegt atriði. Um hitt má þrátta. En auðvitað gætir óánægju í röðum flokksmanna varðandi dræma þátttöku. Við hefðum ósk- að okkur meiri þátttöku í flokkn- um.“ — Því er haldið fram að I augum flestra hafi Alþýðubandalagið brugðist í því að berjast fyrir bœtt- um kjörum launafólks? „Þetta er fjarstæða, algjör fjar- stæða. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem hefur barist fyrir kjörum launafólks!" — I beinu áframhaldi af þessu atriði segir: ,,íofanálag er flokkur- inn karlaflokkur; þeir sem koma fram fyrir hönd flokksins eru karl- ar á miðjum aldri eða þar yfir." „Pólitískur aldur manna er mjög afstæður. Hins vegar tek ég ekki undir þá gagnrýni að Alþýðu- bandalagið sé karlaflokkur. Al- þýðubandalagið hefur fleiri virkar konur innan sinna vébanda en nokkur annar íslenskur stjórn- málaflokkur." — Nefndin heldur því fram í greinargerð sinni að það sé afar lítið í starfi flokksins og stefnumál- um sem sé spennandi, skemmti- legt, nýtt, ferskt og aðlaðandi í augum ungs fólks. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að flokkurinn þarf að vera frísk- legri í málflutningi sínum. Við þurfum að kynna sjónarmið okkar á nýrri og ferskari hátt og vinna m.a. þannig að því að gera flokk- inn sterkari en hann er í dag.“ — Sem dœmi um misheppnaða tilraun til að breyta ímynd flokks- ins nefnir nefndin að á síðasta landsfundi Alþýðubandalagsins voru tvœr konur kosnar í mið- stjórn Alþýðubandalagsins en þœr hafi ekki sést eða heyrst stðan. „Þetta er algjör fjarstæða! Báðár þessar konur, Margrét Frímanns- dóttir og Vilborg Harðardóttir, eru virkar í starfi flokksins. Margrét er oddviti á Stokkseyri og varaþing- maður á Suðurlandi. Vilborg er varaformaður flokksins og for- maður miðstjórnar. Nær væri að spyrja hvernig sé með konur sem koma fram fyrir hönd annarra stjórnmálaflokka. Helmingur mið- stjórnar Alþýðubandalagsins er skipaður konum. Hins vegar eru of fáar konur atvinnupólitíkusar í flokknum. En ef athugaður er sá fjöldi kvenna sem er i trúnaðar- störfum fyrir Alþýðubandalagið og situr í sveitar- og bæjarstjórn- um fyrir flokkinn, þá vantar að- eins herslumuninn á að þingflokk- ur Alþýðubandalagsins verði að hálfu skipaður konum og að hálfu körlurn." — Alvarlegasta ásökun nefnd- arinnar er kannski sú að Alþýðu- bandalagið komi ekki til dyranna eins og það er klœtt. Orðrétt segir: ,,Það þýðir ekki að setja upp leik- tjöld. Ef gefa á mynd af skemmti- legum, lýðrœðislegum flokki með bjarta framtíðarsýn, heilsteypta hugmyndafrœöi og skýra stefnu — þá verður flokkurinn að vera þannig í raun." Hvað viltu segja um þetta atriði? „Þetta er hárrétt. Það þýðir ekki fyrir flokk sem er lýðræðislegur að setja upp leiktjöld. Ég tel ekki að Alþýðubandalagið hafi sett upp leiktjöld. Þvert á móti hefur flokk- urinn lagt sig fram. Ég vil ekki gefa flokksfélögum mínum þá einkunn að þeir hafi verið úlfar í sauðagær- um. Þeir hafa unnið störf sín af mikilli einlægni. — Umræðan er í fullum gangi í öllum flokknum — eldfrísk umræða sem á eftir að skila okkur verulegum árangri."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.