Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 12
HÖRÐUR EINARSSON NÝKJÖRINN STJÓRNARFORMAÐUR ARNARFLUGS, í FRÉTTAVIÐTALI VIÐ HP: ARNARFLUG HEFUR EKKERT GERT AF SÉR Höröur Einarsson um þátttöku sína í hlutafjáraukn- ingunni: „Byggist náttúrlega fyrst og fremst á því að við (Sveinn R. Eyjólfsson, félagi hans hjá Frjálsri Fjölmiðlun) höfum almennan áhuga á íslensku at- vinnulífi. Við sjáum þarna ýmsa möguleika . . ." „Ég er sannfœrdur um þad aö áhugi manna á að standa uiö bakið á Arnarflugi núna er ekki síst kominn til af þuí að menn sjá huersu gífurleg mistök það uoru að standa ekki betur uið bakið á Hafskip.“ Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar Arnar- flugs, eftir adalfund félagsins síðastliðinn laugardag, uar Hörður Einarsson, stjórnarfor- maður Frjálsrar fjölmiðlunar, kosinn stjórnar- formaður Arnarflugs. Ásamt honum í stjórn- inni sitja nokkrir þeirra sextíu aðila sem œtla að Cceista-þess með nýju hlutafé að koma fjár- hag félgsins'á 'réttan kjöl, en heldur hefur hall- að undan fœtisíðustu-.árin. Skuldir þess nema nú um 220 milljónum iímfram eignir. Hörður rœðir framtíð Arnarflugs tiér q eftir, auk þess sem komið er inn á málefni Hafskips og DV undir lok uiðtalsins. Hann, ásamt Sueini R. Eyjólfssyni, samstarfsfélaga sínum á DV, á einna mest eÍ&StGklingti í 'tipDlega 51 mitijona króna hlutafjáraukningu ArnO.rflugs sem sam- þykkt uar á aöalfundinum, eða 5 milljónir. — Hörður, sameiningarrök siálfstæðis- þingmanna frá ’73 voru meðal annars á þá leið að tvö stór flugvélög (þá Loftleiðir og Flugfélag Islands) eyðilegðy meira hvort fyrir öðru heldur en þau kæmu neytend- um til góða. Hvað hefur breyst? „Það verður nú að spyrja þá um það, því ég var aldrei hrifinn af þessum sameiningarrök- um. Ég tel að það geti verið góður grundvöllur fyrir tveimur flugfélögum í landinu, ekki síst í millilandafluginu, því það er eitt aðalatriðið í allri ferðaþjónustu að fá ferðamenn til lands- ins. Og sá ntarkaður er nægur. .." — En er ekki iöngu orðið fullreynt, burt- séð frá svona rökum, að Arnarflug verður ekki rekið með hagnaði? „Nei, það er ekki fullreynt. Við teljum að ef félagið væri að byrja í dag og stæði á núlli væri hægt að reka það með hagnaði. Hættan sem félagið stendur hinsvegar frammi fyrir eru hin- ar miklu skuldir þess. . .“ — Sem eru langt umfram eignir! „Jú, eitthvað eru þær það nú, að minnsta kosti í hefðbundnum skilningi. Aftur á móti má alveg líta á þá miklu uppbyggingu, sem hefur átt sér stað á undanförnum árum hjá fé- laginu í Evrópu, sem eign að verulegu leyti, þótt hún verði ekki færð á efnahagsreikning." — Er þetta nú ekki mest orðaleikur hjá þér? „Nei, það er það ekki. Það þekkja það allir sem starfa við fyrirtæki að uppbyggingarstarf er geysilega kostnaðarsamt og viðskiptavildin því samfara mikils virði.” — Umsvif félagsins á síðasta ári voru meiri en þekkst hafa í tíu ára sögu þess, heildartekjurnar nær þrefölduðust frá ’84. Tapið varð samt 70 milljónir. Verðið þið ekki að læra eitthvað af þessu? „Jú, og ég held nú að allir hlutaðeigandi hafi lært af þessu. En það er heldur engin ný lexía að ekki er allt fengið með auknum umsvifum. Það getur verið eins hagkvæmt að draga sam- an seglin." — Verður það gert? „Já, verkefnin á þessu ári verða viðaminni en á síðasta ári.“ — Samt er tapið þetta árið þegar orðið nálægt 25 milljónum, þrátt fyrir 20 pró- sent aukningu í farþegaflutningum og 56 prósent aukningu í vöruflutningum. Það stefnir sem sagt í sama farið og jafnan áður! „Það er náttúrlega alveg ljóst að það verður að endurskipuleggja rekstur félagsins. Ég er til dæmis ekki mjög bjartsýnn á annað en að rekstur þessa árs verði með einhverju umtals- verðu tapi. Endurskipulagningin, ef hún tekst, kemur því kannski ekki fram fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.“ — Hvað er nýja hlutaféð annað en gálga- frestur? „Við vonum að það sé ekki bara það.“ — Er von nóg? „Með áætlunarfluginu til Þýskalands, Holl- ands og Sviss er kominn viss grundvöllur fyrir félagið. Þarna eru verulegir möguleikar sem eru vannýttir. Amsterdam eru dyr Evrópu, ís- lendingar eru í síauknum mæli að læra á þær, enda er ferðaaukningin þangað gríðarleg frá ári til árs. Frá Amsterdam liggja svo leiðir um allt. Hvað Hamborg snertir, er komin góð hefð fyrir ferðalögum Þjóðverja hingað til lands — og á því sviði getum við unnið miklu betra starf en hingað til. Þetta eru sem sagt miklir möguleikar." — Ertu að segja mér að nýju hluthafarn- ir hafi byggt þá ákvörðun sína að leggja í púkkið á þessum möguleika fyrst og fremst, tveimur borgum í Evrópu, basta? „Ástæðan fyrir því að menn fóru út í þessa hlutafjáraukningu var sú að menn höfðu áhuga á að bjarga þessum áætlunarleiðum fé- iagsins." — Hefur það unnið til þess? „Fyrirtækið hefur ekkert gert af sér, þó að þar hafi orðið einhver mistök. Tilveruréttur þess er alveg sá sami og áður var.“ — Hvaða mistök ertu að tala um? „Það er náttúrlega alveg augljóst að þegar svona mikið tap verður á rekstri fyrirtækis, þá eru gerð einhver mistök, annaðhvort í undir- búningi eða framkvæmd. Það er örugglega éJfcfí fcj.tt'nismál fyrir þá sem hafa staðið að rekstrinum." — Hefur hæfileikana vantað? „Ég tel að miklir hæfileikar búi innan Arnar- flugs. Ég hef tekið eftir því, þær vikur sem ég hef umgengist starfsfólk þess. En hæfileikafólk getur náttúrlega líka gert mistök." — Gjaldþrot og stofnun nýs félags. Var það aldrei inni í myndinn? „Það er mikið borgandi fyrir fyrirtæki sem er í gangi. Stofnun og uppbygging er gríðar- lega dýr. Hinn kosturinn, að freista þess að rétta úr kútnum, var mun álitlegri í stöðunni." — Þessir nýju hluthafar eru eitthvað í kringum 60. Eiga þeir eitthvað sameigin- legt? „Það er náttúrlega fyrst og fremst áhuginn á því að halda uppi þessari starfsemi sem Arn- arflug hefur rekið. Það er þessum aðilum einn- ig sameiginlegt að flestir koma þeir úr ferða- mannaþjónustunni og er það því mjög í hag að þessi starfsemi haldi áfram.“ — Hvað er Frjáls fjölmiðlun að gera þarna? „Hún er nú ekki aðili að þessu. Hinsvegar erum við félagarnir, sem önnumst fram- kvæmdastjórn Frjálsrar fjölmiðlunar, aðilar að nýja hlutafénu. Og það byggist náttúrlega fyrst og fremst á því að við höfum almennan áhuga á íslensku atvinnulífi. Við sjáum þarna ýmsa möguleika. Samgöngur eru einhver mikilvæg- asti þátturinn í okkar þjóðlífi, þáttur sem sjálf- sagt er að sinna ef þörf er á.“ — Því; allt er betra en einokun á því sviði— „Já. Einokun yrði sennilega verst fyrir þann aðila sem fengi hana. Ég er sannfærður um að ekki liði langur tími þangað til það fyrirtæki, sem næði einokunaraðstöðu yrði þjóðnýtt. Það myndi gerast um leið og einhverjir svipti- vindar lékju um það. Við sjáum þetta gerast allt í kringum okkur. Öll stærstu flugfélögin í nágrannalöndunum eru ríkisfyrirtæki.” — Hörður, er einokun á sviði sam- gangna á íslandi ekki þegar fyrir hendi: Arnarflug er bara smápeð í samanburði við Flugieiðir, og stjórn Eimskips — lang- stærsta skipafélagsins — skipa mikið til sömu menn og stjórn Flugleiða. Er þetta ekki nánast einokun? „Þetta er auðvitað mjög sterk staða þessara fyrirtækja. En ég vil ekki kalla þetta einokun. Þótt Arnarflug sé til dæmis lítið félag, þá veitir það greinilega mikið aðhald. Einfalt dæmi sýnir okkur þetta: Hver er ástæðan fyrir því að fargjöld Flugleiða til Lúxemborgar eru mun lægri en gengur og gerist hjá því félagi, önnur en sú, að Arnarflug heldur uppi áætlunarflugi til næsta flugvallar við, Schiphol í Amsterdam? Þarna sjáum við árangur samkeppninnnar, að- haldsins." — Á ríkið að styrkja Arnarflug á ein- hvern hátt? „Ekki beint að styrkja það, en það má styðja við bakið á því eins og það hefur sýnt vilja til að gera á undanförnum árum — og sýnir við ýms fyrirtæki þegar á þarf að halda." — Og hirðir svo tapið ef illa fer! „Nei, helst ekki.“ — Ef til kemur hjá Arnarflugi, ætiið þið sextíumenningarnir þá sjálfir að sitja í súpunni? „Já, ábyrgðin er okkar. Við vitum allir að auðvitað getur brugðið til beggja vona í þessu efni. Menn renna svo sem ekkert blint í sjóinn með það.“ — Hörður, þú situr gjarnan í stjórnum! „Nei, ég geri nú ekki mikið af því.“ — Hve mörgum núna? „Þær eru sárafáar." — Ertu þessi baktjaldamaður sem sög- urnar af þér greina frá? „Nei, ég er enginn baktjaldamaður." — Hvernig verður áhrifum þínum í við skiptalífinu þá best lýst? „Þau eru nú mjög einföld. Ég vinn með öðr- um að því að reka Frjálsa fjölmiðlun og hef nú svona haldið mig mest við þann leist.“. — Fyrir fáum mánuðum varstu áhrifa- maður innan skipafélagsins Hafskips. . „Nei, nei.“ — Nú, hvað þá? „Enginn áhrifamaður... — Viltu ekkert kannast við það núna? „Ég var einn af þeim sem lögðu fram hlutafé í síðustu hlutafjáraukningunni og kom svolítið nálægt gangi mála síðustu vikurnar. Ég sé ekk- ert eftir því. Ég tel það mikið áfall að Hafskip skyldi verða gjaiaþrota méð þEtm hóSÍti sem varð. Ég tel það mikinn skaða fyrir íslenskt þjóðfélag að svona fór. Ég tel það hafa verið mikla skammsýni af þeim sem gátu ráðið ein- hverju um framgang mála að gera ekki það sem hægt var til þess að standa betur við bakið á Hafskip heldur en gert var. Það getur samt vel verið að Hafskip hefði engu að síður orðið gjaldþrota á endanum, en það var komið í greiðslustöðvun og það hafði möguleika á að semja sig út úr sínum málum. Það fékk ekki tækifæri til þess og það voru mikil mistök. Ég er sannfærður um það að áhugi manna á að standa við bakið á Arnarflugi núna er ekki síst til kominn af því að menn sjá það hversu gífur- leg mistök það voru að standa ekki betur við bakið á Hafskipi." — Varst þú einn af þeim sem létu blekkj- ast af hlutafjáraukningunni undir það síð- asta? „Ég var ekkert blekktur í sambandi við hlutafjáraukningu. Ég tei að svo hafi alls ekki verið.“ — Voru engir blekktir? „Það skal ég ekkert segja um. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hafði á þessum tíma um rekstur Hafskips, var mér alveg fyllilega ljóst að það gat auðveldlega brugðið til beggja vona, eins og sums staðar annarsstaðar." — Vissirðu af fölsuðum ársreikningum? „O, nei. Og ég veit ekki af þeim ennþá.“ — Sem sagt; þú varst þarna tengdur Haf- skip að einhverju marki og núna orðinn stjórnarformaður Arnarflugs jafnframt sömu stöðu hjá Frjálsri fjölmiðlun. Skað- ar þetta ekkert DV? „Nei. Það get ég ekki ímyndað mér. Ég get ekki ímyndað mér að það geti skaðað fyrir- tæki að þeir sem því stjórna vilja Ieggja hönd á plóginn annarsstaðar í íslensku atvinnulífi. DV nýtur góðs af þessu, ef eitthvað er. “ — Engir hagsmunaárekstrar? „Hvergi.“ — Sýnir Hafskipsmálið okkur ekki annað? „Menn verða náttúrleg að passa sig. Það verður hver að passa sjálfan sig.“ — DV frjálst og óháð — ennþá? „Já.“ — Aftur að Arnarflugi. Hvað er miklu fórnandi fyrir það firma? „Vonandi þarf engu að fórna, vonandi tekst þetta. Ég tel að það sé talsvert á sig leggjandi til þess að reyna að koma starfsemi þessa fyrir- tækis á réttan kjöl á nýjan leik. Það er enginn fullnaðardómur um eitt fyrirtæki þótt því hafi hlekkst eitthvað á.“ — Meinhæðinn maður hvíslaði því að mér að hinir nýju hluthafar Arnarflugs ættu það meðal annars sameiginlegt að vera að drepast úr minnimáttarkennd gagnvart Flugleiðum, neituðu að trúa yfir- burðum þess! Hvað finnst þér um þessa órökstuddu fullyrðingu? „Það er nú bara eins og hvert annað rugl. Menn hafa enga minnimáttarkennd gagnvart Flugleiðum — og ég sé heldur enga ástæðu til þess. Ef menn líta á þessa grein, flugrekstur- inn, þá eru Flugleiðir náttúrlega bara annað peð sem enginn þarf að hafa minnimáttar- kennd gagnvart. En við teljum að það eigi að reyna að koma á góðri samvinnu milli þessara tveggja félaga. Þau eru bæði mjög þýðingar- mikil fyrir íslenskt þjóðfélag. Það lýsti meiri þroska að vinna saman þar sem því verður við komið, heldur en að níða skóinn hver af öðr- um sem engin ástæða er til. Að minnsta kosti eiga menn að sjá sóma sinn í því að láta hver annan í friði eins og góðum grönnum sæmir. Við ætlum að láta fortíðina vera að baki.“ eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Árni Bjarnason 12 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.