Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 19
„Hellingur af nýju Megasarefni“ ásamt Naughty Naught Kuklsins í Gamla bíói um helgina Kukl og Megas. Megas og Kukl. Það er um þetta tvennt að segja að það mætist í Gamla bíói um helg- ina. Og tónar. Beibí, beibí, beibí, eða öllu heldur munu þessir hljómleikar heita „Sjáðu hvað ég sé“. Klukkan tuttugu og eitt. Bæði kvöldin. Sjötta og sjöunda þessa mánaðar. En, núna er september. Fyrst og síðast rokk, svolítill hávaði líka, en værð á milli. Og stuð. Annars ætti að vera óþarfi að „tíunda tónlistarsigra Megasar", eins og segir í fréttaskeyti frá aðstandendum húllumhæsins og áfram: „en skemmst er að minnast Krókódílamannsins og Fatlafóls." Síðan segir: „Hvað Kukl varðar er það ögn erfiðara (þ.e.a.s. að tíunda tónlistarsigra, — innskot HP) þar sem þeirra sigrar hafa nær einungis verið á meginlandi Evrópu síðustu ár." Miklu seinna segir svo í skeytinu að á þessum tónleikum muni Kukl og Megas flytja nokkur lög af rétt óútkominni plötu Kukls, The Naughty Naught. „Og vissulega verður fluttur þarna hellingur af nýju Megasarefni, nokkuð sem aldrei hefur áður heyrst," eins og svo frjálslega er að orði komist í áður og enn nefndu fréttaskeyti. Já, og þetta verða einu tónleikar Kukls og Megasar í bráð, þannig að mönnum er bent á að vera ekkert að gleyma sér. . . -SER Kukl og Megas gefa sér frí frá æfing- um fyrir tónleikana ( Gamla bíói um helgina. Og smæla framaní heiminn, að sjálfsögðu. Þó myndin prentist af- burðavel, sést Einar Melax, einn með- lima Kuklsins, ekki á henni, en það verður bara að hafa það. Á nýju leikári leikhúsanna Þjóðleikhúsið Vetrarstarf • Þjóðleikhússins er hafið. Ellefu ný verkefni eru á dag- skrá vetrarins, þar af átta ný, en þrjú leikrit voru á verkefnalista fyrri vetrar. Sýningar Þjóðleikhússins fyrir leikárið 1985—86 verða sem hér segir: 1. Grímudansleikur, ópera eftir Guiseppe Verdi. Leikstjóri Sveinn Einarsson. 2. Islandsklukkan eftir Halldór Laxness. Leikstjóri Sveinn Einarsson. 3. Kardimommubœrinn eftir Torbjörn Egner. Leikstjórar Klemens Jónsson og Erik Bistedt. 4. Med vífið ílúkunum, breskur farsi eftir Ray Cooney. Leik- stjóri Benedikt Árnason. 5. Villihunang eftir Anton Tjé- kóf og Frayn. Leikstjóri Þór- hildur Þorleifsdóttir. 6. / deiglunni eftir Arthur Miller. Leikstjóri Gísli Al- freðsson. 7. Chicago, söngleikur. Leik- stjórar Benedikt Árnason og Ken Oldfield. 8. Upphitun eftir Birgi Engil- berts. Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson. 9. BaUettsýning með íslenska dansflokkinum ásamt finnska danshöfundinum Mario Kuusella. 10 Ríkarður III eftir William Shakespeare. Leikstjóri John Burgess. 11. Astríðuleikur (Passion Play) eftir Peter Nichols. Leikstjóri Benedikt Árnason. Leikfélag Reykjavíkur Á nýju leikári Leikfélags Reykja- víkur verða þrjár frumsýningar á döfinni. Eitt verk verður tekið upp aftur og tekin verður saman dag- skrá í tilefni listahátíðar kvenna. Leikár LR verður eftirfarandi: 1. Land míns föður eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri Kjartan Ragnarsson. Tónlist Atli Heimir Sveinsson. 2. Svartfugl eftir Gunnar Gunnars- son. Leikgerð og leikstjórn Bríet Héðinsdóttir. Tónlist eftir Jón Þórarinsson. 3. Allirí einu, breskur gamanleikur eftir Conney og Chapman. Leik- stjóri Jón Sigurbjörnsson. 4. Ástin sigrar eftir Ólaf Hauk Símonarson. (Frumsýnt sl. vor.) Leikstjóri Þórhallur Sigurðsson. 5. Dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Samantekt Bríet Héðinsdóttir. BARNABOKMENNTIR Félagi Tarzan Um það bil níu ára gamall brákaði ég á mér aðra stórutána í Tarzanleik úti í sláturhúsi, þar sem við drengir sveifluðum okkur í gálga, og gekk lengi haltur þótt báðir fætur væru jafnlangir. Og þegar Mundi Valda sýndi Tarzanmynd í fimmbíói sátum við félagar á fyrsta bekk og tókum þátt í leiknum, hrópuð- um, klöppuðum og vöruðum Tarzan við aðsteðjandi hættum. Þá var þessi „hálfnakti skógarguð" hluti af daglegu lífi, sönn ímynd hreysti og fegurðar þótt hann tæki reyndar aldrei lýsi. í bókum segir, að Edgar Rice Burroughs (1875—1950) hafi verið ævintýramaður, bandarískur að ætt. Ungur gekk hann í her- inn til þess að berja indjána, svo ungur, að hann var sendur heim. Síðar rak hann naut- gripi til slátrunar, gróf eftir gulli, kaupslagaði o.fl., unz hann afréð að skrifa bækur og samdi vestra og vísindaskáldsögur. Tvær þeirra voru þýddar á íslenzku: Prinsessan á Marz (Ak. 1946) og Stríðsherrann á Marz (Rvík 1947), fjarska kyndugar sögur. Ungur maður sofnar í helli og verður geimnuminn, ef svo má segja, vaknar á Marz, þar sem fólk hefur fjölbreytt litaraft, ferðast um eftir skurðum, og konur verpa eggjum sem klakið er út í sérstökum turnum. Þarna lendir ungi maðurinn í ævintýrum, eignast egg með prinsessu, kemst í hann krappan, en bjargar sér prýðilega og ekki sízt fyrir þá sök, að stökkkraftur hans nýtist firnavel í þyngdar- leysinu þar efra. Og annað í þessum dúr. En svo leiddi Burroughs fram á ritvöllinn Tarzan of the apes (1914), í þann mund sem heimsstyrjöldin fyrri hófst. Þá rættist draum- urinn, og síðan rak hver bókin aðra, enda var Burroughs feikna ritglaður; samdi víst eina Tarzansögu um helgi til að vinna veðmál, eða svo segja a.m.k. lærðir Tarzanfræðingar. Islendingar kynntust fljótlega þessum enska lávarði, sem bjó við apakjör í Afríku, því 1922 kom út í Reykjavík Tarzan snýr aft- ur, sem raunar er önnur bók í röðinni. Árið eftir var síðan gefin út á Akureyri fyrsta bók- in, og hét hún Tarzan í þýðingu Ingólfs Jóns- sonar. Þetta er svo samkvæmt titilsíðum bók- anna, og virðist þó málum blandið um út- gáfuárin. En menn komust á bragðið, og segja má að helztu Tarzansögurnar hafi ver- ið prentaðar einu sinni fyrir hverja kynslóð og lengstum á Siglufirði: Sonur Tarzans 1924, 1949 og 1977, Gimsteinar Oparborgar 1924, 1948, 1978 o.s.frv. Það er margt búið að ræða og rita um fé- laga Tarzan, gott og vont. Hann hefur orðið tákn nýlendustefnunnar gömlu og reyndar nýju, meira að segja í bókmenntum hérlend- is. Og hann hefur fengið á baukinn fyrir svæsna kynþáttafordóma og ekki að ástæðu- lausu. Hinn hvíti Tarzan er yfirburðamaður. „Hann ræður yfir villidýrum jafnt sem svert- ingjum. Allir lúta konungi frumskógarins. Hann er breskur lávarður að uppruna en var alinn upp með öpum í frumskóginum. Hann skilur mál apanna og getur talað við þá og sama er að segja um viðskipti hans við inn- fædda Afríkubúa — hann skilur mál þeirra og þankagang." Svo segir í gagnrýninni grein um þýddar barnabækur í Tímariti MM (1979:152). Þetta er allt satt og rétt, enda var höfundurinn barn síns tíma, og vísast spegla viðhorf hans álit fjöldans á nýlendutímanum gamla. Nú er öldin önnur, og Tarzan hefur þroskast, skulum við segja, ef hliðsjón er höfð af nýlegum Tarzanblöðum. Þar er hann verndari blökkumanna og sjaldgæfra dýra, eins konar þjóðgarðsvörður eða grænfrið- ungur sem lúskrar á smyglurum og veiðiþjóf- um. Þessu ti). viðbótar hefur Burroughs verið gagnrýndur fyrir ýmiss konar vitleysur, svo sem að Tabor (tígrisdýrið) er alls ekki til í Afríku, og þess munu engin dæmi, að menn læri tungumál að hætti Tarzans: apamæltur maður tileinkar sér án tilsagnar ensku af dagbók föður síns. Og víst er margt fleira af sama tagi og ekki í ætt við raunsæi, en slíkt angraði ekki unga menn. Eitt góðviðriskvöld var Tarzan t.d. varpað útbyrðis af farþega- skipi einhvers staðar úti í auga Atlantshafs. Hann afklæddist, fann rekald á floti, lagði sig Hinn gamli Tarzan sem áður réð yfir villi- dýrum og svertingjum er nú orðinn verndari blökkumanna og sjald- gaefra dýra, segir m.a. í grein Sölva Sveins- sonar um konung ap- anna.- eftir Sölva Sveinsson þar til morguns, er til hans bar bát á hvolfi, sem hann fékk reist á réttan kjöl og reri til lands. Og viti menn, hann kom að landi hjá kofanum sínum góða, rétt eins og leið 5 skil- ar mönnum klakklaust að sundlaugunum: „Tarzan apabróðir var aftur kominn heim til sín, og til þess að allur heimurinn yrði þess var, reigði hann aftur höfuðið og rak upp hið hvella og ógurlega heróp flokks síns. Eitt augnablik ríkti þögn í skóginum; þá heyrðist lágt og grimmdarlegt urr sem svar — það var öskur Núma, ljónsins, og langt úr fjarska heyrðist ómurinn af svari karlapa." Og víst langaði mann að taka undir. Andri Haralds- son bað ömmu sína að öskra eins og átrúnað- argoðið þegar hún las fyrir hann úr Vísi. „Það er ljótt að fara illa með dýr," svaraði sú gamla. Menn skyldu vera við því búnir að taka harkalega niðri, þegar þeir lesa Tarzan aftur á fullorðinsaldri. Það sem áður þótti mikils- vert og hetjunni í hag verður stundum býsna skondið í ljósi dagsins og reynslunnar. í einni sögu er Tarzan t.d. tekinn höndum, lendir í klóm afkomenda Rómverja hinna fornu. Lýðurinn í landi þeirra var rétt eins og í Róm forðum, vildi brauð og leika. Tarzan var varpað í hringinn, svöngum górillum att á hann, og skyldu þær tæta manninn í sig með tilheyrandi blóðbaði. Það fór á annan veg: Apar og maður tóku tal saman um daginn og veginn, gott ef Tarzan sagði þeim ekki sögur og hvarf síðan á brott. í þá gömlu góðu daga var þetta hápunktur sögunnar, núna... Vinsældum Tarzans hefur verið fylgt eftir með ýmsum hætti. Teiknimyndasögur birt- ast í blöðum og tímaritum, og kvikmyndir hafa verið gerðar um kappann og ýmsir spreytt sig. Nýlega var hlutverkum snúið við, sönnum Tarzan-lógum til hrellingar, er gljá- píkur böðuðu sig í frægðarljósi Tarzans og Jane varð aðalatriðið (Bo Derek). Öðruvísi mér áður brá, þegar Johnny Weissmúller las sig um skógarþykknið eftir tágum, synti í gruggugum fljótum og drap krókódíla, sem ætluðu að bíta Jane, jafnvel éta. Öskraði svo hátt og snjallt, og við tókum allir undir. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.