Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 7
eftir Ingólf Margeirsson myndir: Jim Smart og fl. HELGARPÓSTURINN BIRTIR LEYNISKÝRSLU FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ALÞÝÐUBANDALAGSINS UM FLOKKINN: STAÐNAÐUR LEIÐINLEGUR ÓLÝÐRÆÐISLEGUR KARLA- OG KERFISFLOKKUR SEM BRUGÐIST HEFUR í BARÁTTUNNI FYRIR BÆTTUM KJÖRUM LAUNAFÓLKS „Leiðinlegur, ólýðræðislegur og staðnaður kerfisflokkur sem fyrst og fremst eyðir kröftum sínum í að verja það sem er eða það sem var." „Fyrir hönd flokksins koma fram þung- búnir og ábúðarmiklir „gamlir" karlar" „í augum flestra hefur flokkurinn brugðist því að berjast fyrir bættum kjörum launafóiks" „Það þýðir ekkert að setja upp leiktjöld." Þessar einkunnir fær Alþýðubandalagið hjá nefnd sem skipuð var af framkvæmdastjórn flokksins í júlílok og fékk nafnbótina „mæðranefnd". Nefndin skilaði skrifuðu áliti um miðjan ágúst og farið hefur verið með þær niðurstöður sem algjört trúnaðarmál. Helgarpósturinn birtir í dag í heild leyni- skýrslu framkvæmdastjórnar en hún verður að teljast harka- legasta árás úr herbúðum flokksmanna á forystusveit Alþýðubandalagsins og flokkinn allan sem sést hefur á prenti í sögu hans. í eftirfarandi grein rekur Helgarpósturinn ítarlega tilurð nefndarinnar og skýrslunnar og setur innihald skýrslu nefndar framkvæmdastjórnar í samhengi við þá strauma og andófsblikur sem á lofti eru fyrir landsfund Alþýðubandalagsins í nóvember.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.