Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 05.09.1985, Blaðsíða 20
Sameining Isbjarnarins og BUR: PÓLITÍSK REDDING EÐA RAUNVERULEG ÚRLAUSN? Helgarpósturinn kannar trúnaðarskýrsluna um sameiningu Bæjarútgerðarinnar og ísbjarnarins — og kannar hvað liggur að baki öllu málinu. Verða sex hundruð milljón króna skuldir og fimm hundruð milljón króna skuldir að plústölu, þegar þessar upphæðir eru lagðar saman? Er það gamla reikningsregl- an að þegar tveir mínusar eru lagðir saman verði útkoman plús? Þessum spurningum hafa margir velt fyrir sér á liðnum dögum, í umræðum um hugmyndir að sameiningu Bæj- arútgerðar Reykjavíkur og ísbjarnarins — tveggja stærstu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja í Reykjavík. Það var Davíð Oddsson sem hleypti sameiningarhugmyndunum í gang, en fleiri munu hafa átt hlut að máli. Það er langt í frá að allir séu á eitt sáttir um ágæti þess- ara hugmynda. Sumir halda því fram að hér sé á ferðinni pólitískt yfirklór Davíðs borgarstjóra, sem sé í vandræð- um með BÚR vegna komandi borgarstjórnarkosninga, aðrir segja Landsbankann vera ákveðinn samnefnara áhugamanna um sameiningu og ýmsir nefna Ólíuverslun íslands sem áhugasaman hagsmunaaðila vegna olíu- skulda ísbjarnarins. Og svo eru það þeir, sem telja að allar breytingar séu til bóta; núverandi ástand boði einfaldlega hrun beggja fyrirtækjanna. Þessi mál og önnur skyld kannar Helgarpósturinn. „Rekstrarafkoma beggja fyrir- tækjanna hefur verið afar slæm undanfarin ár. Samkvæmt ársreikningum nam tap Bæjarútgerðar Reykjavíkur 141,4 milljónum króna á árinu 1983 og 48,6 milljónum króna á árinu 1984 og hafði þá söluhagnaður að fjárhæð 55 milljónir króna verið tekjufærður. Tap Isbjarnarins á ár- inu 1983 nam 54,9 milljónum króna og 81,6 milljónum króna á árinu 1984. Þessi slæma afkoma hefur leitt til skuldasöfnunar og rýrnandi eiginfjárstöðu, en Reykjavíkurborg lagði BÚR til um 25 milljónir króna á árinu 1983 og um 60 milljónir króna á árinu 1984, ilið á verðlagi hvors árs.“ Þannig segir orðrétt í mjög um- ræddri „skýrslu hugsanlega sameiningu eða samvinnu fyrir- tækjanna" ísbjarnar :s og Bæjarút- gerðar Reykjavíkur. Þessi skýrsla var tekin saman af h.ríu endurskoð- unarskrifstofu Ólafs Nilssonar og er dagsett í júlí sl. og með henni fylgir hagkvæmniathugun á sameiningu eða samvinnu fyrirtækjanna beggja, sem Bergur Ólafsson tækni- fræðingur og Elías Gunnarsson verkfræðingur hafa tekið saman. Þessi samantekt var gerð að ósk borgarstjórnarmeirihlutans, borgar- stjórans, Davíðs Oddssonar. Skýrsl- unni var fyrir skömmu dreift til nokkurra útvalinna sem trúnaðar- máli, enda þótt nokkur efnisatriði hennar séu þegar komin í fjölmiðla- umræðu. En Helgarpósturinn hefur skýrsluna undir höndum og ýmis- legt fróðlegt er þar að finna, sem ekki hefur verið sérstaklega haldið á lofti í umræðum um þessi mál upp á síðkastið. HP tekur þessi mál til at- hugunar, fjárhagslegar forsendur sameiningar og þá ekki siður þær pólitisku flækjur sem eru að baki. Skuldasöfnun í stórum stíl Það hefur ekki verið neitt laun- ungarmál, að Bæjarútgerð Reykja- víkur og ísbjörninn, eins og raunar fjölmörg önnur fyrirtæki á sviði sjávarútvegs, hafa gengið á afturfót- unum; hafa safnað skuldum í stór- um stíl. Kunnugir telja að ísbjörninn sé ekki langt frá rekstrarstöðvun, ef ekki verður gripið til róttækra ráð- stafana. Ástandið hjá Bæjarútgerð- inni er litlu skárra. Og samkvæmt margnefndri trúnaðarskýrslu sér- fræðinganna, þá er Ijóst að rekstrar- afkoman fyrstu sex mánuðina er „mjög slæm“. Orðrétt segir í skýrsl- unni: „Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um afkomuna fyrstu sex mánuðina, en áætlað er að tapið hafi ekki verið langt frá 50 milljón- um króna hjá hvoru fyrirtæki." Þetta segir að tapið á fyrirtækjun- um i samanburði við liðin ár fer síst minnkandi. En hverju bjargar það að skella þessum tveimur fyrirtækj- um í eina sæng? Mun það eitt leysa nokkurn vanda? Viðmælendur Helgarpóstsins voru langt frá því á eitt sáttir um gildi þessara „björgun- araðgerða" og þá þaðan af síður um ástæður þessara hugmynda um sameiningu fyrirtækjanna. Hér er vitanlega um stórpólitískt mál að ræða, enda hefur Bæjarútgerðin löngum verið bitbein reykvískra stjórnmálamanna. Nú liggur það fyrir, að seglin hafa Davíð Oddsson borgarstjóri: Eitthvað varð að gera ímálum BÚR fyrir kosningar. verið dregin saman í rekstri BÚR á síðustu þremur árum. Þegar mest var, voru skip BÚR sjö talsins, en nú eru þau fjögur: Snorri Sturluson, Hjörleifur, Jón Baldvinsson og Ottó N. Þorláksson. Síðasttalda skipið er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Það hefur fiskað mjög vel og lagt úr höfn á mánudögum og jafnan kom- ið í höfn eins og klukka viku síðar með fullfermi. En þrátt fyrir það eru skuldir á skipinu nálægt þrjú hundr- uð milljónum, en matsverð þess að- eins rúmur helmingur þess — i kringum 160 milljónir. Og margir viðmælendur HP spurðu: Hvaða glóra er í því að fækka skipunum um þrjú og koma svo stuttu síðar og segja að nú þurfi af hagræðisástæðum að sameinast öðru fyrirtæki sem hefur yfir að ráða öðrum þremur togurum? Og víst er það svo, að í skýrslu sér- Þórður Ásgeirsson forstjóri OLÍS: Isbjörn- inn stórskuldugur en Vilhjálmur í stjórn OLÍS. Jónas Haralz: Var hann orðinn áhyggju- fullur vegna erfiðrar skuldastöðu ísbjarn- arins? fræðinganna er það talinn einn kostur fyrirtækjasamvinnunnar, að útgerðin verði upp á sex eða sjö skip og gefist þá betra tækifæri en ella að stjórna hráefnisöflun. Kosningaloforð Davíð Oddsson borgarstjóri og hans menn lofuðu því fyrir síðustu sveitarstjórnakosningar, að málefni Bæjarútgerðarinnar yrðu tekin föst- um tökum, þannig að útsvarsgreið- endur í borginni þyrftu ekki að sjá á bak tugmilljónum króna til að borga taprekstur hennar. Davíð hefur hins vegar ekki tekist að efna þessi lof- orð. Eins og fyrr greinir, þá var fram- lag borgarinnar til BÚR 25 milljónir '83, 60 milljónir '84 og reiknað er með 40 milljón króna framlagi í fjár- hagsáætlun ársins í ár. Og þetta hef- ur gerst enda þótt eignir hafi verið seldar og sölutekjur komið inn í fyr- irtækið — 55 milljónir á síðasta ári. Viðmælendur Helgarpóstsins töldu margir, að sjálfstæðismenn sæju það fyrir, að eitthvað yrði að gera í málum BÚR fyrir sveitarstjórna- kosningarnar næsta vor. Með því að leggja niður Bæjarútgerðina, sam- eina hana einkafyrirtæki á sama sviði og búa til nýtt hlutafélag, væri málum komið í annað horf. Hins vegar er það deginum ljósara, og það undirstrikuðu allir þeir er Helg- arpósturinn talaði við vegna þessa máls, að Reykjavíkurborg er langt frá því laus undan skuldbindingum vegna BÚR, þótt af sameiningu verði og stofnun nýs fyrirtækis. Allt bendir til þess að borgin yrði meiri- hlutaeigandi í slíku fyrirtæki og þótt ábyrgð borgarinnar yrði þar með óbein, þá er altént fyrirliggjandi, að hið nýja fyrirtæki mun ekki eiga nokkra möguleika á því að finna fast land undir fótum, án verulegrar að- stoðar á fjármálasviðinu. Og þá Guðmund Árna Stefánsson| benda menn gjarnan á, að borgin yrði mjög sennilega að taka á sig erfiðustu skuldirnar á BÚR, skamm- tímaskuldirnar. Hugsanlegt er að heilar 200 milljónir af erfiðustu skuldum BÚR yrðu þannig skildar eftir hjá borginni, en létt af hinu nýja fyrirtæki — ÍSBÚR, nú eða BURÍS. En áfram með vangaveltur varð- andi ástæður og grundvöll þessara sameiningarhugmynda. Nokkrir viðmælenda HP lögðu ríka áherslu á það, að Davíð og co vildu samein- ast ísbirninum, en ekki öðru sam- svarandi fyrirtæki í Reykjavík. Og það er rétt, að engir aðrir á þessu sviði hafa komið inn í myndina. Skyldi það ráða nokkru um áhuga manna á sameiningu, að eigendur ísbjarnarins og framkvæmdastjórar, bræðurnir Jón og Vilhjálmur Ingv- arssynir, eru af gömlum og grónum ættum sjálfstæðismanna? Faðir þeirra bræðra, Ingvar Vilhjálmsson, setti fyrirtækið af stað fyrir hálfri öld og var umsvifamikill á fjölmörg- um sviðum atvinnulífsins. Faðirinn er nú aldraður og kemur ekki mikið nærri beinum rekstri ísbjarnarins, en mun þó líta til með rekstrinum eftir því sem heilsa og kraftar leyfa. Keðjuverkun Margir urðu ennfremur til að benda á einn samnefnara í þessum málum, sem lítið hefur komið fram í sviðsljósið í þessum umræðum. Það er Landsbankinn. Öll hlutaðeig- andi fyrirtæki eru í viðskiptum við þennan ríkisbanka — Isbjörninn, Bæjarútgerð Reykjavíkur og Reykjavíkurborg. Enn er þá ótalinn einn óbeinn aðili þessa máls sem einnig er viðskiptaaðili Landsbank- ans. Olíuverslun íslands — OLÍS — er nefnilega að margra mati þess mjög fýsandi að af samningum BÚR og ísbjarnarins geti orðið. OLÍS hef- ur viðskipti við mjög mörg fyrirtæki á sviði sjávarútvegs og vegna erfiðr- ar stöðu á þeim vettvangi, hafa olíu- skuldir hlaðist upp. Eigendur ís- bjarnarins eru eignaraðilar í OLÍS og annar bræðranna, Vilhjálmur Ingvarsson, situr í stjórn hennar. Helgarpósturinn fékk það ekki stað- fest, en fleiri en einn viðmælenda blaðsins, sem þessum málum eru nákunnugir, fullyrti að skuldir ís- bjarnarins við OLÍS væru vel yfir 100 milljónir króna. Þessar skuldir og fleiri gengju svo aftur í viðskipt- um OLÍS við sinn viðskiptabanka, Landsbankann, þannig að heildar- skuldir Olíuverslunar Islands væru frá einum tíma til annars um 500 milljónir króna. I ofanálag sögðu kunnugir að Is- björninn væri í virkilega erfiðri stöðu í Landsbankanum og skuldir þar væru á þriðja hundrað milljónir og stór hluti þeirra gjaldfallinn. Ekki tókst að fá þessar tölur staðfestar 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.